Morgunblaðið - 16.08.1988, Síða 22

Morgunblaðið - 16.08.1988, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988 Tilnefning ráðu- neyta ekki komin RÁÐUNEYTI fjármála og heilbrigðismála hafa ekki skipað full- trúa í þriggja manna samstarfsnefnd sem sjá á um að samkomu- lag til lausnar fjárhagsvanda Landakotspitala verði framkvæmt. Fulltrúaráð Landakotsspítala tilnefndi Loga Guðbrandsson, fram- kvæmdastjóta Landakots, í nefndina af hálfu spítalans. Guðmundur Bjamason heil- heita eftirlitsstjórn. Stefán Frið- brigðisráðherra sagði við Morgun- blaðið að hann hefði ekki enn skip- að fulltrúa síns ráðuneytis, sem verður formaður nefndarinnar, en hann biði eftir tilnefningu fjár- málaráðuneytissins. Stefán Frið- fínnsson aðstoðarmaður íjármála- ráðherra sagði að fulltrúi ráðuney- isins hefði ekki verið valinn. Samkæmt samkomulagi ráð- herranna tveggja, sem fulltrúaráð Landakots féllst á eftir ákveðnar breytingar, segir að samstarfs- nefndinni beri að sjá um að sam- komulagið verði framkvæmt og hún skuli kappkosta að atriði sam- komulagsins verði framkvæmt á naestu íjórum mánuðum. I athugasemdum fulltrúaráðs Landakotsspítala við samkomu- lagið, sem sendar voru heilbrigðis- ráðherra, segir að það sé skilning- ur fulltrúaráðsins að samstarfs- nefnd þessi gegni samráðshlut- verki en ekki stjómunarhlutverki. Það hafí lengi skort mjög á að samskipti milli spítalans og ráðu- nejtianna hafi verið fullnægjandi og yrði mikil bót af þessari nefnd sem gæti orðið tengiliður á milli spítalans ’og ráðuneytanna. Upphaflega átti nefndin að fínnsson sagði við Morgunblaðið að fjármálaráðuneytið hefði fallist á að það væri sama hvað þessi nefnd héti enda væri fullur skiln- ingur á að hlutverk hennar væri ekki að hafa samráð við fólk held- ur stjórna spítalanum. Guðmundur Bjarnason sagði við Morgunblaðið að það væri verkefni þessarar nefndar að fylgja tillög- unum í samkomulaginu eftir. I sínum huga hefði aldrei verið stefnt að því að breyta stjórnskipu- lagi sjúkrahússins, né setja þar einn eða neinn af heldur ætti nefndin að geta verið samstarfs- vettvangur þessara aðila. Hins vegar væri verkefni nefndarinnar alveg skýlaust: að sjá um að þau atriði, sem samkomulagið kvæði á um, verði framkvæmd. INNLENT Samstarfsnefndin um Landakotsspítala: Hljómsveitin Neistar. Morgunblaðið/Einar Falur • Afmælisveizla Kringlunnar í TILEFNI af eins árs afmæli Kringlunnar, voru þar ýmsar uppákomur og skemmtiatriði á föstudag og laugardag. Hljóm- sveitir léku og boðið var upp á nýjan jógúrtís og blöðrur. Kringlan hélt upp á eins árs afmæli sitt með skemmtiatriðum og veitingum á föstudag og laug- ardag. Spænski sirkusinn, sem nú er staddur hér á landi, sýndi listir sínar og ýmsir hljómlistarmenn komu fram. Hljómsveitin Neistar lék dægurlög, Birgir Birgisson spilaði á hljómborð og Hafnfírska blásarasveitin lék. Þá var fólki boðið að smakka á nýjum jógúrtís og allir gátu fengið kók og blöðrur. Að sögn Einars Inga Halldórs- sonar, framkvæmdastjóra Kringl- unnar komu á milli 25.000-30.000 manns í Kringluna á afmælinu. Forseti í opinbera heim- Eru þeir að fá 'ann -? ■ Stefnir í met í Haukunni. Mikil veiði hefur verið í Haukadalsá það sem af er sumri og þó hefur lengst af í sumar verið leiðindaveður og lítt fýsi- legt að standa við veiðar. Alls hafa tæplega 900 laxar veiðst í ánni á stangimar fímm, en menn hafa gert sér í hugarlund að lax- amir í ánni um þessar mundir séu milli 2500 og 3000 talsins. Og enn streymir í ána nýgenginn lax. Holl sem lauk tveggja daga veiðum á sunnudaginn og hreppti aftakarok varð að láta sér lynda 18 laxa, en flestir lax- anna voru nýgengnir og margir lúsugir. Ógurlegar torfur eru víða af laxi í ánni, eins og í Neðri Streng, Blóta, Eggert og víðar. Stórfenglegt sjónarspil. Mest er þetta smálax, 5 til 6 punda fiskar eru liðflestir í aflan- um og stærstu laxar sumarsins hafa vegið 17 og 18 pund. Stór- ir laxar eru vissulega í bland í ánni, en fáir miðað við smálaxa- gerið. Reytingxir í Efri Hauku. Reytingsafli hefur verið í Efri Haukadalsá, ofan Haukadals- vatns og nokkur góð bleikjuveiði- skot hafa drýgt veiðina enn fremur. Þetta em þó ekki marg- ir laxar og til í dæminu að eitt- hvað sé ekki skráð. í veiðibókina sem er í veiðihúsiriu við neðri ána eru skráðir milli 10 og 20 laxar og veiddust eir fyrstu óvenjulega snemma, eða snemma í júlí, 12 og 13 punda fískar. Dofnar yfir Hvolsá og Staðarhólsá. Veiðin hefur dofnað nokkuð í Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum, síðasta holl var með aðeins 8 laxa, en drjúga silungsveiði, allt að 4 punda bleikjur og sumar bleikjumar sem ekki glöptust á voru stærri en stærstu laxamir sem til sást í ánni. Þó hefur veið- in í heild verið afar góð, sú besta fyrr og síðar og komnjr eru um 500 laxar á land. Er það met- veiði sem bjartsýnustu menn geta vart ímyndað sér að verði slegið í bráð. Lélegt í Langholti. Léleg veiði hefur verið í Hvítá í Ámessýslu í landi Langholts að undanfömu. Harðsnúinn hóp- ur um helgina síðustu náði eng- um laxi og vikuna áður höfðu aðeins 5 laxar veiðst og er þama þó barið með þremur stöngum dag hvem. Þykir þetta ekki sæma jafn góðum veiðistað og Langholtið er. Tíðindamaður Morgunblaðsins sagði eitthvað af laxi vera á svæðinu, hann stykki vítt og breitt, en greini- legt væri að það vantaði nýjar göngur til að hressa upp á leiða veiðimenn. gg sókn í Húnavatnssýslur FORSETI Islands, Vigdís Finn- bogadóttir fer í opinbera heim- sókn í Húnavatnssýslur, dagana 25.-28. ágúst næstkomandi. í fylgd með forseta verða Korne- líus Sigmundsson forsetaritari og eiginkona hans, Inga Her- steinsdóttir. Fer dagskrá heim- sóknarinnar hér á eftir. 8.15 Brottför frá Reykjavík. 11.00 Komið að sýslumörkum við Hrútafjarðará. Sýslumaður og sýslunefnd Vestur-Húnavatns- sýslu taka á móti forseta. 11.15 Ekið að Reykjaskóla. Tijám plantað. Byggðasafnið skoðað. Sýslunefnd og hreppsnefnd Stað- arhrepps bjóða til hádegisverðar. Síðan verður opið hús og kaffi- veitingar fyrir íbúa sveitarinnar. 15.00 Ekið í Miðfjörð. Skoðaður minnisvarði um Ásdísi, móður Grettis Ásmundssonar að Bjargi. Mögulegt er að fara innar í sveit- ina, að Efra-Núpi, og skoða leiði Skáld-Rósu. 17.00 Komið að Laugabakka, Mið- fírði. Þar verður opið hús og kaffíveitingar fyrir íbúa Fremri- og Ytri-Torfustaðahreppa í boði hreppsnefndanna. 18.30 Ekið að Hvammstanga. Gist verður í Vertshúsinu. 20.00 Kvöldverður sýslunefndar og hreppsnefnda Hvammstanga- hrepps og Kirkjuhvammshrepps. 21.30 Opið hús og kaffiveitingar í félagsheimilinu í boði hrepps- nefndanna. Föstudagur 26. ágúst 1988 8.30 Tijám plantað við barnaskól- ann. 9.00 Ekið frá Hvammstanga út Vatnsnes fram hjá Tjörn, Hind- isvík o.fl. að Hvítserki. 10.00 Komið að Hvítserki. Klettur- inn skoðaður. 10.20 Ekið að Þorfínnsstaðaskóla. 10.30 Opið hús og kaffiveitingar í skólanum fyrir íbúa Þverár- hrepps. Tijám plantað. 12.00 Ekið að Borgarvirki. Gengið upp í virkið. 12.40 Ekið frá Borgarvirki inn í Viðidal austanverðan að Kolu- gljúfrum í Víðidalsá. Þaðan að Víðihlíð. 14.15 Komið í Víðihlíð. Opið hús og kaffíveitingar fyrir íbúa Þor- kelshólshrepps í boði hrepps- nefndar. Tijám plantað. 16.15 Ekið frá Víðihlíð að sýslu- mörkum við Gljúfurá. Þar tekur sýslunefnd Austur-Húnavatns- sýslu á móti forseta. 16.45 Ekið að hótelinu á Blönduósi. 17.15 Komið á Blönduós. Gisting þar í 2 nætur. 18.15 Ekið til Skagastrandar. Bærinn skoðaður. Tijám plantað. 19.45 Kvöldverður í boði hrepps- nefnda Höfðahrepps (Skaga- strönd), Vindhælis- og Skaga- hrepps. 21.30 Opið hús og kaffiveitingar í félagsheimilinu fyrir íbúa hrepp- anna. Að því opnu verður ekið til Blönduóss og gist þar. Laugardaginn 27. ágúst 1988 9.00 Ekið frá Blönduósi í Húna- ver. 10.00 Opið hús og kaffíveitingar í Húnaveri fyrir íbúa Svínavatns-, Bólstaðarhlíðar- og Engihlíðar- hreppa. Tijám plantað. 11.30 Ekið frá Húnaveri að Blönduvirkjun. Jóhannes Nordal, stjómarformaður, Halldór Jóna- tansson, forstjóri Landsvirkjunar, og Sveinn Þorgrímsson, staðar- verkfræðingur, taka á móti for- seta við op jarðganga. Stöðvar- húsið skoðað. Síðan verður ekið ÞRÍR bílar lentu í hörðum árekstri á mótum Bústaðavegar og Suðurhlíðar á laugardaginn. Bílunum var öllum ekið austur Bústaðaveg. Okumaður þess fremsta stöðvaði þar sem rautt Ijós var að kvikna fyrir akstursstefnu hans. Þeim sem næst kom tókst að stíflumannvirkjum á Auðkúlu- heiði og þau skoðuð. 13.45 Hádegisverður í mötuneyti starfsmanna í boði Landsvirkjun- ar. 15.00 Tijáplöntun í skógræktarreit á staðnum. 15.15 Ekið frá Blönduvirkjun áleið- is til Húnavalla. 15.45 Opið hús og kaffiveitingar á Húnavöllum fyrir íbúa Torfulækj- ar-, Sveinsstaða- og Ásahreppa. Ttjám plantað. 17.45 Ekið til Blönduóss. 18.00 Komið á hótelið á Blönduósi. 19.30 Kvöldverður í boði bæjar- stjórnar Blönduóss Sunnudagur 28. ágúst 1988 9.00 Ekið frá Blönduósi út Skaga, ef veður leyfir. Skoðaðir ýmsir markverðir staðir, m.a. Kálfs- hamarsvík og sjávarhamrar úr stuðlabergi. E.t.v. ekið að Digra- múla; en þaðan er mjög víðsýnt. 12.00 Komið til Blönduóss. Hádeg- isverður á heimili sýslumanns- hjóna. 13.30 Bærinn skoðaður. Tijám plantað í Hrútey. 15.00 Opið hús og kaffiveitingar í félagsheimilinu fyrir bæjarbúa og aðra Húnvetninga, sem hitta vilja forseta. 17.00 Ekið frá Blönduósi að Þing- eyrum. Kirkjan skoðuð. Ekið það- an um Vatnsdal. Staðnæmst við Þórdísarlund. Tijám plantað. E.t.v. boðið upp á hressingu á einu býlinu áður en ekið verður til Reykjavíkur. ekki að stöðva í tæka tíð og ók aftan á hann. Sá þriðji, sem grunað- ur er um ölvun við aksturinn, ók svo aftan á hina tvo. Teljandi meiðsli urðu ekki á fólkinu, sem í bílunumn var, en vanfær kona sem var í einum þeirra var þó færð til rannsóknar. Þriggja bíla árekstur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.