Morgunblaðið - 16.08.1988, Page 31
TOtYnA. 51 Sf'rfÖAnUMJí3<í TflVf'Jfí30W
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988
op
31
Frá slysstað.
Morgunblaðið/Gunnar Jónasson
Alvarlegt bifhjólaslys
á Vesturlandsvegi
ÖKUMAÐUR bifhjóls slasaðist
talsvert í umferðarslysi á Vestur-
landsvegi við Korpúlfsstaði
klukkan rúmlega 16 á laugardag.
Bifhjólinu var ekið norður Vest-
urlandsveg og framúr bifreið, sem
í sama mund var beygt inn á veg-
inn að Korpúlfsstöðum. Bifhjóla-
maðurinn slasaðist talsvert, meðal
annars á fótum.
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 15. ágúst.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 40,50 37,00 37,58 64,463 2.422.969
Undirmál 19,00 18,00 18,50 1,400 25.900
Ýsa 79,00 35,00 57,16 13,581 776.477
Ufsi 20,00 15,00 19,19 4,677 89.769
Karfi 20,00 18,00 18,48 2,208 40.813
Steinbítur 30,00 17,00 21,91 0,440 9.653
Hlýri 19,00 19,00 19,00 0,927 17.616
Langa 15,00 15,00 15,00 0,074 1.110
Koli 38,00 38,00 38,00 1,022 38.860
Lúða 170,00 120,00 134,77 0,406 54.749
Skata 40,00 40,00 40,00 0,012 480
Skötuselur 85,00 80,00 83,20 0,079 6.573
Samtals * 38,96 89,292 3.479.623
Selt var aðallega úr Gandi VE og Keili RE. í dag veröa m.a.
seld 41 tonn af þorski, 92 tonn af ufsa, 12 tonn af karfa, 1,8
tonn af ýsu og 0,9 tonn af steinbít úr Stálvik Sl og 8 tonn af
blönduöum afla úr Frá VE.
FAXAMARKAÐUR hf. i Reykjavík
Þorskur 43,50 36,00 38,56 129,865 5.007.683
Undirmél 18,00 18,00 18,00 0,513 9.234
Ýsa 64,00 20,00 60,12 1,054 63.371
Karfi 15,00 15,00 15,00 0,155 2.325
Ufsi 11,00 11,00 11,00 0,217 2.387
Steinbítur 21,00 19,00 20,24 0,226 4.574
Hlýri 24,00 22,50 22,91 4,988 114.291
Lúða 175,00 175,00 175,00 0,047 8.225
Samtals 38,03 137,065 5.212.089
Selt var úr Hjörleifi RE og Jóni Baldvinssyni RE. i dag verða
m.a. seld 100 tonn af þorski og 29 tonn af ufsa úr Vigra RE.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 43,50 27,00 39,52 87,335 3.451.460
Undirmál 17,50 17,50 17,50 7,560 132.300
Ýsa 57,00 20,00 49,48 11,237 555.995
Ufsi 19,00 16,00 18,18 29,175 530.342
Karfi 19,00 . 15,50 18,38 3,199 58.787
Steinbítur 20,50 19,50 20,08 1,391 27.928
Hlýri 15,00 15,00 15,00 0,855 12.825
Langa 20,50 11,00 13,21 0,352 4.651
Langlúra 5,00 5,00 5,00 0,420 2.100
Sólkoli 48,00 39,00 46,60 0,645 30.060
Skarkoli 41,50 35,00 40,20 3,100 120.400
Lúða 157,00 65,00 92,95 0,571 53.077
Öfugkjafta 15,00 14,00 14,58 3,897 56.808
Grálúða 5,00 5,00 5,00 0,420 2.100
Skata 53,00 53,00 53,00 0,012 636
Skötuselur 209,00 52,00 175,05 0,074 12.954
Samtals 33,71 149,811 5.050.050
Selt var aöallega úr Bergvík KE, Þresti KE og Eldeyjar-Boöa. i
dag verða m.a. seld 46 kör af stórþorski, 16 kör af smáþorski
og 15 kör af ýsu úr Sigurborgu KÉ.
Grsenmetlsverö á uppboðsmörkuðum 15. ágúst.
SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNA
Gúrkur 85,76 2,065 177.090
Tómatar 137,02 1,974 270.468
Sérrítomatar 304,00 0,002 608
Paprika(græn) 252,73 0,620 156.690
Paprika(rauð) 353,99 0.340 120.355
Paprika(gul) 404,00 0,005 2.020
Gulrætur 178,21 1.030 183.560
Gulrætur(pk.) 166,99 0,970 161.980
Rófur 86,00 0,500 43.000
Steinselja 32,44 1,130 36.660
Kínakál 135,31 1,638 221.634
Blómkál 82,56 0,364 30.051
Hvítkál 92,32 1,360 125.560
Spergilkál 203,40 0,025 5.085
Sellerí 166,00 0,015 2.490
Sámtals 1.587.111
Einnig voru seldir 960 hausar af salati fyrir 49.860 krónur eöa
51,94 króna meðalverö. Næsta uppboö verður klukkan 16.30
i dag, þriöjudag.
Skýrsla um öryggismál í f lugi:
Místök flugmanns orsök
í 95% slysa í einkaflugi
Tillögur um hertar reglur og aukið aðhald
í SKÝRSLU um öryggi í einkaflugi, sem nefnd á vegum samgöngu-
ráðuneytisins vann, kemur fram að í rannsóknarskýrslum er flug-
maðurinn nefndur í 95% tilvika sem orsakaþáttur í slysum og óhöpp-
um i einkaflugi hér á landi. Aðrir helstu orsakaþættir eru veður í
22% tilfella og bilun í 16% tilvika. í 20% tilvika eru aðrir orsakaþætt-
ir nefndir. í skýrslunni er dregin sú ályktun, að æði oft sé orsaka
slysa og óhappa að leita í reynsluleysi, agaleysi, skorti á dómgreind
eða kæruleysi og að þessir þættir fléttuðust oft saman á ýmsa vegu.
í skýrslunni eru settar fram tillögur um hertar reglur í einkaflugi
og aukið aðhald. Þá er þar sagt um ReykjavíkurflugvöII að hann
sé „...afár vel staðsettur og vinna ber af alefli að þvi að halda hon-
um þar sem hann er.“
Skýrslan gerir ítarlega grein fyr-
ir flugumferð og flugstjóm hér á
landi og hvaða reglur gilda þar um.
Fram kemur, að slysatíðni í einka-
flugi er í meðallagi hér á landi mið-
að við nokkur tilgreind Evrópulönd,
en tíðni dauðaslysa í einkaflugi er
hæst hér á landi. Á fimm ára tíma-
bili, 1982-1986, er íjöldi slysa mið-
að við 100.000 flognar klukku-
stundir að meðaltali 28,9 á ári, þar
af 9,6 dauðaslys. Þar sem raun-
verulegir flugtímar eru færri en
100.000 á ári hér, ■ verður þessi
reiknitala um tíðni slysa hærri en
tala slysanna er. T.d. urðu tvö
dauðaslys í einkaflugi árið 1986,
sem verða 13,3 fyrir hveijar
100.000 flognar klukkustundir.
Dæmi um slysatíðni í öðrum löndum
samkvæmt sömu reiknireglu og á
sama fimm ára tímabili eru
(slys/dauðaslys); Svíþjóð 33,2/-;
Danmörk 40,7/8,6; Finnland
48,8/9,3; Noregur 52,2/9,4; V-
Þýskaland 24,6/3,1; Bretland
28,2/3,3 og Belgía 8,6/3,3. í V-
Evrópu eru aðalorsakaþættir flug-
slysa í einkaflugi, samkvæmt
skýrslum Flugmálasambands Evr-
ópu, flugmaður í 70,8% tilvika, veð-
ur í 6,0% tilvika og bilun í 3,6%
tilvika. Aðeins er nefndur einn or-
sakaþáttur í hveiju tilviki og tölurn-
ar eiga við um árið 1984.
Um þátt flúgmanna segir í
skýrslunni til samgönguráðuneytis-
ins: „Æði oft virðist orsakanna að
leita í reynsluleysi, agaleysi, skorti
á dómgreind eða kæruleysi og þess-
ir þættir fléttuðust oft saman á
ýmsa vegu. Athyglisvert er þó, að
þeir flugmenn sem lentu í óhöppum
eða slysum voru að meðaltali með
380 klst flugtíma reynslu."
Um þátt veðurs segir: „Það var
mikil afturför þegar flugveðurstof-
an flutti af Reykjavíkurflugvelli og
raunar var það óskiljanleg ráðstöf-
un. Náið persónulegt samband flug-
veðurfræðinganna við einkaflug-
menn rofnaði að mestu leyti og
ekki var lengur sjálfsagður þáttur
í flugundirbúningi einkaflugmanns-
ins að koma við á Veðurstofunni
fyrir flug, skoða veðurkort og ræða
augliti til auglitis við veðurfræðing-
inn, sem menn þekktu þá oftast
persónulega."
Um bilanir er sagt: „Bilanir þær
sem komið hafa í Ijós og verið
meðvirkandi orsakir í flugslysum
og óhoppum, voru fyrst og fremst
raktar til mistaka í viðhaldsvinnu
og til lélegs viðhalds."
Tillögnr um úrbætur
Nefndin setur fram tillögur um
úrbætur og eru þær í 13 liðum.
Hér verður gerð grein fyrir helstu
efnisatriðum þeirra.
Nefndin leggur áherslu á að
gengið verði sem fyrst frá reglum
sem Flugmálastjóm hefur unnið að
um æfingasvæði skóla- og einka-
flugs í nánd við Reykjavík. Lagt
er til að þess verði krafist, að allar
flugvélar sem fljúga í flugstjómar-
sviðum Reykjavíkurflugvallar og
Keflavíkurflugvallar hafi radar-
svara. Undanþágur megi þó veita
gömlum flugvélum, sem ekki hafa
rafkerfí.
Lagt er til að lágmarkskröfur um
flugskyggni í sjónflugi (undir hinu
stjómaða loftrými í innánlands-
flugstjómarsvæðinu) verði 5 kíló-
metrar í stað 1,5 kílómetra eins og
nú er gert. Nefndin leggur einnig
til að reglur um gerð flugáætlana
verði endurskoðaðar og hertar og
að komið verði á beinu og aðgengi-
legu upplýsingasambandi við Veð-
urstofuna á hentugum stað eða
stöðum á Reykjavíkurflugvelli og
að sett verði ríkisveðurlágmörk í
sjónflugi og blindflugi fyrir alla
skráða flugvelli. Þá er lagt til að
ekki verði leyft sjónflug að nóttu
nema í nánd upplýstra flugvalla og
yfír samfelldri byggð og til þess
þurfí flugmaður sérstök réttindi.
Nefndin leggur til að flugum-
ferðarstjórar, flugradíómenn og
flugvallarverðir verði skyldaðir til,
með starfsreglum þeirra, að til-
kynna Flugmálastjóm strax, ef þeir^
verða þess varir að flugmenn bijóti
flugreglur. Lagt er til að komið
verði upp símum við flugstöðvar,
sem flugmenn geta komist 1 utan
starfrækslutíma flugstöðvanna.
Þá er lagt til að einkaflugmenn
verði skyldaðir til áskriftar að Flug*
málahandbókinni, að skírteina-
reglugerð verði breytt þannig að
allir einkaflugmenn verði skyldaðir
til að sækja endurmenntunarná-
mskeið ekki sjaldnar en annað hvert
ár og að endurskoða þurfi reglur
um gerð og búnað loftfara.
Loks leggur nefndin mikla
áherslu á að Flugmálastjóm verði
gert fjárhagslega kleift að ijölga
mönnum í föstu starfí til þess að
hafa eftirlit með starfsemi flug-
skóla og annarri flugstarfsemi í
landinu.
Skýrsla þessi er til umfjöllunar
hjá flugráði. Matthías Á. Mathiesen
samgönguráðherra sagðist ekki
vera reiðubúinn að tjá sig um inni-
hald skýrslunnar þegar Morgun-
blaðið leitaði álits hans í gær. Hann
kvaðst bíða niðurstöðu flugráðs og
að henni fenginni meta hvað gera
skuli.
Reykjavíkurflugvöllur:
Einn öruggasti flug-
völlur Vestur-Evrópu
- segir formaður flugslysanefndar
Reykjavíkurflugvöllur er einn af öruggustu flugvöllum V-Evrópu,
segir Karl Eiríksson formaður flugslysanefndar. „Það hræðir mig
verulega ef ætti að flytja flugumferðina til Keflavíkur og setja
kannski þrefalda umferð þangað á hraðbraut. Reylqanesbraut er
búin að vera mjög dýr í slysum og mannslífum,“ sagði Karl. Hann
var spurður um röksemdir fullyrðingar sem fram kemur í skýrslu
um öryggi í einkaflugi. Þar er sagt: „Reykjavíkurflugvöllur er afar
vel staðsettur og vinna ber af alefli að því að halda honum þar sem
hann er.“ Karl var formaður þeirrar nefndar sem gerði skýrsluna,
samkvæmt ákvörðun samgönguráðherra.
„Það er verið að tala um að þetta
sé hættulegt, að það sé flogið yfír
miðborg Reykjavíkur. En hvað eig-
um við að telja upp af flugvöllum,
Los Angeles, San Fransisco, Idlew-
ild, Ósló, Hamborg, Hanover, Schip-
hoí í Amsterdam, það er flogið yfir
þéttbyggð svæði á alla þessa staði.
.Þetta er svona alls staðar og allir
flugvellimir í Los Angeles, sem eru
einir fímm, eru hreinlega inni í
miðri borg,“ sagði Karl Eiríksson.
„Ég hef ekki heyrt nein rök fyrir
því að það sé hættulegra að hafa
Reykjavíkurflugvöll hér heldur en
til dæmis að beina tugþúsundum
eða hundruðum þúsunda manna til
viðbótar til Keflavíkur. Reykjavík-
urflugvöllur er einn af örúggustu
flugvöllum í Vestur-Evrópu. Nú
verður hér flugslys við völlinn og
það dettur engum í hug annað en
að loka honum. Reykjanesbraut er
undir engum kringumstæðum undir
það búin að taka við þeirri umferð
sem fylgir að flytja flugið til
Keflavíkur. Það er að mjög vel at-
huguðu máli að ég segi að
Reykjavíkurflugvöllur sé best settur
hér.“
Karl sagði mikið óhagræði skap-
ast auk þess fyrrir alla aðila, ef
Reykjavíkurflugvöllur yrði lagður
niður og flugumferðin flutt til dæm-
is til Keflavíkur. „Við getum tekið
dæmi um farþega sem ætlar að
fara til Vestmannaeyja og fer héðan
einhvers staðar úr Reykjavíkur-
svæðinu út á flugvöll. Vestmanna-
eyjar eru kannski einmitt dæmi-
gerður staður fyrir það, að þegar á
að fara af stað þá er komið óveður
þar. Fólk sem væri kallað til
Keflavíkur til þess að fljúga til
Eyja, það er 25 mínútna flug, það
eyðir kannski klukkutíma í að kom-
ast að heiman út á Keflavíkurflug-
völl. Svo er kannski ekki flogið.
Þetta væri að mínum dómi dauða-
dómur yfir þessu flugi og um leið
að verulegu leyti yfir einkaflugi ef
svo langt verður að fara,“ sagði
Karl.