Morgunblaðið - 16.08.1988, Side 39

Morgunblaðið - 16.08.1988, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988 39 Kennaraháskóli Islands: Fyrirlestur um náms- mat og námskeið TVEIR bandarískir uppeldis- fræðingar eru staddir hér á landi, Robert Stake, prófessor við University of Illinois og Bernadine Stake, kennari við sama skóla. Robert Stake flytur fyrirlestur um áhrif námsmats á skólastarf i Kennaraháskóla ís- lands, fimmtudaginn 18. ágúst. Bernadine Stake verður með tveggja daga námskeið fyrir kennara um kennslu í stræðfræði og raungreinum á vegum Kenn- araháskólans dagana 17. og 18. ágúst. Robert Stake hefur um árabil verið prófessor við University of Illinois og forstöðumaður rannsókn- arstofunarinnar Center for Instruc- tional Research and Curriculum Evaluation, C.I.R.C.E., við sama skóla. Hann lauk doktorsgráðu við Princton og hefur skrifað fjölda greina og bóka um námsmat og mat á skólastarfi. Á íslensku hefa birtst eftir hann tvær greinar, Fræ- kom efans í Menntmálum árið 1975 og Við bætum ekki menntun með því að staðla námið í Nýjum menntamálum árið 1987. Fyrirlestur Roberts á fimmtudag, tengist rannsóknum á áhrifum námsmats á skólastarf, sem hann hefur staðið að undanfarið. Hann verður fluttur á ensku og nefnist „Implications of Assessment on Schooling". Bernadine Stake lauk doktors- gráðu frá University of Illinois og hefur kennt kennaranemum þar og starfandi kennurum. Þá hefur hún stundað rannsóknir og tilraunir með breyttar aðferðir við kennslu stærð- fræði og raungreina ásamt Jack A. Easely við sama háskóla. Stake hefur einnig unnið að rannsóknum á notkun tölva við kennslu og mat á skólastarfi og tilraun til að auka jafnrétti kynjanna í skólum. Nám- skeið Beranadine Stake er fyrir kennara um kennslu stærðfræði og raungreina. MERKI UM GÓÐAN ÚTBÚNAÐ NÍÐSTERK ÞUNGAVIGTARLÍNA Fœst í nœstu sportvöruverslun. Ein af Ijósmyndum Bengts S. Eriksson. Sænskur ljós- myndari sýnir á Kjarvals- stöðum SÆNSKI ljósmyndarinn Bengt S. Eriksson sýnir nú ljósmyndir sínar á Kjarvalsstöðum. Sýningin hófst 6. ágúst og henni lýkur sunnudaginn 21. águst. . Bengt S. Eriksson er fæddur árið 1948, búsettur í GÁvle í Svíþjóð. Hann er meðlimur í sænsk- um samtökum náttúruljósmyndara og hefur fengið ýmis verðlaun fyrir ljósmyndir sínar, m.a. „Hasselblad master avard“. Hann hefur haldið margar einkasýningar, m.a. í Upp- sala Konsthal 1983, Hasselblad Gallery í Gautaborg 1983 og í Norð- urlandahúsinu í Færeyjum 1987. Einnig hefur hann tekið þátt í sam- sýningum, m.a. Camera Obscura í Stokkhólmi og Annarri alþjóðlegu list- ljósmyndasýningunni í Peking í Kína. Hann hefur fengið myndir sínar birtar í ýmsum tímaritum um ljósmvndun, m.a. bandaríska tíma- ritinu Modem Photograph, franska blaðinu Zoom og tímaritinu Foto í Svíþjóð. Bengt S. Eriksson hefur tekið myndir hér á landi og var hann hér síðast í apríl 1986. „Þúfœrð öll fáanleg, örugg verðbréfhjá VIB, “ segir Sigurður B. Stefánsson. Hvad með upplýsingar um verðbréf? „Þaö nægir að koma í VIB til að fá alla þá þjónustu og upplýsingar um verð- bréí' sem þú jrarf't. VIB býður allar tegundir skuldabréfa og hlutabréfa þeirra fyrirtækja sem eru á markað- num hverju sinni. Við getum útvegað skuldabréf og hlutabréf frá öðrum auk [reirra sem við gefum út. Það er jrví nóg að koma í VIB til að fá örugg skuldabréf. Ráðgjafar VIB ráða þér heilt í verðbréfaviðskiptum." Kaupi ég eitt stórt bréf eða mörg lítil? „Þaö fer nú alveg eftir því hvaða fjárhæöir er verið að ávaxta. Venju- lega mælum við með því að fjárhæð- inni sé skipt á nokkur bréf. Sé um allháa fjárhæð að ræða er henni oftast dreif't á nokkrar tegundir bréfa, t.d. ríkisskuldabréf, banka- tryggð bréf, Glitnisbréf og Sjóðsbréf. En Jréttt aðeins sé keypt ein tegttnd bréfa mælum við samt með því að dreif'a fénu á nokkur bréf' Svo að f'ólk geti innleyst hluta Jreirra ef þörf kref'ur." Marga óar við umslangi og fyrirhöfn vegna verbbréfaviöskiþUi. lin þau verda ofur einfóld og arbbœr þegar þú kemur i VIB. Þar færbu uþþlýsingar um öll verdbréf á markabnum og heilreébi í kauþbceli. Veríd velkomin i VIB. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF. Ármúla 7, 108 Reykjavik. Sími 68 15 30 Þarf éjg að fara út um allan bæ til að kaupa verðbréf? Trilene

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.