Morgunblaðið - 16.08.1988, Síða 52

Morgunblaðið - 16.08.1988, Síða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1988 Afmælisvika Siglufjarðar Komið til guðsþjónustu í Hvanneyrarskál. Á myndinni má sjá Erling Óskarsson bæjarfógeta og sr. Vigfús Þor Árnason. Hátíðarhöld vegna kaup- staðar- og verslunar- afmælis Siglufjarðar Síðast liðinn laugardag hófst afmælisvika Siglufjarðar. Það var 20. maí 1818 að Siglufjörður varð löggiltur verslunarstaður, en réttri öld síðar eða sama dag árið 1918 voru bænum veitt kaupstaðarréttindi með lögum frá Alþingi. Árið 1988 er því tvöfalt afmælisár i sögu Siglu- fjarðar og ekki að undra þótt bæjarbúar minnist afmælisins nú. Saga Siglufjarðar er svo nátengd síldinni að varla er hægt að hugsa um annað nema að hitt komi upp í hugann. Yfir síldarárunum hvílir ævin- týraljómi sem á sér engan líka í allri Islandssögunni. Ævintýrið hófst með komu Norðmanna til Siglufjarðar eftir síðustu aldamót. Þeir réðu yfir nýjum veiðarfærum og tóku að veiða síld úti á opnu hafi. Reistar voru síidarsöltunarstöðvar og síðar síldarbræðslur. Innlendir athafna- menn létu ekki sitt eftir liggja og silfri hafsins var mokað á land. Vöxtur Siglufjarðar var meiri en nokkurs annars kaupstaðar á lands- byggðinni frá aldamótum og fram tii síðari heimsstyrjaldar. Á því tíma- bili fjölgaði íbúum úr því að vera um 150 í 3100. Tölurnar tala sínu máli. En síldin kom og síldin fór. Á fáum árum fækkaði bæjarbúum um þriðjung. Þótt síldin hafi brugðist lögðu flestir Siglfirðingar ekki upp laupana. Á undanförnum árum hefur verið lyft Grettistaki í atvinnumál- um bæjarins og óhætt er að segja að menningar- og mannlíf á Siglu- firði standi í blóma. Það var hátíðlegt um að litast á upphafsdegi afmælisvikunnar á Si- glufirði. Fánar alls staðar dregnir að húni og bærinn snyrtilegri en nokkum tíma fyrr. Prúðbúnir bæj- arbúar og gestir þeirra héldu árdeg- is út á flugvöll og biðu þar komu forseta Islands, Vigdísar Finnboga- dóttur. Menn létu það ekki á sig fá þótt ekki sæist til sólar nema ein- staka glenna og fjölmenntu til að heilsa forsetanum. Þar sem draumar rættust Hátíðarsamkoma var í Siglufjarð- arkirkju eftir hádegi. Björn Jónas- son, forseti bæjarstjórnar, setti sam- komuna og bauð Siglfirðinga oggesti velkomna til hátíðarinnar. Auk for- seta íslands, héldu Jóhanna Sigurð- ardóttir, félagsmálaráðherra, og Birgir ísleifur Gunnarsson, mennta- málaráðherra, ræður á hátíðarsam- komunni. I ræður sinni minntist Vigdís Finn- bogadóttir mikilvægi Siglufjarðar í tímans rás og sagði alla íslendinga standa í þakkarskuld við Siglufjörð. „Hér varð silfur hafsins að gulli og hingað kom fólk svo að draumar þess mættu rætast," sagði Vigdís Finnbogadóttir í ræðu sinni. Jóhanna Sigurðardóttir, félags- málaráðherra, færði bæjarbúum góð tíðindi er hún sagði að ákveðið hefði verið að veita 3 milljónum króna til þess að endurreisa skíðalyftu Sigl- firðinga sem eyðilagðist í snjóflóði síðast liðinn vetur. Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, flutti Siglfirðingum kveðju forsæti- ráðherra, Þorsteins Pálssonar, sem ekki komst til afmælisins vegna opin- berrar heimsóknar til Bandaríkjanna. Menntamálaráðherra varaði í ræðu sinni við því að alltaf væri hætta á Blásarakvartett Siglufjarðar lék við hátíðarmessu í Hvanneyrarskál. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, flytur hátíðarræðu sína í Si- glufjarðarkirkju. Sr. Vigfús Þór Árnason flytur stólræðu við hátíðarmessu í Hvanneyr- arskál. undanhaldi ef ekki væri spyrnt við fótum. Ræddi hann í þessu sambandi um skólamál á Siglufirði og sagði að skipað hefði verið í nefnd til að athuga hvort hægt væri að setja á fót framhaldsnám á fiskvinnslubraut á staðnum. Slíkt myndi leiða til auk- innar uppbyggingar í bænum og að sjalfsögðu vera til hagsbóta fyrir alla Siglfirðinga. Aðrir ræðumenn á hátíðarsam- komunni voru Páll Pétursson, 1. þingmaður Norðurlands vestra, Heiðar Ástvaldsson, formaður Sigl- firðingafélagsins í Reykjavík og ná- grenni, og Isak J. Ólafsson, bæjar- stjóri á Siglufirði. I máli Isaks kom fram að á þessu afmælisári stæði bærinn á tímamótum. Mikið átak hefði verið gert í umhverfisvernd og fegrun bæjarins og atvinna næg. Bæjarfélagið hefði náð sér að fullu „Afmæli sem þetta er tengiliður for- tíðar við framtíð“ -segir Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands „Þetta var góður dagur,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, um heimsókn sína til Siglufjarðar á fyrsta degi afmælisvi- kunnar. „Það er fátt skemmtilegra en að fara út á land og hitta fólkið sem býr á landsbyggðinni. Það er svo margt minnisvert úr förinni, allir voru glaðir, með spaugsyrði á vörum og þessi sérstaka birta yfir fólkinu." hinu góða að forsetinn taki sem mestan þátt í að tengja okkur sam- an sem föstustum böndum, ekki síst fyrir minníngar barnanna sem eru að alast upp og eiga að taka við landinu," sagði Vigdís Finn- bogadóttir, forseti íslands, að lok- um. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, heilsar siglfirskum börnum eftir hátíðarsamkomu í Siglu- fjarðarkirkju. „Afmæli sem þetta er tengiliður fortíðar við framtíð. Þá er staldrað við og rifjað upp, einkum það sem frægt er. Margir eiga góðar og skemmtilegar minningar tengdar Siglufirði og á hátíðisdegi sem þessum styrkist. kærleikurinn til átthagana. Við íslendingar þurfum að standa vel saman og það er af

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.