Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989 Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Eyþór Jónsson um borð í báti Sigfus Axflörð Sigfusson ásamt eiginkonu sinni, Ingibjörgu Magn- sinum, Þorra ÞH 315, í Sand- úsdóttur, og börnum þeirra, Sigfúsi AxQörð Sigfússyni yngra og gerðishöfn í gær. Hann sagðist Halldóru Bryndísi Sigfúsdóttur. vera ákveðinn í að halda sjó- sókninni áfram. Tveir menn bjargast úr sjávarháska í Sandgerði: „Hélt að þetta yrði min síðasta stund“ Keflavík. ,,ÉG HÉLT um tima að þetta yrði min siðasta stund,“ sagði Eyþór Jónsson þritugur Sandgerðingur í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann lenti í sjávarháska fyrir utan innsiglinguna í Sand- gerði um miðnættið á þriðjudagskvöldið. Tvö ólög skullu á báti Eyþórs með stuttu millibili og færðu hann hálfþartinn í kaf, en honum tókst að keyra bátinn upp og komast inn i höfhina í fylgd björgunarbátsins Sæbjargar úr Sandgerði. Eyþór hafði farið á báti sínum, Þorra ÞH 315 sem er um 5 tonna dekkbátur, í róður á mánudaginn og var hann að koma frá svokölluðum Skeijum sem er eitt af veiðisvæðum bátanna Eldey. Eyþór sagðist hafa lagt af stað í land um hálfáttaleytið um kvöld- ið, en þá hafði hvesst nokkuð af vestan og var rekið orðið það mik- ið, að færin stóðu út frá bátnum eins og snúrur á snúrustaurum. „Þá ákvað ég að halda til lands, enda ekki hægt að vera lengur að vegna veðurs. Ég lét vita af mér áður en ég lagði af stað og bjóst við að verða um hálf tólf í Sand- gerði. Ferðin til lands gekk vel þrátt fyrir að stöðugt bætti í vind og sjó sem var á hlið allan tímann. Þegar ég var að komast í innsigl- inguna skipti það engum togum að tvö ólög riðu yfír bátinn með stuttu millibili og færðu hann hálf- partinn í kaf. Báturinn er dekkað- ur og ég tel að það hafi öðru frem- ur skipt sköpum að hann sökk ekki þama á staðnum. Ég var frammi í stýrishúsi og sem betur fer komst ekki mikill sjór þar inn, en allt var þó á tjá og tundri. Dýptarmælirinn hrökk úr festing- unni og pottur sem var vel skorðað- ur á eldavélinni hentist á gólfíð. Björgunarhringur utan á stýris- húsinu hvarf út í buskann og flest lauslegt á dekkinu. Ég náði strax sambandi við Reykjavíkurradíó sem kallaði í Bjama Sæmundsson sem var skamQit undan og einnig var beðið aðstoðar Björgunarsveit- arinnar Sigurvonar í Sandgerði. Ég fór í björgunarvestið og var við öllu búinn. Um leið gaf ég bátnum allt það vélarafl sem hann átti til og tókst um síðir að keyra hann upp. Hann var geysilega þungur enda lunningafullur af sjó, en það tókst að lokum og hann hreinsaði sig af sjónum." „Ég hélt bátnum síðan uppí og beið eftir aðstoð og þeir í Sigurvon höfðu snör handtök því það liðu ekki margar mínútur þar til þeir voru komnir á Sæbjörginni þó mér fyndist það vera heil eilífð. Sæ- björgin sigldi síðan á undan og vísaði mér leiðina inn innsiglingar- rennuna og gekk ferðin eftir þetta áfallalaust," sagði Eyþór ennfrem- ur. Hann sagðist ekki hafa verið með flotgalla um borð, en eftir þessa óskemmtilegu lífsreynslu væri hann staðráðinn í að verða sér úti um einn fyrir næsta róður. Eyþór keypti bátinn fyrir rúmum um 5 sjómflur suðsuðvestur af mánuði frá Þórshöfn og hann sagðist vera ákveðinn í að fara aftur á sjó um leið og gæfí. Það mátti ekki tæpara standa Sigfús Axfjörð Sigfússon, sjó- maður úr Keflavík, var hætt kom- inn er hann var á leið í hand- færaróður á trillu sinni frá Sand- gerði á mánudagsmorgun. Bátur- inn lenti í kviku með þeim afleið- ingum að honum hvolfdi og hann sökk, en Sigfúsi tókst að halda sér á floti í sjónum þar til honum var bjargað um borð í Stekkjarhamar, en áhöfn hans kom auga á Sigfús þegar báturinn var á leið frá Sand- gerði nokkru eftir að óhappið átti sér stað. Að sögn Sigfúsar var veður gott þegar óhappið varð, en vindur hafði verið á suðvestan og nokkur kvika. „Þegar ég var kominn rétt út fyrir bauju kom kvika þvert á bátinn, og sló honum flötum og hann sökk nánast á nokkrum sek- úndum. Mín eina hugsun var að komast út úr trillunni, en ég hafði engin tök á að gera neinar ráðstaf- anir þar sem þetta bar svo skjótt að.“ Sigfús sagði að þegar hann hefði verið í sjónum í nokkrar mínútur og hann hefði áttað sig á því sem hafði gerst, hefði hann synt að lóðabelg sem hafði verið fríholt á bátnum, og tókst honum að vefja um sig spotta úr honum. „Mér fannst þetta ekki myndi duga mér ef mér þyrri þróttur, og synti því að fískikari sem var á reki skammt ffá og tókst mér að komast upp á það eftir nokkrar tilraunir. Þegar ég hafði verið þar einhverja stund sá ég að bátur var á útleið frá höfninni, en í fyrstu sýndist mér hann ekki stefna til mín heldur taka stímið sem leið lá út. Mér tókst að veifa til bátsins, sem reyndist vera Stekkjarhamar, og tók hann þá strikið til mín. Strákamir voru snöggir að ná mér um borð, og síðan var siglt með mig í land. Þar beið sjúkrabíll á bryggjunni og var mér ekið sem leið lá á sjúkrahúsið í Keflavík, þar sem ég fékk bestu aðhlynningu, en líkamshitinn mun hafa verið kominn niður i 31-32 gráður, þann- Sigurður Bjarnason hafhar- sijóri í Sandgerði. ig að svo virðist sem ekki hafí mátt tæpara standa. Ég er varla búinn að átta mig enn á því sem gerðist, en ég er ákaflega þakklát- ur öllum þeim sem veittu mér að- stoð, og þá sérstaklega áhöfninni á Stekkjarhamri og starfsfólki sjúkrahússins," sagði Sigfús. Smábátum hef- ur Qölgað mikið Sigurður Bjamason hafnar- stjóri segir að um helmingur þeirra 130 báta sem hafa lagt upp afla í Sandgerði í apríl sé 10 tonn eða minni. Sigurður sagðist telja að minni bátunum hefði fjölgað um helming á nokkmm ámm og að svo virtist sem hver sem væri gæti keypt sér bát og farið að róa. Ef menn ætluðu hins vegar að kaupa mótorhjól þá þyrftu þeir að taka próf til að fá að aka hjól- inu. Innsiglingin til Sandgerðis hefði ekkert breyst, fyrir kæmi að hún yrði ófær í verstu suðvestan- veðmm, en að öllu jöfnu væri hún fær. Þar yrði að sýna aðgæslu og ekki væri sama hvemig lagt væri í eða farið út um sundið. Sigurður sagði að margir af þessum smærri bátum gengju um og yfír 20 sjómíl- ur og það tæki menn því skamman tíma að fara langt á haf út. Hann óttaðist að sá dagur gæti komið að 20 eða jafnvel 30 bátar af þess- ari stærð gætu lent í erfíðleikum á hafi úti við aðstæður sem þessar á þriðjudagskvöldið. í fyrra var unnið við dýpkun í innsiglingarrennunni í Sandgerði og sagði Sigurður að vonir stæðu til að enn frekari framkvæmdir yrðu, fengist meira fjáiTnagn. Stærri bátar og skip hafa til þessa þurft að sæta sjávarföllum til að komast inn í höfnina og sagðist Sigurður vonast til að hægt yrði að gera innsiglinguna færa jafnt á fjöru sem flóði. BB Samið við flugmenn: Launaliðimir verða hækkaðirum 10,9% FLUGMENN sömdu í gær við Flugleiðir og Vinnuveitendasam- band íslands og gildir samning- urinn til 31. mars 1990. Heildar- hækkun launaliða í samningnum er 10,9% og kemur fyrsta hækk- unin 15. maí, 3,8%. í samningnum eru ný ákvæði um flug nýrra Boeing 737-400 flugvéla Flug- leiða. Samningurinn er í meginatriðum samhljóða öðrum kjarasamningum sem gerðir hafa verið á vinnumark- aðnum undanfamar vikur og þar er kveðið á um áfangahækkanir til jafns við þær sem eru í samningum ASÍ og VSÍ, segir í frétt frá Flug- leiðum. Næsta hækkun er 1. sept- ember, 2,8%, síðan er 1,9% hækkun 1. desember og 2% 15. janúar. Akvæði um nýju flugvélarnar segja að séu tveir menn í stjóm- klefaáhöfn verði flugtími 8 tímar, en 9 tímar ef þrír eru í stjómklefa. Kjarasamningurinn tekur einnig til Boeing 757 vélanna sem væntan- legar em. Jafnframt var ákveðið að viðsemjendur endurskoðuðu í sameiningu vinnutímareglur Flug- leiða með hliðsjón af þeim reglum sem gilda hjá erlendum flugfélög- um. Kristján Egilsson formaður Fé- lags íslenskra atvinnuflugmanna segir flugmenn geta vel við þennan samning unað. Hann segir að við endurskoðun vinnutíma verði tekið mið af þróun, sem hefur átt sér stað víða í heiminum og farið er að nota meðal annars í Bretlandi og Þýskalandi. Þar er vinnutími metinn með meira tilliti til álagstíma, eins og aðflugs, lendinga og á hvaða tíma sólarhrings unnið er, í stað þess að miða einvörðungu við flugtíma. Landbúnaðarráðuneytið: Sala innfluttra kjúklinga verði stöðvuð Landbúnaðarráðuneytið mun fara þess á leit við tollstjóra að nokkur hundruð kíló af tilbúnum kjúklingaréttum og öðrum teg- undum matreiddra matvæla, sem flutt hafa verið til landsins verði tekin af markaði. Að sögn Guðmundar Sigþórsson- ar, skrifstofustjóra í landbúnaðar- ráðuneytinu, er um að ræða inn- flutning sem brýtur í bága við bú- vörulög en samkvæmt þeim væri óheimilt að flytja inn í landið þær afurðir sem nægjanlegt magn er framleitt af hér á landi. Félag íslenskra stórkaupmanna: Stofhun birgðaversl- unar í undirbúningi FÉLAG íslenskra stórkaup- manna heldur á mánudag fúnd til að undirbúa stofiiun birgða- verslunar. Henni fylgir að kaup- menn geta keypt vöru á heild- söluverði án kvaða um lágmarks- innkaup. Gert er ráð fyrir að sala á vörum til kaupmanna og þjónustufyrirtækja fari eingöngu fram gegn framvísun söluskatts- skírteina og að starfsemi geti hafist seinna I sumar eða með haustinu. Ámi Reynisson, framkvæmda- stjóri FÍS, sagði þetta gagnast heildversluninni þannig að hún losn- aði við smásendingamar, eitt af því sem gert hefði hana óþarflega dýra. Ámi sagði að einnig væri unnið að því að hagræða í sambandi við frakt og tollafgreiðslu. „Þetta er allt sam- an hluti af því að ná verðstigi á íslandi niður á það sem gerist í Evrópu, svo við getum verið sam- keppnishæfír 1992 eða fyrr. Það má enginn láta sitt eftir liggja," sagði Ámi. Sjálfstæðisflokkurinn sextugur í dag: Aflnælishátíðin í Reykjavík og opin hús um allt land Formaður flokksins og formaður SUS í landgræðsluflug yfir Reykjanes SEXTÍU ár eru í dag liðin frá stofiiun Sjálfstæðisflokksins. í til- efni af þvf eru hátíðahöld á veg- um Sjálfstæðismanna víða um land. Kl. 10 hyggjast Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, og Árni Sigfússon, for- maður Sambands ungra sjálf- stæðismanna, fljúga með land- græðsluflugvél yfir Reykjanes og dreifa einum farmi af fræi og áburði. Þetta er fyrsti liðurinn í afmælishaldinu og jafnframt upp- haf landgræðslu- og umhverfis- vemdarátaks flokksins, sem SUS gengst fyrir í tilefhi afmælisárs- ins. Kl. 17 hefst afmælishátíð í Há- skólabíói. Meðal annars mun Þor- steinn Pálsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, flytja ræðu. Ávörp flytja bæði forystumenn flokksins af eldri kynslóðinni og ungir sjálf- stæðismenn undir tvítugu. Ýmis skemmtiatriði verða einnig á dag- skrá. Kl. 20 hefst afmælisfagnaður sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík á Hótel Íslandi. Davíð Oddsson borg- arsljóri flytur hátíðarræðu, en al- þingismenn og borgarfulltrúar Sj álfstæðisflokksins í Reykjavík annast skemmtiatriði. Síðan verður dansað fram á nótt. Sjálfstæðis- félögin á landsbyggðinni hafa hins vegar opin hús í kvöld, og verða þau á Akranesi, í Borgamesi, Bol- ungarvík, á ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Seyðisfirði, Höfn, Sel- fossi, í Keflavík, Garðabæ, Kópa- vogi og á Seltjarnamesi. í Vest- mannaeyjum verður grillveizla á laugardaginn. Sjá samtöl við forystumenn Sjálfstæðisflokksins á bls. Í4-15.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.