Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAI 1989 "Eg var ab syna mógk'onu m'inni hvernig 'e9 klemmdi þumaUnn á bor\um meá biL- hurðinnl." * Ast er... .. .aðgleyma ekki að skrifa. TM Reg. U.S. Pat Off. —all rights reserved ° 1989 Los Angeles Times Syndicate Þú ert sá hamingjusami í þetta sinn. — Til hamingju, vinur minn. Með morgunkaffmu Jæja. Hún er að koma. Þú segir henni þá þetta allt sjálf__ HÖGNI HREKKVÍSI Þessir hringdu .. < Léttari fæðing bil milli láglaunafólksins og þeirra sem njóta forréttinda. Þess vegna ættu þeir síðarnefndu að stilla kröf- um sínum í hóf. Ýmsar starfstéttir, t.d. flugmenn, miða sig gjarnan við launakjör erlendis og krefjast launa í samræmi við það. En við erum nú einu sinni hér á íslandi og verð- um að sætta okkur við að þjóðar- tekjurnar standa ekki undir þessum kröfum. Þetta verða menn að gera sér ljóst og stilla kröfum sínum í hóf. Annars er hætt við að illa fari.“ sunnuhelgina. Kerran var hlaðin álverkpöllum og sást til hennar aft- an í bíl á Vesturlandsvegi. Þeir sem hafa séð kerruna eða pallana eru beðnir að láta lögreglu vita eða hringja í síma 641050 eða 985- 29670. Högni gefins Fallegur átta vikna gamall rauð- ur og hvítur högni fæst gefins. Upplýsingar í síma 67107 eða síma 657107. Kona hringdi: „Ég vil taka undir með „Móður“ sem skrifaði greinina Léttari fæð- ing í Velvakanda fyrir skömmu. Ég missti af þessari mynd í sjón- varpinu og vil eindregið hvetja til þess að hún verði sýnd aftur. Mér skilst að ljósmæður hér hafi sýnt þessu máli áhuga og hafi áhuga fyrir að svipað fyrirkomulag verði tekið upp hér. Væri gaman að frétta nánar af því.“ Léttari feeðinj Til Velvakanda. Það sem fær mig til að setjast niður og taka penna í hönd, er mynd sem Ríkissjónvarpið sýndi að kveldi 11. apríi sl., „Léttari fæðing“. Þar kom fram nýtt sjón- armið á þeim atriðum sem snúa að þeirri stórkostlegu lífsreynslu sem manneskjan fær að vera þátt- takandi i, fæðingu bams. Hugsun mín snerist um þá þróun sem átt hefur sér stað undanfama ára- tugi, tæknivæðingin og ósjálfstæði okkar kvenna nú á tímum. Eins og kom fram í umræddri mynd, sýnist mér þessi þróun sem lýst var, vera í rétta átt og vonast til að hún verði tekin upp hér á landi einnig. Það vekur furðu mína að ekki er um meira val á fæðingar- aðferðum og umhverfi en er. Og Miklar kröfur Fólksbílakerra Galvaniseruð fjórhjóla fólksbíla- kerra með krossviðsskjólborðum var tekin við Skemmuveg um hvíta- Kettlingar Fallegir og vel vandir kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 34573. HEILRÆÐI Markús hringdi: „Það er eitthvað mikið að í þessu þjóðfélagi, það sýna launakröfumar sem gerðar vora í verkfallinu sem nú er nýafstaðið. Það er mikið launamisrétti í þessu landi og langt Er hávaði á þínum vinnustað? Láttu ekki það slys henda, að missa heyrnina vegna þess að þú trassar að nota eyrnahlífarnar við vinnuuna. Yíkverji skrifar Ifyrrakvöld hélt Blaðamannafé- lag íslands fund með Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra þar sem fjallað var um samskipti stjórn- málamanna og blaðamanna. Víkveiji sat fundinn og telur hann tvímælalaust hafa verið fróðlegan og gagnlegan. Ekki verður fjallað frekar um fundinn á þessum vett- vangi, enda vora menn sammála um að það sem sagt var á fundinum færi ekki í fjölmiðla. í umræðum á fundinum bar all- oft á góma fundarhús ríkisins í Borgartúni 6, sem í daglegu tali er kallað Rúgbrauðsgerðin. Víveija hefur ætíð þótt þetta nafn hallæris- legt og undrast að húsið skuli ekki hafa verið nefnt stuttu, hentugu íslenzku nafni. Hér með er gerir Víkveiji þetta að tillögu sinni. Og ef stjómarherrarnir hafa ekki gott nafn á hraðbergi má einfaldlega efna til samkeppni um bezta nafnið. xxx Friðrik Sigurbergsson læknir rit- ar mjög athyglisverða grein hér í Morgunblaðið á þriðjudaginn um þyrlu Landhelgisgæzlunnar, en Friðrik hefur starfað sem læknir á þyrlunni sl. tvö ár. í grein Friðriks kemur fram að þyrlan hefur verið kölluð út 211 sinnum sl. þijú ár og rúmlega 300 manns hafa þurft á aðstoð hennar að halda. Friðrik segir að 50 manns- lífum hafi verið bjárgað og í mörg- um tilvikum til viðbótar hafi verið komið í veg fyrir meiri skaða og þjáningar. Friðrik segir að þyrlan hafi ótví- rætt sannað gildi sitt. Hann leggur til að þyrlan verði meira notuð í sjúkraflutninga en verið hefur, einkum á Suður- og Vesturlandi, þar sem flestir búa og umferð er þung og umferðarslys tíð. Loks seg- ir Friðrik að íslendingar verði að eignast stærri og öflugri björgunar- þyrlu. Víkveiji hefur áður skorað á stjórnvöld að ráðast í kaup á nýrri þyrlu. Hin ágæta grein Friðriks er kærkomið tilefni til að endurtaka þessa áskoran. xxx Iljós kom í nýrri skoðanakönnun að 60% þjóðarinnar horfðu á knattspymuleik með Ásgeiri Sigur- vinssyni á dögunum. Áhugi á knatt- spymu er ótvíræður. Víkveija er kunnugt um að Ríkissjónvarpinu býðst að fá úrslitaleik ensku deild- arkeppninnar annað kvöld í beinni útsendingu. Þar mætast tvö beztu lið Englands, Liverpool og Arsenal. Þetta er leikur sem sjónvarpið verð- ur að sýna. Og að lokum er saga „úr hver- dagslífinu": „Ég lenti í rosapartíi í nótt,“ sagði kunningi fréttaritara Morg- unblaðsins vestur á fjörðum einn morguninn fyrir skömmu. „Okkur var boðið nokkram saman í partí hjá kunningja sem býr á annarri hæð í húsi. I partíinu var kolvitlaus Ameríkani sem sagðist vera búinn að vera 6 ár í hernum. Hann var búinn að gera allt vitlaust og það endaði með því að hann sagðist ætla að drepa sig. Hann opnaði glugga og tróð sér út, en festist þá á löppunum. Þar hékk hann grenj- andi á hjálp og sagðist vera hættur við. Húsráðandanum, sem þótti sennilega lítið til Kanans koma, sagði þá „annaðhvort drepur maður sig með stæl eða ekki“. Svo losaði hann lappimar á gæjanum og lét hann detta. Ég hljóp strax í símann og til- kynnti lögreglunni um morð. Það kom heilt lið á vettvang, ég held að einir átta hafi verið við að grafa líkið upp úr skaflinum í garðinum bak við húsið. En þegar þeir voru búnir að koma helvítinu á börar reis hann bara upp og hristi sig og sagðist ekki nenna þessu lengur og stakk bara af.“ En hvað þá með húsráðandann? spurði þá fréttaritarinn. Var hann ekki ákærður? „Það var ekkert hægt, maður. Þetta var ekkert morð.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.