Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989 35 Sparisjóður Þórshafiiar og nágrennis: Atta milljón króna hagnaður af rekstr- inum á síðasta ári REKSTRARAFKOMA Spari- sjóðs Þórshafiiar og nágrennis var góð á síðasta ári, en um 8 milljón króna hagnaður varð af rekstrinum samanborið við 4,3 mil^jónir árið áður. Rekstrar- telgur Sparisjóðsins á árinu 1988 námu 60,6 miHjónum króna og hækkuðu um 51,4% frá fyrra ári. Rekstrargjöldin hækkuðu um 16,6 miHjónir eða 47,3% og voru 52,6 milljónir. Hækkun á rekstrartekjum um- fram verðbólgu var rúm 23% miðað við lánskj aravísitölu. Tónlistarskólinn: Hólmgeir og Sigrún kveðja í KVÖLD, fimmtudagskvöld, halda hjónin Hólmgeir Sturla Þorsteinsson og Sigrún Jóns- dóttir píanótónleika á sal Tón- listarskólans á Akureyri og er þar um að ræða eins konar kveðjutónleika. Hólmgeir og Sigrún luku námi við Tónlistarskólann nú í vor og eru á leið utan til náms. Bæði hlutu þau styrk úr Minningarsjóði Þor- gerðar S. Eiríksdóttur við úthlutun úr sjóðnum við skólaslit síðasta laugardag. Á efnisskrá tónleik- anna eru verk eftir Bach, Chopin, Gershwin, Beethoven og fleiri. Þetta kom fram á aðalfundi Sparisjóðs Þórshafnar og nágrenn- is sem haldinn var fyrir skömmu. Á fundinum kom fram að eiginíjár- staða sjóðsins hafi styrkst mikið á árinu 1988, en eigið fé sjóðsins í lok ársins var 26,7 milljónir — jókst um 11,3 milljónir eða 73,5%. Eigið fé er 12,7% af niðurstöðutölu efna- hagsreiknings á móti 9,8% árið 1987. Lausafjárstaða sjóðsins við lána- stofnun sparisjóðanna var nokkuð góð seinni hluta ársins. í árslok var innistæða á viðskiptareikningi í lánastofnun sparisjóðanna tæpar 30 milljónir króna á móti rúmlega einni milljón árið áður, en í árslok 1987 var sparisjóðurinn með 5 milljón króna víxillán hjá lána- stofnun, en ekkert í lok árs 1988. Heildarútlán jukust um 22,8% eða um 26,4 milljónir og voru rúm- ar 142 milljónir króna. í lok ársins 1988 voru heildarinnlán Sparisjóðs Þórshafnar og nágrennis rúmar 146 milljónir króna og höfðu auk- ist frá fyrra ári um 34,6 milljónir eða 26,3%, sem er nokkru meira en meðaltalsaukning innlána hjá bönkum og sparisjóðum á síðasta ári, en hún var 24,1%. í stjóm sjóðsins era Jóhannes Sigfússon, Kristín Kristjánsdóttir og Óli Ægir Þorsteinsson. Spari- sjóðsstjóri er Þorkell Guðfinnsson, en að meðaltali unnu fimm starfs- menn hjá sjóðnum á siðasta ári og námu heildarlaunagreiðslur um 6,7 milljónum króna. Verkalýðsfélagið Eining: Samningar samþykktir NÝGERÐIR kjarasamningar voru samþykktir á félagsfiindum Einingar sem haldnir hafa verið að undanfömu, en atkvæði vom talin á fiindi Akureyrardeildar. Meirihlutinn sagði já, eða 133, nei sögðu 22 og tveir seðlar vora auðir, en alls greiddu 157 félags- menn atkvæði. Að sögn Bjöms Snæbjömssonar, varaformanns Einingar, kom fram nokkur óánægja meðal fundar- manna á Akureyrarfundinum vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar og vora Einingarfélagar óhressir yfir að gengið skyldi fellt jafnvel áður en fólk var búið að samþykkja samn- ingana. Alls vora haldnir fimm fundir í öllum deildum félagins og sendi Ólafsfjarðardeildin frá sér ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórnina að sjá til þess að afgreiðslu umsókn- ar Hraðftystihúss Ólafsfjarðar hjá Hlutafjársjóði verði hraðað, svo vinnsla sem nú er hjá fyrirtækinu stöðvist ekki aftur og verkafólk þurfi ekki að fara á atvinnuleysis- bætur. Sigríður Rut Pálsdóttir tók við formennsku í Ólafsfjarðardeild Ein- ingar og sagði Bjöm að nú væra konur formenn í öllum deildum fé- lagsins nema í bílstjóradeild. Konur era einnig í meirihluta í aðalstjórn félagsins, en þar eiga sæti fjórar konur og þrír karlar. Vífilfell opnar skrifstofii á Akureyri: Pétur Riiigsted ráðinn sölu- og dreifingarslj óri PÉTUR Ringsted hefur verið ráðinn sölu- og dreifingarsljóri Vífilfells á Akureyri, en fyrirtæk- ið ætlar að opna skrifstofii í bæn- um 1. júlí næstkomandi. Ifyrirtækið hefur fest kaup á húsnæði á Gleráreyram, en þar var eitt sinn starfandi Smurstöð Þórs- hamars, en síðustu ár hefur Álafoss hf. nýtt húsnæðið sem lager. Nú er unnið að endurbótum á hús- næðinu, en starfsemin á að hefjast 1. júlí næstkomandi. V ífilfell hefur ekki áður haft opna skrifstofu á Akureyri, en Pétur sagði að markmiðið með opnun skrifstofunnar nú væri að veita betri þjónustu en áður. Pétur hefur þegar hafið störf við ýmiskonar undirbúning sem starfinu fylgir. Frá skrifstofunni fer fram öll sala og dreifing á vörum frá Vífilfelli hf. Gert er ráð fyrir að á skrifstof- unni á Akureyri verði íjórir starfs- menn. Lístamenn eru og verða alltaf að taka áhættu - segja Helgi Vilberg og Guðmundur Ármann sem hafa keypt 600 fermetra hús undir verkstæði og vinnustofiir TVEIR myndlistarmenn, þeir Guðmundur Ármann og Helgi Vilberg skólasljóri Myndlistar- skólans á Akureyri hafa fest kaup á rúmlega 600 fermetra húsi, þar sem innrétta á verk- stæði og vinnustofiir fyrir lista- menn. Húsið er svo að segja í hlaði Myndlistarskólans við Kaupvangsstræti og segja þeir félagar staðsetninguna einkar heppilega. Iðnaðarmenn vinna nú af kappi í húsinu og ef allar áætlanir standast er fyrirhugað að flytja inn í húsið fullbúið í lok þessa árs. „Draumurinn er að rætast,“ sagði Guðmundur, en frá því hann flutti til bæjarins árið 1972 segir hann að vinnustofur sínar hafí tíðum verið eldhús heimilisins, herbergi og skólastofur sem fengnar hafa verið að láni tíma- bundið. Helgi hefur verið með vinnuaðstöðu í Myndlistarskólan- um, en hvoragur haft yfír að ráða eigin vinnustofu til þessa. Húsið er á tveimur hæðum og skiptist í nokkra hluta. Þremur vinnustofum hefur ekki verið ráð- stafað og segja þeir Guðmundur og Helgi að enn sé ekki ljóst hvað við það rými verið gert, en ýmsir hafi sýnt því áhuga að fá þar inni. í austasta hluta hússins ætlar Guðmundur að koma sér upp grafíkverkstæði á neðri hæðinni og málarastúdíói á þeirri efri, en Helgi Vilberg verður með sína vinnustofu í vestasta hluta húss- ins. Húsið hefur staðið ónotað f nokkur ár, eða frá því Sjöfn flutti svampagerð sína þaðan. Miklar endurbætur verða gerðar á hús- inu, en í fyrsta áfanga verður skipt um glugga og húsið málað utan og skal því lokið fyrir þjóð- hátíðardag íslendinga. Til að sem best birta fáist í vinnustofumar verða settir upp þrír þakgluggar, hver um sig tvisvar sinnum tveir metrar að stærð. „Okkur hefur lengi bráðvantað vinnustofur og það var í rauninni knýjandi nauðsyn á því að inn- rétta góða vinnuaðstöðu,“ segja þeir Helgi og Guðmundur. „Það má einnig lfta á þetta sem ákveðna uppbyggingu í þessum málum hér á Akureyri og það verður hægt að nýta þessa að- stöðu mun lengur en við komum til með að gera svo þetta skiptir máli fyrir fleiri en okkur eina.“ Hvað kostnaðarhliðina varðar segja þeir Helgi og Guðmundur að vitanlega sé um mikla fjárfest- ingu að ræða, en erfítt að nefna ákveðnar tölur í þessu sambandi. „Við ákváðum að hella okkur út í þetta, en auðvitað er þetta mik- il áhætta. Listamenn era alltaf og verða að taka áhættur." Þeir Helgi og Guðmundur hafa báðir haft nokkur kynni af húsinu áð- ur, því á síðasta vetri höfðu þeir þar aðstöðu. „Þetta er alveg upp- lagt pláss fyrir vinnustofur og staðsetningin hefði vart getað verið betri.“ Morgunblaðið/Rúnar Þór Myndlistarmennimir Guðmundur Armann og Helgi Vilberg hafa fest kaup á rúmlega 600 fermetra húsi þar sem nú er unnið við að innrétta verkstæði og vinnustofur fyrir listamenn. Húsið er í Kaupvangsstræti, svo að segja í hlaði Myndlistarskólans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.