Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 59
KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI MEISTARALIÐA LYFJANOTKUN MORGUNBLAÐE) ÍÞRÓTTIR FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989 ÍÞRÓm FOLK ■ RICKY Hill, leikmaður Lu- ton, hefur gengið til liðs við franska félagið Le Havre. Hill, sem er 30 ára, hefur leikið með Luton í fimmtán ár - alls 507 leiki. ■ ALAN Hansen, miðvörðurinn sterki hjá Liverpool, haltraði meiddur af velli í leiknum gegn West Ham á þriðjudag og óvíst er hvort hann verður með gegn Arse- nal á morgun. ■ NÝLIÐAR Gróttu í 1. deildar- keppni kvenna í handknattleik - hafa fengið góðan liðsstyrk. Katrín Friðriksen, landsliðskona úr Val, hefur gengið til liðs við Gróttu og einnig Sólveig Steinþórsdóttir, markvörður úr Haukum. ■ JÓHANNA HaUdórsdóttir, hinn gamalkunni leikmaður Fram, hefur hug á að leggja skóna á hill- una og einnig Ingunn Bernótus- dóttir, vinkona hennar úr Fram. ■ ÍSLENSKA landsliðið í knatt- spymu mun æfa f Kaupmannahöfn á laugardaginn. Haldið verður til Moskvu á sunnudaginn. Bon Johnson. Johnson vissi mætavel hvað var á seyði - segireinkaiæknir hans Jamie Astaphan, læknir kanadíska spretthlauparans Bens Johnsons, segir hlauparann hafa neytt steralyija sfðan 1981 og að Johnson hafi verið vel meðvitað- ur um hvað var á seyði. Astapahn kom í gær fyrir rann- sóknamefndina sem sett var á lagg- imar vegna hneykslisins er Johnson var sviptur gullverðlaunum í Seoul eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Astaphan sá um að gefa hlauparan- um lyfin frá því þeir hittust fyrst, 1983. Læknirinn sagði í gær að Jo- hnson hefði verið vel meðvitaður um hvað var á seyði. „Hann var alltaf mjög spurull," svaraði Astap- han í gær er hann var spurður hvort Johnson hefði gert sér grein fyrir eðli lyflanna og hveijar afleiðing- amar væru. „Hann sagði lyfjanotk- unina hafa gert sig sterkari og sneggri," sagði læknirinn um Jo- hnson. Hlauparinn hefur ætíð haldið því fram að ólöglegra lyfja hafi hann aldrei neytt, svo hann viti. 4.DEILD Arvakur sigradi Arvakur vann fyrsta leik sinn í C-riðli 4. deildar á gervigras- inu í Laugardal á þriðjudagskvöld. Liðið sigraði Hafnir með marki Guðmundar Jóhannssonar á sfðustu mínútu leiksins. Mikið rok var og knattspyman því ekki upp á það besta. Leikurinn fór fram kl. 22.00 sem er frekar óvenjulegur leiktími, en leikur Fram og Fylkis var settur á undan kl. 20.00. „GULLIT var frábær —.lék mun betur en ég hélt að hann gæti. Þegar liðið er í slíkum ham er það óviðráðanlegt. Við vissum að Steaua var gott, en við gáf- um mótherjunum aldrei tæki- færi,“ sagði Arrigo Saachi, þjálfari AC Mílanó, eftir 4:0 sig- ur gegn Steaua í úrslitum Evr- ópukeppni meistaraliða, en leikurinn fór fram Nou Camp velli í Barcelona á Spáni f gær- kvöldi. Þegar lið mitt er í slíkum ham er það óviðráðanlegt, sagði þjálfari AC Möanó Mfam FOLK ■ AC MÍLANÓ leikur venjulega í svörtum og rauðum peysum eins og Víkingur, en í gær var liðið í alhvítum búningi. Astæðan: Liðið sigraði síðast í Evrópukeppninni 1969 og lék þá í alhvítum búningi. ■ ÍTALSKA liðið sigraði Ajax frá Hollandi í úrslitaleiknum 1969, 4:1. Þá var Johan Cruyff í liði Ajax. Hann hefur eflaust verið á meðal áhorfenda á leikvangi Barc- elona, Nou Camp, í gærkvöldi, því hann er einmitt þjálfari liðsins. ■ MEIRA en 2.000 lögreglu- þjónar voru á vakt við völlinn í gær. Allir aðgöngumiðar voru sér- staklega skoðaðir til að fyrirbyggja að fólk færi inn á fölsuðum miðum, en 97.000 áhorfendur voru á leikn- um pg hegðuðu þeir sér óaðfínnan- lega fyrir, á meðan og eftir leik. ■ SIGURINN í gærkvöldi var sá stærsti í úrslitaleik Evrópu- keppni meistaraliða síðan 1974 er Bayern Miinchen vann Atletico Madrid með sömu markatölu í au- kaleik, en fyrri leikurinn hafði end- að 1:1. ■ STEAUA hefur verið ósi- grandi í síðustu 94 deildarieikjum í Rúmeniu — tapaði síðast fyrir þremur árum. IFK Gautaborg var eina liðið fyrir leikinn í gærkvöldi, sem hafði náð að sigra Rúmensku meistarana í vetur, vann fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópu- kepþninnar 1:0, en tapaði í Rúm- eníu 5:1. H RUUD Gullitt var greinilega vinsælastur allra á vellinum í gær. Allt ætlaði vitlaust að verða af fögn- uði á áhorfendapöllunum þegar hann kom út til að hita upp, og var honum klappað lof í lófa er hann haltraði af velli á 60. mínútu. ■ 80.000 áhorfendur komu frá ítaliu til að hvetja sína menn, en innan við 1.000 manns fylgdu Ste- aua frá Rúmeníu. Hollendingarnir kunnu, Marco Van Basten, Ruud Gullit og Frank Rijkaard, sem höfnuðu í þremur efstu sætunum í Iqöri knatt- spymumanns Evrópu á síðasta ári og voru í liði ársins, Evrópumeist- araliði Hollands, bættu enn einni rósinni í hnappagatið. Gullit og Van Basten skiptu mörkunum bróður- lega á milli sín og strax frá fyrstu mínútu var ljóst hvert stefndi. ít- alska liðið hafði mikla yfirburði og markvörður þess, Giovanni Galli, átti náðugan dag. „Þetta lið hefur frábærum leik- mönnum á að skipa og þeir sýndu sínar bestu hliðar — vora nær óstöðvandi. Við vorum hins vegar þreyttir, höfum leikið 11 leiki á 32 dögum, og náðum okkur aldrei á strik,“ sagði Anghel Iordanescu, þjálfari Steaua. Gullit, sem var í byijunarliði AC Mflanó í fyrsta sinn síðan í síðasta mánuði — hafði verið frá vegna meiðsla — gaf tóninn á 18. mínútu, en skömmu áður átti hann skot í stöng. 10 mínútum síðar skoraði Van Basten með skalla og Gullit bætti þriðja markinu við fyrir hlé — gull af marki, skot fyrir utan teig. Van Basten átti síðan síðasta orðið á 47. mínútu, gerði þá sitt 10. mark í keppninni. „Það er mikill heiður að vera hluti af þessu liði á þessum tíma, þegar því gengur sem best. Ég er mjög þakklátur öllum, sem hlut eiga að máli og tileinka þeim sigurinn,“ sagði Saachi þjálfari, en Iordanes- cu, þjálfari Steaua, sagði að Saachi ætti fyrst og fremst heiðurinn af frábæru spili Mílanó. — M m Reuter Frabær Hollendingurinn Ruud Gullitt var frábær í liði AC Mílanó í gærkvöldi. Hann hafði ekki verið í byrjunarliðinu síðan í april-mánuði vegna meiðsla, lék hins vegar í nokkrar mínútur í deildarleik á sunnudag og síðan frá byijun í gær. Yfirferðin var ótrúleg, Gullitt var aftastur í vöm og fremstur í sókn, skoraði tvö mörk og haltraði síðan af velli eftir 60 mínútur. Hafði svo sannarlega skil- að sínu og hampaði bikaraum sigurreifur að leikslokum. AC Mílanó - Steaua Búkarest 4 : O Evrópukeppni meistaraliða í knattspymu, úrslit, Nou Camp leikvangurinn í Barcel- ona á Spáni, miðvikudaginn 24. maí 1989. Mörk AC Mílanó: Ruud Gullit (18. og 39.), Marco Van Basten (28. og 47.). Áhorfendur: 97.000. Dómari: Karl-Heinz Tritschier frá Vestur-Þýskalandi. Lið AC Mílanó: Giovanni Galli, Mauro Tassotti, Alessandro Costacurta (Filippo Galli vm. 'a 75.), Franco Baresi, Paolo Maldini, Roberto Donadoni, Frank Rjj- kaard, Angel Colombo, Carlo Ancelotti, Ruud Gullit (Pietro-Paolo Virdis vm. á 60.), Marco Van Basten. Lið Steaua: Silviu Lung, Dan Petrescu, Adrian Bumbescu, Stefan Iovan, Nicolae Ungureanu, Iosif Rotariu (Petre Bunaciu vm. á 46.), Tudorel Stoica, Gheorghe Hagi, Daniel Minea, Marius Lacatus, Victor Piturca. KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ Ásgeir ekki með í Moskvu Morgunblaðið/Skapti Hallgrimsson Arie Haan, þjálfari Stuttgart, og Ásgeir Sigurvinsson glaðbeittir daginn fyrir UEFA-úrslitaleikinn gegn Napolí í síðústu viku. Haan var ekki hrifinn af því að Ásgeir færi til Moskvu, og fékk ósk sína uppfyllta. ÁSGEIR Sigurvinsson leikur ekki með landsliðinu gegn Sovétmönnum í heimsmeist- arakeppninni í Moskvu í næstu viku, miðvikudaginn 31. maf. k etta er auðvitað slæmt fyrir “ okkur. Ásgeir er landsliðinu n\jög dýrmætur leikmaður, en við þessu er ekkert að gera,“ sagði Siegfried Held, landsliðsþjálfari, er Morgunblaðið náði sambandi við hann á heimili hans í Dort- mund í gærkvöldi. „Ásgeir fór af velli eftir 60 mínútur gegn Kais- erslautern í gærkvöldi [fyrra- kvöld] vegna meiðslanna, og hefur átt í vandræðum,“ sagði hann. Held ræddi við Ásgeir í gær. Held hefur einnig rætt við Arie Haan, þjálfara Stuttgart, sem segist ekki hafa neitað Ásgeiri um leyfi til að fara í landsleikinn, þó hann hafi ekki verið hrifinn af því að leikmaðurinn færi. Læknir . Stuttgart-liðsins taldi meiðsli Ásgeirs hins vegar það mikil að hann ætti að taka sér hvíld í 10 daga. Ásgeir sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að hann hefði meiðst illa á ökkla í leik gegn Karlsruhe fyrir þremur vikum. Læknir hefði sprautað hann með kvalastillandi sprautum næstu leiki á eftir, td. fyrir Evrójpuúr- slitaleikinn gegn Napolí. Asgeir sagði að síðustu vikur hefur verið mjög mikið álag á leikmenn Stuttgart, tveir leikir á viku hverri og væri nú svo komið að læknir félagsins hefði skipað honum að hvfla sig. VMtarferekki Viðar Þorkelsson, Framari, hef- ur tilkynnt landsliðsnefnd að hann komist ekki til Moskvu, vegna atvinnu sinnar. Þá eru átján leik- menn eftir af þeim tuttugu sem upphaflega voru valdir. Þar af eru þrír markverðir, þannig að einn að auki 4ettur út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.