Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989 SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN 60 ÁRA Helztu baráttumál Sjálfstæðisflokksins á komandi árum: Ræktun tungu og menningar, sam- starf í Evrópu og umhverfisvemd - segir Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins í DAG, 25. maí, eru 60 ár liðin frá stofhun Sjálfstæðisflokksins. Helztu baráttumál flokksins á sjöunda áratugnum í starfí hans verða ræktun íslenzkrar tungu og menningar, tenging íslands við aukið samstarf Evrópuríkja og loks vemd hafsvæðanna og uppgræðsla íslands, segir Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, i samtali við Morgunblaðið. Hann segir að flokkurinn hafi meðal ann- ars náð miklum árangri í sextíu ára baráttu sinni gegn höftum og ofsfjóm, og fyrir einstaklings- og athafnafrelsi. Þeirri baráttu sé hins vegar ekki lokið. Stefiia núverandi ríkissljómar verði þess vald- andi, að meiri þungi verði í sókn Sjálfstæðisflokksins á næstu ámm. „ Við erum að upplifa mikla breyt- ingatíma. Hvort tveggja er að ný tækni er að setja svipmót sitt á líf einstaklinga og gjörbreyta atvinnu- háttum og að hinu leytinu stöndum við frammi fyrir mjög miklum breytingum í samskiptum þjóða á sviði efnahags- og atvinnumála með tilkomu innri markaðar Evrópu- bandalagsins. Að þessu leyti stönd- um við sjálfstæðismenn ekki bara á tímamótum eftir 60 ára baráttu, heldur blasa við íslendingum ný og kreijandi verkefni. Þegar við horf- um til þessarar nýju framtíðar þurf- um við að mínum dómi að leggja höfuðáherzlu á að varðveita íslenzka tungu og menningu, að láta þjóðemið verða aflvaka nýrra átaka sem fýrr. Það liggur svo í hlutarins eðli að flokkur, sem hefur barizt fyrir athafnafrelsi og ein- staklingsfrelsi, hlýtur að verða í foiystu fyrir því að tengja ísland þessum nýju breytingum, sem byggjast á ftjálsræðishugmyndum. Þriðja stóra verkefnið eru umhverf- ismálin; vemdun hafsvæðanna og uppgræðsla landsins." Varveizla þjóðmenningar forsenda alþjóðasamstarfs — Hvemig fara saman vemd íslenzkunnar og séreinkenna þjóð- arinnar annars vegar og hins vegar aðlögun að samfélagi þjóðanna, þar sem menningarstraumar blandast og sífellt meiri samskipti eiga sér stað? „Mín skoðun er sú, að forsendan fyrir því að þetta nýja alþjóðlega samstarf takist og verði varanlegt sé að þjóðimar, sem hlut eiga að máli, varðveiti menningu sína og þjóðemi. Ég hef enga trú á því að aukið frelsi og vaxandi viðskipti takist ef menn gæta ekki að þessu, því að þá er hætt við að menn sog- ist smám saman inn í einhvers kon- ar yfirríkjabandalag með nýrri mið- stýringu og fyrr eða síðar er slíkur samruni dæmdur til að mistakast. Ég er þess vegna alveg sannfærður um að ef þessi samvinna á að tak- ast þá gerist það ekki nema að þjóð- imar haldi séreinkennum sínum og rækti tungu og menningu. Því fremur á þetta við fámennar þjóðir eins og íslendinga en hinar stærri þjóðir; Við ætlum ekki að hætta að vera íslendingar og verða bara að einhvers konar Evrópubúum." — Hvemig verður þá stefna Sjálfstaeðisflokksins í menningar- málum? Verður hægt að tryggja varðveizlu menningarinnar með lagasetningum og reglum, eða hver er aðferð sjálfstæðismanna? „Aðferðin er auðvitað fyrst og fremst sú að hlú að íslenzkri tungu, byggja hér upp traust og öflugt skólakerfí og hafa um það forystu að þjóðin sé á varðbergi og meðvit- uð um sögu sína og menningu. Við tryggjum þetta ekki með dauðum lagabókstaf einum saman. Þetta gerist ekki nema það sé eðlilegur og sjálfsagður hluti af daglegu lífi þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn getur beitt sér fyrir slíku með margvíslegum hætti með störfum sínum, málflutningi af sinni hálfu og eins á Alþingi og þegar hann á aðild að ríkisstjórn. Ég vona hins vegar að það finnist aldrei nein ein- föld uppskrift að einhverri endan- legri varðveizlulausn, þá eru menn líka famir að tala um aðra hluti.“ — Þú talaðir um að byggja upp öflugt skólakerfi. Það hefur mikið verið rætt um að menntakerfið sé vanhaldið peningalega. Sjá sjálf- stæðismenn fyrir sér eflingu menntakerfisins með nýjum hætti? „Það er enginn vafi á því að menntunin og þekkingin verður undirstaða framfara í þjóðfélagi framtíðarinnar. Um leið munu lífskjörin í framtíðinni ráðast af því hversu vel við stöndum að fræðslu og vísindarannsóknum. Það skiptir vitaskuld mjög miklu máli að gefa skólunum svigrúm til skapandi starfs og það hlýtur að verða hér eftir sem hingað til grundvöllurinn í hugmyndum sjálfstæðismanna um uppbyggingu skólastarfs. Það á ekki að hneppa það í of miklar viðj- ar miðstýringar." Eignm að hefla viðræður við EB af alvöru — Snúum að alþjóðamáhmum. Hvemig sérðu fyrir þér að íslend- ingar spili úr spilum sínum til þess að dragast ekki aftur úr þróuninni í Evrópu? „Við eigum engra annarra kosta völ en að taka þátt í þessari þróun. Það er ekki lélegur kostur, þvert á móti sýnist mér að það, sem Evr- ópuþjóðimar em að bindast sam- tökum um, séu aðgerðir sem líkleg- astar em til þess að auka verð- mætasköpun og bæta lífskjör. Ein- mitt þess vegna er það áhugavert fyrir Islendinga að taka þátt í þess- ari þróun og einmitt þess vegna megum við ekki verða utangarðs- menn. Fyrst og fremst eigum við að hefja af alvöru formlegar við- ræður við Evrópubandalagið um það með hvaða hætti við tengjumst nýrri Evrópu. Við höfum gamlan viðskiptasamning, sem var hag- stæður á sínum tíma, en aðstæðum- ar hafa breytzt og eiga eftir að breytast enn meira. Við þurfum í nýjum viðræðum að tryggja okkar hagsmuni. Við eigum að láta á það reyna að gera það með nýjum fríverzlunarsamningi. — Breytt samskipti austurs og vesturs era ofarlega á baugi. Sjálf- stæðismenn hafa sagt að þeir séu bakhjarlar og mótendur þeirrar ut- anríkisstefnu, sem fylgt hefur verið. Verður svo áfram, og hveijar verða þá breytingamar í framtíðinni? „Það era miklar breytingar að eiga sér stað. Þær eru ávöxtur þeirrar stefnu, sem vestrænu lýð- rasðisrikin hafa fylgt. Það var ekki sízt fyrir forystu Bjama Benedikts- sonar að ísland tók einarða afstöðu til annarra þjóða fyrir fjórum ára- tugum með því að gerast aðili að Atlantshafsbandalaginu. Tilgangur þess var tvíþættur; að tryggja eigið öryggi og vamir á þeim vettvangi og að taka þátt í sameiginlegum skuldbindingum lýðræðisþjóðanna. Um þessa grandvallarþætti ut- anríkisstefnunnar hefur síðan verið mjög almenn samstaða milli helztu stjómmálaflokkanna í landinu." Austantjaldsríki verði með í frjálsri Evrópu „Ég tel það skipta miklu máli að það megi takast að halda víðtækri samstöðu í utanríkismál- um og afstöðu íslendinga til ann- arra þjóða. Það er augljóst að sósíal- isminn er á fallanda fæti. Með öðr- um orðum hefur markaðskerfið, lýðræðisskipulagið, sýnt yfirburði sína og þess vegna eru þessi um- brot í Sovétrikjunum og öðram ríkjum Austur-Evrópu. Vonandi eigum við eftir að tala um frjálsa Evrópu í þeim skilningi að þar verði einnig ríki Austur-Evrópu. Vonandi líður ekki á löngu þangað til menn rífa Berlínarmúrinn niður, þetta ógnarlegasta tákn um skilin milli frelsis og ófrelsis." — Telurðu þá að hlutverk hem- aðarbandalaganna í álfunni eigi eftir að breytast á næstu áram og ef til vill afstaða íslendinga til þeirra? „Ég verð að leiðrétta_ forsendu í spumingunni, því að íslendingar hafa verið aðilar að vamarbanda- lagi. Það er grandvallaratriði að lýðræðisþjóðimar hafa myndað með sér varnarbandalag, en ekki árásar- bandalag. Þær hafa frá öndverðu verið búnar til viðræðna á grund- velli styrkleika og einmitt sú stefna er nú að skila árangri. Hefðu menn „Sjálfstæðisflokkurinn hefur alveg frá upphafí lagt mikla áherzlu á það að halda úti starfi með mjög skipu- lögðum hætti. Það varð snemma ljóst að það var nauðsynlegt að reka skrif- stofu fyrir flokkinn, bæði í Reykjavík og helzt á fleiri stöðum á landinu til þess að unnt yrði að hrinda í fram- kvæmd þeim verkefnum, sem kjömir trúnaðarmenn flokksins vilja láta sinna, bæði sveitarstjómarmenn, al- þingismenn og forystumenn félags- starfs Sjálfstæðisflokksins. Flokkur- inn hefur lengst af rekið skrifstofu í Reykjavík, þar sem meginskrif- stofuhaldið er nú, en víðar er vísir að skrifstofuhaldi, þar sem við höfum opið í fáeina tíma á dag, nokkra daga vikunnar." Bygging Valhallar meginátak „Fyrsta húsnæði sitt eignaðist flokkurinn í Varðarhúsinu við Kalk- ofnsveg, síðan eignaðist hann Sjálf- stæðishúsið við Austurvöll og hafði sínar skrifstofur þar. Seinna keypti flokkurinn Valhöll við Suðurgötu, og fallið fyrir falsáróðri einhliða af- vopnunar og frystingar kjamorku- vopna væra menn ekki að fagna þeim umtalsverðu skrefum, sem stigin hafa verið síðustu misseri í afvopnunarmálum og fækkun kjarnorkuvopna, sem raun ber vitni. Stefna lýðræðisþjóðanna hefur sem sagt orðið ofan á og skilað árangri." Nýtt verkefiii á alþjóðavettvangi að hafa frumkvæði að verndun hafanna — Nú hefur komið í ljós að mengun hafanna við ísland er meiri en menn héldu, og hún kemur frá meginlandi Evrópu og Ameríku. Tengist þriðja atriðið sem þú nefnd- ir, umhverfismálin, ekki alþjóða- samstarfinu? „Umhverfísmálin era margþætt. Að sumu leyti eigum við aðeins við sjálf okkur, að því er varðar vernd- un landsins og aðgerðir til þess að koma í veg fyrir mengun á landi og uppblástur. Þar þurfum við sjálf að taka á. Á hinn bóginn ógnar mengunin í höfunum lífsafkomu okkar miklu meir. Við munum um langa framtíð eiga mest undir físk- veiðum og fiskvinnslu. Þess vegna verður það hin nýja barátta okkar á alþjóðavettvangi, eftir þátttöku okkar í Atlantshafsbandalaginu og baráttu fyrir útfærslu landhelginn- ar, að taka þátt og hafa framkvæði í alþjóðlegu samstarfi til að vemda höfin fyrir mengun. Fyrir tveimur árum höfðu þingmenn Sjálfstæðis- flokksins framkvæði að því að Al- þingi samþykkti að hér yrði efnt þá var starfsemin á tveimur stöðum, bæði við Austurvöll og Suðurgötu. Starfsemin var sameinuð í einu húsi, Galtafelli við Laufásveg, á meðan verið var að byggja núverandi hús flokksins, Valhöll við Háaleitisbraut. Bygging Valhallar var meginátak í sögu flokksins. Fyrstu skóflustung- una tók Jóhann Hafstein 1973 og nokkrum árum síðar var öll starfsem- in komin þangað. Þetta hús gjör- breytti auðvitað allri aðstöðu, bæði fyrir félögin í Reykjavík og fyrir aðalskrifstofu flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn á líklega miklar eignir á mælikvarða annarra stjórnmálaflokka á íslandi, en þeim hefur verið komið upp með mikilli og fómfúsri vinnu og oft á mörgum árum. Á einum fimmtán stöðum út um landið eiga sjálfstæðisfélögin sín eigin húsakynni, sem eru misgóð en • alls staðar er þó hægt að halda fundi og vinna að kosningastarfi. í Reykjavík eigum við húsnæði í Ár- bæjarhverfi, og stefnum mjög ein- dregið að því að eignast húsnæði á að minnsta kosti tveimur öðram stöð- um í borginni; í Breiðholtshverfum Morgunblaðið/Bjami Þorsteinn Pálsson. til alþjóðlegrar ráðstefnu í þessu skyni. Við höfum unnið að því kapp- samlega að móta tillögur um það, hvemig eigi að taka á umhverfis- málum stjómarfarslega, og höfum flutt sérstakt frumvarp um það efni. Við munum þess vegna leggja sér- staka áherzlu á umhverfismálin í víðtækri merkingu, bæði hvað snertir okkur sjálf og á alþjóðavett- vangi. Það er eitt af hinum stóru framtíðarverkefnum." Fijáls samtök lyfta Grettistaki í umhverfismálum „Það hefur verið geysilega gam- an að fylgjast með framkvæði ungra sjálfstæðismanna í land- græðslu og umhverfisvemd og það er mikið ánægjuefni að þeir skuli hafa valið þetta verkefni sem sérs- takt átak á afmælisári Sjálfstæðis- flokksins. Það kemur einmitt fram í þeim viðhorfum, sem ungir sjálf- stæðismenn hafa lagt áherzlu á, að og í hinni nýju byggð, sem verður norðan Grafarvogs. Eg tel þetta mjög heppilegt fyrir allt félagsstarf, og svo er það auðvitað flokknum afskaplega hentugt að hafa aðgang að eigin húsnæði í kosningum." Skipulagsbreytingar á skrifstofiinni „Verkefni skrifstofunnar í Reykjavík eru mjög margþætt. Þar er unnið fyrir landið allt, og að sjálf- sögðu framkvæmir hún þau verk- efni, sem formaður og miðstjóm flokksins ákveða að vinna að. Skrif- stofan veitir margvíslega þjónustu, og á þessu ári höfum við breytt fyrir- komulagi hennar þannig að hún • skiptist nú í þijú meginverkefnasvið; fræðslu- og útbreiðslurtiál, skipulags- og félagsmál og loks rekstur og fjár- mál. Á hveiju sviði á að veita bæði almennum flokksmönnum og trúnað- armönnum flokksins sem bezta þjón- ustu. Með nýja fyrirkomulaginu von- umst við til að geta notað betur þá krafta, sem flokkurinn hefur yfír að ráða, en á skrifstofunni starfa nú 10 manns í fullri vinnu.“ Mikið útgáfiistarf Kjartan segir að þóttalþingismenn og aðrir kjömir forystumenn flokks- ins hljóti eðli málsins samkvæmt að vera helztu málsvarar stefnu hans, standi flokksskrifstofan sem slík í Tæknilega hliðin á flokksstarfínu: Frá upphafi lögð áherzla á mj ög skipulagt starf - segir Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri í STARFI stjórnmálaflokks nú á dögum skiptir tæknilega hliðin æ meira máli. Sjálfstæðisflokkurinn rekur stóra skrifstofu með tíu starfs- mönnum í Valhöll, búna nýjustu tækjum. Kjartan Gunnarsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins frá 1980, segir að skipulagt starf, sem unnið sé af starfefólki í fullri vinnu, verði æ mikil- vægara. Einnig skipti góð vinnuaðstaða flokksmanna máli, ekki síður en áhugi og hugsjónaeldur þeirra sjálfra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.