Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989 41 Ert þú sannur Islendingur? eftir Elías Jón Sveinsson Ef við göngum út frá því að hinn sanni íslendingur sé maður sem ber hag íslensku þjóðarinnar fyrir bijósti og vilji veg hennar sem mestan, er ég viss um að við viljum mörg vera í þeim flokki. Þegar íslenskir íþróttamenn ná langt á erlendri grund erum við stolt. Við flykkjumst á handboltalandsleiki og/eða sitjum stíf fyrir framan sjón- varpsskjáinn þegar um beinar út- sendingar er að ræða frá keppnum erlendis, þar sem hugsanlegt er að landinn komi til með að ná langt. Ekki er þetta þó það eina sem við getum staðið saman um, er það? Við erum jú „hörð í horn að taka“ þegar einhver erlend náttúruvemd- arsamtök ætla að segja okkur fyrir verkum um það hvort við megum veiða hval eða ekki og reyna í því sambandi að fá erlend fyrirtæki til þess að hætta að kaupa íslenskar fiskafurðir. Öll vitum við hvað þær eru mikilvægar til þess að afla gjaldeyris fyrir þjóðarbúið. En vit- um við hversu miklu af þessum gjaldeyri er sóað í innflutning á vörum sem við framleiðum sjálf í okkar landi. Það er gamall draugur í mörgum íslendingum að íslenskar vörur séu ekki eins góðar og þær erlendu og yfirleitt dýrari, það sé eitthvað fínna að kaupa erlent, hefur breyst mik- ið. íslenskur iðnaður er mjög ungur miðað við iðnað í öðrum Evrópu- löndum, en hann hefur þróast mjög hratt. Það má vera að íslensk fyrir- tæki hafi átt við einhveija byijuna- rörðugleika að etja en vörur þeirra flestra eru í dag orðnar mjög góð- ar. Það er erfitt fyrir íslensk fyrir- tæki að keppa við erlend stórfyrir- tæki sem hafa aðgang að mjög stór- um mörkuðum. Þau hafa efni á því að lækka verðið á sínum vörum hér á landi því hagnaðurinn er mikill annars staðar. Auðvitað eru margar vörur sem alls ekki mundi borga sig að framleiða á íslandi vegna smæðar markaðarins en við eigum að framleiða sem mest innanlands og þar með skapa atvinnu fyrir sem flesta. Ég veit um danskan mann er flutti hingað til íslands og tók með sér nokkuð af því sem hann var alinn upp við í Danmörku. Þegar hann fór í matvöruverslun keypti hann alltaf íslenskar vörur en ef íslenska varan var ekki til varð ekkert af kaupunum, þetta var það sem hann hafði verið alinn upp við í Danmörku. Ekki vil ég nú segja að fólk þurfi að vera svona þjóðern- issinnað en fólk verður að gera sér grein fyrir því að það er í okkar þágu að kaupa íslenskar vörur. Á hveiju ári flytjum við inn vörur fyr- ir meiri gjaldeyri en við fáum fyrir útflutning okkar, það er óhugguleg Tíu nýjar íslensk- ar hljómplötur gefiiar út í sumar AÐ MINNSTA kosti tíu nýjar íslenskar hjjómplötur eru væntanlegar á markaðinn í sumar og þar af eru nokkrar safhplötur með Qölmörg- um íslenskum listamönnum. Auk þess verða endurútgefhar nokkrar eldri íslenskar hljómplötur á snældum, en þær hafa verið ófáanlegar lengi. Steinar hf. gefa út fjórtán laga safnplötu, Bandalög, og eru lögin flutt af níu íslenskum hljómsveitum. Á meðal flytjenda eru Greifamir, Sálin hans Jóns míns, Bítlavinafé- lagið, Todmobile og Ný dönsk og er áætlað að platan komi út 23. júní. Einnig kemur út lítil plata með Bítlavinafélaginu, Munið nafnskír- teinin, á þjóðhátíðardag dana, 5. júní. Sagði Jónatan Garðarsson hjá Steinum hf. að sérstök ástæða væri fyrir því að platan kemur út þennan dag og hún væri sú að annað lagið §allar um par sem kynntist í dön- skutíma og er viðlagið sungið á dönsku. Steinar hf. ætlar að endurútgefa fjölmargar hljóðsnældur sem lengi hafa verið ófáanlegar. Þar á meðal em Vinsælustu lögin með Rúnari Gunnarssyni sem söng bæði með Dátum og Hljómsveit Olafs Gauks., Lúdó og Stefán, Gamanvísur og gamanþættir Ómars Ragnarssonar, Ellý og Vilhjálmur syngja lög Sigf- úsar Halldórssonar og fleiri. Auk þess verða gefnar út safnsnældur með eldri lögum. Jónatan sagði að þessi útgáfa væri fyrst og fremst hugsuð fyrir sumarmarkaðinn. Fólk væri á ferð og flugi um landið og þætti gott að hafa létta tónlist á snældum með í bílnum. Þá mun Steinar hf. dreifa plötu sem Hljómverið Stöðin gefur út með lögunum sem tóku þátt í keppninni um Landslagið. Steinar hafa gefið út eina stóra plötu á þessu ári með Mezzoforte. Auk þess gáfu þeir út lag Valgeirs Guðjónssonar sem keppti í Söngva- keppninni. Skífan hf. gefur út tvær plötur í sumar að sögn Péturs Kristjáns- sonar útgáfu- og markaðsstjóra. Önnur þeirra er ný plata með Stuð- rnönnum en hin er safnplata með íslenskum iistamönnum. Þeirra á meðal eru Síðan skein sól, Bjartmar Guðlaugsson, Strax, Geiri Sæm og Hunangstunglið, Hemmi og Elsa, Mannakorn og Skriðjöklar. Plötum- ar koma báðar út í júní. Á vegum Smekkleysu er nýkom- in út platan Tóm ást með tónlist eftir Þór Eldon við texta Sjón flutt af Hljómsveitinni Pinko Witz úr Menntaskólanum í Reykjavík. Um mánaðamótin kemur út fyrsta plata Risaeðlunnar. Að sögn Ásmundar Jónssonar framkvæmda- stjóra Smekkleysu hefur lengi verið beðið eftir að þessi hljómsveit gæfí út hljómplötu. Auk þess gefur Smekkleysa út hljómplötuna WC Monsters með þungarokkshljómsveitinni Bootlegs, en útgáfudagur hefur ekki verið ákveðinn. Ásmundur sagði að hugs- anlega yrði gefin út safnplata með fyrrgreindum flytjendum auk Langa Sela og skugganna, Sykur- molanna, Ham og Bless. Nýtt útgáfufélag, Geisli hf., mun á næstunni gefa út þriggja laga plötu með Bubba Morthens. Hún heitir Hver er næstur og tengist umferðarmálum. VZterkurog KJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Elías Jón Sveinsson „Fjölbreytt úrval er nú á íslenskum gæðavör- um á markaðinum og beri menn verð og gæði vörunnar saman við þær innfluttu, sér mað- ur að þær íslensku eru ekkert síðri.“ staðreynd. Það er hlutur sem við getum lagað með því að kaupa meira af íslenskum vörum. Nú þeg- ar við siglum inn í erfiðari tíma en verið hafa í mörg ár er enn mikil- vægara að standa saman. Fjöl- breytt úrval er nú á íslenskum gæðavörum á markaðinum og beri menn verð og gæði vörunnar saman við þær innfluttu, sér maður að þær íslensku eru ekkert síðri. Byggjum upp blómlegri iðnað á íslandi, gefum íslenskum iðnfyrir- tækjum möguleika á að framleiða meiri og betri vöru. Búum bömum okkar bjartari framtíð með nægri atvinnu. Verum sannir íslendingar. Höfundur er starfsmaður hjá Eim- skip. HEFURÐU VERÐSKYN? Þá skaltu Ifla nánar á hessa... KS 145 kæliskápur, 143 lítra kælir, (fæst einnig með frystihólfi). 4 hillur, 2 grænmetisskúffur. Lítil straumnotkun. Biomberg DS 120 frystiskápur 113 lítra djúpfrystir, 4 skúffur. Lítil straumnotkun. Blomberq Verð kr. 22.900,- L Stoðpr. 21.760,- 1 GOÐ KJÖR Verð kr. 28.900,- L Staðpr. 27.460,- 1 GOÐ KJÖR í ?l i f Einar Farestveit&Co.hf. BORQARTÚN 29. SÍMAR: 1911 16995 OG 622900 - NÆG BÍLASTÆÐI Helgamámskeió í keramik verða haldin í Hulduhólum í Mosfellsbæ. Gistiaðstaða ef með þarf. Upplýsingar í síma 666194. Steinunn Marteinsdóttir. Nýtt námskeið Innhverf íhugun er einföld tækni sem allir geta lært. Áratuga rannsóknir staðfesta að iökun henn- ar stuðlar að andlegum þroska, heilbrigði og lífsgleöi. Nýtt námskeiö hefst með kynningarfyrirlestri í nýju húsnæði félagsins á Laugavegi 18a í kvöld, fimmtudag kl. 20.30. (Aðgangur ókeypis). (slenska íhugunarfélagiö. Maharishi Mahesh Yogi HASKOLIISLAIMDS Endurmenntunarnefnd og Reiknistofnun TÖLVUNÁMSKEIÐ SUMARID 1989 ávegum Endurmenntunarnefndar og Reiknistofnunar. Skráning ferfram á aðalskrifstofu Háskólans í síma 694306, en nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Endurmenntunarnefndar í símum 694923,694924 og 694925. TðlVBDOtkHR lyiir PC-tilfir (30 klit.) Lýsing: Þetta er eitt af vinsælustu námskeiðum okk- arr þar sem byrjendum eru kennd undirstöðuatriði í tölvunotkun. Námskeið, sem standa í nokkrar vik- ur, hafa reynst mjög vel, því þau gefa fólki kost á að prófa sig áfram samhliða námsefninu. Farið verð- ur í ritvinnslu (WordPerfect), töflureikni (Plan- Perfect) og gagnagrunn (dBase III+). Einnig verður kynnt stýrikerfið MS-DOS, skipulagning á undirsöfn- un og afritun. Leiðbeinendur: Bergþór Skúlason, tölvunarfræðing- ur, og Karl Roth, tölvunarfræöingur. Tími og verð: Námskeiðið hefst 6. júní og stendur í fjórar vikur, þrjú kvöld i viku, kl. 20.00-22.30, sam- tals 30 klst. Þátttökugjald 15.000 kr. Orðsnllld (WordPerfect fyrir PC-lilvnr) Lýsing: Þetta er mjög fullkomið ritvinnslukerfi með fjölbreytta möguleika á uppsetningu texta. Word Perfect er hentugt fyrir þá sem skrifa mikið, s.s. bækur eöa langar greinar. Einnig má benda á að í vaxandi mæli geta prentsmiðjur tekið við texta á WordPerfect formi. Leiðbeinandi: HildigunnurHalldórsdóttir, framhalds- skólakennari. Tími og verð: 29. mai - 1. júní kl. 8.30-12.30. Verð kr. 9.000 kr. Forrltun í dBase III+ (fyrir PC-tölvur) Lýsing: Þetta er beint framhald af námskeiðinu um skrárvinnslu í dBase III+. Leiðbeinandi: Halldóra Magnúsdóttir, tölvunar- fræðlngur. Tími og verð: 12.-15. júní kl. 8.30-12.30. Verð 9.000 kr. Unli kynoing Lýsing: Þessi kynning er ætluð þeim, sem hafa nokkra reynslu af tölvuvinnslu og forritun. Kynnt verður sérstaða Unix stýrikerfisins, samskiptamögu- leikar og nokkur notendaforrit. Umsjón: Bergþór Skúlason, tölvunarfræðingur. Tími og verð: 29.-31. maí kl. 8.30-12.30. Verð 8.500 kr. ..Leikstjórinn** (lyrtr PC-tölvnr) Lýsing: Kynning á norsku forriti, „Regissaren", sem er notað til að búa til ævintýraleiki. Áhugavert fyrir kennara á grunn- og framhaldsskólastigi, einkum íslensku- og tölvufræðikennara. Engin forritunar- kunnátta nauðsynleg. Leiðbeinandi: Hildigunnur Halldórsdóttir, framhalds- skólakennari. Tími og verð: 15. júní kl. 8.30-17.00. Verð 6.000 kr. Sanskiitl. Phtir og ráðstetoir Lýsing: i vaxandi mæli nota menn tölvupóst til að skiptast á skilaboðum innan skólans eða vaxandi og þá er tölvupóstur alveg ómissandi. Einnig fer notkun ráðstefnukerfa vaxandi, en þau gera mönnum kleift aö fylgjast náið með þróun einstakra mála- flokka, sem þeir hafa áhuga á. Kynnt verða póst- og ráðstefnukerfi á tölvum Reiknistofnunar, sem gera mönnum mögulegt að ná þessum markmiðum. Leiðbeinandi: Bérgþór Skúlason, tölvunarfræðingur. Tfmi og verð: 13.-14. júní kl. 8.30-12.30. Verð 6.000 kr. ii mm r mm — —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.