Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 46
46 MÖRGUNBLAÐIÐ FÍMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989 Minning: Sigiiður Jörunds- dóttir frá Hrísey Fædd4. febrúarl911 Dáin 15. maí 1989 í dag er gerð útför mágkonu minnar, Sigríðar Jörundsdóttur frá Hrísey, en hún lést þann 15. þessa mánaðar. Eiginmaður Sigríðar var Júlíus Oddsson kaupmaður og útgerðar- maður í Hrísey, en hann lést langt um aldur fram fyrir rúmum 40 árum. Júlíus hafði mikið umleikis í Hrísey, því auk kaupmennskunnar og útgerðar var hann um tíma hreppstjóri og póst- og símstjóri í eynni. Þá er Júlíus féll frá áttu þau hjónin þijár ungar dætur, sú yngsta á þriðja aldursári, en sú elsta á fermingaraldri. Auk þess var á heimilinu Sigrún Jörundsdóttir, tengdamóðir Sigríðar. Það var mik- ið áfall er heimilisfaðirinn féll frá svo skyndilega og ungri móður gert að annast dætur sínar, tengdamóð- ur og forsjá heimilisins. Jákvætt lífsviðhorf og óbilandi kjarkur hefur ugglaust hjálpað henni til þess að takast á við erfiðleikana og sorgina er ætíð fylgir ástvinamissi. Þannig tókst Sigríði með elju og dugnaði að komast yfír þann hjalla. Sigríður hélt áfram verslunar- rekstri manns síns og tók við starfi póst- og símstjóra. Það kom þó að því að Sigríður fluttist frá Hrísey með tjölskylduna suður til Reykja- víkur til að auðvelda dætrunum skólagöngu. Bjó hún fyrst á Leifs- götunni með dætrum sínum og tengdamóður, en síðar fluttist hún á Sólvallagötuna. í Reykjavík lagði hún fyrir sig saumaskap og síðar verslunarrekstur. Sigríður var einstaklega dugleg og hjálpsöm og vildi öllum gott gera. Yngsta systir hennar, eigin- kona mín, Þorgerður, hefur oft rætt um hvað Sigríður var henni mikils virði bæði í æsku og ekki síst á unglingsárum hennar, þegar þær misstu móður sína, þá kom Sigríður henni raunar í móðurstað að nokkru leyti og alla tíð hefur verið mjög kært með fjölskyldunum. Dætrum sínum öllum kom Sigríð- ur til mennta og veit ég að þær eru þakklátar móður sinni eins og hún þeim, enda ríkti með þeim mikill kærleikur. Elsta dóttirin, Jörgína, lést árið 1976 43 ára gömul og lét eftir sig eiginmann og tvö böm, en hún hafði átt við mikið heiisuleysi að stríða um nokkurt árabil. Hinar dætumar tvær, Heba og Sigrún hafa báðar lokið háskólanámi og löngu stofnað sín eigin heimili. Vissulega er margs að minnast frá samvemstundum á liðnum ámm í gleði og sorg. Sigríður var lífsglöð kona og hafði ánægju af samveru við aðra. Það var líka ánægjulegt að vera í návist hennar því hún var sérlega gestrísin og naut þess að hafa gesti og gera vel við þá. Hún hafði yndi af söng og tónlist og var um nokkum tíma í kirkjukór Fríkirkjusafnaðarins. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við Þorgerður elskulega systur og mágkonu. Þakklát fyrir þær samvemstundir er við áttum og minningamar sem við eigum og varðveitum. Um leið vottum við bömum hennar og fjölskyldum þeirra innilega samúð okkar. Hilmar Garðarsson Þegar nákominn ættingi fellur frá verður manni hugsað til allra góðu minninganna sem orðið hafa til gegnum tíðina. Stundimar sem við bamabömin áttum á Sólvalla- götunni frá bamæsku og alla tíð síðan em orðnar ófáar. Ég minnist þess að alltaf var amma til að taka á móti okkur bömunum með kossi. Hún var óþreytandi að stytta okkur stundir við spil og föndur auk þess sem hún hafði alltaf á reiðum hönd- um sögur að segja okkur frá lífi sínu og afa í Hrísey. Amma var alla tíð miðpunktur fjölskyldunnar og jólahald án hennar er erfitt að hugsa sér. Hún fylgdist vel með öllum sínum og lét sig velferð okk- ar allra varða. Við fráfall foreldra minna veitti amma okkur bömunum ómetanlegan stuðning og hlýju. Þannig mun amma alltaf lifa í huga okkar. Júlíus Ólafsson Á tímum allsnægta og öryggis leiðum við hugann alltof sjaldan að lífskjörum fyrri tíðar. Við göngum út frá því sem sjálfsögðum hlut að þetta land sé byggilegt og hafi líkast til alltaf verið það. Móðir náttúra ýtir þó við okkur öðm hveiju, auk þess sem málrófsmenn halda því að okkur að landið sé „á mörkum hins byggilega heims“ eins og það heitir í skálaræðunum. Þegar við ferðumst út um nes og inn til dala, getum við svo að segja lesið lífskjör kynslóðanna út úr sjálfu landinu. Þá verða á vegi okkar eyðibýli á undirlendisræmum eða utan í hlíðum undir hömróttum og skriðurunnum §öllum, í þröng- um fjörðum og víkum eða á upp- blásnum heiðalöndum. Og sums staðar hafa verið heilar sveitir við ysta haf, svo afskekktar að varla var fært þangað landleiðina lung- ann úr árinu, og sjóleiðin háð duttl- ungum Ægis konungs sem tók sinn toll í mannslífum reijalaust: Þá gat sannarlega komið sér vel að barna- hóparriir væru stórir. Fáir entust til að búa á slíkum stöðum nema fullhraustir væru og á besta aldri, en þá gat líka verið eftir nokkru að slægjast vegna nálægðar við fískimiðin. Ýmsir þessara staða voru eins konar varasjóður í byggð landsins: Menn settust þar að þegar vel áraði og fólki íjölgaði í landinu, en þess á milli lögðust þeir næstum í eyði. Ein þessara sveita heitir í fjörð- um og er á norðanverðum skagan- um milli Eyjaijarðar og Skjálfanda. Upp úr aldamótunum tóku þijú af bömum Jörundar Jónssonar í Hrísey (Hákarla-Jörundar) sig sam- an um að flytjast þangað búferlum með nýstofnaðar fjölskyldur sínar. Ein þessara hjóna voru Jömndur Jömndsson og María Sigurðardóttir frá Siglufírði, ættuð frá Amamesi við Eyjaflörð. Þau bjuggu í Botni í Þorgeirsfirði um nokkurt skeið. Þar fæddist Sigríður dóttir þeirra, sem við kveðjum í dag, og þar ólst hún upp fyrstu árin uns foreldrar henn- ar fluttust aftur til Hríseyjar. Ég kynntist Sigríði tengdamóður minni ekki fyrr en á efri ámm henn- ar er svokallaðri starfsævi hennar var lokið. En hún var einhvem veg- inn svo trú uppmna sínum og fortíð að fjölmargt í fari hennar varð ekki skilið nema í ljósi þess. Vegna þess- arar trúmennsku var eins og maður hefði þekkt hana miklu lengur en raun ber vitni. Og um leið fmnst mér borin von að lýsa henni nema með því að riija upp jarðveginn sem hún var sprottin af. Sigríður var næstelst af sex börn- um þeirra Jömndar yngri og Maríu. Elst var Jenný sem var gift Kristó- fer Guðmundssyni vélstjóra og bjó í Hrísey til dauðadags árið 1985. Næstur Sigríði er Guðmundur, þekktur útgerðar- og athafnamað- ur, kvæntur Mörtu Sveinsdóttur. Fjórða bamið, Sigurður, fórst þegar þýskur kafbátur gerði skotárás á línuveiðarann Fróða árið 1941. Næstur honum var Þorsteinn sem dmkknaði við Hríseyj á unglingsá- ram með hörmulegum hætti. Yngsta systkin Sigríðar er Þorgerð- ur sem er gift Hilmari Garðarssyni lögfræðingi og skrifstofustjóra hér í borg. Sigríður var aðeins 19 ára er hún giftist frænda sínum Júlíusi Odds- syni, f. 11. október 1899, en hann var kaupmaður, útgerðarmaður og hreppstjóri í Hrísey. Faðir hans var Oddur Sigurðsson í Hafnarvík og móðir Sigrún Jömndsdóttir, dóttir Hákarla-Jömndar, þannig að þau hjón vora systkinaböm. Júlíus lést fyrir aldur fram eftir langvinn veik- indi árið 1946. Fyrsta bam þeirra hjóna var dóttir er dó í fæðingu árið 1931. — Elsta dóttirin sem upp komst var Jörgína Ragna, f. 1933. Hún giftist Ólafí Bjömssyni kaupmanni og em böm þeirra Júlíus og Alma. Jörgína lést fyrir aldur fram árið 1976 og Ólafur 1979. — Önnur dóttir Sigríð- ar og Júlíusar er Heba Helena, skrifstofustjóri, f. 1937. Hún giftist Þorkeli Valdimarssyni en þau skildu síðar. Böm þeirra em Sigríður Elín og Valdimar. Núverandi maki Hebu er Gísli Theodórsson, fulltrúi á Verðlagsstofnun. —. Þriðja dóttirin er Sigrún, yfirfélagsráðgjafi, f. 1944. Hún giftist Vésteini Lúðvíks- syni rithöfundi en þau skildu síðar. Sonur þeirra er Orri. Sigrún, giftist öðm sinni Þorsteini Vilhjálmssyni eðlisfræðingi, er þetta ritar, og er sonur okkar Viðar. — Bamabömin era því sex að tölu og langömmu- bömin era nú orðin sjö. Ég hygg að oft hafi verið þröngt í búi í Þorgeirsfirði og í Hrísey á uppvaxtarámm Sigríðar. Hins veg- ar hafi hagur hennar vænkast mjög er hún giftist Júlíusi, sem var um- svifamikill forystumaður í Hrísey og hafði m.a. gengið í verslunar- skóla til að undirbúa sig undir slík störf. Mun því hafa verið gest- kvæmt á mannmörgu heimili þeirra í glæsilegu húsi. Hvort tveggja hef- ur látið Sigríði vel: Að hafa manna- forráð og að taka á móti gestum. Hún var forkur duglegur og hlífði sér hvergi; gekk til að mynda í öll störf sem við þurfti í verslun og útgerð, ýmist með manni sínum eða í hans stað þegar hans naut ekki við. Nærri má geta hvílíkt áfall það hefur verið er Júlíus féll frá á miðj- um aldri. Sigríður reyndi þó að halda áfram atvinnurekstri í Hrísey en þar kom tvennt til. í fyrsta lagi var einstæðri móður slíkt um megn í á daga þó dugleg væri, enda var ekki við slíku búist af konum. í annan stað fysti hana, eins og svo marga af hennar kynslóð, að veita dætmm sínum þá menntun sem hún hafði sjálf farið á mis við. Hún tók því þann kostinn að flytjast með dætmm sínum þremur og aldraðri tengdamóður til Reykjavíkur, haustið 1949, og hér bjó hún þar til yfir lauk. Hún rak hér í fyrstu saumastofu og síðan verslun, og lagði þá oft nótt við dag til að sjá sér og dætmm sínum farborða. Síðustu starfsárin vann húni versl- unum hjá tengdasyni og dóttur. Hún hætti launavinnu um 65 ára aldur, langþreytt af miskunnar- lausu striti á löngum köflum ævinn- ar. Allar götur síðan fór heilsu hennar smám saman hrakandi. Á síðustu ámm þurfti hún nokkram sinnum að fara á sjúkrahús vegna hjartasjúkdóms, og sífellt fækkaði þeim verkum heima fyrir sem hún gat sjálf unnið með góðu móti. Vom það mikil viðbrigði fyrir konu sem var því vönust áratugum sam- an að vinna bæði hefðbundin verk karla og kvenna á heimili sínu. En hún æðraðist ekki, enda hygg ég að henni hafi þótt mest um vert að geta búið í íbúð sinni þar til yfir lauk, en þar kom tækni nútí- mans henni til hjálpar ásamt öðra. Á hvítasunnudag átti Sigríður ánægjulega ökuferð og samvera- stund með vinkonu sinni. En um GuðmundurÁ. Magnús son - Kveðjuorð Fæddur30. maí 1913 Dáinn 14. apríl 1989 Deyr fé, deyja frændur, deyr q'álfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Við systumar ætlum að skrifa fáeinar línur um vin okkar, Guð- mund Á. Magnússon, Ásta eins og hann var alltaf kallaður. Ásti var kvæntur móðursystur okkar. Mikill samgangur var alla tíð á milli okkar fjölskyldna. Við systumar vorum mikið hjá þeim í gamla daga. Ásta þótti gott að fá sér einn Fauna-vindil og dagblað og hljóp Sigga ófáar ferðimar út í búð. í minningunni er þetta vina- legt og þykir okkur vænt um marga mismunandi atburði. Ásti var hrókur alls fagnaðar, þau hjónin vora gestrisin og höfð- ingjar heim að sækja. Einkennandi við Ásta var hans góðvild, um- hyggjusemi og hve hann var vand- aður í alla staði. Sérstaklega tók maður eftir hversu heill hann var í garð allra manna, aldrei heyrðist hann tala illa um neinn, hann tók málstað lítilmagnans og þess sem var gert lítið úr._ Við söknum Ásta okkar. Stórt skarð er höggvið í okkar flölskyldu og myndast mikið tómarúm sem enginn getur fyllt. Einstakt þótti okkur að hann svo helsjúkur sýndi það hugrekki og dugnað að koma í fermingarveisl- una aðeins sautján dögum áður en hann sofnaði svefninum langa. En lífíð er víst svona. „Eitt sinn verða allir menn að deyja.“ Við systumar kveðjum Ásta með trega og fátæklegum orðum. Þökk- um fyrir samfylgdina og allar góðar minningar. Hvíli vinur okkar í friði. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hann sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pétursson) Sigga Jóna og Erla nóttina barði maðurinn með ljáinn að dymm og hafði þó ekki sigur fyrr en á gjörgæsludeild eftir nokk- urra stunda stríð. Þar dó þessi lífsreynda kona í örmum dætra sinna, og hafði haldið reisn sinni fram á síðata dag. Af framansögðu er ljóst að Sigríður mátti þola ýmsar raunir um ævina, en hún var í eðli sínu jafnlynd og æðmlaus og lét aldrei bugast. Þegar við horfum síðan á dauðdaga hennar, fer varla hjá því að fleyg orð Stephans G. rifyist upp: Bognar aldrei - brotnar í bylnum stóra seinast. Sigríður naut sín afar vel á góð- um stundum og var þá hrókur alls fagnaðar. Ég minnist þess til dæm- is er æskuvinkona Sigrúnar kallaði á „gömlu konuna" í boð sem við héldum nokkmm vinum okkar á síðkvöldi. Þá stóð ekki á því að hún félli inn í samkvæmið þó að allir væm þar nokkmm áratugum yngri en hún, og tveir komungir mynd- listarmenn settust við fótskör henn- ar með svipuðum tilburðum og hún væri á aldur við þá. Ég minnist þess einnig hve ánægjulegt það var að standa með henni að sjötugsafmæli hennar. Auk þess sem ekkert skyldi til spar- að í mat og drykk, var líka hugsað fyrir því að samkvæmið yrði skemmtilegt og minnisstætt, m.a. með tónlist. Og í veislunni kom glöggt fram hve vinmörg og vina- fóst Sigríður var, sem og ættrækin. Sigríður hafði alla tíð yndi af músík og söng sjálf í kór Fríkirkj- unnar í mörg ár. Hun hafði raunar einnig ánægju af myndlist og leik- list og fylgdist með því helsta sem gerðist á því sviði hér í borg. Hún átti það líka til að láta smellnar vísur fylgja gjöfum sínum við hátíð- leg tækifæri. Sigríður hafði skemmtilega kímnigáfu af þeirri gerð sem erfítt er að lýsa en mér finnst einhvem veginn tengjast hinni hörðu lífsbar- áttu alþýðunnar í þessu landi fyrr á öldum. Hvað sem því líður, þá áttum við alltaf margt sameiginlegt á léttu nótunum, en slíkt myndar leyniþræði milli manna, ósýnilega og óskiljanlega öðm fólki. Eg man til dæmis eftir löngu bréfi sem hún skrifaði mér fyrir mörgum ámm til Bandaríkjanna, þar sem hún fór á kostum, meðal annars út í hina klassísku ráðgátu um það, í hveiju Skotar em undir pilsunum. En lífið er ekki aðeins glens og gaman og víst á það við um Sigríði eins og áður er lýst. í uppvextinum mótaðist hún af þeim viðhorfum nýtni og ráðdeildar sem þurfti til að lifa af við ysta haf og kannski komast hjá örbirgð. Þessi viðhorf eiga sem kunnugt er ekki lengur upp á pallborðið í neyslu- og verð- bólgusamfélagi nútímans, þar sem ending hlutanna skiptir ekki máli og þeir em jafnvel þannig gerðir að ekki sé hægt að gera við þá þegar þeir bila. Og til skamms tíma var talin fásinna að spara saman fé eins og henni hafði verið innrætt í æsku. Enn má bæta því við að viðhorf til hollustu i mataræði ger- breyttust frá hennar ungdæmi. — Það var sannarlega engin furða að gömul kona, sem var trú upprana sínum, yrði stundum ráðvillt og hegðun hennar kæmi spánskt fyrir sjónir ungu fólki sem hefur ekki kynnst öðram lífskjömm en alls- nægtum síðustu áratuga. Engu að síður gæti mörgum Vesturlandabú- anum verið hollt að tileinka sér svolítið meira af. þeirri nýtni og ráðdeild sem kynslóð Sigríðar með- tók með móðurmjólkinni; hver veit nema raunvemleg lífskjör mundu batna ef við drægjum úr bmðlinu? Við kveðjum í dag sterka og minnisstæða konu sem hafði mikil áhrif á umhverfi sitt, þar á meðal á mig sem festi þessi fátæklegu kveðjuorð á blað. Eg held að með okkur hafi tekist hlýrri og nánari kynni en gengur og gerist milli tengdafólks af gagnstæðu kyni nú á dögum, þegar skilin milli kynj- anna era svo glögg. Leyniþræðirnir vom fleiri en hér verði rakið, en svo mikið er víst að hýrt og hlýlegt brosið í augum Sigríðar mun ég geyma meðal dýmstu minninga. Þorsteinn Vilhjálmsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.