Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989 Alþingi: Deilt um framtak Byggðastofhunar MIKLAR umræður urðu á síðustu fundum neðri deildar Alþingis um Byggðastofnun og atvinnulíf á landsbyggðinni í kjölfar þeirra orða Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra að stofnunin sýndi ekki nógu mikið frumkvæði. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði í umræðu um skýrslu Byggðastofnunar ríkisins að hann teldi skorta á frumkvæði af hálfu Byggðastofnunar, að því er varðar stefnumörkun í byggðar- málum. Stefán Guðmundsson (F/Nlv) gagnrýndi þessi ummæli Steingríms. Kvaðst hann mótmæla því að Byggðastofnun hefði ekki sýnt neitt frumkvæði. Stofnunin hefði tekið frumkvæði í ijölmörgum málum; komið upp mörgum málum og stutt önnur dyggilega. Egill Jónsson (S/Al) sagði að ríkisstjómin hefði verið stofnuð á þeirri forsendu að hjól atvinnulífsins tækju að snúast og hefði Steingrím- ur Hermannsson látið hafa eftir sér að hann yrði í „stöðugri varð- stöðu". Egill gat þess að á forsíðu málgagns forsætisráðherra, Tíman- Nokkrirsýna Regnbogan- um áhuga NOKKRIR aðilar hafa sýnt áhuga á að kaupa húsnæðið, sem kvikmyndahúsið Regnboginn er I við Hverfisgötu. Sem kunnugt er eignaðist Framkvæmdasjóður íslands húsnæðið fyrir skömmu, en það var hluti af greiðslu fyrir Hótel Örk, sem Jón Ó. Ragnars- son, veitingamaður, keypti af sjóðnum. Að sögn Guðmundar B. Ólafsson- ar, framkvæmdastjóra Fram- kvæmdasjóðs, standa nú yfír við- ræður við þessa aðila um hugsanleg kaup á húsnæðinu, og kvaðst hann vongóður um að frá kaupum yrði gengið á næstunni. um, segði að kveðnir hefðu verið upp dauðadómar yfír 20 fyrirtælq- um og að á öðrum stað í sama blaði segði að 40 fyrirtæki hyrfu af sjón- arsviðinu eftir endurskipulagningu. „Þetta er boðskapur Framsóknar- flokksins og forsætisráðherra eftir varðstöðuna." Matthías Bjarnason (S/Vf) kvaðst vera undrandi á ummælum forsætisráðherra. Núverandi ríkis- sljóm hefði skorið niður við trog fjármuni til Byggðastofnunar og reiddi stofnunin sig á erlend lán, á sama tíma og sífellt fleiri atvinnu- fyrirtækjum þyrfti að sinna. Matth- ías taldi að í raun væri það ríkis- stjómina sem skorti frumkvæði; þyrfti hún að hafa hóf á erindum sínum til þessarar stofnunar og annarra, til þess að létta af sjálfri sér. Halldór Blöndal (S/Nle) kvaðst í sjálfu sér geta verið sammála for- sætisráðherra um að fmmkvæði skorti fra' Byggðastofnun. Það væri hins vegar ekkert undarlegt þegar hann sjálfur hefði sett tvo sjóði yfír stofnunina, atvinnutrygginga- sjóð og hlutafjársjóð. í tengslum við þessa umræðu spurði Halldór forsætisráðherra hvað liði afgreiðsl- um erinda til hlutafjársjóðs og við- ræðum þess sjóðs við Fiskveiðasjóð og Landsbankann. í svari Steingríms kom fram að 31 aðili hefði sótt um aðstoð hluta- Qársjóðs og hefðu 15-16 fyrirtæki uppfyllt skilyrði sjóðsins. Kvað Steingrímur sjóðinn vanta 2,5 millj- arða til að geta aðstoðað þau fyrir- tæki sem qóðurinn hefði lagt til að yrðu aðstoðuð. Steingrímur greindi frá því að nokkur af þessum fyrirtækjum hefðu verið í meðferð hjá bönkum og Fiskveiðasjóði. Við- ræður væm hafnar við Fiskveiða- sjóð um kaup á skírteinum sjóðsins, en viðbrögð sjóðsins hefðu verið neikvæð. Morgunblaðið/Arni Sæberg Frá fundi lögpreglu og Umferðarráðs með verktökum. Lögregla og verktakar: Reynt að bæta og sam- ræma varúðarmerkiiigar LÖGREGLAN efiidi á dögunum til fundar með verktökum gatnafram- kvæmda í borginni og fulltrúum frá Umferðarráði til að samræma og bæta frágang á varúðarmerkingum við gatnaframkvæmdir. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns var til- efiiið það að merkingum hefúr iðulega verið áfátt og hafa ökumenn og vegfarendur margsinns snúið sér til lögreglunnar með kvartanir vegna þess. Ömar Smári sagði að verktaka- fyrirtæki hefðu fram að þessu stað- ið sig misvel við merkingar í kring- um framkvæmdir. Frágangur sumra hafí verið til fyrirmyndar meðan aðrir hafi kastað til höndum. Á fundi verktakanna og lögreglu var farið hefði verið yfír gildandi lög og reglur um merkingar svo og önnur þau atriði sem talið var gagn- ast mættu til að stuðla að auknu öiyggi vegfarenda og starfmanna verktakanna. í sumar hyggjast lög- reglumenn fylgjast sérstaklega með þessum þáttum og gera athuga- semdir þar sem þess er talin þörf. Morgunblaðið/Mike Fisher Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, ræðir við blaðamenn eftir að hafa snætt hádegisverð í boði forráðamanna Long John Silver’s skyndibitakeðjunnar í Lexington í Kentucky-ríki. Forseti Islands í höfuð- stöðvum Long John Silver’s Lexington. Frá Óla Birni Kárasyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, sótti á þriðjudag heim höfúðstöðvar skyndibitakeðjunnar Long Johns Silver’s í Lexing- ton í Kentucky-ríki í Bandarikjunum. Warren Rosenthal, stjómarfor- maður fyrirtækisins, og forstjóri þess, John Tobe, tóku á móti for- setanum. Boðið var til síðbúins hádegisverðar á skyndibitastað Long John Silver’s og var íslensk- ur fískur á boðstólunum. Long John Silver’s er einn mikilvægasti viðskiptavinur Coldwater Sea- food, dótturfyrirtækis Sölumið- stöðvar hraðfiystihúsanna en fyr- irtækið rekur tæplega 1.500 skyndibitastaði í Bandaríkjunum. Heimsókn forsetans til Lexing- ton vakti athygli fjölmiðla og spurðu blaðamenn forsetann um ísland auk þess sem hvalveiðar íslendinga bar á góma. Forsetinn benti þeim á að íslendingar væru fámenn þjóð og að það þjónaði hagsmunum landsmanna að stuðla að umhverfísvemd. Landsþing Lands- samtaka ITC á íslandi FJÓRÐA landsþing Lands- samtaka ITC á íslandi verður haldið á Hótel Sögu í Reykjavík dagana 26.-28. maí nk. Stef þingsins er „Vegur til vel- gengni“. Heiðursgestur Lands- þingsins er Edna M. Chapman, varaforseti vestursvæðis Al- þjóðasamtaka ITC. Hið árlega Landsþing ITC á íslandi er nú haldið í 4. skipti. Þingið er hápunktur starfsins og jafnframt endapunkturinn á vetr- arstarfínu. Meðal gesta á þinginu em Guðrún Ágústsdóttir, aðstoð- armaður menntamálaráðherra, Guðný Halldórsdóttir leikstjóri, Flosi Ólafsson og Lilja Margeirs- dóttir. Þingið verður sett kl. 20.00 föstudaginn 26. maí í Átthagasal. Laugardaginn 27. maí kl. 10.00 hefst félagsmálahluti fundarins. Á dagskrá verður m.a. kosning stjómar fyrir næsta kjörtímabil. Á meðan á þinginu stendur verðúr boðið upp á margskonar fræðslu og fyrirlestra, flutt af ITC- félögum og gestum. Laugardaginn 27. maí kl. 15.15 mun Wilhelm Norðijörð flytja fyr- irlestur um „Mannleg samskipti/ ákveðni, þjálfun". Sunnudaginn 28. maí flytur Páll Skúlason próf- essor fyrirlestur sem hann nefnir „Hamingjuna". Edna M. Chap- man, varaforseti vestursvæðis Al- þjóðasamtaka ITC, svarar spum- ingum um starfsemi Alþjóðasam- takanna milli kl. 11 og 12 á sunnu- deginum. Einnig mun aðilum ITC gefast kostur á að taka próf í þing- sköpum í umsjón Kristjönu Millu Thorsteinsson. ITC samtökin gefa fólki tæki- færi til að búa sig undir aukinn starfsframa og gera það hæfara til samskipta heima fyrir, í við- skiptum og til þátttöku í opinberu lífí. ITC getur uppfyllt óskir fólks um að hafa meiri áhrif á daglegt líf og umhverfi. Félagsskapurinn er opinn bæði körlum og konum og öllum sem hafa áhuga er vel- komið að vera með. Markmið ITC er að hvetja til opinna og frjálslegra umræðna án fordóma um hverskyns málefni hvort sem þau eru stjómmálalegs, Júlíus Hafstein formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur tjáði Morgunblaðinu að alltaf hafi verið mikil ásókn í reiðnámskeiðin og vinsældir þeirra vaxið ár frá ári. „Við höfum ekki getað sinnt þessari miklu eftirspurn einfald- lega vegna þess að okkur vantar fléiri hesta. Öll aðstaða og skipu- lagning eru til staðar, en hrossin em aðeins átján en þyrftu að vera þijátíu," sagði hann. Siglinganámskeiðin hafa líka gengið vel og er því sem næst uppselt á þau. Ennþá eru laus 4. landsþing Landssamtaka ITC á íslandi verður haldið á Hótel Sögu 26.-28. maí nk. efnahagslegs eða trúarlegs eðlis. (Fréttatilkynning) pláss á leikjanámskeiðin og íþróttaskólana. Sagði Júlíus að aðsóknin í íþróttaskólana hefði ekki verið jafn mikil og búist var við, en skráning stendur enn yfír. Júlíus sagði að nú ynni íþrótta- og tómstundaráð mikið í tengslum við ýmis félagasambönd, svo sem íþróttafélög, skátafélög og KFUM og K. Námskeiðin væru vel undir- búin og gefín hefur verið út veg- legur bæklingur til að kynna þessa starfsemi. Hann sagðist vera mjög ánægð- ur með þátttökuna og hún sýndi að borgarbúar kynnu að meta þetta starf. Námskeið íþrótta- og tómstundaráðs: Strax seldist upp á reiðnámskeiðin MIKILL áhugi hefúr verið á ýmsum námskeiðum sem íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur býður upp á fyrir börn í sumar og má búast við að um 15.000 börn sæki þau. Flest virðast hafa áhuga á hestamennsku því strax seldist upp á reiðnámskeiðin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.