Morgunblaðið - 25.05.1989, Page 24

Morgunblaðið - 25.05.1989, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989 Alþingi: Deilt um framtak Byggðastofhunar MIKLAR umræður urðu á síðustu fundum neðri deildar Alþingis um Byggðastofnun og atvinnulíf á landsbyggðinni í kjölfar þeirra orða Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra að stofnunin sýndi ekki nógu mikið frumkvæði. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði í umræðu um skýrslu Byggðastofnunar ríkisins að hann teldi skorta á frumkvæði af hálfu Byggðastofnunar, að því er varðar stefnumörkun í byggðar- málum. Stefán Guðmundsson (F/Nlv) gagnrýndi þessi ummæli Steingríms. Kvaðst hann mótmæla því að Byggðastofnun hefði ekki sýnt neitt frumkvæði. Stofnunin hefði tekið frumkvæði í ijölmörgum málum; komið upp mörgum málum og stutt önnur dyggilega. Egill Jónsson (S/Al) sagði að ríkisstjómin hefði verið stofnuð á þeirri forsendu að hjól atvinnulífsins tækju að snúast og hefði Steingrím- ur Hermannsson látið hafa eftir sér að hann yrði í „stöðugri varð- stöðu". Egill gat þess að á forsíðu málgagns forsætisráðherra, Tíman- Nokkrirsýna Regnbogan- um áhuga NOKKRIR aðilar hafa sýnt áhuga á að kaupa húsnæðið, sem kvikmyndahúsið Regnboginn er I við Hverfisgötu. Sem kunnugt er eignaðist Framkvæmdasjóður íslands húsnæðið fyrir skömmu, en það var hluti af greiðslu fyrir Hótel Örk, sem Jón Ó. Ragnars- son, veitingamaður, keypti af sjóðnum. Að sögn Guðmundar B. Ólafsson- ar, framkvæmdastjóra Fram- kvæmdasjóðs, standa nú yfír við- ræður við þessa aðila um hugsanleg kaup á húsnæðinu, og kvaðst hann vongóður um að frá kaupum yrði gengið á næstunni. um, segði að kveðnir hefðu verið upp dauðadómar yfír 20 fyrirtælq- um og að á öðrum stað í sama blaði segði að 40 fyrirtæki hyrfu af sjón- arsviðinu eftir endurskipulagningu. „Þetta er boðskapur Framsóknar- flokksins og forsætisráðherra eftir varðstöðuna." Matthías Bjarnason (S/Vf) kvaðst vera undrandi á ummælum forsætisráðherra. Núverandi ríkis- sljóm hefði skorið niður við trog fjármuni til Byggðastofnunar og reiddi stofnunin sig á erlend lán, á sama tíma og sífellt fleiri atvinnu- fyrirtækjum þyrfti að sinna. Matth- ías taldi að í raun væri það ríkis- stjómina sem skorti frumkvæði; þyrfti hún að hafa hóf á erindum sínum til þessarar stofnunar og annarra, til þess að létta af sjálfri sér. Halldór Blöndal (S/Nle) kvaðst í sjálfu sér geta verið sammála for- sætisráðherra um að fmmkvæði skorti fra' Byggðastofnun. Það væri hins vegar ekkert undarlegt þegar hann sjálfur hefði sett tvo sjóði yfír stofnunina, atvinnutrygginga- sjóð og hlutafjársjóð. í tengslum við þessa umræðu spurði Halldór forsætisráðherra hvað liði afgreiðsl- um erinda til hlutafjársjóðs og við- ræðum þess sjóðs við Fiskveiðasjóð og Landsbankann. í svari Steingríms kom fram að 31 aðili hefði sótt um aðstoð hluta- Qársjóðs og hefðu 15-16 fyrirtæki uppfyllt skilyrði sjóðsins. Kvað Steingrímur sjóðinn vanta 2,5 millj- arða til að geta aðstoðað þau fyrir- tæki sem qóðurinn hefði lagt til að yrðu aðstoðuð. Steingrímur greindi frá því að nokkur af þessum fyrirtækjum hefðu verið í meðferð hjá bönkum og Fiskveiðasjóði. Við- ræður væm hafnar við Fiskveiða- sjóð um kaup á skírteinum sjóðsins, en viðbrögð sjóðsins hefðu verið neikvæð. Morgunblaðið/Arni Sæberg Frá fundi lögpreglu og Umferðarráðs með verktökum. Lögregla og verktakar: Reynt að bæta og sam- ræma varúðarmerkiiigar LÖGREGLAN efiidi á dögunum til fundar með verktökum gatnafram- kvæmda í borginni og fulltrúum frá Umferðarráði til að samræma og bæta frágang á varúðarmerkingum við gatnaframkvæmdir. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns var til- efiiið það að merkingum hefúr iðulega verið áfátt og hafa ökumenn og vegfarendur margsinns snúið sér til lögreglunnar með kvartanir vegna þess. Ömar Smári sagði að verktaka- fyrirtæki hefðu fram að þessu stað- ið sig misvel við merkingar í kring- um framkvæmdir. Frágangur sumra hafí verið til fyrirmyndar meðan aðrir hafi kastað til höndum. Á fundi verktakanna og lögreglu var farið hefði verið yfír gildandi lög og reglur um merkingar svo og önnur þau atriði sem talið var gagn- ast mættu til að stuðla að auknu öiyggi vegfarenda og starfmanna verktakanna. í sumar hyggjast lög- reglumenn fylgjast sérstaklega með þessum þáttum og gera athuga- semdir þar sem þess er talin þörf. Morgunblaðið/Mike Fisher Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, ræðir við blaðamenn eftir að hafa snætt hádegisverð í boði forráðamanna Long John Silver’s skyndibitakeðjunnar í Lexington í Kentucky-ríki. Forseti Islands í höfuð- stöðvum Long John Silver’s Lexington. Frá Óla Birni Kárasyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, sótti á þriðjudag heim höfúðstöðvar skyndibitakeðjunnar Long Johns Silver’s í Lexing- ton í Kentucky-ríki í Bandarikjunum. Warren Rosenthal, stjómarfor- maður fyrirtækisins, og forstjóri þess, John Tobe, tóku á móti for- setanum. Boðið var til síðbúins hádegisverðar á skyndibitastað Long John Silver’s og var íslensk- ur fískur á boðstólunum. Long John Silver’s er einn mikilvægasti viðskiptavinur Coldwater Sea- food, dótturfyrirtækis Sölumið- stöðvar hraðfiystihúsanna en fyr- irtækið rekur tæplega 1.500 skyndibitastaði í Bandaríkjunum. Heimsókn forsetans til Lexing- ton vakti athygli fjölmiðla og spurðu blaðamenn forsetann um ísland auk þess sem hvalveiðar íslendinga bar á góma. Forsetinn benti þeim á að íslendingar væru fámenn þjóð og að það þjónaði hagsmunum landsmanna að stuðla að umhverfísvemd. Landsþing Lands- samtaka ITC á íslandi FJÓRÐA landsþing Lands- samtaka ITC á íslandi verður haldið á Hótel Sögu í Reykjavík dagana 26.-28. maí nk. Stef þingsins er „Vegur til vel- gengni“. Heiðursgestur Lands- þingsins er Edna M. Chapman, varaforseti vestursvæðis Al- þjóðasamtaka ITC. Hið árlega Landsþing ITC á íslandi er nú haldið í 4. skipti. Þingið er hápunktur starfsins og jafnframt endapunkturinn á vetr- arstarfínu. Meðal gesta á þinginu em Guðrún Ágústsdóttir, aðstoð- armaður menntamálaráðherra, Guðný Halldórsdóttir leikstjóri, Flosi Ólafsson og Lilja Margeirs- dóttir. Þingið verður sett kl. 20.00 föstudaginn 26. maí í Átthagasal. Laugardaginn 27. maí kl. 10.00 hefst félagsmálahluti fundarins. Á dagskrá verður m.a. kosning stjómar fyrir næsta kjörtímabil. Á meðan á þinginu stendur verðúr boðið upp á margskonar fræðslu og fyrirlestra, flutt af ITC- félögum og gestum. Laugardaginn 27. maí kl. 15.15 mun Wilhelm Norðijörð flytja fyr- irlestur um „Mannleg samskipti/ ákveðni, þjálfun". Sunnudaginn 28. maí flytur Páll Skúlason próf- essor fyrirlestur sem hann nefnir „Hamingjuna". Edna M. Chap- man, varaforseti vestursvæðis Al- þjóðasamtaka ITC, svarar spum- ingum um starfsemi Alþjóðasam- takanna milli kl. 11 og 12 á sunnu- deginum. Einnig mun aðilum ITC gefast kostur á að taka próf í þing- sköpum í umsjón Kristjönu Millu Thorsteinsson. ITC samtökin gefa fólki tæki- færi til að búa sig undir aukinn starfsframa og gera það hæfara til samskipta heima fyrir, í við- skiptum og til þátttöku í opinberu lífí. ITC getur uppfyllt óskir fólks um að hafa meiri áhrif á daglegt líf og umhverfi. Félagsskapurinn er opinn bæði körlum og konum og öllum sem hafa áhuga er vel- komið að vera með. Markmið ITC er að hvetja til opinna og frjálslegra umræðna án fordóma um hverskyns málefni hvort sem þau eru stjómmálalegs, Júlíus Hafstein formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur tjáði Morgunblaðinu að alltaf hafi verið mikil ásókn í reiðnámskeiðin og vinsældir þeirra vaxið ár frá ári. „Við höfum ekki getað sinnt þessari miklu eftirspurn einfald- lega vegna þess að okkur vantar fléiri hesta. Öll aðstaða og skipu- lagning eru til staðar, en hrossin em aðeins átján en þyrftu að vera þijátíu," sagði hann. Siglinganámskeiðin hafa líka gengið vel og er því sem næst uppselt á þau. Ennþá eru laus 4. landsþing Landssamtaka ITC á íslandi verður haldið á Hótel Sögu 26.-28. maí nk. efnahagslegs eða trúarlegs eðlis. (Fréttatilkynning) pláss á leikjanámskeiðin og íþróttaskólana. Sagði Júlíus að aðsóknin í íþróttaskólana hefði ekki verið jafn mikil og búist var við, en skráning stendur enn yfír. Júlíus sagði að nú ynni íþrótta- og tómstundaráð mikið í tengslum við ýmis félagasambönd, svo sem íþróttafélög, skátafélög og KFUM og K. Námskeiðin væru vel undir- búin og gefín hefur verið út veg- legur bæklingur til að kynna þessa starfsemi. Hann sagðist vera mjög ánægð- ur með þátttökuna og hún sýndi að borgarbúar kynnu að meta þetta starf. Námskeið íþrótta- og tómstundaráðs: Strax seldist upp á reiðnámskeiðin MIKILL áhugi hefúr verið á ýmsum námskeiðum sem íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur býður upp á fyrir börn í sumar og má búast við að um 15.000 börn sæki þau. Flest virðast hafa áhuga á hestamennsku því strax seldist upp á reiðnámskeiðin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.