Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989 49 Minning: Jón J. Símonar- son, deildarsijóri Fæddur 7. desember 1909 Dáinn 18. maí 1989 í dag verður kvaddur frá Há- teigskirkju móðurbróðir minn, Jón J. Símonarson. Mér er kært að minnast þessa frænda míns, ekki síst vegna þess að allt frá því að ég var drengur og æ síðan sýndi hann mér og viðfangsefnum mínum á hverjum tíma einlægan áhuga og af velvild sinni hvatti hann mig ævinlega bæði í námi og starfi. Segja má að fráfall hans hafi komið skyndilega og á óvart, þar sem útlit hans og heilbrigði voru fram á síðustu daga í algjöru ósamræmi við aldur hans. Jón veiktist 10. maí sl., var fluttur á sjúkrahús og reyndist vera með kransæðasjúkdóm. Baráttan varð ekki löng, því sjúkdómurinn lagði hann að velli að rúmri viku liðinni. Jón fæddist að Læk í Ölfusi 7. desember 1909, næstyngstur 16 systkina. Foreldrar hans voru Sigríður Jónsdóttir og Jón Símon- arson sem stunduðu búskap að Læk fram til ársins 1919 að þau brugðu búi og fluttust til Reykjavíkur. Jón elst því upp í Reykjavík frá 10 ára aldri. Hann innritaðist ungur í Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúd- entsprófi árið 1930. Hann var góðum gáfum gæddur og hugur hans stóð til frekara náms. Hann stundaði nám við norrænudeild Háskóla íslands árin 1930-1932 en lauk ekki kandídatsprófi. Á árunum 1934-1940 var hann þing- skrifari, en meðfram því fékkst hann við einkakennslu. Hinn 1. júní 1940 réðst hann til Tollstjóra- embættisins og vann þar síðan allan sinn starfsaldur, fyrst sem fulltrúi í skattadeild en frá 1962 sem deildarstjóri tollvörugeymsl- unnar. Mér er kunnugt um að störf hans hjá Tollstjóraembættinu voru mikils metin, og er hann hafði náð sjötugsaldri var hann beðinn um að starfa áfram og gekk svo í mörg ár, uns hann hætti störfum í árslok 1985, þá 76 ára að aldri. Jón kvæntist 9. janúar 1943 Guðrúnu Þorsteinsdóttur frá Hafnarfirði, mikilli ágætiskonu. Hjónaband Jóns og Guðrúnar var með miklum ágætum. Þau sköp- uðu sér og bömum sínum notalegt og menningarlegt heimili, þar sem andrúmsloftið einkenndist af sam- heldni og gagnkvæmri virðingu. Jón og Guðrún eignuðust fimm mannvænleg böm, sem öll, hvert á sínu sviði, bera vitni því uppeldi sem þau hlutu í foreldrahúsum. Þau em: Elín, fædd 1941, Jón Birgir, f. 1943, Sigríður, f. 1945, Þorsteinn, f. 1946 og Bragi, f. 1948. Áhugamál Jóns spönnuðu vítt svið og tel ég þar fyrst áhuga hans á bókum. Hann átti mjög gott safn af góðum bókum og mörgum þeirra fágætum. Af þessu leiddi að hann var vel heima í bókmenntum, bæði erlendum og innlendum, og í raun var hann alæta á bækur þó ég persónulega haldi að ljóðformið hafi staðið Petrína Friðbjöms- dóttir - Minning Hún amma hét Petrína Frið- bjömsdóttir, fædd 28. júlí 1895, dáin 18. maí sl., hún hefði því orð- ið 94 ára í sumar hefði hún lifað. Foreldrar hennar vom Friðbjörn Gunnarsson útvegsbóndi í Efstakoti við Dalvík og Hólmfríður Sveins- dóttir kona hans. Amma var næstelst af fímm systkinum en þau em nú öll látin. Amma giftist Jóhanni Aðal- bjömssyni sem dó 1966. Þau áttu fimm böm, tvo syni, sem dóu ungir og þijár dætur, Soffíu, gifta Jóni Hjálmarssyni, Bám, gifta Viðari Benediktssyni og Hólmfríði, gifta Kristjáni Guðmundssyni. Amma og afi bjuggu framan af á Siglufírði en fluttust síðan til Reylqavíkur. Þar bjuggu þau í Skipasundi 35, með Soffíu og Jóni. Álltaf þegar farið var í Skipa- sundið fór amma með okkur „nið- ur“ og gáukaði að okkur nammi úr skápnum sínum, sem aldrei tæmdist. Á þessari stundu koma margar sunduriausar minningar upp í hug- ann um hana ömmu. Ekkert nema ljúfar minningar um guðhrædda góða konu sem alltaf var mild í skapi. Fyrir handan bíða hennar án efa góðar móttökur og fylgd á göngunni löngu, sem hún hefði sennilega viljað byija fyrr. Með þessum fáu orðum þökkum við allar góðu stundirnar. Hvíli hún í friði. Systkinin á Háaleitisbraut. Kransár, krossar, kistu- skreytingar, samúðarvendir og samúðarskreytingar. Sendum um allt land á opnunartíma frá kl. 10-21 alla daga vikunnar. MIKLUBRAUT 68 ð 13630 hjarta hans næst. í því sambandi minnist ég þess, að þær voru ófá- ar ljóðabækurnar sem hann færði mér þegar ég var drengur. Sam- fara áhuga Jóns á bókum var einn- ig áhugi á öðrum listgreinum og menningu almennt og ekki síst á þjóðfélagsmálum. En þrátt fyrir þetta var hann ekki maður síns tíma, verðmætamat hans var á öðrum sviðum en tíðkast í dag, því hann hafði aldrei áhuga á að eignast einbýlishús, hvað þá bíl né annað það sem einkennir okkar neysluþjóðfélag. Útivist og hreyfing voru honum nauðsynleg og er ég viss um að þeir voru fáir dagamir sem hann, og þau hjón bæði, hafa ekki farið í gönguferð eða fengið sér sund- sprett. Þau hjón ferðuðust mikið, mest innanlands, en einnig erlend- is. Af framangreindu hljóta að koma upp í hugann þær ánægju- stundir, sem ég átti með frænda mínum í veiðiferðum. Þar urðu kynni okkar nánust, og þannig mun ég eflaust lengst af minnast hans, við á eða vatn á fögm sum- arkvöldi, þar sem margt bar á góma og leitað var svara, jafnvel við sjálfri lífsgátunni. Ég gæti eflaust haldið áfram að skrifa lengi, án þess að finnast ég hafa sagt nóg um frænda minn, en ég læt þessi fátæklegu kveðju- orð duga, en um leið og ég kveð með þakklæti góðan mann, harma ég að samverustundir okkar á síðustu ámm skildu ekki verða fleiri, — en það er sjálfsagt eðlileg afleiðing af þjóðfélagsháttum, þar sem vinnustundum fjölgar stöðugt en samvemstundum vina óg vandamanna fækkar að sama skapi. Eg vil að lokum senda Guðrúnu og börnum, svo og öðmm aðstand- endum Jóns samúðarkveðjur frá mér og konu minni. Vilhjálmur Ólafsson t Elskuleg mófiir, tengdamóðir og amma, Asta þórhallsdóttir, Norfiurbrún 1, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 26. maí kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hennar eru vinsamlegast beðnir um að láta Krabbameinsfélagiö njóta þess. Björn Guðmundsson, Ólafía Ásbjarnardóttir, Ásbjörn Björnsson, Halga Elnarsdóttlr, Ásta Fr. Björnsdóttlr, Ásgair R. Raynlsson, Guðmundur K. Björnsson, Gunnlaugur R. Björnsson, Ólafur B. Björnsson. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR frá Ólafsvlk, andaðist f sjúkrahúsinu í Stykkishólmi laugardaginn 20. maí. Jarðarförin fer fram í Ólafsvfkurkirkju laugardaginn 27. maf kl. 14.00. Guðmundur Alfonsson, Ingvaldur Alfonsdóttlr, Krlstján Alfonsson, Randver Alfonsson, Svava Alfonsdóttlr, Slgrföur Alfonsdóttlr, Aldfs Alfonsdóttlr, barnabörn Matthlldur Krlstjánsdóttlr, Sólbjartur Júlfusson, Jóhanna Elfasdðttlr, Inglbjörg Hauksdóttlr, Flnnur Gœrdbo, Traustl Guðjónsson, James Snowdon, barnabarnabörn. t Þökkum innilega aufisýnda samúð og vinéttu viö andlát og útför systur okkar, ÁRNÝJARINGIBJARGARINGIBERGSDÓTTUR frá Sandfalll, Vestmannaeyjum. Sórstakör þakkir til starfsfólks ó Kópavogshaeli fyrir góða umönn- un og hlýhug. Systklnl hlnnar látnu og aðrlr aðstandendur. t Þökkum innilega aufisýnda samúð og vinóttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURBJARGAR ÁMUNDADÓTTUR, Hátúnl 10b. Sérstakar þakkir til starfsfólks og lækna dagvistunar- og öldrunar- deildar Landspftalans, Hátúni 10b. Ámundi R. Gfslason, Inga L. Guðmundsdóttlr, Ingigerður K. Gfsladóttlr, Hallgrfmur Slgurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ég þakka hjartanlega fyrir þó samúð sem mór og okkur var sýnd með blómum og skeytum vegna andláts og jarðarfarar, ÁSGEIRS HELGA GUÐMUNDSSONAR, fyrrum hótelstjóra á BJargi f Búðardal. Þakka óg þeim mörgu sem hjálpuðu mór. Sömuleiðis þakka ég Steinunni og fólki hennar fyrir þó yndislegu framkomu og styrk sem þau gófu honum. Guð blessi ykkur öll Borghlldur HJartardóttlr, Elfsabet Ásgelrsdóttir, Hllmar Ásgelrsson, Huldfs Ásgelrsdóttlr, Hugrún Hllmarsdóttlr, Gelr Þórðarson, og barnabörn. SUMARAÆTLUN 1989 Frá Frá Vestm: Þorlhöfn: ANa daga, nema laugardaga og mánudaga ....7.30 12.30 Laugardaga og mánudaga.10.00 14.00 Aukaferðir: Föstudaga og sunnudaga.17.00 21.00 Aukþessáfimmtudögum íjúní/júlí.17.00 21.00 Éjtem fRRVR7f ▼ ▼ ▼ VESTMANNAEYJUM og 91-686464 GÓD FERD ÓDÝR FERO ÖRUGG FERD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.