Morgunblaðið - 25.05.1989, Side 22

Morgunblaðið - 25.05.1989, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989 Málefiii íslenskra aðalverktaka Hugleiðing-ar eft- ir lestur vjðtals við Thor Ó. Thors forstjóra í Mbl. 17. máí sl. eftir Gunnar Birgisson Inngangnr Að undanfömu hefur óvenju mik- il umfjöllun verið í Qölmiðlum um málefni íslenskra aðalverkataka sf. Mikill leyndarhjúpur hefur hvílt yfir starfsemi fyrirtækisins allt frá stofn- un þess fyrir um 35 árum enda um mikið feimnismál að ræða ef marka má ummæli forstjórans, Thors Ó. Thors, í þriggja blaðsíðna viðtali sem birtist í Morgunblaðinu hinn 17. maí sl. í þessu merka viðtali sem reyndar þykir tíðindum sæta í heimi við- skipta, fjölmiðla og stjómmála hér á landi kennir ýmissa grasa. Eftir ýmsum merkjum að dæma virðist svo sem fyrirtækið og forsvarsmenn þess hafi nú lent í einhveijum „krappasta dansi“í allri sögu þess. Þá hafa og aðrir forsvarsmenn fyr- irtækisins kastað hjúpnum og verið í kastljósi flölmiðlanna nær daglega síðustu 2-3 vikumar eins og marg- ir landsmenn hafa e.t.v. orðið varir við. Meira að segja hefur hluti landsmanna nú fengið að beija stjórnarmenn fyrirtækisins augum fyrir milligöngu fréttastofu Stöðvar 2 nú nýverið. Um frjálsa samkeppni í viðtalinu lýsir forstjórinn því yfir að hann hafí ekkert á móti því að breyta fyrirtækinu í almennings- hlutafélag svo framarlega að starf- semin verði í eóli sínu hin sama (og verið hefur frá stofnun í.av.). Hér talar maður „sem hefur á sér pað orð að vera eindreginn mál- svari frjálsrar samkeppni" svo not- uð séu orð fyrirspyijandans. Sem sagt, það kæmi vel til greina að skipta nýjum mönnum inn á í hálf- leik enda ýmsir þreyttir og þyrstir (í aurana sína) eftir 35 ára leik- kafla. Síðan gætu menn flautað til leiksloka eftir önnur 35 ár, þ.e. árið 2025. _ Þó að höfundur þessarar greinar telji sig með hörðustu fylgismönn- um einkaframtaksins hér á landi hefur honum aldrei komið til hugar að einkavæða afrakstur ýmissa opinberra stofnana s.s. Tollgæsl- unnar, Gjaldheimtunnar, ATVR o.fl. stofnana. Á hinn bóginn kæmi vel til greina að fela einkaaðilum að annast þjónustu þessara stofn- ana með sérstökum samningum eins og vísir er þegar kominn að varðandi nokkrar útsölur ÁTVR. Mikilvægt er að menn geri sér grein fyrir grundvallarmismuni á þessu tvennu. Thor fullyrðir í viðtalinu að ís- lendingar muni missa þessar fram- kvæmdir í hendur útlendinga verði ákveðið að bjóða þær út. Slíkt beri að forðast eins og heitan eldinn enda velur hann að likja því við það að útlendingum yrði leyft aó veiða ótakmarkað í fiskveiðilögsögu okkar (slíkt myndi væntanlega stefna efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar í voða eða hvað?). Hér er um athyglisverða fullyrð- ingu og samlíkingu að ræða hjá manni sem þekkir vel til mála. Eitt má þó benda honum á ef hann skyldi ekki vita: íslenskur verktaka- markaður (þ.e. utan vallar) hefur verið opinn erlendum verktakafyrir- tækjum allar götur frá stofnun í.av. og jafnvel enn lengur. Það er fyrst og fremst smæð markaðarins og sterk samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja sem hefur haldið erlend- um fyrirtækjum frá því að hasla sér völl hér á landi en ekki óeðlileg viðskiptahöft. Reynslan sýnir að erlend fyrir- tæki hafa lítinn áhuga á fram- kvæmdum hér nema að um sé að ræða mjög stór verkefni sem skipta milljörðum króna. Ef grannt er skoðað kemur í ljós að markaðs- hlutur erlendra verktaka hér á landi hefur verið nánast enginn í rúman áratug (þ.e. frá Sigölduvirkjun) þó svo að fjölmörg erlend fyrirtæki hafi tekið þátt í útboðum hér á síðustu 10-15 árum. Þrátt fyrir að verkefni fyrir vamarliðið séu að öllu jöfnu hvorki stærri né minni en almennt gerist hér á landi má ætla af orðum Thors að útlendingar muni sýna þeim meiri áhuga en öðrum verkefnum hér á landi. Það kann vel að vera, a.m.k. ef menn gætu treyst því að ágóðinn yrði áfram hinn sami og verið hefur. Slíkt dettur sjálfsagt fáum í hug, a.m.k. ekki þeim sem skilja hvað felst í hugtakinu heilbrigð sam- keppni. Hvað á Thor við þegar hann líkir vamarliðsframkvæmdum við fisk- veiðilögsöguna? Er hugsanlegt að hann — „eindreginn málsvari frjálsrar samkeppni" — telji hag þessarar þjóðar betur borgið ef fyr- irkomulagi fískveiða hér við land verði breytt og einu einkafyrirtæki fengin í hendur einokun á öllum veiðum? Spyr sá er ekki veit. Auglýst eftir stefnu Greinilegt er að forstjóranum þyk- ir þungt að sér og sínum vegið um þessar mundir og því Iætur hann sig Gunnar Birgisson „Það hlýtur að vera yfirmönnum Islenskra aðalverktaka sérstakt áhyggjuefni að hafa tapað verulega á rekstrinum það sem af er þessu ári eins og fram kemur í viðtalinu við forstjórann. Það gerist á sama tíma og unnið er á fitllu við byggingu 240 íbúða í fjölbýlishúsum en láta mun nærri að samn- ingsverð þessara íbúða sé u.þ.b. tvöfalt hærra en byggingarkostnaður sambærilegra íbúða í Reykjavík (þegar tekið hefur verið tillit til áhrifa opinberra gjalda).“ Hveijar verða „stríðsmiska- bætur“ nemenda og foreldra? eftirJón Bjarnason Nú er lokið kjaradeilu og einu umfangsmesta verkfalli síðustu ára- tuga, sem m.a. stöðvaði vinnu flestra famhaldsskóla á landinu. Afleiðingar hennar skýrast smám saman. Við lok kjaradeilu BHMR og ríkis- ins var samningsaðilum tíðrætt um trúnaðarbresti sín á milli og hvemig mætti bæta þar úr. Minna var rætt um hvemig þessir aðilar sameigin- lega ætluðu að freista þess að endur- vinna trúnaðartraust nemenda og foreldra. Menntamálaráðherra og skóla- stjórar gáfu út yfírlýsingar um vænt- anleg lok skólaárs sem nú virðast markleysa, Og margt er enn í óvissu um námsmat, námslok og rétt nem- enda við lok þessa skólaárs. Flest verður til að auka á glundr- oðann og öryggisleysið og á þessari stundu er erfítt að sjá hver ber ábyrgð á skólastarfí í landinu nema ef vera skyldi eitthvert óskilgreint málfundafélag. Tilefni þessara skrifa er að varpa þeirri spumingu fram hver sé réttar- staða nemenda og forsjáraðila þeirra gagnvart skólanum. Við innritun í skóla er gerður eins- konar verksamningur milli skóla og nemenda um nám samkvæmt nám- skrá viðkomandi skóla, tímasett með skilgreindum námslokum. Sam- kvæmt þessum samningi skipuleggja kennarar og skólinn sitt starf til árs- ins. Sömuleiðis nemendur og forsjá- raðilar þeirra. Foreldrar skrifa jafn- vel undir skuldbindingar um greiðslu kostnaðar bama sinna á heimavist- um samkvæmt þessum samningi. Hver skóli er fyrir hönd ríkisins verktaki um ákveðið tímasett skil- greint verk þar sem vinna saman nemendur, kennarar og annað starfs- fólk sem ein skilgreind heild. Allir vita hvað samningsrof þýðir eða að verktaki standi ekki skil á umsömdu verki á tilsettum tíma. Þó einn hópur á vinnustað fari í verk- fall fá aðrir starfsmenn laun þó verk- efnin séu takmörkuð. Foreldrar úti á landi verða oft að senda böm sín í framhaldsskóla fjarri heimilum sínum. Greiða þarf ferða- kostnað, húsnæði, fæði og allan við- verukostnað sem er mörgum tilfinn- anlegur. Er hægt að ijúfa einhliða þann samning sem gerður var við skólann og stórauka þennan kostnað bóta- laust? Við lengingu skólaársins tapast vinna og tími sem ætlunin var að nýta til að afla tekna upp í náms- kostnað. Nú fyma laun og jafnvel tapast vinna sem er löngu umsamin og tilgreindur upphafs- og lokadag- ur. Nú hafa samþykkt ný lög um framhaldsskóla en eftir er að semja reglugerð við þau. Fyllilega er ástæða til þess að þar verði skil- greindar skýrt og skorinort skyldur Við foreldrar viljum ekki að litið sé á nem- endur sem réttlaust en nauðsynlegt hráefiii á vinnustað. Við viljum ekki að hægt sé að bijóta á okkur og börn- um okkar gerða samn- inga og það á jafii tillits- lausan hátt og nú í vor. skólans gagnvart nemendum og for- eldrum og réttarstöðu þeirra í þessu samstarfí. Við foreldrar viljum ekki að litið sé á nemendur sem réttlaust en nauð- synlegt hráefni á vinnustað. Við vilj- um ekki að hægt sé að bijóta á okk- ur og bömum okkar gerða samninga og það á jafn tillitslausan hátt og nú í vor. Það virðist í rauninni þörf á að stofna hagsmunasamtök foreldra nemenda í framhaldsskólum til að standa með þessu unga fólki, veija og efla réttarstöðu þess og vinna að sameiginlegum hagsmunum og minna á að foreldrar og nemendur eru líka fólk og verða að geta borið traust til skólastarfsins í landinu. Ríkissjóði þótti ástæða til að greiða BHMR félögum „stríðskaða- bætur". Hver ætlar að borga aukinn Jón Bjarnason ferðakostnað nemenda vegna verk- falls og lengingu skólaárs? Hver ætlar að borga aukin útgjöld vegna dvalar nemenda fíarri heimilum sínum? Hver ætlar að bæta vinnutap nemenda? Hver ætlar að bæta nem- endum óþægindi og truflun á námi og óvissu um námslok? Hvemig á að endurvinna traust og trúnað nem- enda og foreldra á skólastarfínu? Hveijar verða „stríðsmiskabætur" nemenda og foreldra? Höfundur er foreldri og skóla- stjóri Bændaskólans & Hólum í Hjaltadal. ekki muna um minna en að „aug- lýsa alveg sérstaklega eftir stefnu Sjálfstœðisflokksins i þessum mál- um“. Ogekki stendur á viðbrögðum formanns Sjálfstæðisflokksins, en þau birtust í Morgunblaðinu daginn eftir. Þar ítrekar Þorsteinn Pálsson fyrri ummæli sín um þessi efni, „að þessar framkvæmdir eigi að fara fram eins og aórar framkvœmdir, sem mest á grundvelli útboða". Þorsteinn sér jafnframt ástæðu í þessu viðtali til að setja ofan í við forstjóra aðalverktaka og segir „aó þaó séu hvorki viðskiptalegar né siðferðilegar forsendur fyrir því að starfsemi verktaka fyrir varnarlió- ið gefi meira af sér en vel rekin fyrirtœki hér á landi fengju út úr útboðum. Fyrirtœki eiga að skila hagnaði en ef einhver heldur að varnarlióið á Keflavikurflugvelli sé auðlind, þá hefur viðkomandi ekki mikinn skilning á grundvall- arviðhorfum Sjálfstœðisflokksins til varnarmála". Hér er hraustlega að orði kveðið svo ekki sé meira sagt. Ekki er að sjá að forstjórinn hafi öðlast nýjan skilning á stefnu Sjálfstæðisflokks- ins í þessum málum eftir þessar yfirlýsingar því daginn eftir, þ.e. 19. maí sl., sendir hann formannin- um tóninn í viðtali við Morgun- blaðið þar sem hann m.a. segir „að það virðist á tíðum vera hœþió sam- rœmi milli orða oggerða Sjálfstœð- isflokksins“ og að háttsettir menn innan flokksins hafí jafnframt „upp- lýst aó hér væri um einkaskoóanir Þorsteins Pálssonar að ræða“. Þessu vísar Þorsteinn á bug sem „dylgjum, grófum ýkjum og staö- hæfulausum með öllu“ í viðtali við Morgunblaðið 20. maí sl. Og til að fyrirbyggja allan misskilning taldi skrifstofa Sjálfstæðisflokksins rétt að senda út fréttatilkynningu þar sem greint var frá samþykktum síðustu landsfunda flokksins um þessi mál. Launakjör og áhríf á vinnumarkaðinn í viðtalinu fullyrðir forstjórinn að fyrirtækið hafí ávallt kappkostað að fýlgja þeim launakjörum sem al- mennt gerast á vinnumarkaðinum. Þetta hefðu þeir gert þó svo þeir hefðu haft ráð á því að borga mönn- um meira enda hefði slíkt verið illa séð og þeir fljótt verið sakaðir um að sprengja upp markaðinn fyrir framleiðslufyrirtækjum þjóðarinnar. Ekki er höfundur allskostar reiðu- búinn að taka undir þessa fullyrð- ingu forstjórans. Þvert á móti væri hægt að benda á mörg dæmi þess að fyrirtækið hefði með beinum eða óbeinum hætti stundað yfírboð á vinnumarkaðinum og haft slæm áhrif á samkeppnisgetu annarra fyr- irtækja um vinnuafl, einkum á þensl- utímum. Áhrifa þessa hefur víða gætt, bæði í verktakaiðnaði og ekki síður á almennt atvinnulíf á Suður- nesjum. Ekki liggja fyrir opinberar upplýsingar um launakjör starfs- manna fyrirtækisins en ef marka má launakjör stjómarformannsins má ætla að einhveijir starfsmenn a.m.k. — hafí lýmri launakjör en gerist á hinum almenna vinnumark- aði. Forstjóranum til fróðleiks má benda á, að samkvæmt lauslegri athugun virðast árslaun fyrir stjóm- arformennsku hjá fyrirtækjum innan Verktakasambandsins vera á bilinu 0-100 þúsund krónur, þó reyndar í flestum tilvikum 0 krónur. Penlngar í bönkum Thor er tíðrætt (enda gengur fyr- irspyijandi hart fram) um peninga íslenskra aðalverktaka og segir þá hafa legið inni í bönkunum alla tíð þar sem þeir hafí verið notaðir í þágu þjóðfélagsins. Ekki ætlar höf- undur að mæla gegn því að menn fái að hagnast á sínum rekstri né því að menn leggi til hliðar peninga- legan sparnað sé þess kostur. Það verður þó að segjast eins og er að við þennan lestur hvarflaði það eitt andartak að höfundi að hann væri að lesa teiknimyndasögumar um Hróa hött og félaga en ekki blaðavið- tal við forstjóra eins stærsta fyrir- tækis á íslandi sem að hans sögn „er alveg jafn virðulegt og hvert annað". Það hlýtur að vera forstjóranum mikil huggun á þessum síðustu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.