Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25: MAÍ 1989 47 Minning: Ivar Helgason Fæddur 30. maí 1922 Dáinn 15. maí 1989 Hlynurinn er tré kurteisi og hóg- værðar. Það er hvarvetna að fínna, þó sjaldan í miklum mæli. Það ryð- ur ekki öðrum tijám úr vegi né er þeim til ama. Hlynurinn er þannig fremstur meðal jafningja, hvar- vetna aufúsugestur og staðfesting þess hveiju kurteisin fær áorkað í hverskonar sambýli. Af þessum ástæðum er Hlynur- inn þjóðartré eins víðlendasta ríkis jarðarinnar, Kanada, enda skrýðir lauf hans fána landsins. Ivar frændi minn, sem nú er fall- inn í valinn um aldur fram, var óumdeilanlega hlynur fjölskyldu okkar sakir kurteisi sinnar og hóg- værðar og þó var hann engum manni líkur. Hann bar djúpt skynbragð á mannleg verðmæti sem flestum voru hulin. Hann vann í frístundum sínum að söfnun á allskonar upplýs- ingum sem höfðu í senn persónu- legt og tilfinningalegt gildi og urðu allt í einu svo óskaplega mikils virði þegar minnst varði. Upplýsingabanki ívars Helga- sonar varð þannig svo gjörsamlega á allt öðrum nótum en aðrar hlið- stæðar stofnanir að maður færðist ósjálfrátt á annað tilverustig þegar maður sá innistæðumar. Ég minn- ist þess eitt sinn er ég leitaði eftir upplýsingum hjá ívari um látinn ættingja að hann dró fram frumrit eða ljósrit af fæðingarvottorði, skímarvottorði, giftingarvottorði, skipunarbréf um opinbert embætti auk fjölda annarra skjala sem vörð- uðu mikilvæga þætti í lífi og starfi þessa ættingja okkar. Hljómplötusafn ívars er einstakt í sinni röð. Það hefur meðal annars að geyma allar íslenskar hljómplöt- ur frá upphafí allt fram á okkar dag og hefur þannig gífurlega þýð- ingarmikið menningarsögulegt gildi þar sem ekki er vitað um hliðstætt safíi annarstaðar. Ivar Helgason var rafvirki að mennt og starfaði við þá iðn frá 1947 til 1950 er hanngerðist starfs- maður innheimtudeildar Pósts og síma þar sem hann vann alla tíð síðan eða í tæpa fjóra áratugi. Ég veit eftir góðum heimildum að ívar reyndist afburða traustur starfs- kraftur svo hvergi féll skuggi á. En ívar átti sér annað ævistarf sem hann er öðm fremur þekktur fyrir og hann hefði helst kosið að helga alla sína krafta, en það var söngurinn. A miðjum þrítugsaldri lærði hann söng hjá Pétri Jónssyni ópemsöngv- ara. Hann söng með Tónlistarfé- lagskómum og síðan með Þjóðleik- húskómum allt frá stofnun hans. Þá söng hann með söngflokknum Tryggvi Tryggvason og félagar sem var mjög virkur á sjötta áratugnum og er raunar vel þekktur enn í dag. Þá söng ívar við útfarir og hefur að ég best veit fylgt nær öllum látn- um skyldmennum sínum síðustu fjóra áratugina með þeim hætti. Þannig hefur ívar í senn varðveitt mikilvæga drætti í lífsmynd þeirra og auk þess rammað inn þessar myndir með söng sínum. Foreldrar ívars vom sæmdar- hjónin Helgi ívarsson fískmatsmað- ur og Rannveig Jónsdóttir. Ég þekki því miður ekki til ættar Rannveigar en Helgi var sonur ívars Helgason- ar verslunarstjóra í Edinborgar- verslun og víðar, og Þóru Bjarna- dóttur af Welding-ætt. ívar var því alnafni afa síns sem var bæði ágætt skáld og tónlistarmaður. Systkini Helga vom Jón ívars tónlistarmað- ur, Kolbeinn bakarameistari og Anna, amma mín, gift Þórarni Guð- mundssyni fiðluleikara og tón- skáldi. Milli ívars og Þórarins afa míns ríkti einlæg og djúp vinátta meðan báðir lifðu enda vom það ófá kvöld- in og helgamar þar sem ívar söng fmmeintökin af lögum Þórarins. Þá var afskaplega kært með móður minni og ívari alla tíð. ívar kvæntist afbragðskonu, Lilju Ingimundardóttur, árið 1947 og hafa þau búið í hamingjuríku hjónabandi í 42 ár. Þau áttu þijú góð böm, Helga, f. 1948, slökkvi- Minning: Viktor Jakobsson fyrrv. skipsijóri Fæddur 28. júní 1917 Dáinn 15. maí 1989 í dag kveðjum við hinsta sinni Viktor Jakobsson fýrrverandi skip- stjóra og sölustjóra frá Hrísey. Viktor fæddist 28. júní 1917 í Hrísey á Eyjafirði. Foreldrar hans vom Jakob Kristinsson og Filippía Valdimarsdóttir. Viktor ólst upp í Hrísey og mun snemma hafa farið til sjós með föður sínum, enda elstur fimm bræðra, en auk þess átti hann eina systur, sem var eldri en hann. Þrettán ára var Viktor orðinn háseti á nýjum báti föður síns, sem bar nafnið Svanur, og nítján ára var hann orðinn for- maður á þeim sama báti og þótti þá strax, sem og ætíð síðan, áræðinn og duglegur skipstjóri. Viktor var eftir það skipstjóri og stýrimaður á ýmsum skipum, þar til hann réðst í það stórvirki 1948, ásamt tengda- föður sínum, Jens Eyjólfssyni, að kaupa línuveiðarann Bjarka. Gerðu þeir hann út í samfélagi í nokkur ár á línu og síldveiðar. Árið 1953 urðu þáttaskil í lífi Viktors. Hann hætti sjómennsku, flutti frá Akureyri og til Reykjavíkur og gerðist sölumaður 9g síðar sölustjóri hjá Olíuverslun íslands. Þar starfaði hann síðan í aldarfjórðung uns hann lét af störf- um sakir heilsubrests árið 1978. Kona Viktors hét Unnur Jensr dóttir, fædd 26. apríl 1919, dáin 19. maí 1982. Hún var dóttir Jens Ey- jólfssonar, útgerðarmanns á Akur- eyri, og konu hans, Guðrúnar Jó- hannesdóttur. Viktor og Unnur giftu sig árið 1945 og var hjónaband þeirra mjög farsælt. Þau eignuðust tvær dætur, Halldóru Bryndísi, gifta Páli Stefánssyni flugstjóra og eiga þau þijú böm, Viktor Jens, en hann er sonur Vigfúsar Ásgeirssonar, en fóstursonur Páls, Unni Guðrúnu og Soffíu Elísabetu, og Þórdísi, gifta Þorsteini Þorsteinssyni aðstoðar- bankastjóra Norræna fjárfestinga- bankans í Finnlandi. Þórdís var áður gift Ragnari Haraldssyni verslunar- stjóra og eiga þau einn son, Harald. Ég kynntist Viktori tengdaföður mínum fyrst snemma vors 1969. Hann kom mér fyrir sjónir sem mjög hress og kátur maður, ákveðinn og gáskafullur og gat verið góðlátlega stríðinn. Það var þó eitt sem mér fannst sérstaklega einkenna Viktor, en það var greiðvikni hans. Hann var ávallt reiðubúinn, ef hann taldi sig geta gert einhveijum greiða, og gerði það með sannri ánægju og án þess að ætlast til nokkurs á móti. Eg man að það var oft hringt heim til Viktors og Unnar að kvöldlagi vegna atvinnu hans hjá Olíuversluninni og ekki minnist ég annars en hann hafí alltaf farið með jafn ljúfu geði af stað, hvort sem ferðinni var heitið vestur á Granda eða suður í Keflavík, jafnvel um miðjar nætur. Arið 1978 fékk Viktor heilablóð- liðsstjóra, kvæntan Jónínu Stein- grímsdóttur, Rannveigu, f. 1950, gifta Otta Kristinssyni, og Guð- björgu, f. 1963. Bamabörnin em alls 8. ívar kom miklu í verk á ævi sinni og við hann verða ætíð tengdar ljúf- ar minningar. Mér finnst hann minna mig í mörgu á spekinginn með barnshjartað, Bjöm Gunn- laugsson, sem Einar Benediktsson kvað um ... Aldrei var tengdari hugur hjarta Háspeki lífs skein af enninu bjarta. ívar Helgason var mikill lífsspek- ingur. Blessuð sé minning hans. Hollandi í maí 1989, Edgar Guðmundsson. Hinn 15. maí var mjög sorglejgur dagur. Þann dag dó afi minn, Ivar Helgason, sem hafði verið veikur í 12 daga. Þennan dag var 4ra ára afmæli Telmu systur minnar. Hann afí minn var mjög góður maður, þegar ég var lítill gaf hann mér alveg sérstök leikföng. Sem vom, til dæmis, pennastöng og blekbytta, stækkunargler, vasaljós, málband og smásjá, líka margt annað skrítið. Þegar ég varð stærri fór hann að lána mér vídeóspólur og gefa mér plötur. Hann afi minn var alltaf með allt á sínum stað og allt skipulagt. fall og við það lamaðist hann og dvaldi eftir það að mestu á sjúkra- stofnunum og algerlega eftir fráfall Unnar konu sinnar árið 1982. Veikindi Viktors urðu honum og fjölskyldunni mikið áfall. Þetta var reiðarslag fyrir svo kraftmikinn mann, sem ávallt hafði verið veit- andi, ávallt reiðubúinn að leysa hvers manns vanda, en varð nú skyndilega þiggjandi, og að því er honum sjálf- um fannst, öðrum til byrði. Það þarf mikið sálarþrek til að lifa þannig örkumlaður og rúmfastur í ellefu ár. En Viktor náði sálarró sinni hin seinni ár og hefur nú væntanlega náð fundum Unnar aftur eftir ára- langan aðskilnað. Blessuð sé «iinn- ing hans. Okkur, vandamenn Viktors, lang- ar að lokum að koma á framfæri innilegu þakklæti til lækna og hjúkr- unarfólks Öldrunarlækningadeildar Landspítalans í Hátúni 10B, en þar var Viktori hjúkrað af frábærri alúð. Páll Stefánsson Afi átti margar plötur, gamlar og nýjar, hann safnaði þeim, og frímerkjum, póstkortum, bókum, gömlum peningum (mynt) og mörgu öðru. Hann hafði mjög gaman af flug- vélum og öllu sem snerti sögu flugs- ins. Einn dag fór ég með afa út á flugvöll, hann þekkti þar marga menn og þeir afa. Hann skoðaði í flugskýlin, og sagði mér frá þessu og hinu á flugvellinum, og tók myndir af flugvélunum sem hann hafði séð áður. Þegar við komum aftur í húsið sem mennirnir voru, buðu þeir honum í flugferð til Græn- lands. Afa þótti tónlist skemmtilegust, sérstaklega óperur, hann söng líka sjálfur í óperum og söng alveg ynd- islega vel. Hann eyddi öllum sínum frítíma í að hlusta á óperur. Hann geymdi gömlu plöturnar sínar svo vel, að hann átti plötur sem ekki voru til nema í gömlum útvarps- stöðvum Afi átti margar bækur um tónlist og ættfræði sem hann las oft í. Ég held að allir í ættinni munu aldrei gleyma honum, það var allt- af, hvar og hvenær sem var, gaman að vera með afa mínum. Blessuð sé minning hans. Þegar ég verð orðin stór, ætla ég einhvern tíma að geta sungið eins og afi% Ivar Helgason ungi Mig langar í örfáum orðum að minnast afa míns, ívars Helgason- ar, sem lést í Borgarspítalanum þann 15. þessa mánaðar eftir stutta en erfiða legu. Ég var svo heppin að fyrstu sjö ár ævi minnar bjó ég í sama húsi og afi og amma. Þær voru ófáar ferðimar sem afí tók mig með sér út á flugvöll, en hann var mikill áhugamaður um sögu flugsins og tók hann ævinlega myndir af öllum þeim flugvélum sem hingað komu. En hann afí hafði mörg önnur áhugamál fyrir utan flugið, t.d. músík, sem átti hug hans allan. Hann hafði fallega söngrödd og söng í mörgum kórum. Eins átti hann stórt plötusafn, ekki máttum við snerta plöturnar nema með sér- stakri varúð, þá sagði hann vana- lega, engan bunugang. Afi var mjög gjafmildur og var hann alltaf að gefa okkur bama- bömunum ýmsar gjafír. Síðastliðin tvö sumur vann ég með afa hjá Pósti og síma þar sem ’hann hafði unnið í tæp fjörutíu ár og eyddum við þá hádegistímanum okkar oft saman í bókabúðum eða plötuverslunum. Nú verður tómlegt að koma í vinnuna og sjá ekki afa standa við stimpilklukkuna rétt fyrir níu pass- andi upp á að ég mætti örugglega á réttum tíma, svona var afí. Ég bið góðan guð að styrlq'a ömmu í þessari miklu sorg, fráfall afa skilur eftir sig stórt skarð í hjörtum allra sem þekktu hann. Minningin um hann mun aldrei gleymast. Guð geymi elsku afa minn. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. Kahlil Gibran Lilja Kjartansdóttir Vinur okkar og starfsfélagi, ívar Helgason fulltrúi, er látinn. Hann starfaði hjá Pósti og síma í alls 37 ár, en þar af hér í Innheimtu Símstöðvarinnar í Reylq'avík sl. 24 ár. Við munum sakna hans sárt, því að ívar var ekki aðeins góður fé- lagi, heldur var hann mjög fróður maður, sem miðlaði okkur óspart af þekkingu sinni, en hún nýttist honum líka mjög vel í starfí hans. En hann var ekki aðeins fræðasjóð- ur heldur einnig ágætur tónlistar- maður, söng mikið í kórum og ein- söng inn á plötur. ívar var mikill öðlingur, góður maður og prúður í allri umgengni. Hann hafði ekki gengið heill til skógar hin síðari ár og hafði í huga að láta senn af störfum og sinna sínum hugðarefnum, sem voru mörg. Þótti okkur ekki óeðlilegt að hann langaði til þess að eiga nokk- ur góð ár við lestur góðra bóka og njóta þess að hlusta á hið mikla plötusafn sitt. Við kvöddum hann að kvöldi miðvikudagsins 3. maí sl., töluðum um hvað gera þyrfti næsta vinnu- dag og hversu gott það væri að eiga frídag framundan. En starfí hans hér á jörðu var lokið, síðasti vinnudagur á enda. Við eigum margar góðar minn- ingar um Ivar, ert þó mun helgar- ferð Innheimtunnar að Apavatni fyrir rúmu ári síðan seint úr minni líða. Þar voru ívar og kona hans, Lilja, glöð og kát í góðra vina hópi og Ivar söng með okkur og fyrir okkur með sinni fögru og hlýju rödd. Þessir björtu haustdaga á Apavatni verða okkur vinnufélög- um hans dýrmætar perlur í sjóði minninganna. Við þökkum ívari gott samstarf og ljúfa samkomu og sendum Lilju konu hans, bömum og bamaböm- um hugheilar samúðarkveðjur. Starfsfólk Innheimtu Sím- stöðvarinnar í Reykjavík. Maðurinn minn, t ODDURBÚASON, blfrelðastjóri, Borgarnesi, er látinn. Quðrún Emelfa Danfelsdóttlr. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRARINN J. EINARSSON, fyrrverandi kennarl, Egllsgötu 28, andaðist á Droplaugarstööum þann 23. mai. Qyða Þórarinsdóttlr, Elfn Þórarlnsdóttlr, Qfsll Quðmundsson, Jón Þórarinsson, Quðlaug Ólafsdóttir, Ragnhlldur Þórarinadóttlr, Stefán Stefánsson, barnabörn og bamabarnaböm. Lokað Lokað á morgun, föstudaginn 26. maí, vegna útfarar ÁSTU ÞÓRHALLSDÓTTUR. Ásbjörn Ólafsson hf., Borgartúni 33.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.