Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989 51 BRESKUR AÐALL Konungleg' klípa Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum eru synir Díönu prins- essu af Wales og Karls bretaprins, þeir William, sex ára, og Harry, fjögurra ára, töluverðir grallarar og er þá ekki of djúpt í árinni tek- ið. Báðir eru þekktir fyrir óknytti af ýmsu tagi og hnyttin tilsvör. Viðkvæðið hjá þeim eldri, sem kall- aður er „villti Villi“ er ekki félégt; „Ég skal drepa þig þegar ég er orðinn kóngur“. Og hana nú! Nýlega var hann á skólaferðalagi ásamt bekkjarfélögum og var meðal annars leikinn tennis dag hvern. Eins og meðfylgjandi myndir bera með sér var þó tennisíþróttin ekki alltaf efst í huga hans. Á góðviðris- degi einum tók hann sig til og gerði atlögu að afturenda kennslukon- unnar þar sem hún stóð og reyndi að siða aðra pottorma. Ekki fylgir sögunni hvort fokið hafi í kennslu- konuna en hinsvegar álykta sumir að nokkur grá hár hafi bæst á höf- uð foreldra hans þegar myndir þess- ar birtust í dagblaði. Sagt er að Harry, litli bróðirinn, gefí hinum eldri ekkert eftir í prakk- arakap. Reglulega birtast einnig myndir af pilti í dagblöðum og meðal annars ein er sýnir hann svipgóðan. Það vakti þó mesta at- hygli Breta að bamið var ekki í Fimm konunglegir fingur klípa... bílbelti en hann er í bifreið konungs- fjölskyldunnar. Það segir heldur enginn að auð- velt sé að ala upp tvo tápmikla drengi, þrátt fyrir að konungbornir séu. Ljósm/K.S. Kvennakór SigluQarðar í félagsheimilinu á Hvammstanga. Stjómandi er Elías Þorvaldsson. HVAMMSTANGI Siglfirðingar heimsækja Hvammstanga Sunnudaginn 14. maí síðastlið- inn var söngskemmtun tveggja kóra í félagsheimilinu Hvammstanga. Samkór Hvamm- stanga söng undir stjórn Guðjóns Pálssonar og kvennakór Siglu- fjarðar söng undir stjóm Elíasar Þorvaldssonar. Var þetta hin besta skemmtun. Guðjón Pálsson, sem verið hef- ur skólastjóri Tónlistarskóla Vest- ur Húnavatnssýslu, í nokkur ár, lætur nú af störfum og flyst til Eyjaíjarðar. Ráðin hefur verið í stað hans Elínborg Sigurgeirs- dóttir, sem nú síðustu ár hefur kennt við Tónlistarskóla Austur Húnavatnssýslu á Blönduósi. Fyrr í vor var einnig á Hvamm- stanga samsöngur karlakórs Ból- staðarhlíðahrepps og „Lóuþræl- anna“ sem er karlakór í V-Hún. Gestur þeirra tónleika var Ing- veldur Hjaltested. Karl. ORLOFSHÚS Á SPÁNI Viltu tryggja þér sólríka framtíð í hlýju og notalegu umhverfi við ströndina COSTA BLANCA, þar sem náttúrufegurðin er hvað mest á Spáni. Komið og kannið möguleikana á að eign- ast ykkar eigið einþýlishús sem staðsett er í afmörkuðu lúxus- hverfi LAS MIMOSAS. VERÐ FRÁ ÍSL. KR. 1.900.000,- AFBORGUNARKJÖR. Á og við LAS MIMOSAS er öll hugsanleg þjónusta sem opin er alla daga: Stórmarkaður, veitingastaðir, barir, næturklúbbar, diskótek, sundlaugar, tennis- og squashvellir, 18 holu golfvöllur, siglingaklúbbur, köfunarklúbbur o.m.fl. Þið eruð velkomin á kynningarfund okkar á Laugavegi 18, laug- ardaginn 27. maí og sunnudaginn 28. maí frá kl. 11.00-16.00. Kynnisferð til Spánar 31/5-7/6 uppseld. Næsta kynnisferð um miðjan júní. ORLOFSHÚS SF., Laugavegi 18, 101 Reykjavík, símar 91-17045 og 15945. J0TUL* arinofnar OF NORWAY ARINSETT - NEISTAGRINDUR GEís SKÓVERKSMIÐJAN IÐUNN LOKA-LOKAUTSALA Laugavegi91 (kjallara Domus) Kuldaskór Herraskór Dömuskór Spariskór Sumarskór Barnaskór Sportskór Inniskór Opið virka daga frá kl. 13 til 18. Laugardaga frá kl. 10 til 14. ALLIR SKOR A 500 TIL 1.000 KRONUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.