Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989 störf eftir 7 ára framhaldsnám ca. 900.000,00 í árslaun fyrir kennslu- skylduna hjá framhaldsskólakennara með 10 ára kennslureynslu. Eru þetta svo slæm laun miðað við annað í þessu þjóðfélagi? Ég ætla ekki að leggja beinan dóm á það, en segja ykkur þess í stað frá atviki sem ég var vitni að í síðustu viku í einum framhaldsskóla. Þar sátu nemendur, sem voru kennaralausir þann tímann vegna verkfalls, og voru að reikna út viðveruskyldu kennarans í skólan- um á bak við þessi laun. Niðurstaða nemanna var þessi; 27 kennslustund- ir á viku á 40 mínútur hver klst. í 32 vikur (próf innifalin), eða 576 klst. á ári. En hér er ekki öll sagan sögð, því í sömu andrá bar að kenn- ara sem ekki var í verkfalli, og sá spurði að því hvað þeir væru að reikna. Nemarnir svöruðú greiðlega, en þá sagði kennarinn að þetta væri ekki rétt, þar sem viðkomandi kenn- ari væri kominn með 10 stunda kennsluaflátt vegna aldurs, eða kennsluskyldan komin niður í 17 kennslustundir á viku. Til samanburðar er ekki úr vegi að líta á eitt dæmi af fijálsa markað- inum. Tökum til dæmis verkstjóra í vélsmiðju sem sér um viðhald skips- véla. Menntunarkröfur: Vélvijki og fjórða stigs próf frá Vélskóla íslands og ca. 5 ára starfsreynsla að loknu námi. Samtals 7 ára framhaldsnám og starfsreynsla að auki. Efir 10 ára starf hjá sama fyrirtæki eru samn- ingslaun þessa verkstjóra fyrir dag- vinnu kr. 75.000 á mánuði, eða kr. 900.000,00 á ári, en vinnuskyldan að baki þeim 1.800 klst. í fyrirtæk- inu. Vissulega er þessi samanburður ekki að öllu leyti réttlátur, þar sem kennarinn þarf að undirbúa sig fyrir kennsluna, en ekki er laust við, að það læðist að manni sá grunur, að við útreikning á kennslu- og vinnu- skyldu kennara sé beitt aðferðum, sem ekki þola mikið ljós, eða auki hróður þeirra sem að standa. Það skal tekið fram, að ég þekki ekki það stjómunarstarf, hvort sem það er kennsla, verkstjórn eða fram- kvæmdastjóm, þar sem stjórnandinn þarf ekki að taka svo og svo mikið af vinnunni með sér heim, án þe_ss að sérstakar greiðslur komi fyrir. (Ég hef gegnt öllum þessum störfum.) Launa- og starfskjarasamanburður er alltaf erfiður og varasamur, og þá sérstaklega þegar maður þekkir ekki til fullnustu bakgmnn viðkom- andi ákvæða, og framangreind dæmi eru eflaust brennd marki þekkingar- skorts. Mér þætti fengur í að sjá þessi mál skýrð á hlutlausan hátt, og að það mætti verða til þess að skrif og umræða um launamál kæm- ist á örlítið hærra plan, en að vera innantómt slagorðagjálfur með hags- munapoti, sem byggt er á ímynduð- um og/eða sundurslitnum viðmiðun- um sem einungs eru fram settar til að skara eld að sinni könnu á kostn- að annarra. Getum við bætt kjör allra landsmanna? Mitt svar er já, sem betur fer. En til þess þurfum við að einbeita okkur að aukinni verðmætasköpun og horf- ast í augu við þær staðreyndir, sem við blasa á hveijum tíma. Lítum á nokkrar tölulegar staðreyndir fyrir tímabilið 1983 til 1987 um fjölgun starfa í framleiðslugreinum annars- vegar og þjónustugreinum hinsveg- ar. í framleiðslugreinum í landbún- aði, fiskveiðum, fiskvinnslu, bygg- ingariðnaði og öðrum iðnaði íjölgaði störfum úr 52.012 í 52.500 eða um 482 störf. Aukning um 0,9%. í Tölvuháskóli VÍ OPIÐ HÚS íTölvuháskóla Verzlunarskóla íslands í Ofanleiti 1 í dag, fimmtudaginn 25. maí, frá klukkan 15-18. Kynnt verður starfsemi skólans, verkefni nemenda, hugbúnaður og vélbúnaður. Allir velkomnir Kr. 985,— fermetrinn Njóttu sumarsins sem best og fáðu þér grasteppi sem endist ár eftir ár. Tilvalið á svalirnar, veröndina, leikvöllinn, gufubaðið, sundlaugar- bakkann, og hvar sem þérdettur í hug. Teppaland • Dúkaland t Grensásvegi 13, sími 83577, 105 Rvk. * JI(i J M í l í 6ttí 9ÍÍIJU9 '»(• i í 21 þjónstugreinum, opinberri þjónustu, verslun, veitingum, peningastofnun- um og annarri þjónustu fjölgaði störfum úr 62.906 í 72.156, eða um 9.250 störf. Aukning 14,7%. Ef litið er á skiptingu nema á framhalds- skólastigi á milli framleiðslugreina ' og þjónustugreina fyrir sömu ár, þá kemur í ljós að hlutur framleiðslu- greina hefur fallið úr 27% í 25%, en hlutur þjónustugreina hefur vaxið að sama skapi úr 73% í 75%. Þessar tölur benda því miður ekki til þess, að lífskjör batni alveg á næstunni, en þær ættu að geta varað okkur við. Það ætti einnig að vera aug- Ijóst, að ástandið batnar ekki við það að troða skóinn niður af náunganum eða kenna embætti fjármálaráðherra um versnandi lífskjör. Til að bæta lífskjörin þurfum við að stórauka framleiðsluverðmætin með aukinni framleiðslu, aukinni framleiðni og síðast en ekki síst með aukinni verðmætasköpun á einingu. En til þess að svo megi verða, þá þurfum við að hlúa að framleiðsluein- ingunum og sinna bráðri fræðsluþörf þeirra og gera starfsmönnum og greinunum í heild sinni kleift að til- einka sér nýtækni og breytt vinnu- brögð tengd örtölvubyltingunni, svo og gæðastýringar og gildi hágæða- vöru á markaðssetningu svo nokkuð sé nefnt. Að lokum Við skulum hafa það hugfast; — að hróp og köll og innantóm slagorð byggja ekkert upp, — að virðing Alþingis eykst ekki með því, að atyrða þingmenn og ráð- herra, — að enginn verður maður að meiri við að skýla sér á bak við lítil- magnann, — að réttlæti fæst ekki með sjálf- helguðum völdum, eða með því að troða á rétti einstaklingsins, — að það eina sem raunverulega getur bætt laun, án skerðingar ann-' arsstaðar er aukin verðmætasköpun. Og að síðustu iangar mig til að biðja Morgunblaðið að kanna hvort ekki sé hægt að fá endurbirta ca. 20 ára gamla grein, sem hét „Að finna upp ánægjuna". Ég hygg, að hún sé þjóðinni jafn holl nú og hún var þá.__________________________ Höfundur er fyrrverandi íram- kvæmdastjóri ogkennari. Einstakt Ústaverk Þann 18. maí sl. voru 100 ár liðin frá fæðingu Gunnars Gunnarssonar skálds. Þann 28. maí nk. er 75 ára fæðingarafmæli sonar hans Gunnars Gunnarssonar listmálara, sem lést langt fyrir aldur fram. HELGAFELL Hér er um vandaða og fallega útgáfu að ræða. Ljóðin eru birt á dönsku, skrautrituð af skáldinu. Helgi Hálfdanarson hefur snúið ljóðunum á íslensku af alkunnri snilld. í bókinni eru 44 vatnslitamyndir eftir son skáldsins Gunnar Gunnarsson listmálara, sem túlka anda ljóðanna. Sonnettusveigur er einstakt listaverk þar sem saman fléttast dýrt kveðinn ástaróður og fogur myndlist þannig að úr verður hrífandi heild. Bókaútgáfan Vaka-Helgafell minnist þessara tímamóta með stórglæsilegri útgáfu á einu merkasta listaverki skáldsins, ljóðafiokknum Sonnettusveig. Hér er um að ræða frumútgáfu verksins, en ljóðaflokkinn orti Gunnar á dönsku til unnustu sinnar og síðar eiginkonu, Franziscu Jörgensen. Ljóðunum valdi skáldið eittvandasamasta ljóðform sem um getur, sonnettur fléttaðar saman með einstökum hætti þannig að lokalína hverrar sonnettu verður upphafslína þeirrar næstu. Síðasta sonnettan er síðan sett saman úr upphafslínum allra hinna í réttri röð. J Í0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.