Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989 Hafa Islendingar eignast menntamannahásléttu með villuráfandi varúlfum? eftir Guðjón Tómasson Þessi spuming er ein þeirra fjöl- mörgu sem leita á huga minn þegar ég hugleiði það sem skrifað og sagt hefur verið um verkfall BHMR, kröf- ur þess og framkomu talsmanna þeirra. Það sem öðru fremur reitti mig til þeirrar reiði, að ég get ekki lengur orða bundist, er fundurinn með fjármálaráðherra í Sóknarsaln- um síðastliðinn miðvikudag, og það sem ég las um verkfallsmálin í dag- blöðum á uppstigningadag. Það var ekki hægt að sjá það á framkomu fundarmanna í SÓknarsalnum, að þar væru uppalendur, sem hefðu það að aðalstarfi að kenna bömum og ungl- ingum góða siði og að tileinka sér gildi mennta og menningar í þjóð- félagi okkar. Nei, öðm nær, því þar virtust þau iöstur og lágkúra fara með öll völd, með frammíköllum, slagorðsgjálfri og fullkomnu virðing- arleysi fyrir samborguram sínum og umhverfi. Fundarmenn virtust hafa fundið hinn eina og sanna óvin allra mennta- manna, skólastarfs í landinu, ogjafn- vel alls ills, þ.e. embætti fjármálaráð- herra. Það embætti þverskallaðist við þeirri sjálfsögðu kröfum, sem era jú ekki nema rétt tvöföldun launa á meðan aðrir launþegar eiga að fá um og innan við 10% launahækkun. Það var síðan grein í Dagblaðinu 3. maí, rituð af ungum fjölbrauta- skólanema, Helgu Tryggvadóttur, sem leiddi hugá minn að vopnaburði og vopnum þessara háskólamanna. Helga lýsir á mjög greinargóðan hátt hvemig HÍK eitt sér veldur 15.000 framhaldsskólanemum stór- kostlegu tjoni, þar sem einnar annar nám og upp í eins vetrar nám er farið til ónýtis. Þessi grein Helgu rifjaði upp fýrir mér aðra grein skrif- aða af framhaldsskólanema fyrir Iið- lega hálfum öðram áratug. Þá skrif- aði Börkur Ákason, þáverandi nemi í Stýrimannskóla Islands, ágæta grein, að tilefni krafna þáverandi háskólanema um stóraukið fjárfram- lag ríkisins til námslána og vakti athygli landsmanna á því, að umbeð- ið fjármagn svaraði þá til andvirðis allra útfluttra loðnuafurða það árið. Ekki er óhugsandi, að hér sé að ein- hveiju leyti sami kröfuhópurinn á ferðinni, sem nú krefur ríkið (okkur öll) um svo og svo mikið umfram aðra þegna þjóðfélagsins. Ég minnist einnig samræðna milli tveggja eftirlaunaþega um þessa grein, þar sem þessir öldraðu menn vora að velta því fyrir sér hvert stefndi í menntamálum þjóðarinnar, þar sem öllum væri beint inn á há- skólasatig, en engin rækt lögð við starfrækslu til handa undirstöðuat- vinnuvegum okkar. Niðurstaða þes- ara gömlu manna var sú að innan fárra ára yrði komin eins og þeir kölluðu það, menntamannaháslétta án nbokkurra tengsla við undirstöðu- atvinnuvegi þjóðarinnar. Hvert sækja svo þessir menntamenn sverð sín og skildi? Jú, í skólana til nem- enda, á sjúkrastofnanir til sjúkra, í Tryggingastofnun til öiyrkja, aldr- aðra og atvinnulausra og annarra aðila sem meira mega sín. Að baki þessara skjalda stendur svo hópur menntamanna og sveiflar sverðum og hótar. Þetta era baráttuaðferðir sem minna á allt annað en hefð- bundna verkalýðsbaráttu, en svipar hinsvegar töluvert til baráttuaðferða öfgahópa, þar sem tilgangurinn er látinn helga meðalið, eins og hjá grænfriðungum í hvalamálinu. Eru mannréttindabrot lögvernduð á íslandi Það leikur enginn vafí á því, að aðgerir BHMR manna era fullkom- lega löglegar samkvæmt gildandi lögum og venjum. Hins vegar er mér til efs, að lögin og reglumar standist þær lágmarkskröfur sem við geram til einstaklingsfrelsis og mannrétt- inda í dag. I orði kveðnu ríkir hér félagafrelsi, þ.e. að einstaklingurinn á áð ráð því hvort og í hvaða félagi hann er, en hver er reyndin? Jú, fé- lagafrelsið virkar gagnvart áhuga- mannafélögum og pólitískum félög- um, en á vinnumarkaðinum er fé- lagafrelsið ekkert, þar er gamla ný- lendu- og lénsherraskipulagið í fullu gildi, með tíundum, skipunum, boð- um og bönnum sem einstaklingurinn verður beygja sig undir eða hverfa af velli annars. Þessi félög helga sér völd með ýmsum hætti, landfræði- lega, menntunarlega, sérfræðilega eða á annan hátt sem viðkomandi lénsherra telja völdum sínum best borgið. Þessi stéttarfélaga- og starfsréttindagreining með sjálftekn- um völdum er orðin slík ófreskja, að púkinn á fjósbitanum og önnur íslensk sagnaskrímsli era orðin hjóm eitt. Sjómaðurinn sem bregður tom- mustokk á fískinn og ristir á kvið hans og kyngreinir og skráir, er orð- inn verkfallsbijótur, því hann er ekki fískifræðingur, og sama gildir um manninn sem mælir þykkt jarðvegs niður á fast, hann er verkfallsbijót- ur, því hann er ekki fískifræðingur, og sama gildir um manninn sem mælir þykkt jarðvegs niður á fast, hann er verkfallsbijótur, þar sem hann er ekki náttúrafræðingur, og sá sem greiðir út atvinnuleysisbætur er orðinn verkfallsbijótur, þar sem hann er ekki lögfræðingur og svona mætti lengi telja. Ætli það sé ekki eitthvað á annan tug slíkra lénsherra með félög á bak við sig, sem geta haft áhrif á það hvort sjúklingur fær að liggja á sjúkrahúsi eða ekki? Mér er nær að halda að svo sé, og að öll þessi fé- Iaga og starfamörk séu starfsseminni til veralegs trafala. Hver er réttur einstaklingsins til að velja sér stéttar- félag? Hver er réttur einstaklingsins til að hafa áhrif á að verða ekki svift- ur launum sínun gegn vilja?' Hvar er réttur einstaklingsins til að hafa áhrif á að einstakir lénsherrar eða fámennir sérréttindahópar geti ekki þvingað fram aðgerðir sem bitna á öllum þjóðfélagsþegnum, með því að Guðjón Tómasson „Til að bæta lífskjörin þurfum við að stórauka framleiðsluverðmætin með aukinni fram- leiðslu, aukinni fram- leiðni og síðast en ekki síst með aukinni verð- mætasköpun á ein- ingu.“ beita lítilmagnanum fyrir sig? Því miður er einstaklingsrétturinn lítill sem enginn, og það sem verra er að lýðræðislegi rétturinn er enginn held- ur, þar sem þetta íslenska léns- og nýlenduskipulag hefur tekið hann burt. Þjóðfélagslegur meirihluti er ekkert spurður, heldur aðeins fá- mennur hópur innan viðkomandi léns. Þessi eilífi launasamanburður Það heyrist ekki svo sjaldan að háskólamenntuðum Hennurar| séu skömmtuð smánarlaun af hendi rikis- ins fyrir þessi erfiðu og ábyrgðarríku Valkyijur frá Siglufírði. Siglfirskir skátar eftir Hrefiiu Tynes Munið þið það, gömlu Valkyijur frá Siglufírði, að við eigum 60 ára skátaafmæli 2. júní nk? Að vísu hefur tímans tönn, og ýmsar erfíðar aðstæður, unnið á fé- laginu okkar — allt er rokið út í veður og vind, en það er ekki hægt að drepa skátaandann, hafí hann á annað borð fest rætur. Góðum minn- ingum getur enginn grandað. Þær hafa sest að sem gleðigjafar, og ósjaldan hafa þær leitt af sér löngun til nýrra átaka til þess að láta gott af sér leiða. Ég var í Siglufirði fyrstu helgina í desember sl. Ég greip mig í því að stara í kring um mig og riija upp ýmsa atburði úr lífi okkar, þegar við voram á „besta aldri“. Allan hringinn frá Strákum út á Siglunes höfðu minningar frá skáta- áranum fest rætur. Kannski sér þetta enginn nema ég, en einhvern veginn fínn ég það á mér, að þið sem lifðuð æsku- og unglingsárin með mér þama, og einnigþið sem seinna komu í skátastarfíð eftir að ég flutti til Noregs, eigið þarna þó nokkuð góðan sjóð. Við voram 10, sem raddum braut- ina 2. júní 1929. Við eram 7 eftir, hinar eru „farnar heim“. Nú langar okkur til að minnast dagsins og þess- ara ára, sem við áttum saman — rifja upp, manstu þetta? manstu hitt? Myndin sem fylgir þessu greinar- komi er af okkur stofnendunum. Við verðum á Hótel Sögu, í sal sem kallaður er Skáli, á II. hæð geng- ið inn um norðurdyr (það er lyfta). Það var engin lyfta, hvorki upp á Stráka, Hólshyrnu eða Siglufjarðar- skarð — en upp var komist þó. Mun- ið föstudaginn 2. júní kl. 5 (þ.e. 17) hittumst við á. Sögu, og þá... Hringið í Siggu Lár í s. 54498, Lóu í s. 23829 eða Hrefnu í s. 13726 fyrir 30. maí. Hlakka til að sjá ykkur. Skáta- kveðja. Höfundur er fyrrverandi kveii- skátahöfðingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.