Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989 13 þrótt sem nú er að bijótast fram í þessum geira leiklistar okkar. Þess hefur nokkuð orðið vart og jafnvel verið látið í ljós opinberlega, að sumum starfsmönnum leiklistar- stofnana þyki hin fijálsa og óháða leikstarfsemi njóta óeðlilegrar vel- vildar gagnrýnenda. Fyrir mitt leyti hef ég ekki getað merkt að hún hafi almennt fengið stærri skerf af hrósi en hún hefur alla jafnan átt skilið. íslensk leikmenning er ekki heldur það fjölbreytt eða auðug að ástæða sé til annars en fagna því sem vel tekst. Og það er eins gott að allir geri sér ljóst að sú við- leitni, sem hér um ræðir, stendur á svo ótraustum grunni að hún gæti þess vegna þurrkast út á örskömm- um tíma. Það sem heldur henni gangandi er hugsjónaeldur, fómfýsi og elja fólks sem með hæfileikum sínum er að reyna að miðla sam- félaginu þessum frægu verðmætum sem mölur og rýð eiga ekki að geta grandað. Ef sjálft samfélagið kem- ur í engu til móts við þessa við- leitni, gerir ekkert til að búa henni skjól, er óhugsandi að hún eigi glæsta framtíð fyrir höndum. Þess ber auðvitað að geta sem vel er og allra síðustu ár hefur hið opinbera vissulega veitt auknu fjár- magni til þessarar starfsemi. Enn vantar þó mikið á að nóg sé gert, auk þess sem eftir er að leysa þann vanda sem ekki er minnstur: hús- næðisleysið, hinn algjöra skort á viðunandi aðstöðu sem leikhópamir búa við. Þeir em sem sé allir á götunni og hafa komist næst því að eignast samastað í aldurhnignu timburhúsi sem vitanlega er ekki hannað til sjónleikahalds og dugir reyndar aðeins fyrir fámennar sýn- ingar með litlum umbúnaði. En þó að Hlaðvarpinn hafí gert sitt gagn liggur í augum uppi að hann er engin frambúðarlausn. Sú lausn, sem menn hafa einna mest haft á orði og flestir ættu að geta sæst á, er að fundið verði húsnæði sem ólíkir hópar geti skipst á að nýta, en lúti ekki stjóm eins þeirra. Hefur þá í því sambandi gjaman verið vísað til þess fyrir- komulags sem er á Kjarvalsstöðum, þar sem rekstur hússins er í höndum sérstakrar hússtjómar, en einstakir listamenn geta síðan leigt sér sýn- ingaraðstöðu í ákveðinn tíma. Ein- hver slík skipan myndi sennilega tryggja réttlátasta nýtingu, þó að seint verði víst með öllu girt fyrir árekstra og átök þar sem listimar eiga í hlut. Álqosanlegt húsnæði fyrir óháða leikstarfsemi er að sönnu ekki auð- fundið, sé ekki vilji til að byggja sérstaklega yfír hana, sem vita: skuld væri þó besti kosturinn. í seinni tíð hafa menn helst litið til Iðnó sem brátt stendur autt eftir að Leikfélag Reykjavíkur er flutt í eigin húsakynni. Hefur þeirri hug- mynd m.a. verið hreyft við stjóm- völd að í Iðnó verði rekin alhliða lista- og menningarmiðstöð og þá ekki endilega bundin við leiklist ein- vörðungu. Mun sú hugmynd, að því er mér skilst, hafa fengið góðar undirtektir á æðri stöðum og núver- andi ráðherra menntamála m.a. lýst yfír miklum og brennandi áhuga á að þama verði áfram starfrækt leik- hús. Það var því engin furða þó að á menn kæmi og ýmsum brygði illa, þegar Iðnó var fyrir skemmstu skyndilega auglýst til sölu á al- mennum markaði. Því skal að sönnu ekki trúað að þessa húss, sem stendur hjarta okkar svo nærri, bíði þau örlög að lenda í tröllahöndum og að þar verði í framtíðinni dans- höll eða glæsibúla eins og alltaf virðast vera nógir peningar til að reisa. Engu að síður er full ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af því slæma talsambandi sem greini- lega ríkir um þessar mundir milli yfirvalda lista og menningar annars vegar og borgaryfírvalda hins veg- ar. Það hefur reyndar mátt skilja á borgarstjóra að hann telji Reykjavíkurborg gera nægilega vel við leiklistina með því að byggja yfír hana voldugt hús. Samt verður því varla neitað að umfram allt sé það hagur Reykvíkinga að í borg- inni og þá kannski ekki síst í gamla miðbænum dafni íjölbreytt og blóm- legt leikhúslíf. Þess vegna hljótum við í lengstu lög að vona að menn geti sest niður og unnið að því í sameiningu að fínna þessum málum farsæla lausn. Annars kynni dálítið merkilegum kapítula í fremur fábreyttri leiklist- arsögu okkar íslendinga senn að vera lokið. Höfundur er leiklistarstjóri Ríkisútvarpsins. Dæmi um veró! Verðáður verðnú Drekatré 45 cm..... Drekatré 65 cm.....^9$. Drekatré 75 cm.....^9$ Drekatré 110 cm ...Í>KÍ Gróðurhúsinu v/Sigtún Sími: 68 90 70 El1 BUIÐ AÐ SKOÐA BÍLIIillil ÞINN? Síðasta tala númersins segir til um skoðunarmánuðinn. Láttu skoða í tíma - öryggisins vegna! BIFREIÐASKOÐUN ÍSLANDS HF. Hægt er að panta skoðunartíma, pöntunarsími í Reykjavík er 672811. YDDA Y8.12/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.