Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989 Breiðafjarðareyjar: Dalasýsla: Iþróttahús vígt að Laugum Veður og minkur torvelda æðarvarp Stykkishólmi. ÞRATT fyrir erfiða tíð er fuglinn farinn að koma við í eyjum og æðarkollan að seljast upp. Það var því ekki glæsilegt um hvítasunn- una þegar allt var orðið hvítt af snjó kringum hreiðrin, en sem bet- ur fer stóð það ekki lengi því þótt hiti væri ekki nema 2-3 stig um hábjartan daginn kom sólin af og til milli skýjanna og sendi yl sinn og bræddi ísinn. Eru menn nú famir að huga að varpi og svartbakurinn hefir látið til sín taka og ýmsir hafa náð eggj- um, en það verður að gerast snöggt í erfiðri tíð, því þá situr hann fast á og eggin eru fljótari að stropa. Eggin eru nú kómin á markaðinn og eru seld á 40-50 krónur stykkið. Svo er það minkurinn sem ár eftir ár hrellir fuglana í varpinu og nú hafa fuglar fundist dauðir í eyj- um eftir mink og því er kominn hingað maður að sunnan, Þorvaldur veiðimaður, til útrýma mink í eyjun- um. Það er vitað hvar minkurinn er, því för hans leyna sér ekki. Og nú hefir Þorvaldur banað á nokkr- um dögum yfir 30 minkum og svo em það fleiri sem veiða en hann. Tvisvar er búið að fara um eina eyjuna en minkurinn hefur sloppið. Það er líka vitað að hann er ekki lengi að bregða sér eyjasund því hann er sundkappi mikill. Þolið er gífurlegt og dugnaðurinn eftir því og ekki lætur hann lífið fyrr en í fulla hnefana þegar veiðihundar ógna honum. - Árni Kaupfélag Steingrímsgarðar: 18 milljóna króna tap á síðasta ári Laugarhóli, Bjarnarfiröi. REKSTUR Kaupfélags SteingrímsQarðar var erfiður á síðasta ári og var tap þess í heild kr. 18,4 milljónir kr. Hagnaður varð aðeins á tveim rekstrarliðum á síðastliðnu ári, sláturhúsinu og rekstri öku- tækja. Báðir þessir liðir höfðu verið reknir með halla árið á undan. Þá var opnað nýtt verslunarhús á árinu. Slátmn hjá félaginu á síðastliðnu arvömr, sem áður vom afgreiddar í pakkhúsinu. í skýrslu sinni segir kaupfélags- stjórinn, Jón E. Alfreðsson: „í skýrslu til aðalfundar 1988 sagði ég að framundan væri mjög þungur rekstur hjá félaginu, en ekki gran- aði mig þá, að hann yrði jafn hrika- legur og raun hefir orðið á. Hæst ber áfram tap frystihússins, sem til viðbótar við almennan vanda á við stöðugan hráefnissamdrátt að stríða.“ - SHÞ hausti var 19.226 dilkar, en 18.882 árið áður. Meðalþungi dilka var hinsvegar lægri eða 15,95 kíló á móti 16,40 kíló árið á undan. Þá hafði móttekið hráefni í frystihúsi félagsins aðeins verið 83% af því sem var næsta ár á undan. Bjárfesting við nýja verslunar- húsið nam 12,6 milljónum króna og var það mesta einstök íjárfesting félagsins á árinu. Bregður mönnum við að versla í nýja húsinu, eða í gömlu þröngu búðinni, sem nú er notuð sem afgreiðsla fyrir bygging- Hvoli, Saurbæ. MIKILL gleðidagur var í Laugaskóla sunnudaginn 30. april, þvi þá var því langþráða takmarki náð að hægt væri að taka formlega í notkun nýtt og glæsilegt íþróttahús, sem verið hefúr í smíðum þar undanfarin ár. Fjöldi manns kom til vígsluathafharinnar en hún var haldin í tengslum við hefðbundna Jörfaglcði Dalamanna. Athöfnin hófst með ávarpi skóla- stjóra, Kristjáns Gíslasonar, en síðar skýrði formaður fram- kvæmdanefndar, sr. Ingiberg J. Hannesson, frá gangi framkvæmda og rakti byggingarsögu hússins svo og uppbyggingarsögu skólamann- virkja á staðnum í gegnum árin. Afhenti hann svo skólastjóra húsið til afnota, en skólastjóri skýrði síðan frekar frá gildi hússins í skólastarfí á Laugum og fyrir íþróttaiðkun í héraðinu öllu og nefndi gjafir er húsinu hafa borist. Sóknarprestur- inn, sr. Ingiberg J. Hannesson, vígði síðan húsið til sinnar starfsemi. Þá söng kirkjukórinn við undir- leik Kjartans Eggertssonar og síðan flutti menntamálaráðherra, Svavar Gestsson, ávarp og lýsti húsið form- lega til notkunar í héraði. Aðrir sem fluttu ávörp vom Alexander Stef- ánsson, alþingismaður, er færði ámaðaróskir fyrir hönd þigmanna Vesturlands, Snorri Þorsteinsson, fræðslustjóri og Guðjón Sigurðsson, fyrrverandi skólastjóri. Tvísöng sungu Bjöm Guðmundsson, kennari á Laugum og Gunnar Jónsson, byggingafulltrúi í Búðardal. Þá fór fram skemmtidagskrá í umsjá skólanna að Laugum og í Búðar- dal, en síðan vom fram bomar veit- ingar í skólanum í umsjá kvenfé- lagsins. var athöfnin í heild hátíðleg og innilega glaðst yfír unnum áfanga í uppbyggingu skólaseturs- ins á Laugum. Byijað var á byggingu íþrótta- hússins árið 1982 — þá var gerður gmnnur og kjallari, sem lauk 1983. Arið 1985 var svo íþróttasalurinn steyptur upp og gengið frá þaki, 1987 var búningsálman uppsteypt o g flórði og síðasti áfanginn var svo unninn á sl. ári, þ.e. frágangur á búningsaðstöðu og sal eins og hann er orðinn í dag. Aðalverktakar við bygginguna vom Trésmiðja Kaup- félags Hvammsijarðar í Búðardal, Kristján Finnsson og Magnús Guð- bjartsson í Reykjavík og Ágúst Magnússon í Buðardal. í fram- kvæmdanefnd skólans sitja auk áðurnefnds formanns þeir Ásgeir Bjamason í Ásgarði og Sigurður Þórólfsson í Fagradal. Beinn byggingarkostnaður, mið- Karlakórinn Stefhir boðinn á vinabæjamót í Danmörku Reykjum, Mosfellsbæ KARLAKÓRINN Stefiiir í Kjósarsýslu lauk sýnum árvissu tónleikum í vikunni fyrir hvítasunnu en alls urðu þeir fjórir. Laugardaginn 6. maí í Fólkvangi, sunnudaginn 7. maí í Langholtskirkju og síðan tveir í Hlégarði í Mosfellsbæ þriðjudaginn 9. maí og miðvikudaginn 10. maí. Var húsfyllir á þessum skemmtunum með vel heppnaðri dag- skrá og viðtökur góðar. Söngmenn eru 57 og með því fiesta sem verið hefir. Einsöngvarar voru þrír, þau Sigrún Hjálmtýsdóttir óperu- söngvari, Þórður Guðmundsson bassi og Armann Sigurðsson bariton. Efnisskráin var fjölbreytt og flest á kómum. Seinni hluti söngskrár lögin eftir íslensk tónskáld s.s. Pál ísólfsson, Karl Runólfsson og Sig- valda Kaldalóns. Þá vom nokkur erlend vinsæl smálög en einnig kór- ar úr söngleikjum. I vögguvísu eft- ir Karl Runólfsson söng Diddú ein- söng og skilaði því af mikilli smekkvísi og þá ekki síður í Ave María eftir Kaldalóns. Þórður söng lagið „Suðurnesjamenn" eftir Kald- alóns í útsetningu Páls P. Pálssonar og tókst það vel en Ármann söng lítið þekkt lag eftir Pál H. Jónsson látlaust og frjálslega. Lagið heitir Nótt og er bæði lag og texti eftir Pál H. en hann var kennari á Laug- um í Þingeyjarsýslu. Hinn öflugi kór söng svo lögin Úr útsæ rísa, Svörtu skipin, Kór prestanna eftir Mozart og endaði fyrir hlé á Pflagrímakómum eftir Wagner. Sumt af þessu er vanda- samt í flutningi en kórinn slapp vel frá þessu og er það mest að þakka því hve söngstjóri hefir náð tökum var meira af erlendu efni og má þar nefna Trombónukórinn eftir Wilson, Agnus Dei eftir Bizet og Vínarvals eftir C.M.Ziehrer en þar söng Diddú einsöng og heillaði með framkomu sinni og söng áheyrend- ur og ekki síður í laginu Agnus Dei þar sem hún var einnig með sóló. Listrænt gildi þessara skemmt- ana verður ekki metið hér en ef marka má undirtektir áheyrenda skemmti fólk sér ágætlega og varð að endurtaka sumt af lögunum. Kórinn hefir undirbúið ferðalag á vit vinabæja Mosfellsbæjar en vina- bæjarsamband það sem Mosfells- bær gerðist aðili að 1978 og 1979 hefir nú starfað með bæjum frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku frá því 1939. Bæimir Loimaa í Finnlandi og reyndar Mosfellsbær gerðust aðilar að þessu vinabæjarsamstarfi seinna. Mosfellsbær stóð fyrir vinabæja- móti i fyrra og þótti takast með miklum ágætum og við tækifæri var öllum skemmtikröftum beitt sem völ var á. Þá varð að ráði að Stefnir færi til vinabæjarins Thisted að ári og kæmu þar fram fyrir hönd bæjarins. Þetta var einróma álit fulltrúa hinna vinabæjanna einkum dönsku fulltrúanna en þar er hátíðin og búist við miklu fjöl- menni af öllum Norðurlöndum og hennar hátign Margrét Þórhildur verður heiðursgestur og vemdari mótsins. Áætlað er að þáttakendur og fulltrúar Mosfellsbæjar um 100 manns fljúgi beint til Thisted á Jótlandi föstudaginn 2. júní nk. Sótt var um framlög til ferðarinn- ar til ýmissa norrænna sjóða og stofnana en þegar til kom virtust þessi fyrirgreiðsla hafa farið til annarra hluta en vinabæjasam- starfs Mosfellsbæjar og þátttöku í afmælishátíðinni í Thisted. Ekki vita menn gjörla hvað hefír valdið þessu en álitið er að eftilvill sé því um að kenna að Norrænafélagið í Mosfellsbæ hefír ekki starfað síðustu 3 til 4 árin en annars virð- ist erfitt að fá viðhlýtandi skýringar á málinu. - Fréttaritari Karlakórinn Stefnir. að við tölur hvers árs, er samanlagt orðinn um 40 milljónir króna, en framreiknaður til núvirðis mun hann vera orðinn um 56—70 millj- ónir. Öll sveitarfélög í Dalasýslu — nema Laxárdalshreppur — hafa staðið að þessari byggingu. íþróttahúsið er 1.332 fermetrar að stærð, íþróttasalurinn er 1.527 metrar. Arkitektar hússins em Ormar Þór Guðmundsson og Örn- ólfur Hall, en verkfræðiteikningar annaðist Verkfræði og teiknistofan á Akranesi. _ jjjj Tónlistarskóli Kópavogs: 460 nemendur á aldrinum 5-75 Nýja íþróttahúsið að Laugum. Morgunblaðið/Ingiberg J. Hannesson. tveggja vikna námskeiði hjá bresku söngkonunni Moraq Noble. Fyrir utan opinbera jóla- og vor- tónleika vom haldnir fjölmargir tónleikar innan skólans fyrir nem- endur og aðstandendur þeirra. Einnig komu nemendur oft fram utan skólans við ýmis tækifæri og í því sambandi má nefna sameigin- lega tónleika með nemendum úr Tónlistarskóla Garðabæjar og þátt- töku í 10 ára afmælishátíð Sunnu- hlíðar. (Fréttatilkynning) LOKIÐ er 26. starfsári Tónlistarskóla Kópavogs. Nemendur voru 460 og þar af voru 117 í forskólanum. Voru þeir á aldrinum 6-75 ára. Kennarar við Tónlistarskóla Kópavogs voru 37 á þessu starfs- ári og þar af voru 25 fastráðnir. Skólastjóri er Fjölnir Stefánsson. Haldið var námskeið í tónlist fyr- ir fullorðna. Það var í fyrirlestra- formi og tilgangurinn fyrst og fremst sá að koma fólki á sporið með að hluta á tónlist. Ekki var gert ráð fyrir að þátttakendur hefðu neina tónlistarmenntun. Nokkrir framhaldsskólanemend- ur stunduðu tónlistarnám sem val- grein. Nokkrir nemendur sóttu námskeið í klarinettuleik hjá Pam- elu Weston og gítarleik hjá Torvald Nilsson og tóku einnig, nú sem á undanfömum áram, þátt í tónleik- um Sinfóníuhljómsveitar Æskunnar undir stjóm Pauls Zukofskys. Loks ber að geta þess að í apríl tóku allir söngnemendur skólans þátt í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.