Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989 Kynning á MONTElks snyrtivörum í dag, 25. maí, k 1.13.00-18.00. Sérfræðingur MONTEIL kynnir, leiðbeinir og gefur faglegar ráðlegg- ingar. SNYRTISTOFA NiNU HAFA FORGANG! ^ i RAFAAAGNSVEITA REYKJAVÍKUR SUÐURLANDSBRAUT 34 SÍMI 68 62 22 Uppreisnin í sveitinni Ur sjónvarpsmyndinni „Næturganga." Guðný vinnukona (Edda Heiðrún Backman) með barn sitt. Sjónvarp Arnaldurlndriðason Næturganga eftir Svövu Jak- obsdóttur. Sýnd í ríkssjónvarp- inu á hvítasunnu. Leikstjóri: Stefán Baldursson. Helstu hlut- verk: Edda Heiðrún Backman, Þór H. Túliníus, Helgi Skúla- son, Helga Bachmann, Marínó Þorsteinsson, Sigurður Karls- son og Sigríður Hagalín. Sjónvarpsleikrit Svövu Jakobs- dóttur, sem ríkissjónvarpið sýndi á hvítasunnunni, sannaði að það er hægt að gera verk fyrir sjón- varp til að sýna yfir helgidagana án þess að hneyksla neinn með sóðaskap eða kynórum eða tor- ræðni. Næturganga Svövu í leik- stjórn Stefáns Baldurssonar var lítil, smekkleg, hljóðlát, þægileg og glimrandi góð frásaga af vinnukonuuppreisn við upphaf aldarinnar með sveitarómantík, nöprum samskiptum húsbænda og hjúa og kímnu, mjög þjóðlegu og séríslensku réttarhaldsdrama í lokin. Hún er hiklaust með bestu sjónvarpsmyndum okkar. Myndin, einstaklega vel leikin og skrifuð, byggði að nokkru á sannsögulegum atburðum og var að mestu gerð á fínlegum, lág- stemmdum nótum en gaus upp í stormandi bræði og heift á milli. Hún einkenndist af full alvarleg- um drunga í seinni helmingnum sem tónlist Áskels Másonar jók mjög á og rændi okkur t.d. sigur- tilfmningunni þegar vinnukonan hefur snúið svo glæsilega á for- pokað karlaveldið í lokin. Sá eini sem sá gamansemi í býsn skemmtilegri uppreisn vinnukon- unnar, sem leyfir sér að storka aldagamalli venju um að vinnu- konur skuli ætíð þjóna vinnu- mönnum að afloknum degi þótt bæði ynnu jafnmikið, var Sigurður Karlsson í hlutverki sýslumanns- ins sem hafði gaman af öllu sam- an og sýndi það nettlega í gegnum embættisstörfin. Það voru raunar persónur og leikendur sem áttu Næturgöngu. Persónurnar, eins og frásögnin, voru skýrt mótaðar á einfaldan og næman hátt frá hendi Svövu og frábærlega samstilltir leikar- amir léku þær af óvenjulegri ein- beitni og raunsæi undir leiðsögn Stefáns. Allt bar að sama brunni; hugrekki og ákveðni Eddu Heið- rúnar Backman í hlutverki vinnu- konunnar, bitur hæðni og illska Helgu Bachmann í hlutverki hús- móðurinnar, hik og ráðleysi Þórs Túliníusar í hlutverki vinnu- mannsins og kærastans, pirringur Helga Skúlasonar í hlutverki hús- bóndans á „kerlingaþrasinu". Betri, jafnsannfærandi og grípandi leikur er sjaldséður í íslenskum sjónvarpsmyndum. Það gekk jafnvel langleiðina upp að leyfa Þór að fara dreymnum á svip með ljóð hér og hvar úti í náttúrunni, þegar bókstaflega allt er hallærislegt og væmið á okkar kaldhæðnislegu tímum Ef leikaramir þjónuðu textan- um vel var textinn þeim góður líka, hnyttinn, Iq'arnmikill og bein- skeyttur. Konur í karlaveröldinni er Svövu ekki nýtt yrkisefni en Næturganga á óvenjumikið erindi til okkar í dag þótt hún gerist um síðustu aldamót og kemur til af því að staða sú sem hún lýsir í lífí vinnukonunar um aldamótin er staða útivinnandi húsmóður- innar í dag. Samasemmerkin eru augljós. Venjurétturinn, sem í árhundmð bauð að vinnukonan skyldi hirða um böm sín og vinnu- mennina eftir fullan og alltaf erf- iðan vinnudag, er jafnsterkur og sá sem býður útivinnandi húsmóð- urinni að sjá ein um heimilið þeg- ar hún kemur heim úr vinnunni á kvöldin. Það má vera að sá venju- réttur sé á undanhaldi en Svava hefur minnt okkur skemmtilega á hann. Sjónvarpsverkið bar hvarvetna vitni um skynsemi og vönduð vinnubrögð í gerð búninga, leik- muna og leikmynda og kvik- myndataka og lýsing sýndu góða tilfínningu fyrir tímabilinu, bir- tunni innandyra og húsakostum. Einnig var klipping sérlega ná- kvæm og vel unnin. Það væri synd ef þetta hóf- sama, vandaða og fagmannlega sjónvarpsverk yrði ekki öðrum fordæmi. Morgunblaðið/Snorri Böðvarsson Eitt af verkunum á sýningunni Olafsvík: Málverka- sýning í Landsbanka Islands Ólafsvík. Um hvítasunnuhelgina var hald- in málverkasýmng í húsakynnum Landsbanka íslands í Ólafsvík. Þar hafði bankinn að frumkvæði starfsfólks útibúsins i Ólafsvík tíl sýnis hluta málverkasafns síns. Hefir Landsbankinn allt frá stofn- un hans árið 1886 styrkt unga myndlistarmenn með kaupum á listaverkum þeirra og á því gott málverkasafh, verk eftir marga afbestu listamönnum þjóðarinnar. Að sögn Hjörvars O. Jenssonar útibússtjóra, er sýningin í Ólafsvík sú fyrsta sem Landsbankinn stend- ur fyrir utan Reykjavíkur og er hugsuð sem upphaf að röð sýninga i útibúum bankans vítt um landið. Á sýningu þessari voru 38 mál- verk eftir 27 listamenn, lifandi og látna. Voru þarna m.a. verk eftir Jón Stefánsson, Ásgrím Jónsson, Erró, Gunnlaug Scheving, Erík Smith, Lovisu Matthiasdóttur, Kristján Dav- íðsson, Finn Jónsson og Jóhann S. Kjarval svo að nokkur nöfn séu nefnd. Var sýningin vel sótt og kom ánægja sýningargesta m.a. fram í vísu sem skrifuð var í gestabók sýn- ingarinnar: Bankanum þakka marg- falt má / að miðla svona auði,/ þeim sem lifa oftast á / einu saman brauði. - Helgi Bergmál forara frægðarvestra Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Regpiboginn Réttdræpir — „Dead Or Alive“ Leiksfjóri John Guillermin. Handrit Kevin Jarre. Aðalleik- endur Kris Kristofferson, Scott Wilson, Mark Moses. Bresk. ITC Entertainment 1989. Merkilegt nokk, þegar nánast er búið að jarðsyngja vestrann, um stundarsakir a.m.k., stinga þeir upp kollinum í tveim kvikmynda- húsum samtímis. Og ólíkari geta þeir tæpast verið; Ungu byssubóf- amir, metnaðargjarn framúr- stefnuvestri með rokkaðri bak- grunnstónlist og lunganum úr unglingalandsliði Hollywoodborg- ar, og Réttdræpir, sem er sparlega gerð, að öllum líkindum kapal- mynd, söguþráðurinn dauft berg- mál hins klassíska vestra frá því fyrir miðja öldina, með einfölduð- um manngildum, einungis hvítum og svörtum persónum, hetjan stæling af Wayne, Ladd, Cooper, Stewart, og þeim ágætu mönnum öllum og gamla brýnið Guillermin, sem brann út í kringum ’65, (var leystur frá störfum við gerð The Towering Infemio, ’74), rembist einsog ijúpan við staurinn að feta sig í trauðröktum sporum leikli- stjórnarrisa sígilda vestrans, manna einsog Ford, Hawks, Vidor og Hathaway. Árangurinn er veikur endurómur sem nær að vekja gamlar og góðar minningar um alvöruvestrann, svona þegar best lætur. Verr gengur að fanga óbyggðimar miklu, þá flækist fyr- Stjöniubíó: Kossinn — „The Kiss“ Leikstjóri Handrit . Aðalleik- endur Joanna Pacula, Meredith Salenger, Mimi Kyzyk. Bandarísk. Tri-Star 1989. Subbuleg hrollvekja sem byggir á djöflatrú og kukli. Kona ferst á sviplegan hátt frá eiginmanni og dóttir. Skömmu síðar kemur á vettvang dularfull persóna, systir þeirrar látnu. Dóttirin, sem er á táningsaldri, sér fljótt að ekki er allt með felldu varðandi þessa fögru móðursystur og kemst að því að hún er nom, afturganga í ofanálag. Er hún komin til að endumýja tilvem sína með því að hreiðra um sig í stúlkukorninu. En hún þarf líka að koma fleimm fyrir kattamef. Útbíjuð í ósmekklegheitun og hjálparmeðöl hin groddalegustu. ir tökuvélunum útblástursrákir þotuhreyfla, hjólför sjálfhreyfí- rennireiða, skjannabirtaramagns- ljósa í næturtökum og önnur óheppileg umhverismengun tutt- ugustu aldarinnar! Heimur versn- andi fer. Efnisþráðurinn er afleitur, til em jú þokkalegar myndir um viðlíka efni. Upphafið, sem á að vera lyk- ill þess sem á eftir fer, er veikt og mglingslegt síðan rennur myndin áfram og tekur fljótlega á sig form blóðstokkinnar b- myndar þar sem flakkað er frá einu fordæðuskapnum til annars. Það á ekki illa við að bera Koss- inn saman við Angel Heart, þvílíkur munur. Annarsvegar hnitmiðaður, rammur óhugnaður í glæstum stíl, svo þetta blóð- slabb. Þá er sárt að sjá tvær góð- ar ieikkonur skaða feril sinn með því að taka þátt í þessum samsetn- ingi, þær Paculu hina pólsku og Selinger, sem átti svo góðan dag í Ferðalagi Natty Gann. Þó er ekki loku fyrir það skotið að for- föllnustu hrollvekjusjúklingar kunni að meta blóðhráan darrað- ardansinn. Blóðhrátt og blásnautt Landsbankahlaupið í flórða sinn Landsbankahlaupið fer nú fram í fjórða sinn þann 27. maí nk. í fyrra tóku alls 1.200 krakkar þátt í hlaupinu víða um land. FRÍ stendur fyrir hlaupinu í sam- vinnu við Landsbanka íslands og fer j)að fram á öllum þeim stöðum þar sem bankinn er með útibú og á flest- um stöðum þar sem bankinn er með afgreiðslu. Á höfuðborgarsvæðinu verður þó einungis eitt veglegt hlaup í Laugardalnum og hefst það kl. 11.00. Hlaupið fer ekki alls staðar fram á sama tíma en hægt er að fá upplýsingar um nákvæma tímasetn- ingu í hveiju útibúi. Öll böm, óháð búsetu, fædd á ár- unum 1976, 1977, 1978 og 1979 hafa rétt til þátttöku. Keppt er í tveimur flokkum stelpna og tveimur flokkum stráka, en árgangar 1976 og 1977 keppa saman og síðan ár- gangar 1978 og 1979. Vegalengdin sem hlaupa á er 1.500 m, fyrir þau sem fædd eru 1976 og 1977 en 1.100 m fyrir þau sem eru fædd 1978 og 1979. Veitt eru 1., 2. og 3. verðlaun í hverjum flokki (ekki árgangi) sem eru verðlaunapeningar. Auk þess verður dregin út ein Kjörbók með 3.500 króna innistæðu á öllum þeim stöðum þar sem hlaupið fer fram. Þar hafa allir jafna möguleika. í Laugardalnum verður dregin út ein slík bók fyrir hvert útibú sem er í Reykjavík. Nánari upplýsingar fást á skrif- stofu FRÍ og í útibúum og afgreiðsl- um Landsbanka íslands. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.