Morgunblaðið - 25.05.1989, Síða 30

Morgunblaðið - 25.05.1989, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989 31 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Sjálfstæðisstefiian og íslenska þjóðin Stofnendur Sjálfstæðis- flokksins lýstu því í yfirlýs- ingu sinni hinn 25. maí 1929, fyrir réttum sextíu árum, að aðalstefnumál flokks þeirra væru þessi: „1. Að vinna að því að und- irbúa það, að ísland taki að fullu öll sín mál í sínar hendur og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina, jafnskjótt og 25 ára samningstímabil sam- bandslaganna er á enda. 2. Að vinna í innanlandsmál- um að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli ein- staklingsfrelsis og atvinnufrels- is, með hagsmuni allra stétta fyrir augum.“ Viðfangsefni Sjálfstæðis- flokksins hafa að breyttum breytanda verið þau, sem í þess- um orðum er lýst. Þráðurinn í sögu hans hefur verið baráttan fyrir frelsi þjóðarinnar annars vegar og einstaklinga hins veg- ar. Jafnframt hefur flokkurinn lagt kapp á að tryggja öryggi þjóðar og einstaklinga. Hann var í broddi fylkingar þegar ákvörðun var tekin um að stofna lýðveldi á íslandi. Hann var einnig í fararbroddi þegar sjálf- stæðið var tryggt með aðild að Atlantshafsbandalaginu og vamarsamningi við Bandarikin. Sjálfstæðisflokkurinn hefur barist fyrir því að einstaklingar hefðu sem mest svigrúm til orðs og æðis. Hann hefur hins vegar jafnframt verið málsvari þess velferðarkerfis, sem er hluti íslensks nútímaþjóðfélags. Hon- um hefur tekist best að sýna það í verki í Reykjavík, þar sem honum hefur verið treyst fyrir meirihlutastjóm nær allan þann tíma sem flokkurinn hefur starfað. Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður til að starfa með hagsmuni allra stétta fyrir aug- um. Kjörorð hans hefur löngum verið: Stétt með stétt. Kannanir á skiptingu fylgis milli flokka hafa leitt í ljós, að Sjálfstæðis- flokkurinn sækir ekki síst fylgi sitt til hins almenna Iaunþega, þótt andstæðingar hans hafi löngum viljað kenna hann við auðmagn og atvinnurekstur. Stefna Sjálfstæðisflokksins hef- ur tekið mið af því, að hagsmun- ir fyrirtækja og starfsmanna þeirra fara saman. Því aðeins vegnar launþegum vel, ef þeir geta gengið til vinnu hjá fyrir- tækjum sem hafa viðunandi starfsskilyrði og stunda arð- bæra starfsemi. Þessi staðreynd hefur löngum vafíst fyrir þeim sem hafa ofurtrú á forsjá ríkis- ins en skoðanir þeirra era hvar- vetna á undanhaldi og við blas- ir stöðnun og fátækt í þeim ríkjum þar sem sósíalismanum hefur verið ætlað að láta mannlíf blómstra. Sjálfstæðisflokknum hefur gengið misjafnlega vel að koma ár sinni fyrir borð og afla sér fylgis meðal kjósenda. Hann hefur þó alla tíð verið stærsti flokkurinn í landinu. Á hinn bóginn hefur kjördæmaskipan og kosningalögum okkar verið þannig háttað, að hið mikla fylgi flokksins hefur ekki alltaf nýst sem skyldi á Alþingi. Hlutfalls- kosningamar kalla á sam- steypustjómir, þar sem erfítt er að velja einn flokk til ábyrgð- ar. Þær eiga vafalaust þátt sinn í því að hin síðari ár heftir flokk- um fjölgað, þótt fleira komi þar til eins og öllum er kunnugt sem með sijómmálum fylgjast. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki farið varhluta af þeirri þró- un en alvarlegastur varð klofn- ingurinn innan hans fyrir síðustu kosningar þegar Borg- araflokkurinn var stofnaður. íslenskt þjóðfélag hefur breyst mikið á þeim sextíu áram sem liðin era frá því að Sjálf- stæðisflokkurinn var stofnaður. Flokkurinn hefur beitt sér fyrir mörgum mikilvægustu breyt- inganna. Hann snerist öndverð- ur gegn hafta- og skömmtunar- kerfinu. Flokkurinn stóð fyrir því að samið var við erlenda aðila um flárfestingu í stóriðju. Undir forystu Sjálfstæðis- flokksins vannst lokasigur í landhelgismálinu með útfærslu efnahagslögsögunnar í 200 sjómílur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á undanfömum áram beitt sér fyrir breytingum á fjár- magnsmarkaði. Er því skeiði enn ekki lokið. Deilur um það hvort stétt eigi að starfa með stétt heyra að mestu sögunni til. Ágreiningur um grandvallaratriði í vamar- og öryggismálum setur ekki lengur svip á stjómmálaumræð- ur. Málstaður Sjálfstæðisflokks- ins hefur sigrað að þessu leyti. Þörfin fyrir öflugan flokk til vamar frelsi einstaklinga og þjóðar er þó jafn brýn og áður. Á sextíu ára afmæli Sjálfstæðis- flokksins eiga engin stjórn- málaviðhorf meira erindi við íslensku þjóðina en sjálfstæðis- stefnan. I hverju liggja skekkjumar? eftirÁsgeir Jakobsson í fyrri grein minni birti ég aflatöl- ur, sem sýndu þann árangur af fisk- veiðistefnu og fiskveiðistjóm okkar íslendinga, að meðalþorskafli ár- anna 1971—91 (ákveðinn 1989—91) væri 73 þús. tonnum minni að meðaltali en áranna 1952—71 og heildarmunurinn á þessum tveimur tímabilum orðinn 1 milljón 366 þús. tonn. Hvað hefur gerst? Við þeirri spurningu er fyrst að leita svara hjá fískifræðingum Hafrannsóknarstofnunarinnar. Þar á bæ eru hinir mestu skyn- semdarmenn, og það er nú ógæfan, því að engin villa er verri en skyn- semdarvilla. Skynsamir menn eru manna erfiðastir í sinni villu, því að þeir geta varið hana með skyn- samlegum rökum. Það er mikill misskilningur að óreiðan hérlendis og í heiminum almennt stafi af heimskingjum. Því er þveröfugt farið. Ég er heldur alls ekki óánægður með að hafrannsóknarstefnan í fiskveiðum hafi haft af þjóðinni á 20 árum eins og 180—200 millj- arða. Hún hafði bara gott af því, enda segist formaður LÍÚ eiga þetta í sjónum, hann er búinn að vera safna, karlinn, lengi, sá það fyrir, að það kæmi kreppa og þá gott að grípa til þessa fisks, sem hann og Halldór sjávarútvegsráð- herra eru búnir að geyma að ráði Hafrannsókn. En það er við Haf- rannsókn að tala; þar er vitið í fisk- veiðistefnunni. Spurningalisti 1) Var það ekki of djúpt tekið í árinni, þegar þið mælduð hrygning- arstofninn 670 þús. tonn 1971, að segja þá þorskstofninn „fullnýttan" og 1972 „ofnýttan" og 1974 í „bráðri hættu“? Eruð þið nú, þegar þið lítið til baka, vissir um, að þið hefðuð ekki átt að grisja þennan stofn, áður en þið tókuð til við fisk- uppeldið? 2) Vissuð þið, að ykkar eigin dómi, nóg um ætisþol og annað ástand sjávar, þegar ákveðið var 1971 að friða svæði fýrir sókn í ungfisk til uppeldis? 3) Játið þið rétta þá skoðun líffræðinga utan stofnunar ykkar, að mikið hafi skort á vistfræðilegar rannsóknir sjávar, þegar þið hófuð fiskveiðitilraun ykkar með friðun og þar næst stjómun veiða til stækkunar hrygningarstofns? Þá segja þeir einnig að sú þekking á vistfræði sjávar, sem fyrir hendi var, hafi alls ekki tengst fiskveiði- stefnu ykkar. Þar hafi verið um stórt bil að ræða. 4) Er það þá tilfellið, að það hafí farið framhjá ykkur, að haf- fræðingar á ykkar eigin stofnun höfðu sagt sjó fara kólnandi allt frá 1964 á uppeldisslóðinni norðan- lands, pólsjór væri að verða þar mjög ríkjandi, snauður af æti og lífrænum efnum fýrir ungfísk? 5) Vissuð þið máski af þessum kalda sjó, en tölduð að önnur lög- mál giltu í sjávarhögunum én til landsins? Eða', kunnuð þið einhver dæmi þess, að aukinn væri ásetn- ingur líflamba á hjamslóð? 6) Kom ykkur ekki í hug, þegar frá leið, og 2ja ára fískur skilaði sér ekki með þeim hætti, sem þið gerðuð ráð fyrir í Qagra ára árgang- inn, að orsökin fyrir hvarfí þessa ungfísks væm léleg lífskilyrði? 7) Vakti það heldur engan gmn með ykkur, að ekki væri allt með felldu,,þegar 3ja ára fískur reyndist léttari eftir friðun en fyrir friðun? Þið höfðuð ætlað að þyngja hann með friðuninni úr 1,7 kg í 2 kg en árangurinn varð 1,55 kg. 8) Hrygningarstofninn sögðust þið vilja stóran til að tryggja hrygn- ingu fleiri aldursárganga, en hafið þó síðar játað, að þið vitið ekki hvar lágmarkið sé á hrygningar- stofni til góðrar hrygningar og ekki heldur að stórt klak sé ævinlega vænlegra til að skila sér vel en lítið klak. Það fari eftir lífsskilyrðum kviðpokaseiðanna þetta árið og hitt á hrygningarslóðinni. 9) Þá var það önnur ykkar rök- semd fyrir stómm stofni, að þá jöfn- uðust aflasveiflur, en þær hafa þó aldrei orðið meiri en á ykkar stjóm- artíma; úr 469 þús. tonnum 1981 í 294 þús. tonn 1983 eða um 165 þús. tonn á tveimur áram. Síðar, þegar líffræðingar utan stofnunar- innar orðuðu aðra skoðun, sem sé þá að lítill stofn væri líklegri til að jafna afla en stór, þar sem lítill stofn tryggði jafnari nýliðun og þar með jafnari afla, sögðust þið hafa þekkt þessa skoðun og þyrftuð ekki utanaðkomandi líffræðinga, sízt vatnalíffræðinga, til að segja ykkur af henni, en þið virðist ekki hafa tekið hana nægjanlega gilda, þar sem þið hélduð áfram að glíma við að stækka hrygningarstofninn. Nú játið þið því náttúrlega að af nýlið- un í stofni ráðist aflabrögð í fram- vindunni, en þegar þið sáuð að ný- Ásgeir Jakobsson „Fiskveiðistefiiu haf- rannsóknar og fisk- geymslustefnu for- manns LIU og sjávarút- vegsráðherra verður að vera lokið, ef þjóðin á ekki að fara á hausinn. En getur hún farið á hausinn? Hefur hún ekki alltaf verið á hausnum og kann þann- ig bezt við sig?“ liðun var að mislukkast hjá ykkur í friðuninni, af hveiju ventuð þið þá ekki ykkar kvæði í kross, og hættuð að friða ungfískinn í von um að það tryggði betur vöxt hans og skapaði honum betri lífsskilyrði, að honum væri fækkað. Varla hafíð þið ímyndað ykkur, að hrygningar- stofninn yrði lengi stór, ef nýliðun- in brygðist árlega. Og þið hélduð sömu stefnu, þótt alltaf yrði sama reynslan ár af ári, að nýliðun reynd- ist léleg og ekki stækkaði hrygning- arstofninn. 10) Aflaspár ykkar hafa oftlega um tíðina reynzt með 20—30% skekkjum og stofnstærðarútreikn- hmflutníngsbaim er skattur eftir Þorvald Gylfason I Vandi landbúnaðarins er ákaf- lega brýnn í okkar landi, eins og allir vita. Sú hlið vandans, sem snýr að bændum, er sífellt í deiglunni, sem betur fer, enda hafa bændur með sér öflug samtök til þess að gæta hagsmuna sinna, auk þess sem þeir eiga sér vemleg ítök í stjórnmálaflokkunum. Hliðin, sem veit að almenningi, bæði neytendum og skattgreiðendum, hefur hins vegar yfirleitt fallið í skuggann, enda em samtök neytenda hér ekki mikils megnug og samtök skatt- greiðenda em ekki til, ekki enn að minnsta kosti. Þessi styrkleikamunur á sér að vísu eðlilega skýringu. Hagsmunir bænda em einbeittir og sterkir. Bændur hafa þess vegna ótvíræðan hag af því að beijast fyrir hagsmun- um sínum og veija miklu fé til þeirr- ar baráttu. Hagsmunir almennings em hins vegar dreifðir, enda em neytendur og skattgreiðendur fimmtán sinnum fleiri en bændur hér á landi. Hver neytandi og skatt- greiðandi virðist yfirleitt ekki sjá sér mikinn hag í því heyja skipu- lagða vamarbaráttu gegn háu mat- vælaverði og mikilli skattheimtu og lætur því undan. Landbúnaðarvandinn er þjóðar- vandi. í þessari grein og annarri langar mig að vekja máls á því, að óleystur vandi landbúnaðarins stendur í vegi fyrir lausn verðbólgu- vandans, sem hefur verið helzta viðfangsefni hverrar ríkisstjómar á eftir annarri mörg undangengin ár, þótt áhugi núverandi ríkisstjómar virðist hafa beinzt í aðrar áttir að undanfömu. Hér er aðallega um tvennt að tefla, ríkisfjármál og kjarabaráttu. II Tökum ríkisfjármálin fyrst. Nú virðist ríkja almennur skilningur á því, að hallarekstur ríkisins í víðum skilningi er ein helzta uppspretta þeirrar þenslu, sem heftir knúið verðbólguna áfram á liðnum ámm og grafið undan atvinnuvegunum með því móti. Með þessu er ekki átt við hallarekstur ríkissjóðs ein- vörðungu, þótt hann sé vissulega alvarlegt vandamál, heldur halla- rekstur ríkisbúskaparins í heild, þegar öll umsvif ríkisins em tekin með í reikninginn. Fjármálum ríksins hefur ekki verið vel stjórnað undangengin ár, svo að ekki sé meira sagt. Nýjar upplýsingar fjármálaráðuneytisins sýna það til dæmis svart á hvítu, að hallinn á ríkissjóði í fyrra staf- aði allur af útgjaldaþenslu umfram fjárlög og meira en það: þegar upp var staðið, reyndust tekjur ríkis- sjóðs í fyrra 800 milljónum króna meiri en áætlað var í fjárlögum, meðan útgjöldin reyndust 8.000 milljónum króna meiri en fjárlög leyfðu. Útgjöld ríkisins umfram fjárlög í fyrra námu því næstum 130.000 krónum á hveija fjögurra manna fjölskyldu í landinu að jafn- aði. Undir eðlilegum kringumstæðum myndi ríkisvaldið bregðast við þess- um vanda með því að draga úr ríkisútgjöldum eða hækka skatta og afnotagjöld af opinberri þjónustu til þess að eyða ríkishallanum og draga þannig úr verðbólgu. Þessa leið treysta stjómmálamennirnir sér þó ekki til þess að fara á enda og bera því við, að almenningur þyldi ekki hvort heldur samdrátt opin- berrar þjónustu eða aukna skatt- heimtu. Þess í stað em slegin er- lend og innlend lán og prentaðir peningar. Nærri má geta, hvort heimilin í landinu hefðu ekki meira bolmagn og stjómvöld meira svig- rúm til þess að takast á við ríkis- hallann og þar með verðbólguvand- ann, ef stjómmálamennimir neyddu heimilin ekki til þess að veija 2.100 milljónum króna á hveiju ári í inn- lendar kartöflur, egg og kjúklinga að óþörfu auk annars. Þetta er mikið fé. Ef 2.100 millj- ónum króna væri skipt í þúsund- krónuseðla, sem em um fjórðungur úr millimetra á þykkt hver um sig, þá væri- seðlabunkinn allur 525 metra hár! Þessi fjárhæð jafngildir 34.000 krónum á hveiju ári á hveija fjögurra manna fjölskyldu í landinu að meðaltali. III Það er líklega rétt að rifja það upp, hvernig þessar tölur era fengn- ar. Eins og ég skýrði frá í greinum, sem birtust hér í blaðinu 15. og 22. marz sl., em tölurnar fundnar ein- faldlega með því að bera saman, hversu mikið neytendur greiða fyrir þessar vörar nú samkvæmt upplýs- ingum Hagstofu íslands og hversu mikið þeir þyrftu að greiða fyrir sama magn samkvæmt opinberam verðtilboðum framkvæmdastjóra Hagkaupa, ef innflutningur væri gefinn fijáls í áföngum. Þessum tölum hefur ekki verið mótmælt með skynsamlegum rökum. Að vísu hafa Steingrímur Sigfús- son landbúnaðarráðherra og Hall- dór Kristjánsson frá Kirkjubóli leyft sér að vefengja opinberar yfirlýs- ingar Jóns Asbergssonar, fram- kvæmdastjóra Hagkaupa, og þar með niðurstöður mínar. Þegar framkvæmdastjóri Hagkaupa hefur boðizt til þess að selja innfluttar kartöflur á 35 krónur hvert kíló og hefur birt nákvæma sundurliðun opinberlega tilboði sínu til stað- festingar, þá fæ ég ekki séð, hvaða rétt landbúnaðarráðherra eða aðrir hafa til þess að rengja fram- kvæmdastjórann. IV Það er eftirtektarvert í þessu sambandi, að margir þeirra stjórn- málamanna, sem hafa mesta andúð á aukinni skattheimtu í orði kveðnu, leggja engu að síður mikla áherzlu á áframhaldandi innflutningsbann. Andúð þeirra á aukinni skattheimtu getur því varla stafað af umhyggju fyrir afkomu heimilanna í landinu. Þessi tvískinnungur er merkileg- ur vegna þess, að innflutningsbann er í raun og vem skattur. Af sjónar- hóli skattgreiðandans er auðvitað enginn vemlegur munur á því, hvort honum er gert að greiða 34.000 krónur á ári að óþörfu fyrir kartöfl- ur, egg og kjúklinga eða sömu fjár- ;hæð í skatt til ríkisins. Fyrir þjóðar- heildina skiptir það hins vegar höf- ingar ykkar álíka, þið hafíð þurft að reikna það dæmi oft upp, og þá fengið aðra útkomu, hvort sem hún hefur verið réttari en hin fyrri. Þegar á þessu hafði gengið í nokk- ur ár fóm menn að efast um reikn- ingsstuðla þá, sem þið notuðuð í fiskveiðijöfnunni. Náttúrlegi dánar- stuðullinn er 18% fyrir alla aldurs- flokka og í öllu árferði og þið hafíð nú játað að hann sé næsta óábyggi- legur og þá er ekki sóknarstuðullinn traustverðugri, en samkvæmt hon- um veiðir 800 tonna togari tvöfalt meira en 400 tonna og það þótti mönnum alls ekki koma heim og saman við aflatölur togaraflotans. Nú hafíð þið seint og um síðir viður- kennt að þessi stuðull, sé ónothæf- ur, þar sem margfölduð er saman stærð skipa og fjöldi með togtímum hvers skips, með áðumefndri út- komu. En þið máttuð ekki missa þennan stuðul, því að nú hafið þið í raun engan. Þið getið ekki ákveð- ið hver séu áhrif nýrra leitartækja og ýmissar nýrrar veiðitækni til aukinnar sóknar, en þó er enn verra að meta til frádráttar svæðafriðanir og skerðingu á veiðum togara með banni við veiðum þeirra innan 12 sjóm., en það var um 30% skerðing á veiðislóð skipanna. Þá var og erfítt að meta áhrif möskvastærð- ar. Þið eigið sem sé engan hald- bæran sóknarstuðul, sem er þó að- alstuðull fiskveiðijöfnunar. Þá er það næst VP-aðferðin til stofn- stærðarmælinga. Nú hafið þið loks viðurkennt að hún sé ekki ýkja ábyggileg, en þið þekkið enga aðra betri. Þá er það fengið, að í fisk- veiðijöfnunni, sem allt byggist á um aflaspár og stofnstærð, er enginn reikningsstuðull ömgglega réttur, en hversu misjafnlega þeir em rangir er alls óvíst. Óx ykkur fiski- fræðingum aldrei í augum að taka á ykkur ábyrgð á því að færa niður afla ár eftir ár útá fiskveiðijöfnuna með öllum stuðlum sínum óvissum? Fór það alveg fyrir ofan garð og neðan, að þið væmð að ákveða lífsafkomu þjóðarinnar í reiknings- dæmi ykkar? 11) Höfðuð þið aldrei neitt við fiskveiðihringlínuna að athuga, s'tungið var sirkli niður í landakort- ið mitt og dregin hringlína, sem síðan gilti sem afmörkun fískislóða, þótt hún væri ekki í nokkm sam- ræmi við göngu físks á slóðinni og Þorvaldur Gylfason „Innflutningsbann er skattur í þeim skilningi, að almenningur er knú- inn til þess að greiða hærra vöruverð en þörf krefiir. Bann við inn- flutningi ódýrra mat- væla er sérstaklega óhagkvæmur og órétt- látur skattur.“ uðmáli, hvor leiðin er farin, því að innflutningsbann er mjög óhag- kvæmur og óréttlátur skattur. Eða hvað fyndist kjósendum, ef stjórnmálamenn styngju upp á því að leggja 34.000 króna skatt á hvert heimili í landinu á hveiju ári til þess að afla 2.100 milljóna króna í því skyni að varðveita 230 störf hefði í för með sér vannýtingu hluta slóðar, ofnýtingu annnars hluta og eyðileggingu þess þriðja. 12) Fannst ykkur ekkert at- hugavert við að hnappa öllum tog- araflota landsmanna saman á litlum hluta fiskislóðarinnar og skaka þeim þar til með dagskipunum, en láta í annan stað góða togslóð víða ónýtta? 13) Fannst ykkur aldrei neitt athugandi við það að gerðir væm út 400 bátar með 60 þús. nælon- og gimisnet á hrygningarslóðina sunnanlands. Og nú er fengsælasta fiskslóð landsins að stómm hluta dauð slóð. Kom ykkur aldrei til hugar, að ráðlegt væri að nýta Sel- vogsbankann með botnvörpu en ekki netum. Munduð þið ekkert, hvernig Bankinn nýttist áður fyrr með botnvörpusókninni? Fiskislóð deyr aldrei undan botnvörpu. Er það ekki undarlegt, að þið skylduð ekki ranka við ykkur, þegar þið höfðuð fyrir augum reynsluna af því að slóðin, sem allur togaraflotinn hnappaðist á vestra, hefur alltaf haldizt lifandi með góðum afla í 20 ár, en netaslóðin syðra að deyja, öll hefðbundnu netamiðin þar þegar dauð, og netabátar famir að sælq'a niður í landgmnnskant á 2—300 faðma dýpi með veiðarfæri sem er gmnnslóðarveiðarfæri og á ekki að nota nema mest á 40—50 föðmum, blóðsprengir fisk á dýpra vatni. Heyrði það undir „hagkvæmnis út- gerð“ hjá ykkur að reka sunnlenzku togarana vestur á Hala, sólarhrings stím, hvora leið, eða út á fjallaslóð- ina á Reykjaneshrygginn, en loka fyrir þeim Selvogsbanka og annarri góðri heimaslóð fyrir sunnanverðu Vesturlandi? 14) Þegar þið leitið kjörþunga físks í veiðum, hugleiðið þið þá aldr- ei, hvemig sá þungi henti markaðn- um? Ætlið þið að selja 8—14 ára fisk á markaði, sem gefur hæsta verð fyrir 4—5 ára fisk og þaðan af yngri? Viljið þið sjálfír borða rolluket i stað dilkakets? Ég efast ekki um, að þið vitið, að það er millifískurinn, sem hefur skapað hið góða álit á íslandsfiski. Á þessum fiski byggðust upp frysti- og fersk- fisksmarkaðimir og reyndar vann íslenzki saltfiskurinn sig einnig í álit með sölu þess físks (Bíldudals- fískur og Vestíjarðafiskur al- mennt). við kartöflu-, eggja- og kjúklinga- framleiðslu, þannig að kostnaðurinn næmi ríflega 9 milljónum króna á hveiju ári á hvert starf að meðal- tali? Það þætti auðvitað fráleitt. Og þetta er einmitt það, sem stjórn- málamennirnir gera nú án þess að blikna. Og hvernig halda menn, að væri umhorfs á götum borgarinnar og vegum landsins, ef stjórnmálamenn hefðu ákveðið það einhvern tíma að heíja bílaframleiðslu hér heima í atvinnubótaskyni? Þá gæti venju- legur fjölskyldubíll hæglega kostað sjöföld árslaun verkamanns eða kennara eins og víða í Austur- Evrópu, enda væri áreiðanlega bannað eða þá að minnsta kosti ofboðslega dýrt að flytja erlenda bíla inn. Flestar Qölskyldur væm því bíllausar. Og stjórnmálamenn myndu áreiðanlega veija innflutn- ingsbannið af miklum sannfæring- arkrafti, alveg eins og þeir gera nú fyrir austan tjald, enda ækju þeir trúlega sjálfír um á innfluttum bílum á kostnað skattgreiðenda. Kjami þessa samanburðar er sá, að innflutningsbann er skattur, hvort sem banninu er beint gegn bílainnflutningi fyrir austan tjald eða innflutningi landbúnaðarafurða hér heima. Innflutningsbann er skattur í þeim skilningi, að almenn- ingur er knúinn til þess að greiða hærra vömverð en þörf krefur. Bann við innflutningi ódýrra mat- væla er sérstaklega óhagkvæmur og óréttlátur skattur, sem heldur hlífiskildi yfír óarðbæram atvinnu- rekstri og er þar að auki lagður á nauðþurftir almennings. Það væri hægt að bæta og jafna lífskjör fólksins í landinu mjög vemlega með því að afnema þennan skatt. Höfundur er prófessor. 15) Er það algert guðlast í ykk- ar augum, að framreikna verðmæti Vestmannaeyja smáýsunnar, sem þið ætlið nú að friða til hins fyllsta vaxtar? Ef rétt er að verð smáýs- unnar sé 150 kr. pr. kg. eða meira, þá hafíð þið náttúrlega reiknað, hvað það kostar að geyma þessar' 150 krónur í sjónum í fjögur ár með verðtryggingu og raunvöxtum, og hafíð reiknað út, hvaða verð þið þurfið að fá fyrir kg. af 6 ára ýsunni 1994, og gleymið ekki, að þessi ýsa tekur til sín fóður, og kannski um of frá annarri ýsu, sem hægir þá sinn vöxt og þessi með henni og verður ekki eins þung eins og þið ætlið. Kannski dauð? Það er margt að athuga í þessum fiskveiðum og margur reikningur flókinn og ég veit að mikill er ykk- ar höfuðverkur og mikill gangurinn við Skúlagötuna, þegar heilar ykkar og tölvumar em þar í fullum gangi. Það er margt fleira, sem maður þyfti að spyija ykkur að, því að margur hefur nú verið gangurinn í fískveiðistjórninni um árin, en það reiðileysi heyrir ekki allt undir ykk- ur, og læt þá lokið mínum spuming- um og sný mér að hugleiðingum. ★ Maður vill ekki trúa því, að þið látið fara fyrir ykkur eins og stall- bræðmm ykkar í Kanada og Nor- egi, sem reyndu að apa ykkar stefnu og hafa nú leitt ördeyðu yfír sínar þjóðir og segja svo: „Við skiljum bara ekkert í þessu.“ Þið emð bún- ir að reikna fiskveiðarnar hér í afla- leysi en eigið spöl eftir í ördeyðu og getið því snúið af stefnu ykkar. Þið sjáið hvað stjómvöld ætla að gera. Þau ráðast á fískiflotann til minnkunar og ætla að búa til kreppu útá aflabrögð ykkar. Svo emð þið búnir að narra eymingja háskólamennina til að fara með alla ykkar fiskveiðistuðla inní fískveiði- líkön, sem ekki er heil brú í og komnir með líkön sín inná Alþingi. Maður hefði nú haldið að það væri ekki af því góða að auka álagið á fískveiðiheilana þar. En þeir hafa ráð undir hveiju rifí, þingmennirnir okkar, nýkomnir úr útlandinu, og fullir kunna flest ráð, þeir afgreiða þann útreikning um fiskiflotann, líkt og hinn fiskifræðilega útreikn- ing, nema nú kemur „háskólamenn segja það“, og svo snúa þeir sér að vaxtamálunum á ný. Það er undarlegt með Alþingismennina, að ef hagfræðingar segja eitthvað, þá vantar ekki reikningsheilana á þingi og gagnrýnina og hafa þó hagfræð- ingar miklu traustari heimildir að vinna úr um þjóðarbúið en" fiski- fræðingar í sínum sjávarbúskap og það hefur verið komið á fót hverri hagfræðistofnuninni af annarri til að gagnrýna hver aðra um álit á þjóðarbúskapnum, en í fískbú- skapnum, undirstöðu þjóðarbúskap- arins, annast ein stofnun hérlendis allt sitt sjálf, hefur algert sjálfdæmi um allar sínar gerðir og ákvarðan- ir, mælingar, útreikninga og áætl- anir, og ef nefndur er fískveiðistuð- ull við Alþingismann, þá lokast hann og starir á mann tómum aug- um, nema það örlar á skelfíngu, eins og hann haldi, að maður ætli að fara að ræða við hann um af- stæðiskenningu Einsteins. Þetta er einhver bamsótti og reyndar með allri þjóðinni, það er eins og fólk haldi að útreikningar Hafrannsóknar heyri ekki undir mannlega skynsemi, sem er nú kannski rétt, en það mætti þó kíkja á þá með mannlegri skynsemi, þess- ari, sem þykir duga vel á hagfræð- ingana. Én svona er nú þetta í físk- búskapnum: „Fiskifræðingar segja það,“ og nú bætizt við: „Háskóla- menn segja það.“ Ef það er nokkur stofn sem þessi þjóð þarf að grisja, þá er það sér- fræðingastofninn, sá stofninn er löngu vaxinn úr sér. Sem fyrr hefur sagt verið er íslenzkt þjóðfélag búið að vera tií- raunaþjóðfélag þessara manna í hálfa öld. íslenzk alþýða verður að heimta að heilbrigð skynsemi sé á ný gerð hlutgeng í þjóðlífinu. Per- sónulega hef ég að vísu aldrei haft mikla trú á heilbrigðri skynsemi, hún reyndist oft illa á sínum blóma- tíma, en þó er líklega rétt að blanda henni meira í sérfræðingavitið en gert er. Fiskveiðistefnu Hafrannsóknar og fiskgeymslustefnu formanns LIÚ og sjávarútvegsráðherra verð- ur að vera lokið, ef þjóðin á ekki að fara.á hausinn. Én getur hún farið á hausinn? Hefur hún ekki alltaf verið á hausnum og kann þannig bezt við sig? Höfundur er rithöfundur. Gróður og fuglalíf eru viðkvæm í Viðey á þessum árstíma og því nauðsynlegt að þeir sem skoða eyna fari með gát. N áttúrufegur ð skoðuð í Viðey MEÐ vorinu gerist það nú æ algéngara að fólk komi út í Viðey til að ganga þar um og skoða og er það af hinu góða. Nokkuð skortir þó enn á, að eyjan skarti sínu fegursta. En þegar betur grær, kem- ur vel í ýós, hve fógur náttúrusmíð Viðey er og hve mikið þangað er hægt að sækja auk hinna sögulegu minja. Nú er varptíminn hafinn. Því ari hópum er erfítt að sinna þeim er þess óskað, að menn fari um til gagns. eyna með allri gát, uns ungar em Jafnframt skal á það minnt, að komnir úr hreiðram. Ráðsmanns- Viðeyjarstofa er leigð út til veit- hjónin í Viðey hafa alla umsjón ingareksturs. Þess vegna er ekki með varpinu og eggjataka er hægt fyrir almenning að skoða stranglega bönnuð almenningi. hana hvenær sem er. Þeir, sem Það hlýtur að vera Reykvíking- ekki fá sér þar veitingar, ei> vilja um og öðmm kappsmál, að gróður skoða stofuna, þurfa því að óska og dýralíf — allt lífríki eyjarinnar eftir tíma hjá staðarhaldara og fá — fái sem nærfærnasta umönnun . fylgd hans. Skrifstofa staðarhald- og umgengni. ara er í Sundaborg 1, 104 Forstöðumönnum skóla skal Reykjavík, og er sérstakur bent á að ekki er æskilegt að koma' símatími kl. 9-10 virka daga. í skoðunarferðir með Stærri hópa (Fréttatilkynning frá Viðeyjarstofu) í einu en 60—70 manns. Fjölmenn-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.