Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989 Reuter 40 ára afmæli Þýska Sambandslýðveldisins Vestur-Þjóðveijar minntust þess í gær að 40 ár eru liðin frá stofiiun lýðveldis sem reist var á rústum Þriðja ríkis Adolfs Hitlers. Við hátí- ðahöld í Bonn voru þessi í fremstu röð: Rita Siissmuth, forseti vestur-þýska þingsins (lengst til hægri), Riehard von Weizsacker, forseti og eiginkona hans Marianne, Helmut Kohl kansl- ari og eiginkona hans Hannelore. 24. maí 1949 gengu svokölluð Grundvallarlög í gildi I ríkinu nýja. Ekki var talað um stjórnarskrá því menn héldu í þá von að aðskilnaður Vestur- og Aust- ur-Þjóðveija væri tímabundinn og tilvera Sam- andslýðveldisins einnig. Weizsficker forseti sagði í ræðu sinni við hátíðahöldin í gær að sameining ríkjanna tveggja væri enn grund- vallarmarkmið Vestur-Þjóðveija. Panama: Sendinefiid M-Amer- íkuríkja fálega tekið Panama. Reuter. RÁÐAMENN í Panama tóku kuldalega á móti sendifulltrúum Sam- taka Mið-Ameríkuríkja, OAS, þegar þeir komu til Panama-borgar á þriðjudag. Hlutverk sendinefndarinnar er að miðla málum í landinu en sérstakt þing OAS, sem kallað var saman til að fjalla um stjórn- málaástandið í Panama, lýsti því yfír að kosningarnar 7. maí síðastlið- inn væru ógildar. Ríkisstjóra Panama hefur sakað samtökin um íhlut- un í innanríkismál Panama. Stjómarliðar og sljómarandstæð- ingar í Panama sögðu að ljóst væri að sendifulltrúum gæfist lítið svigr- úm til miðla málum. Sendinefndin var sett á laggimar eftir að þing Samtaka Mið-Ameríkuríkja for- dæmdi kosningasvik Manuels Nori- ega hershöfðingja. Henni var falið það verkefni að tryggja „að stjómar- skipti fæm fram með „fullu tilliti til vilja Panamabúa sem sjálfstæðrar þjóðar." Ríkisstjóm Panama lýsti því yfir við komu sendinefndarinnar að hún fagnaði fmmkvæði OAS ef það mætti verða til þess að leiða í ljós að íhlutun Bandaríkjamanna í Pa- nama væri undirrótin að stjómar- kreppunni í landinu. Stjómarandstæðingar hafa kraf- ist þess að sendinefndin viðurkenni sigur sinn í kosningunum og höfn- uðu þeir jafnframt stjórnarsamstarfi við ríkisstjóm Manuels Solis Palma sem nýtur stuðnings Noriega hers- höfðingja. „Þjóðin sagði hug sinn allan. Við unnum. Hví skyldum við semja við þá sem biðu lægri hlut?“ sagði Guillermo Ford, varaforseta- frambjóðandistjórnarandstæðinga. Noriega sagði í viðtali við dagblað í Panama á þriðjudag að fjandsam- leg afstaða OAS til ríkisstjómar Panama væri til komin vegna þrýst- ings frá Bandaríkjamönnum. Sendifulltrúar OAS, sem em ut- anríkisráðherrar Ekvadors, Guate- mala og Trinidads ásamt aðalritara Samtaka Mið-Ameríkuríkja, Joao Baena Soares, áttu fund með Manu- el Solis Palma, sitjandi forseta, á þriðjudag. Talsmaður OAS sagði að sendifulltrúamir myndu einnig hitta fulltrúa stjómarandstöðunnar og hersins í heimsókn sinni sem lýkur í dag, fimmtudag. Fundur Arababandalagsins í Marokkó: Deilt um tilverurétt Israels- ríkis og* málefiii Líbanons Casablanca. Reuter. LEIÐTOGAR ríkja Arababandalagsins ræddu í gær veru sýrlenska hersveita í Líbanon og málefiii PaJestínumanna á hernámssvæðum ísraels. Fundur Arababandalagsins fer að þessu sinni fram í Casa- blanca í Marokkó en þetta er í fyrsta skipti frá árinu 1979 sem Egyptar taka þátt í slíkum viðræðum. Sýnt þykir að Egyptar fari nú fyrir þeim hópi ríkja er telja að taka beri upp hófsamari stefnu gagnvart ísraelum. Þótti þetta raunar koma skýrt fram i ræðu er Hosni Mubarak, forseti Egypta- lands, flutti við upphaf fundarins en hófstilling einkenndi málflutning hans. Mubarak hvatti og til þess að erlendar hersveitir í Líbanon yrðu kallaðar heim en gætti þess að nefna ekki Sýrlendinga á nafn. Fundurinn í Casablanca þykir sögulegar fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta skipti frá því Egyptar og ísraelar gerðu með sér friðar- samning árið 1979 sem Egyptum er boðið að taka þátt í viðræðum á þessum vettvangi. Hefur Mubarak þegar átt viðræður við helstu fland- menn sína innan bandalagsins, Hafez al-Assad Sýrlandsforseta og Muammar Gaddafi Líbýuleiðtoga. Fréttaskýrendur telja ólíklegt að fundurinn skili beinum árangri en benda hins vegar á að þátttaka Egypta marki tímamót ekki síst í ljósi þess að öfgafull stefna Sýrlend- inga og Líbýumanna njóti sífellt minna fylgis innan bandalagsins. Almennt er búist við því að mál- efni Líbanon verði einkum til um- ræðu á fundinum en gert er ráð fyrir að honum ljúki í dag, fimmtu- dag. Fulltrúar Jórdaníu og Frelsis- samtaka Palestínu (PLO) sögðu í gær að hófsamari ríkin vildu að sendar yrðu friðargæslusveitir til Líbanon. Væri gert ráð fyrir því að sveitir þessar aðstoðuðu herafla Sýrlendinga eða kæmu í stað sveita þeirra í landinu. Ólíklegt er talið að tillaga þessi nái fram að ganga. Frá því í janúarmánuði hafa ut- anríkisráðherrar sex Arabaríkja freistað þess að sætta stríðandi fylkingar í Líbanon en sú viðleitni hefur engum árangri skilað. Tvær ríkisstjómir eru nú við völd í landinu og frá því í mars hafa um 350 manns fallið í bardögum milli krist- inna manna og múslima sem njóta stuðnings Sýrlendinga. Þegar hafa verið lögð drög að ályktun varðandi sjálfstæðiskröfur Palestínumanna á hemámssvæðum ísraels. í henni er almennt tekið undir stefnu Yassers Arafats, leið- toga PLO, en hann hefur bæði for- dæmt skipulega hryðjuverkastarf- semi og viðurkennt tilvemrétt ísra- elsríkis. Utanríkisráðherra Sýr- Iands, Farouq al-Shara, lýsti því hins vegar yfir í gær að Sýrlending- ar myndu leggjast gegn hvers kyns viðurkenningu á tilvemrétti ísraels í lokaályktun fundarins. Kvaðst ráðherrann einnig telja það ótíma- bæra ályktun að samskipti Sýrlend- inga og Egypta væra á ný komin í eðlilegt horf. Reuter Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestinu (PLO), og Muamm- ar Gaddafi Líbýuleiðtogi ræðast við á fundi Arababandalagsins í Casablanca. ERLENT Sjónarmið kínversks námsmanns: Berjumst þar til lýðræði er fengið — eftirWangDan Grein sú sem hér fer á eftir hefur undanfarið birst í blöðum viða um heim. Höfundur hennar er einn þeirra kínversku náms- manna, sem hafa risið gegn stjórnvöldum í Peking. f greininni leitast hann við að skýra það, sem fyrir mótmælendum vakir. Frá því í ópíumstríðinu 1839 hef- ur Kína mátt þola, að innrás hefur verið gerð í landið, efnahagslíf þess hefur verið lagt í rúst og þjóðfélagið orðið upplausn að bráð. Þetta og fleira hefur sett mark sitt á þjóðina, sem í Iandinu býr og var einu sinni þekkt fyrir heilbrigði. í þau 40 ár, sem kommúnista- flokkurinn hefur verið við völd, hefur nokkur árangur náðst í áætlana- gerð. En tilkostnaðurinn hefur verið ærinn: stöðu menntamanna hefur hnignað ógnvænlega, stöðnuðu efnahagslífi fer aftur með hveijum deginum, og upplausn ríkir í þjóð- félaginu. Og það, sem þungvægast er: Fólk hefur verið svipt lýðræði, frelsi og mannréttindum. Hvem einasta Kínveija, einkum af uppvaxandi kynslóð mennta- manna, dreymir um, að velsæld fái að þrífast og dafna í landinu. En við gemm okkur jafnframt ljóst, að engu verður þar hnikað í framfara- átt, nema hafist verði handa um að koma á umbótum í stjómmálum. Stjómmálaumbætur munu að sjálf- sögðu koma við hagsmuni kommúni- staflokksins, sem öllu ræður. Þess vegna er erfitt að hugsa sér, að flokkurinn beiti sér fyrir umbótum, enda hefur hann alls ekki gert það. Vegna þessara aðstæðna fannst okkur óhjákvæmilegt að stofna lýð- ræðishreyfingu á breiðum gmnni í því skyni að upplýsa hinn almenna borgara. Árangurinn er sú lýðræðis- bylgja, sem heiminum er nú kunn og stjómvöld fá ekki staðið á móti. Lýðræðisáætlunin hefur verið rædd fram og aftur meðal fijáls- lynds fólks á undanfömum ámm og þróast hægt og sígandi. Og svo vill til, að á árinu 1989 er 70 ára af- mæli 4. maí-hreyfmgarinnar og 200 ára afmæli frönsku byltingarinnar. Enn einu sinni hefur þrá Kínveija eftir lýðræði, mannréttindum, frelsi og jafnrétti, sem enginn gmndvöllur Reuter Höfiindur greinarinnar segir námsmenn beijast fyrir sljórnmála- kerfi með vestrænu sniði og lausn undan úreltri hugmyndafræði. Hér sjást kínverskir námsmenn halda á lofti mynd af Frelsisstyttunni. hefur verið fyrir í landi þeirra, verið vakin. Nýja upplýsingarhreyfingin er til- raun menntamanna til að beijast. fyrir lýðræði og hrífa fjöldann með. Þetta hefur þegar gefið svo góða raun, að sama spumingin leitar á hugi margra: Hvemig getum við komið á lýðræði í Kína? Lýðræðishreyfingar hafa oftsinnis orðið til í Kína vegna óvæntra við- burða. Dauði Hu Yaobangs kveikti þann eldmóð, sem nú brennur i bijóstum ungra menntamanna. Þannig vaknaði sú þjóðlega lýðræð- ishreyfing, sem dregið hefur að sér athygli umheimsins síðustu vikur. Hún kqm eftirminnilega fram á sjón- arsviðið í síðasta mánuði, en átti rætur sínar í háskólum um gervallt landið. Við reynum á engan hátt að dylja markmið stúdentahreyfingarinnar. Það er að þrýsta á stjómvöld og fá fram breytingar í lýðræðisátt. Við óskum ekki heldur eftir að leyna þeirri staðreynd, að stjómmálaskoð- anir okkar em í nokkrum greinum ólíkar skoðunum stjómvalda og flokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.