Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989 Lífsbjörg í norðurhöfum: Grænfriðungar hyggjast steftia Magnúsi á Islandi Málaferli hafin í Englandi GREENPEACE-samtökin hyggjast höfða mál fyrir íslenskum dóm- stólum gegn aðstandendum myndarinnar „Lífsbjörg í norður- höfum“. Samtökin hafa þegar hafið málssókn í Englandi en hafa fallið frá málshöfðun í Danmörku. Telja grænfriðungar, að hofund- ar myndarinnar hafi í myndinni gerst sekir um falsanir, rangtúlk- anir og brot á reglun um höfundarrétt. Þrír fulltrúar Greenpeace eru nú staddir hér á landi og í gær héldu þeir blaðamannafund á Hót- el Borg til að kynna sjónarmið sín varðandi sjónvarpsmyndina „Lífsbjörg í norðurhöfum". Þar kom fram, að samtökin hyggjast höfða mál gegn aðstandendum myndarinnar, þeim Eddu Sverris- dóttur og Magnúsi Guðmunds- syni, fyrir falsanir, rangtúlkanir og brot á höfundarréttarreglum. Þegar hefur verið höfðað mál vegna myndarinnar í Englandi, en fallið hefur verið frá málaferl- um í Danmörku. Á fundinum kom fram, að Greenpeace-samtökun- um hefur ekki tekist að fá íslenska lögmenn til að taka þetta mál að sér. Grænfriðungar eru ósáttir við margt í myndinni. Þeir segja með- al annars, að höfundamir hafi fengið myndefni hjá samtökunum á fölskum forsendum. Þeir hefðu heldur ekki staðið við orð sín um að taka viðtöl við talsmenn sam- takanna vegna þessarar myndar, heldur sýnt gömul viðtöl, slitir. úr samhengi. Einnig telja grænfrið- ungar að í myndinni hafi með óeðlilegum hætti verið reynt að tengja samtök þeirra við ofbeldis- verk. Þeir segja enn fremur að þar séu ósannar fullyrðingar, eins og að vísindaveiðar íslendinga hafi hlotið viðurkenningu Alþjóða hvalveiðiráðsins. Talsmenn Greenpeace mót- mæla harðlega ásökunum í „Lífsbjörg í norðurhöfum" um að samtökin hafi sett á svið atriði við upptökur á áróðursmyndum gegn selveiðum og kengúruveið- um. Segja þeir meðal annars, að ruglað hafi verið saman tveimur myndum um kengúruveiðar, ann- ars vegar mynd Greenpeace en hins vegar mjmd Peters nokkurs Cunningham, þar sem kengúru- dráp hefði verið sett á svið. VEÐURHORFUR J DAG, 25. MAÍ YFIRLIT f GÆR: Vestlæg átt var á landinu, gola eða kaldi um norð- vestanvert landið, en annars stinningskaldi. Á Austfjörðum og á Suðausturlandi var léttskýjað, en skýjað og slydduél á víð og dreif í öðrum landshlutum. Hiti 4 til 9 stig. SPÁ: Vestan- og suðvestanátt um allt land. Víðast 3-5 vindstig. Skýjað en að mestu þurrt um vestanvert landið. Víða léttskýjað á Austurlandi. Hiti 4-9 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Fremur hæg vestan- og suðvestanátt. Smáskúrir við vesturströndina, annars þurrt og allyíða bjart veður. Hiti 4 til 8 stig vestanlands, en 7 til 13 stig um landið austanvert. TÁKN: O ► Heiðskírt y, Norðan, 4 vindstig: x Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Jllft Alskýjað / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma » * ■» •J 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir V Él = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur -ii Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 i gær að ísl. tíma hltl veöur Akureyri 6 skýjað Reykjavfk 5 skúr Bergen 16 skýjað Helsinki vantar Kaupmannah. 22 skýjað Narssarssuaq 3 léttskýjað Nuuk +0.- skýjað Osló 20 lóttskýjað Stokkhólmur 26 léttskýjað Þórshöfn 8 skýjað Algarve 18 skýjað Amsterdam 26 helðskfrt Barcelona 20 alskýjaö Berlln 24 heiðskfrt Chlcago 19 alskýjað Feneyjar 22 helðskirt Frankfurt 24 heiðskirt Glasgow 16 mistur Hamborg 24 heiðskírt Las Palmas 20 skýjað London 26 skúr Los Angeles 14 skýjað Ltixemborg 24 heiðskírt Madríd 13 rigning Maltrfa 24 skýjað Mallorca 20 þokumóða Montreal 17 skúr New York 16 SÚId Orlando 22 þokumóða Parfs 28 léttskýjað Róm 25 heiðskfrt Vin 20 léttskýjað Washinqton- « skýjaá it , Morgunblaðið/Bjami Talsmenn Greenpeace á blaðamannafiindi á Hótel Borg í gær. Frá vinstri: Dr. Gerd Leipold, framkvæmdastjóri samtakanna í Vestur- Þýskalandi, Dr. Ros Reeve forvígismaður í baráttunni gegn hvalveið- um og Peter Melchett Iávarður, framkvæmdastjóri Greenpeace í Bretlandi. Fiskmarkaðurinn í Hafiiarfirði: 10,5 milljóna taj) á fyrsta starfsári TAP VARÐ á rekstri Fiskmarkaðarins í Hafiiarfirði 1988, fyrsta heila starfsár markaðarins, og nam það alls 10,479 milþ'ónum króna, að meðtöldum fjármagnskostnaði og afskriftum. Þetta kom fram á aðalfundi fyrirtækisins síðastliðinn þriðjudag. Einar Sveinsson fram- kvæmdastjóri segir helstu skýringu tapsins vera, að of lág þjónustu- gjöld hafi verið innheimt. Hann segir að reksturinn hafi rétt við á fyrsta þriðjungi þessa árs. Tap á rekstrinum, fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld, varð 986 þúsund krónur. Afskriftir námu 5,552 millj- ónum og fjármagnsgjöld 3,942 milljónum. 1988 seldi Fiskmarkaðurinn 16.381 tonn. Það eru um 32% af heildarsölu fiskmarkaðanna, sem var um 50 þúsund tonn. Söluverð- mætið var 563,4 milljónir króna, eða um 34% af heildarsöluverðmæti á mörkuðunum, sem var liðlega 1.600 milljónir króna. Alls voru seldir 55 vöruflokkar frá 417 seljendum. Einar Sveinsson segir það vera eina skýringu tap- rekstrarins, hve seljendur voru margir, auk þess sem gjaldtakan var vanmetin. Hann segir það vera til marks um kostnaðinn, að af 417 seljendum hafí 350 verið með um 12% af sölunni. Mikil vinna fari í að handfjatla svo margar og smáar sendingar. Síðan Fiskmarkaðurinn var stofnaður, 15. júní 1987, hafa verið seldar þar um 36.500 lestir af fiski fyrir um 1.250 milljónir króna, að meðtöldum fyrstu Ijórum mánuðum þessa árs. „Það hefur auðvitað verið reynt að bæta reksturinn, að fenginni reynslu síðasta árs,“ sagði Einar í samtali við Morgunblaðið. „Fyrstu §óra mánuði þessa árs virðist rekst- urinn koma nokkuð hagstætt út, við erum virkilega að rétta úr kútn- um. Við erum bjartsýnir á að þessi viðskiptaaðferð sé búin að vinna sér sess.“ Stjórn fyrirtækisins var öll end- urkjörin. Hana skipa Haraldur Jónsson, Guðrún Lárusdóttir, Jón FricHónsson, Hallgrímur Sigurðsson og ðskar Vigfússon. Stjómin mun sjálf skipta með sér verkum. Sýningin Vorið 1989 hefst í dag SÝNINGIN Vorið 1989 hefet í dag í Reiðhöllinni í Reykjavík. Auk ferða- og útivistarvamings, verður sérstök kynning á mat og drykk. Erlendir gestir sýna fimi sína á hjólabrettum og fiallareiðhjól verða kynnt sér- staklega. Á sýningunni verður flest það sem tengist sumrinu á einhvem hátt, segir í frétt frá aðstandend- um. Þar á meðal em ferðavörur, sumarhúsgögn, grill, garðvömr, reiðhjól, seglbretti, veiðivömr, tjaldvagnar, hjólhýsi, leiktæki og sláttuvélar. Fjórir breskir hjólabrettakappar munu sýna listir sínar og einnig verður sérstök kynning á fjalla- reiðhjólum. Meðal annars verður hindmnarkeppni á hjólunum og reiðhjólaferð um nágrennið á laug- ardag og sunnudag. Hijómsveitin Sex-menn mun skemmta alla sýningardagana, ásamt látúnsbörkunum Bjama Arasyni og Amari Frey Gunnars- syni. I anddyri Reiðhallarinnar verð- ur sérstök kynning á mat og drykk. Þar gefst tækifæri til að kaupa kjöt, sem unnið er eftir göniiúm og; nýjum verkunarað- ferðúm. Sýnendur em 30 talsins. Sýn- ingin verður opin klukkan 17 til 22 í dag, 13 til 22 á morgun og á laugardag og sunnudag klukkan 10 til 22. Löng skjálfta- hrína á Reykja- neshryggnum ÓVENJU langvarandi jarð- skjálftahrina, sem átti upptök á Reykjaneshryggnum um 550 km suðvestur af Reykjanestá, hófet aðfaranótt mánudags og stóð yfir í tvo sólarhringa. Að sögn Ragn- ars Stefánssonar, jarðskjálfta- fræðings á Veðurstofu íslands, mældust sjö skjálftar í hrinunni nálægt 5 á Richterkvarða. „Þetta var óvenjulega mikil skjálftahrina, en svona langvarandi hrinur era gjaman tengdar ein- hverri kvikuhreyfingu, og ekki er hægt að útiloka að neðansjávargos hafi orðið að þessu sinni,“ sagði Ragnar. Hann sagði það vera nokk- uð algengt að neðansjávargos yrðu á Reykjaneshryggnum, en vegna hafdýpis yrði þeirra ekki vart á 'yfírbófði sjáVar. ' ' *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.