Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989 Þoirablót efla samheldní Islendinga erlendis Ljósm/Ransy Morr. Frú Guðrún Martiny, fyrrverandi forseti íslendingafélagsins í Washington, aðstoðar sendiherralyónin firú Hólmfríði Jónsdóttur og Ingva S. Ingvarsson við val á þorramat. Washington. — Frá ívari Guðmundssyni. Það hefir farið í vöxt víða erlend- is, þar sem íslendingar dvelja, að efnt er til þorrablóta sem kallað er, er líða fer á veturinn. Fáar eru fómir færðar Ásum forfeðranna á þessum samkomum, nema ef vera skyldi að Æsum þóknist að sjá menn glaða og reifa í góðum f' lagsskap og gera mat sínum góð skil. Hitt þarf ekki að efa, að þorra- blótin efla samheldni íslendinga erlendis. Gömul kynni ættingja og vina eru endumýjuð og ný treyst. íslendingar hafa dreifst svo um víða veröld, að það er ekki vel stað- sett ból í neinni heimsálfu, ef þar finnst ekki fyrir íslenskur maður eða kona. Þegar ég var búsettur í Pakistan á vegum Sameinuðu þjóð- anna á sextugasta tugnum brá mér ekkert við er ég hitti kunnan Reyk- víking á þeim ámm, Sigurð Jónas- son, spígsporandi á einni aðalum- ferðargötunni í Karachi. í sömu borg kom hópur ungra íslenskra verslunarmanna við í Karachi á leið sinni frá Tókýó. íslensk kona, ættuð af Akranesi, kenndi strákun- um mínum fyrstu sundtökin þeirra í sundlaug Sundklúbbsins í Kar- achi. Hún var gift íslenskum verk- fræðingi, sem var í Pakistan á veg- um bandarísks fyrirtækis, sem hann vann hjá. Á þorrablóti hér í Washington í fyrra- vetur hittust systkinaböm, tvær íslenskar konur, á fimmtugsaldri, í fyrsta skipti á ævinni. Það eru vafalaust fleiri dæmi þessu lík að ættingjar hafa kynnst í fyrsta sinni á þorrablóti á erlendri gmnd. Hitt er vafalaust algengara að þorrablótin efla vin- áttu gamalla vina og kunningja, sem ekki hefðu haft tækifæri til að hittast ef þorrablótin væm ekki haldin. Þorramatur er aðdráttaraflið Það fer ekki á milli mála, að það er fyrst og fremst þorramaturinn, sem er aðalaðdráttarafl fólks að þorrablótunum. Blóðmör og svið, hangikjöt, harðfiskur og jafnvel kæstur hákarl, þegar vel veiðist. Virðulegar dömur í síðkjólum og stássaðar í bak og fyrir háma í sig kjamma eða rífa harðfisk úr roði. Karlamir haga sér eins og þeir væm komnir í réttir. Þá skortir þó tóbaksbauka forfeðranna eða silf- urdósir, svo ekki sé minnst á skro, sem ekki sést lengur meðal siðaðra manna, hvort heldur þeir era af íslensku eða öðm bergi brotnir. Þeir sem em komnir nokkuð til ára sinna sakna vafalaust sjálfskeið- ungsins til að geta gert kjamman- um sómasamleg skil. Og kristaltær glös hafa komið í stað vasapelans — á réttarveggnum — elsku vinur! Ókunnugir útlendingar eiga til með að spyija spuminga sem jafn- vel karlmenn sem konur hika við að svara: „Hvað em þessir egglög- uðu bitar?“ spyija þeir, sem ekki þekkja súrsaða hrútspunga. — Æ, ég gleymdi að þeir em víst hrað- frystir nú til dags. Veraldarvanir landar, sem þekkja inná útlent mál og venjur, em ekki á flæðiskeri staddir að greiða úr þeirri spumingu. „Þið kallið þetta víst sjálfír „fjallaostr- ur“, „eða lambasteikt" (lambfries). Þetta lostæti fæst nú ekki hjá McDonald, ekki ennþá að minnsta kosti. Jæja, þá fékkst svar við því hvað hrútspungarnir heita í út- landinu. Sumir útlendingar, sem sjá sviðakjamma á borðum í fyrsta sinn, eiga bágt með að horfa á kjammana án þess að láta bera á undran sinni. En menn venjast kjömmunum furðu fljótt og læra átið áður en langt um líður. Þegar ég var í Danmörku á seinni helmingi fímmta tugs aldar- innar sendi móðir mín mér oft ósoð- in svið. Ég gleymi því seint, er kona mín, sem er erlend og hafði aldrei séð svið er við giftumst, sá kjamma í fyrsta sinni. Þegar fyrsta kjammasendingin kom til Hafnar fór ég niður að höfn, þar sem Gull- foss lá við festar, og sótti pakkann sjálfur. Er ég kom heim var konan mín ekki heima. Ég gat hins vegar ekki beðið að bragða sviðin. Setti pott á hlóðir og fór að sjóða. Þegar kona mín kom heim fór hún að fusa, rann á lyktina sem kom henni spánskt fyrir sjónir. Lyfti pottlok- inu af sviðapottinum og rak upp undrunarhróp. Hún gat ekki trúað sínum eigin augum! Hún sagði mér síðar að hún hefði verið sannfærð um, er hún sá sviðin, að Islending- ar væm' villimenn og hún hefði gifst einum þeirra. Hún vandist aldrei sviðum og snertir þau ekki enn þann dag í dag. Ekki harma ég það, því það kemur þess meira í minn hlut. Margir sækja langt að Þorrablótin em að sjálfsögðu fjölmennust í stærri borgum hér vestra t.d. í_ New York og Was- hington. En íslendingar, ættingjar þeirra og vinir sækja oft þorrablót- in langt að og telja ekki eftir sér sporin. Það er siður á fjölmennari þorrablótum að fengin er hljóm- sveit frá íslandi til að leika fyrir dansi. Vinsælar íslenskar hljóm- sveitir em taldar ómissandi á þorrablótasamkomum. Það væri freistandi að nefna nöfn í því sam- bandi, en það er hætt við að ekki sé hægt að gera það, nema að mismuna einhveijum sem ætti skil- ið að vera þar nefndur með þakk- læti fyrir komuna. Hjá hinu verður þó ekki komist, að þakka þeim, sem hafagert þess- ar miðsvetrarsamkomur Islendinga í útlöndum mögulegar. Er þá fyrst að nefna Flugleiðir og stjórn þeirra, sem aldrei hafa bmgðist þegar leit- að hefír verið til þeirra um flutning á hljómsveitum og oft á matvælum í hófin. Þá mætti heldur ekki gleyma hlut Þorbjöms Jóhannessonar í Kjötbúðinni Borg, sem um árabil útbjó þorrablótsmatinn fyrir íslend- inga erlendis, — og gerir vonandi enn — af kunnáttu og rausn. Fleiri matgerðarmenn munu nú koma við sögu í því efni. En Þorbjörn í Borg er eins og margir vita brautryðj- andi meðal kaupmanna á íslandi að hafa á boðstólum matvæli tilbú- in á borðið. Það fyrirkomulag kom sér vel þegar Reykvíkingar gátu ekki lengur skroppið heim úr vinnu til að matast, eða þeim var færður matur á vinnustað. Sá tími er að sjálfsögðu löngu liðinn. • V 7 » ORIÐ Jy Sýningin Vorið ’89 byrjar í dag með skemmtun og fróðleik fyrir alla. Á fjórða tug sýnenda með allt fyrir sumarið. FRÓÐLEIKUR í sýningardeildum kynnist þú öllu því helsta, sem teng- ist sumrinu. Þar eru ferðavörur, sportvörur, sumarhús, sumarhúsgögn, grill, gróður, hjólhýsi, tjaldvagnar, seglbretti, reiðhjól, veiðivörur, olíulampar, gosbrunn- ar og margt fleira. Nýjasti sportfatnaðurinn er sýndur á danssýningu hjá Dansnýjung Kollu, fjórum til sex sinnum á dag. BRESKIR HJÓLABRETTASNILLINGAR Alla sýningardagana munu fjórir breskir lyólabretta- sniliingar sýna listir sínar á sérstökum palli (,,Ramp“). Sýningarnar verða með stuttum hléum allan daginn. DANSSÝNINGAR ALLAN DAGINN Dansnýjung Kollu mun sýna sportfatnaðinn með til- þrifum á sviðinu. FJÖR Á SVIÐINU Látúnsbarkarnir Bjarni Arason og Arnar Freyr ásamt hljómsveitinni Sex-menn, sjá um tónlistina á sviðinu alla sýningardagana. FJALLAREIÐHJÓLIN ERU VINSÆL Vinsældir fjallareiðhjólanna hafa náð til íslands fyrir alvöru. Við kynnum þessa skemmtilegu íþrótt með að- stoð fjallahjólafrömuðar frá Bretlandi. Um helgina verður hindrunarkeppni á útisvæði með þátttöku sýningargesta. Einnig verður gestum boðið í reiðlyólaferð um nágrennið. Skilyrði fyrir þátttöku í þessari æyintýraferð er að viðkomandi hafi með sér eigið fjallahjól. Reiðhjólaferðin er á laugardaginn kl. 14 og stendur yfir í 5 tíma. Hindrunarkeppnin er á sunnu- daginn kl. 14. ÞÚ GETUR UNNIÐ SEGLBRETTI Aðgöngumiðar gilda sem happdrættismiðar, og eru vinningar m.a. seglbretti, fjallareiðhjól og hjólabretti. Dregið verður í lok sýningarinnar. MATUR OG DRYKKUR í fordyri Reiðhallarinnar verður kjötveisla og drykkj- arvörukynning, þar sem þú getur bragðað það nýjasta og gert góð kaup á kynningarverði. Sýningin Vorið ’89 í Reiðhöllinni 25.-28. maí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.