Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989 15 það má lyfta Grettistaki í þessum efnum með frjálsum samtökum. Einmitt þessa daga eru samtök áhugamanna á þessu sviði að kynna sérstakt ij'áröflunarátak. Ég er svo sannfærður um að þjóðin skynjar mikilvægi þessa, að við munum ná langt með þessum hætti. Við höfum hliðstæðu á ýmsum öðrum sviðum, þar sem samtök fólksins í landinu hafa gert stórátak á sviði heilbrigð- ismála og öldrunarmála, raunar miklu meira en stjómvöld hefðu megnað með almennri skattlagn- ingu. Ég vona að það takist að - mynda samstöðu þjóðarinnar á sama hátt um uppgræðshl lands- ins.“ Barátta fyrir athafhafrelsi — Ef við víkjum frá framtíðar- verkefnunum og lítum yfír sextíu ára sögu flokksins, er ljóst að mikl- ar breytingar hafa átt sér stað á íslandi á þessum tíma. Hvað af þessum breytingum þakka sjálf- stæðismenn sér helzt? „Það hafa orðið miklar breyting- ar í íslenzku þjóðfélagi. Fyrsta áherzluatriðið í stefnuskrá Sjálf- stæðisflokksins fyrir sextíu áram var fyrirheit um að ljúka sjálfstæð- isbaráttunni. Stofnun lýðveldis á íslandi stendur auðvitað upp úr öllu öðra, sem hefur gerzt á þessum tíma. Um hana var þjóðarsamstaða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur barizt fyrir athafnafrelsi, og með baráttu sinni á fyrstu áram flokksins kom hann í veg fyrir að einkaframtakið yrði barið niður. Hann hefur síðan haft forystu um það að draga úr höftum og auka frelsi, og það hefur með ótvíræðum hætti örvað at- vinnustarfsemina í landinu. Sjálf- stæðismenn höfðu framkvæði að samstarfí við erlenda aðila um orkufrekan iðnað, sem lagði grand- völlinn að því að við gátum farið að virlqa þá orku, sem felst í fall- vötnunum, með myndarbrag. Ólaf- ur Thors var forystumaður fyrir því að við hófum baráttuna fyrir stækk- un landhelginnar og í tíð Geirs Hallgrímssonar sem forsætisráð- herra var stigið lokaskrefíð í þeim efnum. Ég hef áður minnzt á þátt Bjama Benediktssonar í mótun ut- anríkisstefnunnar. Þetta era aðeins fáein dæmi, sem á hinn bóginn hafa skipt sköpum um þróun íslenzks þjóðfélags á þessum tíma.“ Meiri þungi í sókn sjálfstæðismanna — Þú segir að einn helzti þáttur- inn í starfí flokksins hafí verið bar- áttan fyrir athafnafrelsi og gegn höftum. Nú lítur út fyrir baráttu- tíma framundan hjá Sjálfstæðis- flokknum í sveitarstjómarkosning- um á næsta ári og í næstu þing- kosningum. Telur þú að enn vanti mikið á að baráttunni sé lokið? „Barátta sjálfstæðismanna eftir myndun þeirrar ríkisstjómar, sem nú situr, er að mörgu leyti harðari en hún hefur verið undanfarin ár, vegna þess að tveir sijómarflokk- anna hafa á undanfömum mánuð- um farið miklu lengra til vinstri en þeir hafa verið undanfama þijá áratugi. Með öðram orðum er verið að færa íslenzkt þjóðfélag til meiri miðstýringar og forsjárhyggju. Ríkisstjómin hefur lýst því yfír að það sé eitt helzta keppikefli hennar að hverfa frá almennt viðurkennd- um aðferðum við stjóm efnahags- mála í Evrópu. Hún hefur fyrirvara um grandvallaratriði í nýrri sam- þykkt Norðurlandaþjóðanna um efnahagssamvinnu og stjómin hef- ur fyrirvara um öll grandvallarat- riðin í hinni nýju efnahagssamvinnu Evrópuþjóðanna. Það er þess vegna verið að snúa hjólinu aftur á bak, og við slíkar aðstæður verða skilin í íslenzkum stjómmálum skarpari en áður. Mikilvægi samstöðu fijáls- lyndra borgaralegra afla er meira en fyrr. Það verður meiri þungi í sókn sjálfstæðismanna fyrir vikið, því að afturhaldssöm stjómar- stefna, sem tekur ekki mið af nýjum aðstæðum og breytingum í um- heiminum, leiðir íslenzkt þjóðfélag ekki til meiri hagsældar." Viðtöl: ÓÞS Morgunblaðið/Bjami Kjartan Gunnarsson. töluverðri kynningar- og útgáfu- starfsemi. „Við reynum að einbeita okkur að takmörkuðum verkefnum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur til dæmis alltaf lagt mikla áherzlu á það að gefa mikið út af grundvallarefni um stjómmál, og þar hafa samtök ungra sjálfstæðismanna staðið fremst. Þau hafa haft mikla og virka forystu um útgáfu á margvíslegu fræðslu- og upplýsingaefni um stjómmál, efni sem höfðar kannski ekki til allra, en fyrst og fremst til þeirra, sem hafa einhvem áhuga á stjómmálum." Kjartan tiltekur einnig útgáfu Flokksfrétta, sem era fréttabréf mið- stjómar og þingflokks Sjálfstæðis- flokksins, og tímaritið Stefni, sem Samband ungra sjálfstæðismanna gefur út 4-5 sinnum á ári. Þá sé umfangsmikil útgáfa tengd kosning- um. Bezta afmælisgjöfin að gerast styrktarmaður — Það hefur þótt brenna við að stjómmálaflokkar á fslandi væra í eilífum ijárhagskröggum. Hvemig gengur Sjálfstæðisflokknum að fjár- magna starfsemi sína? „Sjálfstæðisflokkurinn hefur í gegn um árin notið tekna i fyrsta lagi af happdrættum, sem hann hef- ur haldið úti, og í öðra lagi af fram- lögum stuðningsmanna. Einstök flokksfélög hafa fjármagnað starf sitt með auglýsingatekjum af útgáfu sinni og félagsgjöldum. Ég er þeirrar skoðunar að ef ekki verður mjög al- varleg breyting á næstunni á fjár- hagsafkomu okkar, þá eigum við ekki um nema annað af tvennu að velja; að draga mjög úr starfsemi flokksins, það er að segja skrifstofu- haldi, mannahaldi og kostnaðarsöm- um fundum og ráðstefnum, eða þá að við verðum að bætast í hóp þeirra sem telja að það sé eðlilegur þáttur í að viðhalda lýðræðiskerfínu í landinu að stjómmálaflokkar njóti styrkja af opinberu fé. Ég er sjálfur ekki talsmaður þeirrar hugmyndar. Mér er það hins vegar ljóst, til dæm- is eftir síðustu alþingiskosningar, þegar kosningabarátta allra flokka var með allt öðram og kostnaðarsam- ari hætti en nokkru sinni fyrr, að þær aðstæður, sem flokksmenn sjálf- ir búa Sjálfstæðisflokknum í fjármál- um, era óviðunandi. Fé til flokks- starfsins getur ekki komið frá öðram en flokksmönnum, og ef þeir gera jafnmiklar kröfur til virkni í flokks- starfinu og þeir gera, verða þeir líka að taka á sig þær fjárhagslegu byrð- ar, sem því fylgja. Meðal annars vegna þessa erum við að fikra okkur inn í nýtt kerfi til fjáröflunar og höfum tekið upp svokallað styrktarmannakerfi. Þar leggjum við áherzlu á að ná til sem flestra einstaklinga í flokknum og fá þá til að skuldbinda sig til að greiða tiltekna fjárhæð, helzt mánað- arlega, til flokksins. Með þessu kerfi býðst gott og einfalt tækifæri til að styrkja flokkinn, þar sem hver og einn greiðir lága fiárhæð, en margir Flokkurimi á að vera opin og lýðræðisleg flöldahreyfing - segir Inga Jóna Þórðardóttir, formaður framkvæmdastjórnar ÞÓTT „andlit" Sjálfstæðisflokksins út á við séu kannski helzt foringjar flokksins á þingi og í sveitarstjómum, hafa þeir að baki sér um 25.000 flokksbundna sjálfstæðismenn í 140 flokksfélögum og samtökum. Á þessu fólki og störfum þess byggir Sjálfstæðisflokkurinn, segir Inga Jóna Þórðardóttir, formaður framkvæmdastjómar flokksins. „Grunneiningamar eru flokksfé- lögin, sem starfa um land allt. Ein- stök flokksfélög sameinast síðan í fulltrúaráðum, sem ná yfír sýslur eða bæjarfélög. Fulltrúaráðin mynda svo saman átta kjördæmisráð, sem stjóma flokksstarfinu í kjördæminu og ákveða framboðslista. Starfíð byggist auðvitað fyrst og fremst á grunneiningunum, flokksfélögunum, og virkni þeirra. Þar er meginþungi flokksstarfsins, og svipur þess fer mikið eftir því hvemig þessi félög starfa. Félögin hafa skipzt eftir aldri og kynjum að hluta til. Þannig era starfandi félög ungra sjálfstæðis- manna, félög sjálfstæðiskvenna og félög launþega í flokknum, auk hinna almennu félaga. Landssambönd ungra sjálfstæðismanna, sjálfstæðis- kvenna og launþega inna einnig mik- ið starf af hendi, einkum skipulagn- ingu og upplýsingastreymi milli fé- laganna. Reynslan á undanfömum áram hefur hins vegar sýnt okkur að starfíð gengur þvert á þessa skipt- ingu. Félögin starfa saman í æ ríkari mæli, þótt hvert um sig haldi sínum sérkennum." Áhríf flokksmanna margvísleg Inga Jóna segir að áhrif almennra sjálfstæðismanna í flokksfélögunum séu margvísleg. „Það er hægt að hafa áhrif á stefnumörkun, til dæm- is í sínu bæjarfélagi með því að taka þátt í undirbúningi flokksfélaganna fyrir sveitarstjómarkosningar. taka þátt í því. Við höfum hvatt fólk til þess að gerast styrktarmenn, og það má segja að bezta afmælisgjöf- in, sem hver einstakur flokksmaður geti gefið flokknum, sé að leggja sitt af mörkum í styrktarmannakerf- ið.“ Meðbyr skilar sér í flokksstarfíð Kjartan segir að sá meðbyr, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft í skoðanakönnunum undanfarið, hafi skilað sér inn í flokksstarfíð. „Það er léttara yfír hlutunum og auðveld- ara að fá ýmsu framgengt þegar flokkurinn er í sókn, ýmist í skoðana- könnunum eða hefur unnið góða sigra í kosningum. Flokksstarfið er að mínum dómi óendanlega mikil- vægur grunnur fyrir Sjálfstæðis- flokkinn, en ég held að það sé ekki lengur hægt að draga samasem- merki milli öflugs flokksstarfs og góðs árangurs í kosningum. Það ræður ýmislegt fleira. Stjórnmálin hafa færzt svo miklu nær hveijum og einum; menn eru með stjóm- málamennina nánast í stofunni hjá sér á hveijum degi og það hefur breytt mikið öllu þessu starfi. Það er ekki lengur þannig að menn fari í Varðarhúsið til þess að hlusta á útvarpsumræðu af því að þeir eigi ekki útvarpstæki. Það er ekki heldur þannig að félagsstarf á vegum stjómmálaflokks sé eina félagsstarf- ið sem býðst, kannski fyrir utan starf 5 söfnuði eða íþróttafélagi eins og var áður fyrr. Öðram afþreyingar- möguleikum hefur fiölgað, og það leiðir af sjálfu sér, að þátttaka hins almenna flokksmanns í starfínu hef- ur minnkað. Meðal annars vegna þessa er aukin þörf fyrir öflugt starf, sem haldið er uppi af launuðu starfs- fólki. Það er hins vegar áhugamál allra flokka að auka starf almennra flokksmanna." Flokksfélögin hafa líka áhrif á val frambjóðenda fyrir kosningar. Á allra síðustu árum hefur tilhneiging- in orðið sú að færa prófkjörin meira í hendur þeirra, sem era flokks- bundnir, og það má segja að um leið njóti þeir, sem kjósa að starfa í flokknum og skrá sig í hann, meiri áhrifa á gang mála. Ég er þeirrar skoðunar að á síðustu áram hafí þýðing flokksfé- laganna breytzt að sumu leyti, eink- um með tillití til þess, að félagsstörf- in, sem þau inntu áður af hendi, era ekki lengur til staðar í þeim mæli sem áður var. Fólk vill koma til starfa í Sjálfstæðisflokknum til þess að hafa áhrif á gang mála> til þess að fræðast og til að helga sig einu eða tveimur málefnum, sem það kýs fyrst og fremst að beina kröftum sínum að. Áður var starfíð almenn- ara, og þá þjónuðu sjálfstæðisfélögin því hlutverki að miðla upplýsingum. Þingmenn mættu á fundi ög sögðu skoðun sína á því sem var að gerast og menn skiptust á skoðunum á fundum. Þetta hefur auðvitað breytzt gífurlega með aukinni fiölmiðlun, þar sem fólk f ær þessar upplýsingar dag- lega.“ Flokkurínn opnaður í auknum mæli „Til þess að koma til móts við þessa breytingu, höfum við á síðustu misserum gert tilraun með að breyta málefnanefndum flokksins, sem starfa til hliðar við flokksfélögin. Málefnanefndimar hafa verið opnað- ar hveijum þeim, sem áhuga hefur á málefnum þeirra og vill leggja flokknum lið og starfa með honum. Nefndimar veita fólki nú alveg nýjan aðgang að flokknum. Fólk getur skráð sig til þátttöku í málefnanefnd- unum, einni eða fleirum og það hefur sýnt sig að það er gríðarlegur áhugi fyrir starfí með þessum hætti. Það á hins vegar eftir að þróast betur og er engan veginn komið í það horf, sem við viljum sjá. Engu að síður tel ég að með þessari breytingu séum við á réttri leið með að opna flokkinn mun meira." Fræðslu- og upplýsingamiðstöð opnuð í haust Inga Jóna segir að enn einn liður í því að opna flokkinn enn frekar, sé að koma upp fræðslu- og upplýs- ingamiðstöð, sem verði opin öllum í Valhöll daglangt. „Hér verður gagnasafn flokksins, bækur og upp- lýsingar, vinnuaðstaða fyrir fólk og starfsmenn sem gefa upplýsingar, þannig að menn eigi greiðan aðgang að flokknum. Stjómmálaflokkur er hvorki hús né skrifstofur, og það er eitt þýðingarmesta verkefni hans að vera opinn og aðgengilegur, þannig að fólk, sem vill fá upplýsingar um flokkinn og á hveiju afstaða hans til ýmissa mála byggist, eigi vettvang hér þjá okkur. Þessi fræðslu- og upplýsingamiðstöð mun taka til starfa í haust.“ Bæði flokksfélögin og málefna- nefndimar hafa mikil áhrif á gang mála á landsfundi, sem hefur æðsta vald í málum flokksins, að sögm Ingu Jónu. Málefnanefndimar undirbúa drög að ályktunum landsfundarins, sem síðan eru send félögunum til umfíöllunar, en síðan fá málefnda- nefndimar athugasemdir þeirra til athugunar. Félögin og fulltrúaráð þeirra kjósa svo fulltrúa á lands- fundinn, en hann er starfsvettvangur um 1.200 sjálfstæðismanna. Inga Jóna segir að í starfi mið- stjómar og framkvæmdastjómar flokksins hafi fræðslustarf verið Morgunblaðið/Bjami Inga Jóna Þórðardóttir, veigamikill þáttur. „Það er fyrst og fremst þjónustustarf við flokksfólk og flokksfélögin. Stærsti þáttur fræðslustarfsins er stjómmálaskól- inn, og það hefur sýnt sig að fólk hefur mikinn áhuga á honum. Inn í skólann kemur fólk á öllum aldri og úr öllum þjóðfélagshópum og fær innsýn í helztu málaflokka stjóm- málanna og þjálfun í ræðumennsku og félagsstörfum. Stjómmálaskólinn hefur að mestu verið rekinn hér í Reykjavík, en við erum nú að færa starfsemi hans út um land eftir því sem félögin vilja taka hann til sín. í annan stað era félögin aðstoðuð við útgáfustarfsemi, meðal annars með námskeiðum, en mörg félög standa fyrir staðbundinni blaðaútgáfu." Sjálfstæðisfélögin hafa í síauknum mæli snúið sér að sérstökum verkefn- um í sinni heimabyggð, segir Inga Jóna. „Þau annast hinn pólitíska starfsþátt heima í héraði. Hjá flest- um er mest vinna við sveitarstjómar-, mál og þau mál, sem era staðbundin og nálægt fólkinu. Nýlega var haldin sveitarstjómarráðstefna flokksins í Borgamesi, og í framhaldi af henni verður mikil vinna fyrir sveitarstjóm- arkosningamar á næsta ári. Þar kom fram, að meginmálin fyrir kosning- amar verða umhverfismál og at- vinnumál f'byggðarlögunum. Sjálf- stæðisfélögin vinna því að umbóta- málum í sínu nánasta umhverfi, og hafa í seinni tíð til dæmis lagt aukna áherzlu á starf í þágu aldraðra. Sjálf- stæðiskonur hafa undanfarin ár stað- ið fyrir skógræktarverkefnum, og nú í tilefni afmælisins standa félög ungra sjálfstæðismanna um allt land, undir forystu Sambands ungra sjálf- stæðismanna, fyrir landgræðslu- átaki, sem byggist fyrst og fremst á félögunum sjálfum." Flokkurínn byggður á valddreifíngu Inga Jóna segir að undanfarið hafi heyrzt ýmsar raddir um það, hvort skipulag flokksins sé nógu nútímalegt, og að það sé vel við hæfí á tímamótum eins og 60 ára afmæli flokksins að íhuga það, hveiju megi breyta. „Við verðum hins vegar að hafa það í huga að Sjálfstæðis- flokkurinn er íjöldahreyfing með um 25.000 félaga, og okkar skipulag verður að taka mið af lýðræðislegri uppbyggingu þannig að áhrif allra flokksmanna og einstakra flokksein- inga séu tryggð við allar meiriháttar ákvarðanir. Við breytingar, sem eiga að þjóna hagsmunum hagkvæmninn- ar, megum við þess vegna ekki fóma hlutverki flokksins sem lýðræðislegr- ar, opinnar fiöldahreyfíngar. Það má alls ekki breyta skipulaginu þannig að það verði samansöfnun valds. Þessi flokkur hefur ævinlega verið byggður upp á valddreifingu og sjálf- stæðum ákvörðunum, og það verður að tryggja áfram."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.