Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989 43 Vörumarkaðurinn hf. Kringlunni - simi 685440 í Kringlunni Sími 685440 0] Electrolux Ryksugu- tilbod Ljóðskáldið Böðvar Bjarki með ljóðflöskuna. Ljóðflaska Útgáfufélagið Alvitra hefur gef- ið út „yóðflöskuna" Tvo drengi. Tveir drengir er þriðja ljóðabók höfundarins Böðvars Bjarka. í fréttatilkynningu frá útgáfufé- laginu segir að líklega sé þessi ljóð- flaska sú eina sinnar tegundar í heiminum. Gripurinn sé þannig gerð- ur að bók sé felld inn í flösku, sem söguð hafí verið í tvennt. Flösku- helmingarnir séu festir á kápu bókar- innar þannig, að bókin verði ekki lesin nema tappinn sé tekinn af. Um bókina segir að hér sé á ferð- inni ljóðræn lýsing á ferðalagi tveggja drengja frá suðrænni ströndu norður til íslands. Sagt sé af hinum ýmsu ævintýrum og hrakn- ingum drengjanna tveggja á þessari löngu leið og kynnum þeirra af mönnum. Ljóðflaskan er gefin út í 35 eintök- um. GAGGENAU Vestur-þýsk hönnun og tækni í heimsklassa. Nú er ekkert vit í því að kaupa ekki það besta. z- 1150 WÖTT D-740 ELECTROIMIK Z-165 750 WÖTT Aðeins 1.500 kr. út og eftirstöðvar til allt að 6 mánaða. Hlutdrægur fréttaflutningur eftirPál V. Daníelsson Laugardaginn 22. apríl var þáttur í ríkisútvarpinu þar sem rætt var við menn um bjórsöluna og hvaða áhrif hún mundi hafa haft á heildameyslu áfengis. Talað var við útsölustjóra, sem taldi að það hefði dregið úr sölu sterkra drykkja og heildarsalan mundi vera svipuð og áður þrátt fyr- ir að milljón lítrar af bjór seldust fyrsta mánuðinn, sem hann var leyfð- ur. En fleiri menn komu fram í þætt- inum og höfðu þeir aðra sögu að segja og færðu fram marktæk dæmi þess að áfengisneysla hafí aukist og afleiðingamar ekki látið á sér standa. Fréttamenn með sín sjónarmið En ríkisútvarpið taldi sig þurfa að gera þessum þætti skil í kvöld- fréttum sama dag. Og hvað skeði þá? Jú, ummæli mannsins, sem taldi áfengisneysluna vera svipaða og áð- „En fleiri menn komu fram í þættinum og höfðu þeir aðra sögu að segja og færðu fram marktæk dæmi þess að áfengisneysla hafi auk- ist og afleiðingarnar ekki látið á sér standa.“ ur, vom tekin út úr og þeirra getið en ekki minnst einu orði á það, sem aðrir höfðu að segja. Um það var þagað. Varla telst þetta hlutlaus frét- taflutningur. Hvað er þá að gerast? Er fréttastofan svona háð bjórnum að ekkert orð megi falla, sem varpi skugga á neyslu mjaðarins? Það er að vísu ekkert nýtt að fjölmiðlamenn vinni á þennan hátt, en er það sam- kvæmt siðareglum þeirra? Mega þeir gera fréttir að einhliða áróðri eins og hér var gert? En 50% aukning? skoðum nú neysluna nánar. Milljón lítrar af bjór á mánuði eru 12 milljón lítrar á ári. Sé meðalstyrk- leiki bjórsins 5% að rúmmáli þá er sú neysla um 2,4 lítrar af hreinum vínanda á hvert mannsbarn á Is- landi. Nú var heildarneyslan sl. ár 3,35 lítrar á mann af hreinum vinanda. Tólf milljóna lítra neysla af bjór er þá um 72% af neyslu sl. árs. Þá eru 28% eftir. Halda menn að önnur áfengisneysla falli um nær 7t hluta? Varla. Við skulum segja að hún minnki um 20—25%, sem er verulegt. Gerist það og bjórsalan verði 12 milljóna lítra þá kemur heildameyslan af hreinum vínanda til að aukast um 50% á milli ára. Undir þrýstingi Það kemur mér ekki á óvart þótt fjölmiðlamenn séu undir miklum þrýstingi í sambandi við að stuðla að og veija hagsmuni ýmissa aðila. Vitað er að fíkniefnasalar, en áfengi er fíkniefni, reyna að gera fólk, sem áhrif getur haft, sér háð á einn eða annan hátt og þarf því fólk á miklum siðferðislegum styrk að halda til að standast slíkt. Margir gera það en aðrir falla og geta vart aftur snúið. Þetta hefur best komið fram í njósna- málum er gerist að sjálfsögðu á öðr- um sviðúm þótt ekki sé jafn áber- andi. Það er að minnsta kosti alveg ljóst að þeir sem hafa peninga og/eða völd eiga víða opnari dyr en allur almenningur. Þar gætu rismiklir flöl- miðlar komið til hjálpar og haldið margs konar spillingu í skefjurh. A.m.k. mega þeir ekki leggjast á sveif með henni, eigi vel að fara. Höfundur er viðskiptafræðingur. GAGGENAU VERÐLÆKKUN Þrátt fyrir verulega gengishækkun þýska marks- ins gera hagstæð innkaup okkur kleift að bjóða stórkostlega verðlækkun á takmörkuðu magni af GAGGENAU heimilistækjum. CHRYSLER IÆ RARON * GTS * 1989 Okkur lókst aó ná í nokkra LeBaron GTS á afsláttarverói meó eftirtöldum búnaöi 2,5 1 vél ■ ★ Framhjóladrií ★ Sjálískipting ★ Allstýri * Aílhemlar ★ Bein innspýting og tölvustýrð kveikja ★ Litað gler * Raldrifnar rúður * Raflœsingar * Rafdrifnir og upphitaóir útispeglar * Stereo útvarp með fjórum hátölurum og stöövarminni * Fullkomin og öílug miðstöö ★ Teppalögð íarangursgeymsla * íburðarmikil velourklœdd inmétting a Gólfskipting og stokkur milli íramsœta *15'1 „Low proíile" dekk á álíelgum ★ Sportfjöðrun með gasdempurum ★ og margt íleira ... JÖFUR HF NÝBÍLAVEGI 2 • SÍMI 42600 VERD AÐEINS KR. 1,198,900.00 JÖFUR - ÞEGAR ÞÚ KAUPIR BÍL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.