Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 25.05.1989, Blaðsíða 60
 SAGA CLASS i heimi hraða og athafna FLUGLEIDIR FIMMTUDAGUR 25. MAI 1989 VERÐ I LAUSASOLU 80 KR. Ríkisstjórnin; Aðeins svig- rúm til 2-3% fiskverðs- hækkunar MEIRIHLUTI ríkisstjórnarinnar telur að ekki sé svigrúm til fisk- verðshækkunar umfram 2-3%. Heimildir Morgunblaðsins herma að forsvarsmönnum fiskvinnsl- unnar hafi verið greint frá því að ríkisstjórnin sem slík gengi ekki í neina ábyrgð fyrir fisk- verðshækkun, sem þeir kynnu að semja um við sjómenn. Hall- dór Ásgrímsson, sjávarútvegs- ráðherra, sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki vilja tjá sig sérstaklega um framkomna kröfii um 8% hækkun fiskverðs. Hann sagði að um breytingar á fiskverði væri samið innan Verð- lagsráðs sjávarútvegsins. Það hefur verið rætt innan ríkis- stjómarinnar að sjómenn hafi í vet- ur fengið meiri hækkun en stefnt hafi verið að, eða um 9%. Forsætis- ráðherra og fleiri ráðherrar ríkis- sijómarinnar munu telja að með því hafi kjör sjómanna verið bætt til jafns við það sem gerðist á vinnu- markaðinum í landi. Verði um mikla fiskverðshækkun að ræða núna, séu forsendur þess að reyna að skapa fískvinnslunni viðunandi rekstrar- grandvöll brostnar. Halldór sagði, að ekki væri hjá því komizt að fískverð hækkaði eitt- hvað, en benti á að verð á físki hefði líklega hækkað meira að und- anfömu en lágmarksverð Verð- lagsráðs sjávarútvegsins gæfi til kynna. Hann sagðist heldur ekki vilja tjá sig um mögulegar breyting- ar á gengi, en benti á að Seðlabank- inn hefði heimild til 2,25% gengis- lækkunar, sem hann hefði ekki nýtt enn. Útsýnishúsið undir þak fyrir haustið Morgunblaðið/Ámi Sæberg Framkvæmdir ganga vel við útsýnishús Hitaveitu Reykjavíkur á Öskjuhlíð og segir Gunnar H. Kristinsson hitaveitusfjóri að húsið verði tilbúið nálægt áramótum 1990-91. í byrjun næsta mánaðar verður hafist handa við að reisa grindina fyrir hvolfþak hússins og segir Gunnar að með haustinu verði væntanlega búið að gleija og húsið þar með komið undir þak. Evrópubandalagið; Lokað fyrir innfliitning á íslensku kjöti eftir 31. mai EFTIR 31. maí næstkomandi verður ísland ekki á lista yfir þau lönd sem heimilt verður að flyfja út kjöt til Evrópubandalagsins, en leyfí hefúr verið fyrir útflutningi á 650 tonnum af kindakjöti á ári héðan til bandalagsins. Strauk af Litla—Hrauni FANGI strauk af vinnuhæl- inu á Litla-Hrauni um miðjan dag á þriðjudag og var ófiindinn um miðnætti í nótt. Hann er tæplega tvítugur, lágvaxinn, sterkbyggður, klæddur í dökkar buxur og gráa úlpu eða mussu. Talið er víst að fanginn hafi haft viðdvöl á Stokkseyri. Landbúnaðarráðuneytinu barst í gær tilkynning um þessa ákvörðun Efnahagsbandalagsins frá skrif- stofu utanríkisráðuneytisins í Brassel, sem fer með málefni Efna- hagsbandalagsins. Samkvæmt upp- lýsingum starfsmanns fram- kvæmdastjómar bandalagsins mun ástæðan fyrir því að útflutningur verður bannaður frá íslandi vera sú að upplýsingar, sem bárast héð- an varðandi eftirlit með slátraðu kjöti, til að ganga úr skugga um að það innihaldi meðal annars ekki hormónaefni, reyndust ekki vera fullnægjandi. Evrópubandalagið setti á sínum tíma reglur um að ekki mætti flytja inn kjöt til bandalagsins, sem væri framleitt þar sem leyfð væri notkun vaxtarhormóna í fóður. Að sögn Guðmundar Sigþórssonar, skrif- stofustjóra í landbúnaðarráðuneyt- inu, var þetta fyrst og fremst gert til að setja tæknilega viðskipta- hindran á Bandaríkin, en í fram- haldi af því hafí verið settar reglur, sem nái til allra landa. Gefinn var ákveðinn frestur til að gera Evrópu- bandalaginu grein fyrir því hvernig þessum málum væri háttað í hveiju landi. Guðmundur sagði að héðan hafi verið sendar ítarlegar skýring- ar á því hvemig framleiðslu á kjöti væri háttað hér á landi, þar sem öll aukaefni í fóður, lyf eða horm- ónaefni, eru stranglega bönnuð. Hann sagði að ef lokað yrði fyrir útflutning á íslensku kjöti til Evr- ópubandalagsins af ofangreindum ástæðum þýddi það að ekki yrði Fjögur stórfyrirtæki með hlutafjárútboð; Heildarsöluverð áætlað um 540 milljónir króna Flug’leiöir meö um helminginn í hlutafjárútboði sínu SAMTALS gætu boðist um 540 milljómr króna af nýju hlutafé í flór- um íslenskum stórfyrirtækjum á árinu og telja má líklegt að ein- hver hluti þess komi til sölu á almennum markaði, samkvæmt upplýs- ingum frá Hlutabréfamarkaðinum hf. Þannig era Flugleiðir nú að bjóða núverandi hluthöfum að skrá sig fyrir bréfum í hinu nýja hlutafjárút- boði félagsins. Þar era boðnar út 150 milljónir króna á nafnverði á genginu 1,80 og söluverðmæti þeirra bréfa er því um 270 milljón- ir. Sölugengi Flugleiðabréfa á markaði þessa stundina er 1,71. Hluthöfum er boðið að ganga frá kaupum bréfanna fyrir 19. júlí nk. og verði afgangur eftir að hluthafar hafa neytt forkaupsréttar munu Flugleiðir bjóða það hlutafé til sölu á almennum markaði. Samkvæmt ' upplýsingum H-Marks hafa fleiri fyrirtæki áformað hlutaijárútboð á árinu. Verslunarbankinn mun t.d. bjóða út um 100 milljónir af nýju hlutafé, Hampiðjan um 36 milljónir og Grandi um 50 milljónir. Þama bæt- ast því við um 270 milljónir að sölu- verðmæti við þær 270 milljónir sem Flugleiðir eru að bjóða. hægt að flytja þangað neitt kjöt, og útilokað að hugsa frekar um útflutning í framtíðinni. „Eftirlit með því hvort notaðir séu hormónar í fóðri er mjög dýrt, og þær rann- sóknir sem gera yrði væra ofviða fyrir þetta land, auk þess sem í raun væri fáránlegt að vinna þær hér, þar sem bannað er að nota þetta efni í fóður. Annars er það athyglisvert að núna þegar umræð- ur eru hér á landi um fijálsræði í innflutningi er verið að loka fyrir okkur markaði með tæknilegum viðskiptahindranum hjá Efnahags- bandalaginu.“ Þj óðhagsstofiiun: Samningarnir kosta ríkissjóð 2 milljarða ÞJÓÐHAGSSTOFNUN áætlar að kostnaður ríkisins vegna ný- gerðra kjarasamninga á almenn- um markaði og við ríkisstarfs- menn verði tæplega tveir millj- arðar. Stofnunin telur erfitt að svo stöddu að meta afkomuhorf- ur ríkissjóðs fyrir árið í heild, en þó vera ljóst að erfitt verði að ná settum markmiðum um 600 milljóna króna tekjuafgang. Þjóðhagsstofnun telur að þær skuidbindingar sem ríkissjóður tók á sig við gerð kjarasamninga Al- þýðusambandsins og Vinnuveit- endasambandsins í byijun mánað- arins kosti um 1,1 milljarð kr. Þar er um að ræða niðurfellingu lán- tökuskatts, vöragjalds á tilteknum vöram, hækkun á jöfnunargjaldi af innfluttum vöram, lækkun á skatti verslunar- og skrifstofuhúsnæðis, lengingu á bótatímabili atvinnuleys- istrygginga, aukningu niður- greiðslu búvara, aukningu á fram- kvæmdum við félagslega íbúðakerf- ið og hækkun á bótum almanna- trygginga. Þá er talið að kostnaður ríkisins vegna kjarasamninga við ríkis- starfsmenn ásamt hækkun lífeyris- greiðslna almannatrygginga muni kosta um einn milljarð umfram það sem ráð var fyrir gert í fjárlögum, en á móti þessum kostnaði koma auknar skatttekjur. Bíll fram af þverhnípi: Tveir menn slasast á Austfjörðimi TVEIR menn slösuðust er fólksbill fór út af veginum í Kambsnesskriðum milli Breið- dalsvíkur og Stöðvarfjarðar og féll allt að 100 metra niður í flöru, síðdegis í gær. Þeir voru fluttir á sjúkrahús í Reykjavík. Mennirnir vora á leið frá Breið- dalsvík til Stöðvarfjarðar en skrið- urnar eru Breiðdalsvíkurmegin á tanganum sem skilur firðina að. Bíllinn lenti út af veginum þar sem vegurinn er hvað hæst yfir sjó og er brött brekka niður. Annar mannanna lærbrotnaði á báðum fótum og mjaðmagrindar- brotnaði og gat félagi hans, sem meðal annars hlaut höfuðhögg og skurð á hnakka, dregið hann út þegar bíllinn nam staðar við flæðar- málið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.