Morgunblaðið - 25.05.1989, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 25.05.1989, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989 51 BRESKUR AÐALL Konungleg' klípa Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum eru synir Díönu prins- essu af Wales og Karls bretaprins, þeir William, sex ára, og Harry, fjögurra ára, töluverðir grallarar og er þá ekki of djúpt í árinni tek- ið. Báðir eru þekktir fyrir óknytti af ýmsu tagi og hnyttin tilsvör. Viðkvæðið hjá þeim eldri, sem kall- aður er „villti Villi“ er ekki félégt; „Ég skal drepa þig þegar ég er orðinn kóngur“. Og hana nú! Nýlega var hann á skólaferðalagi ásamt bekkjarfélögum og var meðal annars leikinn tennis dag hvern. Eins og meðfylgjandi myndir bera með sér var þó tennisíþróttin ekki alltaf efst í huga hans. Á góðviðris- degi einum tók hann sig til og gerði atlögu að afturenda kennslukon- unnar þar sem hún stóð og reyndi að siða aðra pottorma. Ekki fylgir sögunni hvort fokið hafi í kennslu- konuna en hinsvegar álykta sumir að nokkur grá hár hafi bæst á höf- uð foreldra hans þegar myndir þess- ar birtust í dagblaði. Sagt er að Harry, litli bróðirinn, gefí hinum eldri ekkert eftir í prakk- arakap. Reglulega birtast einnig myndir af pilti í dagblöðum og meðal annars ein er sýnir hann svipgóðan. Það vakti þó mesta at- hygli Breta að bamið var ekki í Fimm konunglegir fingur klípa... bílbelti en hann er í bifreið konungs- fjölskyldunnar. Það segir heldur enginn að auð- velt sé að ala upp tvo tápmikla drengi, þrátt fyrir að konungbornir séu. Ljósm/K.S. Kvennakór SigluQarðar í félagsheimilinu á Hvammstanga. Stjómandi er Elías Þorvaldsson. HVAMMSTANGI Siglfirðingar heimsækja Hvammstanga Sunnudaginn 14. maí síðastlið- inn var söngskemmtun tveggja kóra í félagsheimilinu Hvammstanga. Samkór Hvamm- stanga söng undir stjórn Guðjóns Pálssonar og kvennakór Siglu- fjarðar söng undir stjóm Elíasar Þorvaldssonar. Var þetta hin besta skemmtun. Guðjón Pálsson, sem verið hef- ur skólastjóri Tónlistarskóla Vest- ur Húnavatnssýslu, í nokkur ár, lætur nú af störfum og flyst til Eyjaíjarðar. Ráðin hefur verið í stað hans Elínborg Sigurgeirs- dóttir, sem nú síðustu ár hefur kennt við Tónlistarskóla Austur Húnavatnssýslu á Blönduósi. Fyrr í vor var einnig á Hvamm- stanga samsöngur karlakórs Ból- staðarhlíðahrepps og „Lóuþræl- anna“ sem er karlakór í V-Hún. Gestur þeirra tónleika var Ing- veldur Hjaltested. Karl. ORLOFSHÚS Á SPÁNI Viltu tryggja þér sólríka framtíð í hlýju og notalegu umhverfi við ströndina COSTA BLANCA, þar sem náttúrufegurðin er hvað mest á Spáni. Komið og kannið möguleikana á að eign- ast ykkar eigið einþýlishús sem staðsett er í afmörkuðu lúxus- hverfi LAS MIMOSAS. VERÐ FRÁ ÍSL. KR. 1.900.000,- AFBORGUNARKJÖR. Á og við LAS MIMOSAS er öll hugsanleg þjónusta sem opin er alla daga: Stórmarkaður, veitingastaðir, barir, næturklúbbar, diskótek, sundlaugar, tennis- og squashvellir, 18 holu golfvöllur, siglingaklúbbur, köfunarklúbbur o.m.fl. Þið eruð velkomin á kynningarfund okkar á Laugavegi 18, laug- ardaginn 27. maí og sunnudaginn 28. maí frá kl. 11.00-16.00. Kynnisferð til Spánar 31/5-7/6 uppseld. Næsta kynnisferð um miðjan júní. ORLOFSHÚS SF., Laugavegi 18, 101 Reykjavík, símar 91-17045 og 15945. J0TUL* arinofnar OF NORWAY ARINSETT - NEISTAGRINDUR GEís SKÓVERKSMIÐJAN IÐUNN LOKA-LOKAUTSALA Laugavegi91 (kjallara Domus) Kuldaskór Herraskór Dömuskór Spariskór Sumarskór Barnaskór Sportskór Inniskór Opið virka daga frá kl. 13 til 18. Laugardaga frá kl. 10 til 14. ALLIR SKOR A 500 TIL 1.000 KRONUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.