Morgunblaðið - 25.05.1989, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 25.05.1989, Qupperneq 59
KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI MEISTARALIÐA LYFJANOTKUN MORGUNBLAÐE) ÍÞRÓTTIR FIMMTUDAGUR 25. MAÍ 1989 ÍÞRÓm FOLK ■ RICKY Hill, leikmaður Lu- ton, hefur gengið til liðs við franska félagið Le Havre. Hill, sem er 30 ára, hefur leikið með Luton í fimmtán ár - alls 507 leiki. ■ ALAN Hansen, miðvörðurinn sterki hjá Liverpool, haltraði meiddur af velli í leiknum gegn West Ham á þriðjudag og óvíst er hvort hann verður með gegn Arse- nal á morgun. ■ NÝLIÐAR Gróttu í 1. deildar- keppni kvenna í handknattleik - hafa fengið góðan liðsstyrk. Katrín Friðriksen, landsliðskona úr Val, hefur gengið til liðs við Gróttu og einnig Sólveig Steinþórsdóttir, markvörður úr Haukum. ■ JÓHANNA HaUdórsdóttir, hinn gamalkunni leikmaður Fram, hefur hug á að leggja skóna á hill- una og einnig Ingunn Bernótus- dóttir, vinkona hennar úr Fram. ■ ÍSLENSKA landsliðið í knatt- spymu mun æfa f Kaupmannahöfn á laugardaginn. Haldið verður til Moskvu á sunnudaginn. Bon Johnson. Johnson vissi mætavel hvað var á seyði - segireinkaiæknir hans Jamie Astaphan, læknir kanadíska spretthlauparans Bens Johnsons, segir hlauparann hafa neytt steralyija sfðan 1981 og að Johnson hafi verið vel meðvitað- ur um hvað var á seyði. Astapahn kom í gær fyrir rann- sóknamefndina sem sett var á lagg- imar vegna hneykslisins er Johnson var sviptur gullverðlaunum í Seoul eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Astaphan sá um að gefa hlauparan- um lyfin frá því þeir hittust fyrst, 1983. Læknirinn sagði í gær að Jo- hnson hefði verið vel meðvitaður um hvað var á seyði. „Hann var alltaf mjög spurull," svaraði Astap- han í gær er hann var spurður hvort Johnson hefði gert sér grein fyrir eðli lyflanna og hveijar afleiðing- amar væru. „Hann sagði lyfjanotk- unina hafa gert sig sterkari og sneggri," sagði læknirinn um Jo- hnson. Hlauparinn hefur ætíð haldið því fram að ólöglegra lyfja hafi hann aldrei neytt, svo hann viti. 4.DEILD Arvakur sigradi Arvakur vann fyrsta leik sinn í C-riðli 4. deildar á gervigras- inu í Laugardal á þriðjudagskvöld. Liðið sigraði Hafnir með marki Guðmundar Jóhannssonar á sfðustu mínútu leiksins. Mikið rok var og knattspyman því ekki upp á það besta. Leikurinn fór fram kl. 22.00 sem er frekar óvenjulegur leiktími, en leikur Fram og Fylkis var settur á undan kl. 20.00. „GULLIT var frábær —.lék mun betur en ég hélt að hann gæti. Þegar liðið er í slíkum ham er það óviðráðanlegt. Við vissum að Steaua var gott, en við gáf- um mótherjunum aldrei tæki- færi,“ sagði Arrigo Saachi, þjálfari AC Mílanó, eftir 4:0 sig- ur gegn Steaua í úrslitum Evr- ópukeppni meistaraliða, en leikurinn fór fram Nou Camp velli í Barcelona á Spáni f gær- kvöldi. Þegar lið mitt er í slíkum ham er það óviðráðanlegt, sagði þjálfari AC Möanó Mfam FOLK ■ AC MÍLANÓ leikur venjulega í svörtum og rauðum peysum eins og Víkingur, en í gær var liðið í alhvítum búningi. Astæðan: Liðið sigraði síðast í Evrópukeppninni 1969 og lék þá í alhvítum búningi. ■ ÍTALSKA liðið sigraði Ajax frá Hollandi í úrslitaleiknum 1969, 4:1. Þá var Johan Cruyff í liði Ajax. Hann hefur eflaust verið á meðal áhorfenda á leikvangi Barc- elona, Nou Camp, í gærkvöldi, því hann er einmitt þjálfari liðsins. ■ MEIRA en 2.000 lögreglu- þjónar voru á vakt við völlinn í gær. Allir aðgöngumiðar voru sér- staklega skoðaðir til að fyrirbyggja að fólk færi inn á fölsuðum miðum, en 97.000 áhorfendur voru á leikn- um pg hegðuðu þeir sér óaðfínnan- lega fyrir, á meðan og eftir leik. ■ SIGURINN í gærkvöldi var sá stærsti í úrslitaleik Evrópu- keppni meistaraliða síðan 1974 er Bayern Miinchen vann Atletico Madrid með sömu markatölu í au- kaleik, en fyrri leikurinn hafði end- að 1:1. ■ STEAUA hefur verið ósi- grandi í síðustu 94 deildarieikjum í Rúmeniu — tapaði síðast fyrir þremur árum. IFK Gautaborg var eina liðið fyrir leikinn í gærkvöldi, sem hafði náð að sigra Rúmensku meistarana í vetur, vann fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópu- kepþninnar 1:0, en tapaði í Rúm- eníu 5:1. H RUUD Gullitt var greinilega vinsælastur allra á vellinum í gær. Allt ætlaði vitlaust að verða af fögn- uði á áhorfendapöllunum þegar hann kom út til að hita upp, og var honum klappað lof í lófa er hann haltraði af velli á 60. mínútu. ■ 80.000 áhorfendur komu frá ítaliu til að hvetja sína menn, en innan við 1.000 manns fylgdu Ste- aua frá Rúmeníu. Hollendingarnir kunnu, Marco Van Basten, Ruud Gullit og Frank Rijkaard, sem höfnuðu í þremur efstu sætunum í Iqöri knatt- spymumanns Evrópu á síðasta ári og voru í liði ársins, Evrópumeist- araliði Hollands, bættu enn einni rósinni í hnappagatið. Gullit og Van Basten skiptu mörkunum bróður- lega á milli sín og strax frá fyrstu mínútu var ljóst hvert stefndi. ít- alska liðið hafði mikla yfirburði og markvörður þess, Giovanni Galli, átti náðugan dag. „Þetta lið hefur frábærum leik- mönnum á að skipa og þeir sýndu sínar bestu hliðar — vora nær óstöðvandi. Við vorum hins vegar þreyttir, höfum leikið 11 leiki á 32 dögum, og náðum okkur aldrei á strik,“ sagði Anghel Iordanescu, þjálfari Steaua. Gullit, sem var í byijunarliði AC Mflanó í fyrsta sinn síðan í síðasta mánuði — hafði verið frá vegna meiðsla — gaf tóninn á 18. mínútu, en skömmu áður átti hann skot í stöng. 10 mínútum síðar skoraði Van Basten með skalla og Gullit bætti þriðja markinu við fyrir hlé — gull af marki, skot fyrir utan teig. Van Basten átti síðan síðasta orðið á 47. mínútu, gerði þá sitt 10. mark í keppninni. „Það er mikill heiður að vera hluti af þessu liði á þessum tíma, þegar því gengur sem best. Ég er mjög þakklátur öllum, sem hlut eiga að máli og tileinka þeim sigurinn,“ sagði Saachi þjálfari, en Iordanes- cu, þjálfari Steaua, sagði að Saachi ætti fyrst og fremst heiðurinn af frábæru spili Mílanó. — M m Reuter Frabær Hollendingurinn Ruud Gullitt var frábær í liði AC Mílanó í gærkvöldi. Hann hafði ekki verið í byrjunarliðinu síðan í april-mánuði vegna meiðsla, lék hins vegar í nokkrar mínútur í deildarleik á sunnudag og síðan frá byijun í gær. Yfirferðin var ótrúleg, Gullitt var aftastur í vöm og fremstur í sókn, skoraði tvö mörk og haltraði síðan af velli eftir 60 mínútur. Hafði svo sannarlega skil- að sínu og hampaði bikaraum sigurreifur að leikslokum. AC Mílanó - Steaua Búkarest 4 : O Evrópukeppni meistaraliða í knattspymu, úrslit, Nou Camp leikvangurinn í Barcel- ona á Spáni, miðvikudaginn 24. maí 1989. Mörk AC Mílanó: Ruud Gullit (18. og 39.), Marco Van Basten (28. og 47.). Áhorfendur: 97.000. Dómari: Karl-Heinz Tritschier frá Vestur-Þýskalandi. Lið AC Mílanó: Giovanni Galli, Mauro Tassotti, Alessandro Costacurta (Filippo Galli vm. 'a 75.), Franco Baresi, Paolo Maldini, Roberto Donadoni, Frank Rjj- kaard, Angel Colombo, Carlo Ancelotti, Ruud Gullit (Pietro-Paolo Virdis vm. á 60.), Marco Van Basten. Lið Steaua: Silviu Lung, Dan Petrescu, Adrian Bumbescu, Stefan Iovan, Nicolae Ungureanu, Iosif Rotariu (Petre Bunaciu vm. á 46.), Tudorel Stoica, Gheorghe Hagi, Daniel Minea, Marius Lacatus, Victor Piturca. KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ Ásgeir ekki með í Moskvu Morgunblaðið/Skapti Hallgrimsson Arie Haan, þjálfari Stuttgart, og Ásgeir Sigurvinsson glaðbeittir daginn fyrir UEFA-úrslitaleikinn gegn Napolí í síðústu viku. Haan var ekki hrifinn af því að Ásgeir færi til Moskvu, og fékk ósk sína uppfyllta. ÁSGEIR Sigurvinsson leikur ekki með landsliðinu gegn Sovétmönnum í heimsmeist- arakeppninni í Moskvu í næstu viku, miðvikudaginn 31. maf. k etta er auðvitað slæmt fyrir “ okkur. Ásgeir er landsliðinu n\jög dýrmætur leikmaður, en við þessu er ekkert að gera,“ sagði Siegfried Held, landsliðsþjálfari, er Morgunblaðið náði sambandi við hann á heimili hans í Dort- mund í gærkvöldi. „Ásgeir fór af velli eftir 60 mínútur gegn Kais- erslautern í gærkvöldi [fyrra- kvöld] vegna meiðslanna, og hefur átt í vandræðum,“ sagði hann. Held ræddi við Ásgeir í gær. Held hefur einnig rætt við Arie Haan, þjálfara Stuttgart, sem segist ekki hafa neitað Ásgeiri um leyfi til að fara í landsleikinn, þó hann hafi ekki verið hrifinn af því að leikmaðurinn færi. Læknir . Stuttgart-liðsins taldi meiðsli Ásgeirs hins vegar það mikil að hann ætti að taka sér hvíld í 10 daga. Ásgeir sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að hann hefði meiðst illa á ökkla í leik gegn Karlsruhe fyrir þremur vikum. Læknir hefði sprautað hann með kvalastillandi sprautum næstu leiki á eftir, td. fyrir Evrójpuúr- slitaleikinn gegn Napolí. Asgeir sagði að síðustu vikur hefur verið mjög mikið álag á leikmenn Stuttgart, tveir leikir á viku hverri og væri nú svo komið að læknir félagsins hefði skipað honum að hvfla sig. VMtarferekki Viðar Þorkelsson, Framari, hef- ur tilkynnt landsliðsnefnd að hann komist ekki til Moskvu, vegna atvinnu sinnar. Þá eru átján leik- menn eftir af þeim tuttugu sem upphaflega voru valdir. Þar af eru þrír markverðir, þannig að einn að auki 4ettur út

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.