Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1989 AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Harakírí Borgaraflokks- ins eða ríkisstj órnarinnar ? BORGARAFLOKKURINN er vart til, eftir því sem nánast verður komið, nema sem mynd fimm manna sundurleits þingflokks. Ann- að flokksbrotið vill ákaft ráðíist til ríkisstjórnarsamstarfs, en hitt brotið hefur brennt að baki sér brýr í viðræðum við ríkisstjórn- ina með kröfum sínum í skattamálum og kröfunni um þrjú ráð- herraembætti. Því verður ekki séð á hvaða hátt borgaraflokks- menn geta slegið af kröfúm sínum, þannig að inngangan í ríkis- stjórnina verði þeim fær, án þess að þeir gjörsamlega tapi andlit- inu, eða leiftim þess. Júlíus Sólnes formaður Borg- araflokksins hefur verið sá þing- mannanna sem helst hefur reifað kröfur Borgaraflokksins í fjöl- miðlum. Hann segir að framhaldið á viðræðum Borgaraflokksins við ríkisstjórnina sé afskaplega óljóst, að ekki verði meira sagt. „Við höfum marglýst því yfir að við höfum engan áhuga á stjómar- samstarfi, nema kröfur okkar í skatta-, efnahags- og peninga- máium verði teknar til greina," segir Júlíus. Hann segir að í sjálfu sér sé krafan ekki um nýjan stjórnarsáttmála, enda sé hvort sem er aldrei farið eftir þeim! Krafan gangi út á nýja yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar - stefnuyfírlýs- ingu með ákveðnum dagsetning- um um aðgerðir. Vilja lækkun söluskatts og þrjá ráðherrastóla Borgaraflokkurinn vill að í slíkri stefnuyfiriýsingu komi fram að ríkisstjórnin ákveði að frá og með 1. september verði söluskatt- ur á hefðbundnum innlendum matvælum lækkaður úr 25% í 12%. Jafnframt komi fram að nið- urgreiðslum á matvælum verði haldið óbreyttum, þannig að sölu- skattslækkunin komi að fullu fram í lækkun matvöruverðs. Nú er ekki að efa að þessi krafa þeirra borgaraflokksmanna ætti miklum vinsældum að fagna með- al landsmanna ef hún næði fram að ganga, og er þar með líkleg til vinsældaöflunar. En þeir sem stýra þjóðarbúinu um þessar mundir og þar með ríkiskassanum segja einn hæng á þessari tillögu Borgaraflokksins: Hvergi sé gerð tillaga um það á hvaða hátt ríkis- sjóði verði bættur tekjumissirinn. Júlíus var spurður hvort hann teldi að þessi krafa þeirra borg- araflokksmanna eða krafan um þijú ráðherraembætti til handa Borgaraflokki vefðist meira fyrir stjómarherrunum: „Satt best að segja, þá veit ég það ekki. Við höfum alltaf sagt að breytt skatta- og efnahagsstefna væri aðalatriðið, en jafnframt alltaf látið stjórnarflokkana vita af þeirri afstöðu okkar að við förum aldrei inn í ríkisstjórn, sem neinn annarsflokks stjórnmálaflokkur. Við viljum sitja við sama borð og hinir samstarfsflokkarnir, “ segir Júlíus. Ágreiningur um stjórnaraðild Nú er ljóst af heimildum mínum að um þetta er ágreiningur í flokknum, þrátt fyrir orð Júlíusar um að þingflokkurinn sé nokkuð samstíga í þessari afstöðu. Óli Þ. Guðbjartsson er sagður hvað áfj- áðastur í að ganga til samstarfs við ríkisstjórnina og vilja slá veru- lega af kröfunum eins og þær hljóða nú. Ásgeir Hannes Eiríks- son og Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir eru sögð hallari undir Óla en Júlíus í þessu máli. Guðmund- ur Ágústsson á hinn bóginn mun ekki jafnákveðinn í sinni afstöðu. Þannig er útlit fyrir að hinn klofni Borgaraflokkur geti enn á ný klofnað, því takist ríkisstjórninni ekki að semja við þingflokkinn í heild um stjómaraðild, þykir fátt mæla því í mót að hún hefji við- ræður við einstaka þingmenn Borgaraflokksins um samstarf og stuðning. Það þarf ekki ýkja gott minni til þess að muna á hvaða hátt stjórninni tókst að tryggja sér stuðning þeirra Óla Þ. Guð- bjartssonar og Aðalheiðar Bjarn- freðsdóttur laust fyrir síðustu ára- mót og hvað ætti svo sem að hindra að það tækist á nýjan leik, ef um vandlega skreyttar dúsur þeim til handa yrði að ræða. Óli sagðist í gær hafa nákvæm- lega ekkert um málið að segja. Hann hefði allar sínar fregnir af gangi viðræðna við Borgaraflokk- inn beint úr fjölmiðlum. „Alþjóð veit það auðvitað, að í Borgaraflokknum er mismikill áhugi fyrir þessu stjórnarsam- starfi. Ég er ekkert að neita því og ég viðurkenni fúslega að áhugi minn hefur aldrei verið sérlega mikill," segir Júlíus S.ólnes. Meirihluti fyrir Qárlögum Menn hafa verið með vanga- veltur um það hvað yrði, ef ekki takast samningar við Borgara- flokkinn áður en þing hefst í haust. Flestir hallast að því að þá muni ríkisstjórnin sigla hæg: fara inri í kosningaundirbúning. í sjálfu sér liggi stjóminni ekkert sérstaklega á, þar sem það muni nægja henni að leggja fram fjár- lagafrumvarp. Fyrir fjárlögum hafi stjórnin meirihluta (32 þing- menn) í sameinuðu þingi. Á það er bent að líkindi fyrir því að stjórnarflokkarnir vinni öll hlutkesti og fái þannig meirihluta í þingnefndum, eins og gerðist í upphafi þings í fyrra, séu nánast engin. Þar með hefði stjórnin ekki vald á störfum þingnefnda og gæti vart aflað stjórnarfrumvörp- um meirihlutafylgis. Því geti stjórnin í raun setið án Borgara- flokks um nokkurt skeið, með því að gera ekki neitt. Það gæti meira að segja orðið henni til talsverðs ianglífis enn, því fáir hafa trú á því að þingmenn Borgaraflokks- ins, flokks sem ekki er til sam- kvæmt skoðanakönnunum, muni verða til þess að fella ríkisstjórn- ina og þar með sjálfa sig af hinu háa Alþingi. Eða svo í lokin séu rifjuð upp fleyg orð Davíðs Oddssonar, borg- arstjóra um hugsanlega aðild Borgaraflokks að ríkisstjórninni: „Það virkar þannig á mig eins og lík rísi upp frá dauðum og fremji harakíri og það yrði þá i fyrsta skipti sem það gerðist." Það er raunar vandasamt að gera sér í hugarlund hvort líkinging eigi betur við um ríkisstjórnina eða Borgaraflokkinn. Útilegur um verslunarmannahelgina: Hvernig ferðalangar komast á áfangastað SKIPULAGÐAR ferðir eru írá Umferðamiðstöðinni í Reykjavík á útihátíðir um verslunarmannahelgina í Húnaveri og Galtalæk og auk þess í Þorlákshöfti, Vík í Myradal, Arnes og Þórsmörk. Einnig er hægt að komast með rútu I ValasJyálf frá Reykjavík á tveimur dög- um, en skipulagðar hópferðir eru farnar þangað frá Neskaupsstað, Reyðarfirði og Eskifirði. Flugleiðir, Arnarflug og Leiguflug Sverris Þóroddssonar fljúga til Vestmannaeyja í dag, fimmtudag, og um helgina og að sjálfsögðu verður Heijólftir í siglingum milli lands og Eyja. Fundur þriggja ráðherra með forsvarsmönnum atvinnulífsins. Steingrímur Hermannsson; Afkoma útflutnings- gi’eina nærri áætlunum Meira gengissig þarf að mati fískvinnslunnar ÞRÍR ráðherrar, þeir Steingrímur Hermannsson, Halldór Ásgrimsson og Jón Sigurðsson, fúnduðu í gær með forsvarsmönnum nokkurra helstu samtaka atvinnurekenda. Við það tækifæri ítr.ekaði Steingrímur yfirlýs- ingar stjórnvalda þess efnis að staðið verði við þau fyrirheit sem gefin voru í kjarasamningum í vor. Samkomur um Verslunarmanna- helgina eru Rokkhátíðin í Húna- veri, Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum og Bindindismótið í Galtalæk. Þá eru dansleikir í Valaskjálfi, Suður- landskjálfti í Ámesi og Fjölskyldu- hátíð í Vík í Mýrdal. Rútuferðir eru í dag til allra þessara staða nema í Ámes. í Þórsmörk er hvorki dans- leikjahald né önnur skipulögð dag- skrá en það virðist ekki aftra fólki og Iiggur talsverður straumur ferðafólks þangað um helgina. Þijár ferðir em fyrirhugaðar á morgun í Þorlákshöfn, Húnaver, Galtalæk og í Þórsmörk, en tvær ferðir á flesta hina staðina. Ferðir til baka em tvær frá Vestmanneyj- um með Heijólfi á mánudag og tvær frá Galtalæk og Húnaveri, en þaðan era einnig ferðir á þriðjudag. Annarsstaðar frá verður farin ein ferð til baka á sunnudag og mánu- dag nema Valaskjálf. Það em tvær ferðir. Heijölfur fer tvær ferðir til Vest- mannaeyja í dag, fimmtudag og þijár ferðir á morgun föstudag, þá síðustu frá Þorlákshöfn klukkan tvö eftir miðnætti. Rútuferðir til Þor- lákshafnar em frá Umferðamið- stöðinni einum og hálfum tíma fyr- ir brottfÖE Hetjólfe.. Á .laMgarÁg og sunnudag verður ekki farin nema ein ferð með Herjólfi til Vest- mannaeyja. Flugleiðir fljúga ellefu ferðir til Vestmannaeyja í dag og var búið að bóka flest öll sæti í þær í gær. Á föstudag fljúga Flugleiðir átján sinnum til Eyja og Amarflug gerir ráð fyrir að fljúga fimm ferðir þang- að. Leiguflug Sverris Þóroddssonar verður með ferðir til Vestmanna- eyja á hálftíma fresti frá Reykjavík og Hellu á morgun ef veður leyfir og fjöldi farþega krefst þess. Hægt er að komast til Eyja með Sverri Þóroddsyni allan tímann sem þjóð- hátíð stendur yfir. Frá Akureyri og Egilsstöðum verður farið í Húnaver á föstudag, svo og frá Snæfellsnesi. Af þeim stöðum sem hér hafa verið nefndir þarf aðeins að borga inn á svæðið í Húnaveri, Heijólfs- dal í Vestmannaeyjum og Galtalæk, en þar er frítt inn fyrir yngri en 12 ára. Annársstaðar þarf að greiða fyrir tjaldstæði og aðgangseyri á dansleiki þar sem þeir era haldnir. Fyrir utan þessa staði em sér- leyfishafar með áætlunarferðir í Skaftafell, á Laugarvatn, Flúðir, Þingvöll, Snæfellsnes, í Borgarfjörð og ótal fleiri staði sem ferðamenn sækjast eftir að tjalda á um verslun- armannahelgar. Fundurinn var haldinn í kjölfar bréfs sem ofangreindir forsvarsmenn skrifuðu forsætisráðherra fyrir skemmstu. Steingrímur Hermanns- son sagðist hafa lagt fram ítarlega úttekt Þjóðhagsstofnunar á afkomu útflutningsgreina frá því samning- arnir vora gerðir, sem hann taldi skýra viðhorf ríkisstjórnarinnar. „Við teljum að staðið hafi verið við gefin loforð, og satt að segja hafi verið farið mjög nálægt þeim áætlunum sem í samningunum voru gerðar,“ sagði Steingrímur. „Þeir hafa áhyggjur af framtíð útflutningsgrein- anna líkt og við, því erfiðar kostnað- arhækkanir era framundan hjá fisk- vinnslunni sem hún hefur ekki nokk- ur efni á. Þetta sýnir okkur enn einu sinni að ekki gildir að spenna bogann um of,“ sagði hann. Fundinn sátu fulltrúar Vinnuveit- endasambands Islands auk fulltrúa Vinnumálasambands samvinnufélag- anna, Félags íslenskra iðnrekenda og Samtaka fiskvinnslustöðva. Forystu- níenn fiskvinnslunnar telja að hún sé enn rekin með 3% tapi þrátt fyrir gengissig að undanförnu og telja að enn frekara gengissig þurfi að koma til. Einar Oddur Kristjánsson formað- ur VSÍ sagði í samtali við Morgun- blaðið eftir fundinn að atvinnurek- endur hafi undanfarið bent á að á þeim þremur mánuðum sem liðnir eru af samningstímanum hafi sannanlega verið um taprekstur útflutningsgrein- anna að ræða. „Þessir þrír mánuðir vega mjög þungt í framhaldinu, þann- ig að ef fyrirheit stjórnvalda eiga að ná fram að ganga verður hagnaður að vera umtalsverður seinni hluta ársins,“ sagði Einar. Aðspurður sagði hann að á fundinum hefðu aðilarnir skipst á skoðunum, án þess að rætt hefði yerið um hugsanlegar aðgerðir. “tískemmftin ,iup yffpjifijannannahelgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.