Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. AGUST 1989 Afturgenginn áróður á Stöð 2 eftir Finn Birgisson Hinn 19. júlí s.L var sýndur á Stöð 2 þáttur frá ísafirði, einn af mörgum í þáttaröðinni „Stöðin á staðnum". í inngangi að þætti þess- um rifjaði fréttamaðurinn og ísfirð- ingurinn Helgi Már Arthúrsson upp nokkur brot úr pólitískri sögu bæjar- ins, aðallega frá þeirri tíð er hann gekk undir nafninu „rauði bærinn" vegna yfirráða krata. Taldi hann meðal annars upp ýmsa menn, mis- merka, sem komið hafa frá ísafirði og orðið nafntogaðir í íslenskú stjórnmálalífi. Ekki gat hann þó Finns Jónssonar, fv. alþingismanns og ráðherra, afa undirritaðs. Hann kom hinsvegar við sögu í næsta atriði,_ sem var viðtal Helga við aldraðan ísfirðing, Skúla Þórðar- son skipasmið. Þar fór Skúli m.a. með rúmlega fimmtíu ára gamla sögu af því hvernig Finnur Jónsson krataforinginn, á að hafa með ómerkilegum brögðum bolað fátækri barnafjölskyldu út úr leiguhúsnæði, fyrir þær sakir einar að vera róttæk- ari en honum líkaði, eftir því sem þessi saga segir. Þessi snautlega umfjöllun Stöðvar 2 um Finn Jónsson er því miður ekki einsdæmi nú á síðari árum. Með henni er fetuð dyggilega slóð nokkurra „sósíalskra" fjölmiðla- manna, sem kjamsað hafa á sögu þessari hvenær sem færi gafst allt frá því að Guðjón Friðriksson skráði hana niður eftir Jóni skraddara Jóns- syni, gömlum hatursmanni Finns, fyrir rúmum 10 árum. Mátti þó ætla að slíkir félagar væru einfærir um að níða mannorðið af löngu látnum krata. Finnur Jónsson hóf feril sinn á ísafirði sem póstmeistari, en þangað fluttist hann frá Akureyri árið 1920. Faðir hans var verkamaður og bóndi sem stóð framarlega í verkalýðs- baráttu á Akureyri og ur'ðu börn hans öll róttækir verkalýðssinnar. Strax og Finnur kóm vestur tók hann þátt í að endurreisa verkalýðs- félag á staðnum og var formaður þess frá 1920-1932. Þegar til auðnar horfði á ísafirði á þriðja áratugnum vegna gjaldþrota útgerðarfyrirtækja, stofnuðu kratar þar Samvinnufélag Isfirðinga, sem kom sér upp og gerði út einhvern myndarlegasta bátaflota á landinu og var Finnur framkvæmdastjöri þess 1928-1944. 1932 lét hann af embætti póstmeistara, en þá hafði staðgengill hans^gegnt því starfi um nokkurt skeið. í meira en tuttugu ár sat Finnur í bæjarstjórn ísafjarðar. ísfírðingar kusu hann á þing árið 1933 og hann sat á Alþingi til dauðadags en hann lést 30. desember 1951, 57 ára að aldri. Dóms- og félagsmálaráðherra var hann árin 1944-1947, í nýsköp- unarstjórninni. Auk þessa gegndi hann á ferli sínum mörgum öðrum trúnaðarstörfum, sat t.d. í stjórn Sfldarverksmiðja ríkisins og var for- maður Síldarútvegsnefndar um ára- bil. Fréttamaður Stöðvar 2 verður auðvitað sem aðrir að eiga það við sjálfan sig hvort Finnur Jónsson skuli í ljósi þessa ferils teljast með merkum ísfirskum stjómmálamönn- um. Það er hinsvegar hrapallegur misskilningur ef menn halda að sér leyfíst að traðka á æru látins manns með því að útvarpa rógsögu um hann yfir alþjóð. Gildir það jafnt þótt maðurinn hafi verið í pólitík og rógurinn sé hálfrar aldar gamall. Kveikjan að sögu þessari voru atburðir, sem áttu sér stað í veruleik- anum. Staðreynd er að póstmeistar- inn og verkalýðsforinginn leigði að- komufólki húsnæði á háalofti póst- hússins á tímum fátæktar og hús- næðisskorts". Það er einnig staðreynd að árið 1932, sama árið og póst- meistarinn lét af því embætti, var fólkinu af illri nauðsyn sagt upp húsnæðinu, enda höfðu þá orðið þau Ibmhjolp Dagskrá Samhjálpar um verslunarmannahelgina fyrir þá, sem ekki fara í ferðalag. Fimmtudagur 3. ágúst: Almenn samkoma í Þríbúðum kl. 20.30. Fjölbreytt dagskrá með miklum söng. Sam- hjálparvinir vitna um reynslu sína af trú og kór þeirra syngur. Laugardagur 5. ágúst: Opið hús í Þríbúðum kl. 14.00- 17.00. Heitt kaffi á könnunni. Norma Samúelsdóttir les úr bók sinni og einsöng syngur Gunnbjörg Óladóttir. Kl. 15.30 tökum við lagið og syngjum saman kóra. Lítið inn og takið með ykkur gesti. Allir velkomnir. Sunnudagur 6. ágúst: Almenn samkoma í Þríbúðum kl. 16.00. Fjölbreyttur, almennur söngur. Barnagæsla. Gunnbjörg Óladóttir syngur einsöng. Ræðumaður verð- ur Óli Ágústsson. Allir eru velkomnir í Þribúðir, Hverfisgötu 42. Samjálp. Finnur Jónsson „ Afkomendur Finns Jónssonar ætlast ekki til neinnar vægðar við hann af þeim, sem fjalla vilja um sögu þessara tíma af réttsýni og sanngirni. Því er hins- vegar ekki hægt að una að æ ofan í æ sé mann- orð hans svert á opin- berum vettvangi með þeim hætti sem hér hef- ur verið lýst." atvik að búseta þeirra þar gat ekki lengur samræmst rekstri póststofu í húsinu. Sú ráðstöfun hefur mörgum sjálfsagt þótt harðneskjuleg með til- liti til bágra aðstæðna fjölskyldunn- ar, en fyrir uppsögninni lágu gildar ástæður, og hjá henni varð ekki komist. Af nánari atvikum og ástæðum fyrir uppsögn húsnæðisins eru til tvær mismunandi frásagnir. Önnur er sú sém kommúnistar, hatrömm- ustu andstæðingar krata, komu strax á kreik Finni Jónssyni til smán- ar, og ítrekað hefur verið rifjuð upp í seinni tíð af arftökum þeirra. Hina hafa samherjar og ættingjar Finns Jónssonar geymt með sér og ekki farið að dæmi þeirra, sem öllum til óþurftar hafa stundað þá óþokka- legu iðju að ýfa upp þessi gömlu sárindi. Það verður heldur ekki gert hér, beinir þátttakendur í þessu máli eru nú allir látnir og ættu að fá að hvíla í friði. Þess geta þó ýmsir ókvalráðir menn, sem hvergi komu nærri þess- um atburðum, ekki unnt Finni Jóns- syni. í ákefð sinni að sverta mann- orð hans gekk blaðamaðurinn Guð- jón Friðriksson meira segja svo langt í Þjóðvilja „frétt" fyrir nokkrum árum að láta að því liggja að Finnur hefði af pólitískum ástæðum „beitt sér fýrir því að " ... fjölskyldan, sem hér um ræðir ... „var flutt hreppa- flutningi frá ísafírði". Ekki vildi Guðjón þó vera borinn sjálfur fyrir þessu, heldur fullyrti hann að þetta kæmi fram í þá nýbirtum endur- minningum Jóns skraddara, sem valdið höfðu hneykslun margra ís- firðinga. Með þessu bætti blaðamaðurinn ósannindum ofan á lygi. I endur- minningum Jóns skraddara, sem birtust í tímaritinu Hljóðabungu í nóvember 1978, er hvergi minnst á þennan hreppaflutning, sem þó var vitað að átti sér stað, og þaðan af síður er Finnur Jónsson sakaður um þann verknað. Dró þó Jón hvergi af s£r í árásum sínum á Finn og er líklegt að hann hefði einnig reynt að klína hreppaflutningunum á hann, hefði hann treyst sér til. Efnislega var áburði Guðjóns síðan hnekkt á eftirminnilegan hátt skömmu síðar þegar birt var í háns eigin blaði lesendabréf frá öldruðum manni, sem var vitni að þessum löngu liðnu atburðum. Þar sagði m.a. um hreppaflutninginn: „ .. .eru það örgustu ósannindi að Finnur Jónsson hafi átt þar nokk- urn hlut að máli, þetta voru ekki nema vanaleg skipti milli sveitarfé- laga þessa tíma. (Fjölskyldufaðirinn) hafði þurft að fá hjálp sér og sinni fjölskyldu til framfærslu hjá ísa- fjarðarbæ en átti framfærslusveit- festi í Arneshreppi í Strandasýslu og varþað oddviti Árneshrepps, sem krafðist sveitarflutnings á fjölskyld- inni lógum samkvæmt. ... er mér þetta vel kunnugt, sem þáverandi gjaldkera ísafjarðarkaupstaðar. .. .Þeita var einn argasti ósómi þessara tíma." Bréfritarinn var Jón M. Péturs- son, gamall sósíalisti og enginn sam- herji Finns Jónssonar. Honum hefur þó greinilega ofboðið þessi málflutn- ingur í „málgagni þjóðfrelsis og só- slalisma" og hafi hann þökk og virð- ingu fyrir framtakið. Lýkur hér að segja af sagnfræði Guðjóns Friðriks- sonar. Afkomendur Finns Jónssonar ætl- ast ekki til neinnar vægðar við hann af þeim, sem fjalla vilja um sögu þessara tíma af réttsýni og sann- girni. Því er hinsvegar ekki hægt að una að æ ofan í æ sé mannorð hans svert á opinberum vettvangi með þeim hætti sem hér hefur verið lýst, af aðilum, sem engu vilja halda á lofti um hann öðru en gömlu níði pólitískra andstæðinga og haturs- manna hans. Vald fjölmiðla er mikið og hægt er að misbeita því með þeim hætti að sá sem fyrir því verður eigi þess engan kost að verjast og skaðinn verður ekki bættur. Því miður virð- ast jafnan leynast í fjölmiðlastétt örfáir menn, sem ekki hafa til að bera nægilegt siðferðisþrek og að- gætni til að óhætt sé að fá þeim slíkt vald í hendur. Vitandi eða óaf- vitandi hrasaði fréttamaður Stöðvar 2 niður í þann hóp þann 19. júlí sl. _____________________________•_________i Höfíindur er arkitekt á Akureyrí. Lífið er ekki bara strit - segir Öla iía Valentínusdóttir, sem ásamt fjölskyldu sinni er að flytja til Ástralíu „MAÐUR þarf ekki að hafa eins mikið fyrir lífínu í Ástralíu og hér heima. Lífið þar er ekki bara strit. Launakjörin eru ef til vill svipuð en úti er mun ódýrara að lifa," segir Ólalia Þóra Valentínus- dóttir, sem ásamt eiginmanni sínum Smára Kristóferssyni og þrem- ur börnum, er að flytja búferlum til Astralíu. Auk þeirra hefur bróðir Ólafíu ásamt fjölskyldu sótt um innflytjendaleyfi til Ástr- alíu. Þrjú önnur systkini Ólafíu eru nú einnig búsett í Ástralíu. „Ástralir eru yfirieitt mjög hrifnir af Norðurlandabúum, sér í lagi íslendingum. Við þurfum að bíða eftir innflytjendaleyfi í þrjá til fjóra mánuði, en höfum héyrt að Englendingar þurfj að bíða allt upp í tvö ár," segir Ólafía. Ólafía hefur tvívegis áður búið í Astralíu. Fyrst fluttist hún þang- að ásamt foreldrum sínum og fimm systkinum árið 1968 og síðan fór hún aftur ásamt eigin- manni sínum árið 1976. Þau bjuggu þá í Ástralíu um tveggja ára skeið. „Það er mjög gott að búa í Ástralíu og þar er fjölskyld- an í hávegum höfð. Fjölskyldu- tengsl eru þar mjög sterk og lítið gert án þess að allir fjölskyldumeð- limir fari saman," sagði Ólafía. Smári er bifvélavirki að mennt og gerir ráð fyrir að starfa við þá iðn í nýju landi. Ólafía segir að atvinnuleysi sé ekkert í Ástralíu og því lítill vandi að fá þar vinnu. Svokallað punktakerfi gildir í Ástralíu gagnvart innflytjendum og því skiptir töluverðu máli hvaða starfsstétt innflytjendurnir til- heyra. Ólafía segir að það tíðkist varla að fjölskyldufólk búi í fjölbýlis- húsum í Astralíu. Það búi yfirleitt allir í einbýlishúsum og hafi um fjórðung hektara af umgirtu lahdi. „Síðast þegar við vorum í Ástr- alíu, létum við byggja fyrir okkur hús, sem við síðan seldum þegar við fórum heim, en þar er hægt að fá tilbúið 200 fermetra einbýlis- hús fyrir sama verð og tveggja til þriggja herbergja íbúð kostar á Islandi. Lánað er allt að 80% til allt að 40 ára," segir Ólafía. Fjölskyldurnar tvær búast við að fara utan á haustmánuðum og munu þær búa í borginni Perth, sem er á suðvesturhorni landsins. Þar búa einnig hin þrjú systkinin, sem nú þegar eru sest að í Ástr- alíu. COMBICAIVIP HAUSTVERÐIN KOMIN Staðreyndir: Engin hælun — 15 sek. að tjalda 3 m3 geymsla — Gólf í framtjaldi Stórir hjólbarðar — Góðar fjaðrir Hagstætt verð — Góð greiðslukjör ^-, HAUSTVERÐ: 199.999# stgr. BENCO hf. Lágmúla 7, sími 84077. _.i_^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.