Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B fH**8nii(!*frife 174.tbl.77.árg. STOFNAÐ 1913 FIMMTUDAGUR 3. AGUST 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Forsætisráðherrakjör í Póllandi: Leiðtogar kommún- ista hótuðu þingrofi Varsjá. Reuter. LEIÐTOGUM pólska kommúnistaflokksins tókst í gærmorgun að af- stýra stjórnarkreppu með því að fá flesta þingmenn bændaflokksins til þess að styðja Czeslaw Kiszczak, hershöfðingja og fyrrum innanríkis- ráðherra, í starf forsætisráðherra. Mun hann leggja fram ráðherralista og stefnuskrá innan hálfs mánaðar. Heimildir úr pólska þinginu herma að . leiðtogar kommúnistaflokksins hafi knúið bændaflokkinn til hlýðni með hótunum um þingrof. Jafnframt hafi fjölda þingmanna kommúnista- flokksins er lögðust gegn kjöri Kiszc- zaks verið hótað brottvikningu úr flokknum. Eru oblátur varasamar? Boston. Reuter. ENSKIR læknar hafa komist að því að oblátur geta gert hinum guðhræddu grikk, að því er fram kemur í grein í læknaritinu New England Journal of Medicine. Hafa þeir komist að því að í þeim eru efni sem valdið geta þrálátum meltingarsjúkdómi er einkennist af niðurgangi og megrun. Læknarnir halda því fram að við oblátugerð sé oftast notað hveiti sem innihaldi glúten og glíadjn sem eru seig, límkennd og óuppleysanleg prótín. Geta þau valdið meltingar- truflunum er leiða til steinsmugu, megrunar, vindgangs og maga- verkja. Til munu einnig glútenlausar ob- látur en læknar við sjúkrahús í Sal- ford í Englandi segja þær samt inni- halda nægilega mikið glíadín til þess að valda bömum og mjög guðræknu fólki alvarlegum meltingartruflun- um. Kaþólska kirkjan hefur ekki sam- þykkt notkun glútenlausrar oblátu. Af þeim sökum ráðleggja ensku læknarnir fólki sem annt er um heils- una að sleppa oblátunni við altaris- göngu eða taka aðeins lítið brot. í fyrradag lögðust a.m.k. 13 þing- menn kommúnistaflokksins og allir 60 þingmenn bændaflokksihs gegn kjöri Kiszczaks. Naut hann því ekki stuðnings meirihluta þingmanna og var kjöri óvænt frestað. í kosningum í gær hlaut hann atkvæði 237 þing- manna. Tíu voru fjarverandi en allir þingmenn Samstöðú, 173 talsins, greiddu atkvæði gegn honum. Kiszc- zak er 63 ára. Það kom í hans hlut sem innanríkisráðherra að fram- fylgja herlögum, sem gripið var til 1981 til þess að bæla niður starfsemi Samstöðu, óháðu verkalýðsfélag- anna. Eftir kosningu Kiszczaks var sam- þykkt tillaga Samstöðu um skipan sérstakrar þingnefndar til að gera úttekt á stjórn efnahagsmála í tíð Mieczyslaws Rakowskis, fyrrum for- sætisráðherra, og meta hvort ástæða væri til að lögsækja hann fyrir óstjórn og óðaverðbólgu. Rakowski var kjörinn leiðtogi kommúnista- flokksins sl. laugardag. Reuter Aðskilnaðarstemu mótmælt í Suður-Afríku Átta hundruð suður-afrískir blökkumenn héldu í gær inn á lóð sjúkrahúss sem ætlað er hvítum eingöngu og var þetta fyrsti liður mótmælaviku gegn aðskilnað- arstefnu stjórnvalda. Tugum manna var^ hleypt inn og veitt aðhlynning þar sem þeir voru sannanlega sjúkir, að sögn talsmanns sjúkrahússins. Lögreglu- menn fylgdust með atburðunum en höfðust ekki að, hins vegar varaði Adriaan Vlok dómsmálaráðherra andófsmenn við í ræðu sem hann hélt í gær og sagði að yrði ekki gætt stillingar gæti komið til upplausnar og blóðsúthellinga. Kosið verður í næsta mánuði til þings landsins en blökkumenn hafa ekki atkvæðisrétt. 26 bandarísk he.rskip til Líbanons oer írans Washington og Moskvu. Daily Telegraph. ^^^^^ BANDARIKIN hófu í gær að styrkja flota sinn í Miðjarðarhafs- botni og við íransstrendur til muna, en útlit er fyrir að George Bush Bandaríkjaforseti eigi fárra annarra kosta völ en að beita flot- anum ef hryðjuverkamenn Hiz- bollah (Flokks guðs) í Líbanon myrða annan bandariskan gísl í dag klukkan 15.00, eins og þeir hafa hótað. Bush ítrekaði á fundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi, að allra ráða yrði leitað til þess að finna friðsamlega lausn á málinu. Hann kvaðst hafa nýlokið símtali við Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, auk fjölda ann- arra leiðtoga heimsins. „Við höf- Skógareldar í Miðjarðarhafslöndum: Fólk flýr á haf út Marseille. Reuter. MÖRG hundruð skelfingu Iostnir ferðamenn og þorpsbúar í Suð- ur-Frakklandi flýðu skógarelda aðfaranótt miðvikudags með þvi að synda á haf út eða klifra um borð í fiskibáta. Björgunarsveit- ir sögðu að á annað þúsund manns hefði verið dregið upp úr sjón- um, margt af því með reykeitrun og klætt sundfötum einum. Eldar geisa víðar við Miðjarðarhaf. Á Korsíku brunnu tveir ítal- skir ferðamenn til bana í bíl sínum á mánudag og á þriðjudag fórust a.m.k. þrír í eldum á Sardiniu. Eldarnir í Frakklandi eru þeir Marseille-búar berjast við eldana borgarinnar. Reuter sem nálgast norðurhverfi hafnar- skæðustu í tuttugu ár. „Þetta var verra en í hryllingsmynd," sagði breskur ferðamaður. „Við gátum ekki flúið í neina átt en að lokum var okkur bjargað úr sjónum. I fjarska sáum við hótelið okkar brenna." Sjónarvottur sagði að reynt hefði verið að vernda hóst- andi kornabörn með því að sveipa þau rennvotum handklæðum. Eldarnir hafa undanfarna þrjá daga eytt um 25 þúsund hektara gróðurlendi í Suður-Frakklandi og á Korsíku. Meira en 3.000 slökkviliðsmenn og hermenn börð- ust við eldana aðfaranótt miðviku- dags og kvörtuðu margir undan lélegum tækjum. Jörð er víða skraufþurr eftir margra mánaða þurrka og svo hratt breiddust eld- arnir út við Marseille að fjölda fólks gafst ekki einu sinni ráðrúm til að taka með sér dýrmætustu eigur sínar. Bastía á Korsíku, næst-stærsta borg eyjarinnar, einangraðist á þriðjudag er eldveggir umluktu hana en í gær sögðu embættis- menn þar að tekist hefði að hefta eldinn. um fengið fullvissu eftir fullvissu um að hjálp þeirra standi til boða," sagði forsetinn. Bush, sem meðal annars hefur snúið sér til írans, Sovétríkjanna, Sýrlands, Saudi-Arabíu og Páfa- garðs, kvaðst hafa reynt allar leiðir til þess að reyna að þjarga lífi Jos- ephs Cicippios — þess gísls, sem Hizbollah hótar að myrða í dag — en án árangurs. Forsetinn sagði fréttirnar af hengingu bandaríska undirofurstans Williams Higgins, sem var gísl hryðjuverkamanna Hiz- bollah í Líbanon, hafa fengið mjög á sig, en bætti við að stjórn sín ætti ekki síst við mikinn vanda að etja í þessu máli vegna upplýsingaskorts og óstaðfestra gróusagna. „Það eru hreint ekki öll spilin komin á borðið hvað upplýsingar áhrærir og það er. afskaplega erfitt að fá upplýsingar, sem hægt er að byggja ákvörðun á, þegar maður á í höggi við svona hugleysingja og illmenni." Flotastyrkur þeirra herskipa, sem nú sigla hraðbyri til Miðausturlanda er mikill. I Miðjarðarhafi bíður flug- móðurskipið Coral Sea átekta ásamt tólf fylgiskipum. Þar af eru þrjú land- gönguskip, en um borð í þeim eru skriðdrekar, þyrlur og um 2.400 landgönguliðar. Orrustuskipið Iowa og flaggskip 6. flotans — eldflauga- skipið Belknap — bætast í hópinn á næstu dögum. Flugmóðurskipið America lagði í gær upp frá Singa- pore ásamt 10 fylgiskipum inn á Norður-Arabíuflóa, en þaðan er hægðarleikur að gera árásir á íran. Sjá frétt á síðu 24: „ísraelarog Bandaríkjamenn snúa..."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.