Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 14
mÖrGUNbLAÐIÐ- ÍÍMM-TOÖAGUE Í3. 'ÁGÖST-Íðéé 14 Uppstillingar Myndlist Bragi Ásgeirsson í Kjarvalssal að Kjarvalsstöð- um stendur yfir sumarsýning á verkum Jóhannesar .Sveinsson- ar Kjarvals og eru uppstillingar þema hennar. Uppstillingar, kyrr- alífsmyndir eða samstillingar, svo sem athöfnin er nefnd á íslenzku, eftir því hvað hveijum finnst við eiga, og allt telst rétt skilgrein- ing, byggjast á uppröðun og mál- un dauðra og kyrrstæðra hluta. Aðferðin hóf að þróast í núver- andi mynd á miðöldum, einkum síðmiðöldum og var þá iðuléga hluti myndar eða mynda innan myndarinnar, eins og það var nefnt. Fékk hún svo sérheiti sitt sem eirrangrað fyrirbæri innan myndlistarinnar í Hollandi um miðja sautjándu öld, „stilleven" eða kyrra líf. Á frönsku t.d. varð bein þýðing úr hollensku að „Vie coye“ á átjándu öld en Diderot nefndi aðferðina „Nature inan- imée“ (líflaus, andvana náttúra) og „Nature réposée“, (náttúra í hvíldarstöðu) í skrifum sínum, en hún fékk svo sitt endanlega nafn í byijun síðustu aldar „nature morta“. Málararnir segja enga beina sögu í slíkum myndum en í þeim felst iðulega óbein skírskot- un til athafnar, sem hefur gerst eða er að gerast, eða getur jafn- vel verið eitt atriði í stærra sam- hengi. Aðferðin festist í sessi og var stuðst við hana í öllum lista- skólum í Evrópu á 17. og 18. öld, — varð svo að námsgrein í listahá- skólum á 19. öld. „Fölnuð blóm“. Kjarval hefur því án nokkurs vafa málað uppstillingar á náms- árum sínum við fagurlistaskólann í Kaupmannahöfn á öðrum áratug aldarinnar, og myndirnar á þess- ari sýningu staðfesta, að hann hafi iðulega gripið til aðferðarinn- ar á öllum samanlögðum ferli sínum og að hún hefur verið hon- um kær. Hún átti vel við þá hlið listar hans, sem stíla má á hrein, fijáls- leg og sjálfsprottin listbrögð, þar sem eðlislæg tilfinning gagnvart viðfangsefninu fær notið sín, og nefnist sú hlið listgáfu „artistísk" kennd og grípa myndlistarmenn og listrýnendur iðulega til þeirrar skilgreiningar í ræðu og riti enda orðið alþjóðlegt. „Artistinn" tjáir sig í fjölbrögð- óttum leik á myndfietinum líkt og trúðurinn á leiksviðinu og í báðum tilvikum eru viðkomandi í essinu sínu og lifa sig svo algjör- lega inn í leik sinn, að þeir geta fullkomlega gleymt sér, svo ríka tilfínningu hafa þeir fyrir list sinni. Ekki hyggst ég innleiða þetta orð í íslenzku nema innan gæsa- lappa, en ekki sakar enn ein lítil skilgreining á því ókunnugum til fróðleiks. Á þessari öld hefur uppstilling- in þróast á merkilegan hátt allt frá kúbisma til fullkomlega óhlut- lægs málverks, og þess sér stað, að einhveiju leyti í svo til öllum stílbrögðum og má t.d. hiklaust álykta, að hugsunin á bak við samklippur, „collage“ og uppröð- unarverk, „Assemblage" sé ná- skyld athöfninni, ef ekki bein þró- un. — Sýningin í Kjarvalssal, stað- festir hve ijölhæfri og uppruna- legri listgáfu Kjarval var gæddur, því að vissulega koma fram marg- ar hliðar á henni á þessari sýn- ingu. I sumar myndanna fléttar lista- maðurinn landslag, iðulega ævin- týralandslagi inn í myndheildirn- ar, ef hann þá málar ekki beint inn í landslagsmyndir, og í öðrum glittir í torkennilegar verur úr „Blóm í vasa“. „Blóm“ (Æfíng fyrir jólakort) u.þ.b. 1950. hugarheimi listamannsins og eru í ætt við huldufóik og landvætti. I slíkum myndum verður aðferðin að skáldskap, myndrænum Ijóðum og ákaflega lífrænum, svo að það eru jafnvel áhöld um, hvort hægt sé að nefna afraksturinn kyrr- alífsmynd, því að eiginlega sprengir listamaðurinn hugtakið með ívafi frásagnar. í sumum myndum kennir maður jafnvel veðrabrigða í útfærslunni. Og í enn öðrum myndum kenn- ir maður bylgjutíðni, „vibration“, svo að myndefnið er fjarri því að vera með öllu hreyfingarlaust. Elstu myndirnar á sýningunni munu vera frá árinu 1916, en þá var hanri enn við nám í Kaup- mannahöfn, en ekki veit ég hvort hann hafi málað þær heima hjá sér eða í listaháskólanum, og eru mjög í anda sígiidra uppstillinga, og svo fylgir maður ákveðinni þróun fram á síðari ár listferils Kjarvals. Hér skiptast á alvara og leikur, eftir því hvað við átti hveiju sinni, enda var Kjarval náttúrubarn, sem málaði sam- kvæmt því, sem andinn bauð hveiju sinni, en málverkið í sjálfu sér var honum lífsnautn. Það má næstum því fylgjast með sálar- ástandi listamannsins á hveijum tíma í mörgum verkanna, á stund- um er líkast því sem hann sé frek- ar að mála landslag en kyrralífs- mynd, því að ljósflæðið er frekar skylt lífrænni stemmningu utan- dyra, en að málarinn sé að mála eftir líflausri uppstillingu innan dyra. Stundum hefur hann málað litríkar glaðhlakkalegar blómak- örfur handa kærum vinum á stór- afmælum þeirra og eins og hiakk- að til að afhenda þær, enda fölna slík blóm ekki í andstöðu við það, sem blóm allra hinna gera. Algjör andstæða eins og t.d. myglaðar flatkökur verða honum að mynd- efni, enda er myglan meðal feg- urstu litbrigða, og í myndinni „Brauð fátæka mannsins" sér einnig í þijú mannslíki eða „port- rett“. Margt annað, sem á Ijörur Kjarvals rak, varð honum að myndefni, enda málarinn með ein- dæmum fjölhæfur. Annars er sýningin ekki sett upp með beina þróun í huga frá fyrstu til síðustu myndar og er það miður og annað, serri telst ekki nógu gott, er, að nafnaskrá vantar. Að vísu var í upphafi ljós- ritaður einblöðungur fyrir hendi en hann kláraðist og enginn áhugi virðist vera fyrir hendi að end- urnýja hann. Miðar, sem festir eru upp við hlið mynda með nöfnum þeirra og öðrum upplýsingum er einfald- lega ekki fullnægjandi lausn. Svona er einfaldlega ekki hægt að fara að Þjóðarlistamanninum og einkum ekki vegna þess að það er svo auðvelt að gera hér betur t.d. prenta sérstaka skrá með æviágripi meistarans ásamt greinum um hann, sem jafnan væri, með dálitlum breytingum, uppistaða sýningarskrár hverrar sýningar, en skeyta svo við nafna- skrá hennar. Að vísu liggur lítill og mjór kynningarbæklingur í ferðaskrif- stofubroti frammi, með fróðlegum formála eftir Eirík Þorláksson list- sögufræðing, en það telst bara ekki nóg þegar Kjarval á í hlut. En sýningin sjálf er ijölþætt og skemmtileg og væri æskilegt að sem flestir rötuðu á hana. II Fyrirmyndardreng- urinn reynir að botna Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttír Knut Faldbakken: Bad Boy Útg. Gyldendal Norsk forlag 1988 Mikael Hoff hefur alltaf verið „góði drengurinn," samviskusamur, skyldurækinn og vænn. Að eigin dómi var hann sérstaklega ljúfur eiginmaður og elskulegur faðir. Móður sinni hefur hann reynst eftir- látur sonur. Sömuleiðis hefur hann verið trúr réttum hugmyndum og ekki vikið út frá neinu í sínu hvers- dagslífi. Á sínum tíma fórnaði hann starfsframa sínum og gerðist einn af „mjúku“ karlmönnunum. Nú er hann rétt fertugur og líf hans virðist vera í rúst. Hjónaband- ið fór út um þúfur, þrátt fyrir mýkt hans og hugsunarsemi. Sonur hans þolir hann ekki. Sambýliskonan Stella er að gefast upp á honum. Hann hefur að sönnu gefið út eina bók, og hún fékk ágæta dóma. En maður „étur ekki góða gagnrýni" segir Mikael. Fjárhagsvandræðin ætla hann lifandi að drepa og hann fæst við alls konar störf sem hann ræður ekki við, hefur gefið frá sér skriftir að mestu. Hann er sem sagt í þann veginn að hrynja manneskju- Kápusíða lega. Hann efast um sjálfan sig og gildi sitt, þar sem honum mistekst flest, að eigin dómi. Hann glímir við getuleysi í rúminu og það endar með því að sambýliskonan stingur upp á að þau hætti þessu bagsi um hríð og sjái svo til. Samtímis því að hrunið vofir yfir hans ytri tilveru, sjálfsvirðingin er farin veg allrar veraldar, byijar hann að gæla við nýtt Iífsform. Þar er hann miðdepillinn, glæsilegur og djarfur og allir lúta hans vilja, allt hefur hann á valdi sínu. Meira að segja konurnar þyrpast að honum og þá vantar nú ekki aldeilis karl- mennskuna. En þótt Mikael telji sér trú um að þetta nýja líf sé bæði spennandi og fullt af öllum ævintýrum, sem hann hefur fram til þessa farið á mis við, vegna þess hann var alltaf að reyna að vera góði drengurinn — gengur þetta ekki til lengdar. Einkum reynast það tengslin við móður hans sem hann getur ekki hoggið á, enda vafasamt að hann vilji það. Togstreitan í honum vegna tilfinninganna til. móðurinnar er kannski það sem höfundur nær hvað bestum tökum á að koma til skila í sögunni. Undanfarin ár hafa verið skrifað- ar margar bækur á Vesturlöndum, þar sem farið hefur verið misjafn- lega djúpt í saumana á því, hvernig konum á þessum aldri er innan- bijósts, rakin glíma þeirra við karl- manninn og umhverfíð, hugarangur þeirra vegna aldurs og ég veit ekki hvað. Það hefur verið margt ágætt. En þessi bók Bad Boy sem er skrif- uð af karlmanni og um karlmann er verulega nýstárleg um margt. Þó ekki væri nema til þess að kon- ur skildu karlmenn ívið betur og áttuðu sig á að þeir heyja iíka sína baráttu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.