Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. AGUST 1989 29 íinum írfinu ið, en eftir þann tíma geta hús- næðiskaupendur valið um húsbréfin eða almenna kerfið, sem gilt hefur síðan 1. september 1986. í því al- menna húsnæðiskerfi, sem nú ríkir, eru kaupendur að fá peninga til að greiða seljanda. í húsbréfakerfinu, aftur á móti, gefa kaupendur út skuldabréf, sem seljendur geta fengið skipt fyrir svokölluð hús-. bréf, útgefnum af húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar og ríkisábyrgð upp að ákveðinni fjárhæð, þó aldrei meira en sem nemur 65% af mark- aðsverði eignarinnar. Seljendur geta síðan ýmist framvísað bréfun- um við önnur íbúðakaup, selt þau á markaði eða átt þau eins og hver önnur verðbréf. Gengi bréfanna verður skráð daglega og munu eig- endur þeirra þannig geta fylgst með verðgildi þeirra. Með þessu kerfi er m.a. verið að reyna að fá seljend- ur til að lána kaupendum meira en 'nú tíðkast, að sögn Grétars. Hann sagði að gert væri ráð fyr- ir að Seðlabanki íslands og Hús- næðisstofnun myndu vaka yfir verðgildi húsbréfanna. Svo gæti farið að Húsnæðisstofnun þyrfti sjálf að kaupa húsbréf ef offramboð myndaðist á markaðnum til að koma í veg fyrir verðfall. Grétar vildi engu spá um hvaða breytingum fasteignaverð gæti tek- ið með tilkomu húsbréfakerfis. Hinsvegar sagði hann að það hefði sýnt sig í gegnum tíðina að fast- eignaverð hefði hækkað með breyt- ingum á lánareglum. tar200 iikalán í vænta á næstunni mestan þátt í slíkri lánastarfsemi enda bendum við því fólki, sem á í vanda, en er með lítið af áhvílandi skammtímaskuldum, á banka og sparisjóði. Við reynum allt áður en við veitum greiðsluerfiðleikalán frá stofnuninni," sagði Grétar. Hann segir að meirihluti þess fólks, sem fengið hefur greiðsluerf- iðleikalán, sé lágtekjufólk og fólk, sem af einhverjum ástæðum hefur 'orðið fyrir óvæntum launamissi, ýmist vegna veikinda eða annarra orsaka. „Þeir, sem keyptu íbúðir eftir 1. september árið 1986, eiga ekki rétt á greiðsluerfiðleikalánum enda fékk þá enginn húsnæðislán nema geta sýnt fram á greiðslugetu og áætlun. Aðeins þeir, sem keyptu eða byggðu íbúðir á tímabilinu frá janúar 1980 til ágústloka 1986, eiga rétt á greiðsluerfiðleikalánum, en upphafið að vanda þeirra aðila má rekja til misgengisins á árunum 1983 og 1984," sagði Grétar. Síðastliðið haust ákvað ríkis- stjornin að veita 150 milljóna kr. aukafjárveitingu vegna greiðsluerf- iðleika húsnæðiskaupenda. Búið var að veita öllu því fé í aprílmánuði sl. og síðan hefur stofnunin ekki getað veitt nein slík lán. Nú er unnið að athugunum á því hvort möguleiki sé á að fjármagna greiðsluerfiðleikalán með aðstoð banka og sparisjóða. „Við lítum svo á að þessir greiðsluerfiðleikar hús- byggjenda sé ekki síður vandi pen- ingastofnananna því um helmingur þess fjármagns, sem við greiðum út, fer til banka og sparisjóða," sagði Grétar. „Félagsmálaráðherra er um þessar mundir að láta kanna þennan möguleika. Búist er við að síðar í ágústmánuði liggi fyrir nið- urstöður um hvemig fjármögnun greiðsluerfiðleikalána verður háttað á næstunni. Vonast er til að bein framlög frá ríki þurfi sem minnst að koma til," sagði Grétar. Morgunblaðið/Sveirir Gamla Sambandshúsið við Sölvhólsgötu, sem ríkið hefur nú eignast. 011 starfsemi mennta- málaráðuneytis í gamla Sambandshúsið Ráðgjafafyrirtæki endurskoðar skipulag ráðuneytisins ÁKVEÐIÐ hefur verið að menntamálaráðuneytið flytji alla starfsemi sína, sem nú er á fimm stöðum í bænum, í Sambandshúsið gamla við Sölvhólsgötu. Þar fær ráðuneytið tæplega þrjár og hálfa hæð til umráða en deilir efstu hæð hússins með annarri stofnun, hugsanlega landbúnaðarráðuneyti. Fyrirhugað er að ýmis ráðuneyti samnýti kjall- ara hússins. Húsameistari rikisins hefur umsjón með breytingum sem gera þarf á húsnæðinu en gert er ráð fyrir að það verði tilbúið upp úr áramótum. í tengslum við flutninginn hefur ráðgjafafyrirtæki ver- ið fengið til að gera úttekt á skipulagi menntamálaráðuneytisins. Ríkisstjórnin samþykkti fyrir nokkru að menntamálaráðuneytið fengi þrjár hæðir í gamla Sam- bandshúsinu undir starfsemi sína og nú hefur verið ákveðið að ráðu- neytið fái til bráðabirgða einnig tæpan helming af efstu hæðinni. Þetta eru ríflega 2.000 fermetrar. Vilji mun fyrir því í forsætisráðu- neytinu, sem úthlutar húsnæði til ríkisstofnana, að landbúnaðarráðu- neytið flytji í hinn hluta fjórðu n á Hvammstangi: Aukin ums vif Meleyrar Hvammstanga. AUKIN umsvif hafa orðið hjá Meleyri hf. siðan Vestfirðingar komu til liðs við heimamenn. Fimm til sex stórir rækjubátar veiða nú fyrir vinnsluna, auk smærri báta. Meleyri hefur keypt rækju er- lendis til vinnslu og unnið er með þremur pillunarvélum. Vonir standa til að hægt verði að hefja hörpuskel- vinnslu með haustinu. Veiði stærri bátanna hefur geng- ið heldur treglega, einkum vegna hafíss á góðum veiðisvæðum en betur hefur gengið hjá þeim smærri. Hjá öðrum fyrirtækjum er vinna með hefðbundnum hætti og er at- vinna nú í allgóðu lagi á Hvamms- tanga. Þó voru 12 manns á atvinnu- leysisskrá um mánaðamótin júní- júlí. í sumar hafa komur ferðamanna til Hvammstanga aukist mikið. Trú- lega vegur þar mest aðdráttarafl góðrar sundlaugar og tjaldsvæðis, sem sveitarfélagið rekur. Veður fu barnabarni sínu. ur yfir nógum fjármunum að ráða og þar eru góð tæki og aðstaða til rannsókna. En mig langar alltaf heim," segir hann. rotnaði af um eymsli í baki og var fluttur í sjúkrahúsið á Sauðárkróki. Að sögn lögreglunnar á Sauð- árkróki er umferð um Skagafjörð mikil og hafa margir ökumenn verið stöðvaðir fyrir of hraðan akstur. Þá er einnig mikill mis- brestúr á notkun bílbelta og alltof margir nota ekki ökuljós. - BB. Evrópukeppni skákfélaga: Bay- TR mætir ern Miinchen Taflfélag Reykjavíkur keppir við Bayern Miinchen í 2. umferð Evrópukeppni skákfélaga í Reykjavík um verslunarmannahelgina. hefur líka verið mjög gott síðustu vikur. Mánudaginn 24. júlí varð 22 gráðu hiti. Þá urðu sundlaugargest- ir flestir frá því laugin var opnuð, enda m.a. sex hópferðabílar á tjald- stæðinu. Trúlega hafa ferðamenn leitað nýrra leiða þar sem fjalivegir hafa margir verið lokaðir fram eft- ir sumri. _ Karl Fyrir TR teflir Jóhann Hjartarson á 1. borði, Jón L. Árnason á 2. borði, Margeir Pétursson á 3. borði og Helgi Ólafsson á 4. borði, Hann- es Hlífar Stefánsson á 5. borði og Karl Þorsteins á 6. borði. Þröstur Þórhallsson er varamaður sveitar- innar. Fyrir Bayern Miinchen teflir Ungverjinn Zoltan Ribli á 1. borði. Kindermann teflir á 2. borði, Bisc- hoff á 3. borði, Hickl á 4. borði, Hecht á 5. borði og Hertnich á 6. borði. Varamaður sveitarinnar er Schlosser. Sveitirnar tefla tvær umferðir á Hótel Loftleiðum. Sú fyrri verður laugardaginn 5. ágúst og sú seinni sunnudaginn 6. ágúst og hefjast þær báðar klukkan 14. Ekið á þrjár skiltabrýr BÍLL með háfermi hefur ekið upp undir þrjár skiltabrýr í Reykjavík um helgina og skemmt þær. Bíllinn er ófundinn og biður gatna- málastjóri Reykjavíkur sjón- arvotta að hafa samband við embættið eða lögreglu. Bíllinn virðist hafa komið eftir Elliðavogi og ekið fyrst á skilti við Miklubrautarbrú. Þar næst hafi hann ekið á skilta- brúna á Reykjanesbraut við Smiðjuveg og loks á skiltabrú á Breiðholtsbraut. Ingi Ú. Magnússon gatna- málastjóri sagði við Morgun- blaðið, að leyfileg hæð bíla með háfermi" væri 4,20 metrar. Skiltabrýrnar væru hins vegar í yfir 5 metra hæð. Ingi sagði tjónið á brúnum næmi nokkur hundruð þúsund krónum. hæðarinnar. í því ráðuneyti mætir þetta nokkurri andstöðu þar sem menn eru ánægðir i núverandi hús- næði við Rauðarárstíg. Garðar Halldórsson húsameistari ríkisins segir að í ágústmánuði hefj- ist undirbúpingur að hönnun hús- næðisins. Ákveða þurfi hve mikil gæði þess eigi að vera og taka verði mið af skipulagsbreytingum í ráðu- neytinu. Settar hafi verið fram frumhugmyndir. um fyrirkomulag sem miðist við núverandi skipan ráðuneytisins. Þar sé gert ráð fyrir að fjármálaskrifstofa sé á fyrstu hæð hússins, skólamálaskrifstofa á annarri hæð, yfirstjórn ráðuneytis- ins og málefni háskólans auk síma- skiptiborðs stjórnarráðsins á þriðju hæð en menningarmál á fjórðu hæð. Á efstu hæð sé einnig rúm fyrir matstofu sem nýst gæti fyrir stærri fundi. Kostnaður við breytingar á hús- næðinu við Sölvhólsgötu gæti að sögn Garðars Halldórssonar verið á . bilinu 50 til 150 milljónir króna. „Þó er erfitt að spá fyrir um þetta, kostnaðurinn fer eftir gæðum hús- næðisins." Ekki er gert ráð fyrir að framkvæmdum ljúki fyrr en upp úr áramótum, svo að væntanlega flytur ráðuneytið ekki fyrr en á næsta ári. Knútur Hallsson ráðu- neytisstjóri segir þó hugsanlegt að flutt verði í áföngum. Menntamálaráðherra hefur feng- ið.Tryggva Sigurbjarnarson verk- fræðing hjá ráðgjafaþjónustunni Skipulag og stjórnun til að gera úttekt á skipulagi ráðuneytisins. Tryggvi segir að í tengslum við flutninginn meðal annars sé eðlilegt að líta um öxl og athuga skipulag stofnunarinnar. Að ósk embættis- manna ráðuneytisins hafi verið fengnir ráðgjafar til að gera úttekt á því og tillögur um nýskipan. Til að byrja með verði tillögur ráðfjjafa frá 1984 lagðar til grundvallar. Tryggvi kveðst nýbyrjaður að at- huga þessi mál og segir að tillagna sé ekki að vænta fyrr en í septem- ber eða október. Að sögn húsameistara er á;otlað að í kjallara gamla Sambandshúss- ins verði sameiginleg aðstaða ráðu- neyta; skjalageymsla stjómarráðs- ins og bókasafn. Þá verður hugsan- lega komið á fót póstafgreiðslu stjórnarráðsins • og fjölritunarað- stöðu auk tölvuvérs. „Þessu mætti k koma fyrir í kjallara hússins, hug- myndin er sú að færa sem mest af starfsemi stjórnarráðsins í nágrenni Arnarhvols."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.