Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTjUDAGUR 3. ÁGÚST 1989 Kúba: Upphaf endalokanna eftir Arnór Hannibalsson Ekki eru mörg ár liðin frá því ungt fólk gekk um götur undir merkjum dýrra hugsjóna: Gegn stríðinu í Víet-Nam, gegn sprengj- um, gegn mengun, gegn sérhyggju, neyzlu, fyrir náttúruvernd og friði. Draumurinn var að komast til Ind- lands eða Nepals til að reykja þar ódýrt hass. Þetta fólk var vandlega kynnt í dagskrá í ríkissjónvarpi þann 9. júlí 1989. Morgunblaðið tekur svo við og kynnir fólk af 68 kynslóð þann 23. júlí 1989. Þar er mynd af ungu fólki gangandj niður Laugaveg undir myndum af afkastamestu fjöldamorðingjum mannkynssög- unnar: Leníns, Stalíns og Maós ásamt með forgenglum þeirra Marx og Engels. Ekkert var á það minnzt í sjón- varpsdagskránni né heldur í Morg- unblaðsgreininni hvað fylgdi í kjölfar stúdentauppreisnarinnar 1968: Hryðjuverkaflokkar á borð við Baader-Meinhof, Action directe og Rauðar herdeildir. Þjóðfélagið er grimmt, sagði einn viðmælandi í nefndri sjonvarpsdagskrá. Enginn hefur samt heyrt að þetta fólk sýni samúð bátafólkinu, sem flýr ættland sitt, Víet-Nam, út í algjöra óvissu, frekar en að þola það líf sem þar býðst. Enginn hefur heyrt að það styðji við bakið á fátækum bændum í Afgariistan, sem hafa orðið að hætta lífi sínu hvern dag í tíu ár til að berjast fyrir frelsi sínu. Þessi samúðarskortur telst víst ekki grimmd. Cuba libre! Þá braust út hrifning á Castro og Che Guevara, mönnunum sem sigruðu ofureflið og frelsuðu föður- land sitt. Þeir voru engar smáræðis hetjur! Þeir voru engir miðlungs hugsjónamenn! Þeir vísuðu sem log- andi kyndlar mannkyni fram veg- inn! Nú hafa Arnaldo Ochoa Sanchez hershöfðingi, yfirmaður kúbverska hersins í Angola, „hetja lýðveldis- ins", og aðrir háttsettir leiðtogar Kúbu verið dæmdir og teknir af lífi fyrir eiturlyfjasmygl. Ochoa á að hafa séð um að selja sex tonn af kókaíni og marijúana frá Kólumbíu í Bandaríkjunum fyrir 3,4 milljarða bandaríkjadala. Þetta á hann að hafa afrekað frá árinu 1986. Tveir hershöfðingjar, bræðurnir de la Guardia, sáu um flutningana og einnig að smygla vörum frá Banda- ríkjunum (lyfjum, tölvum, rann- sóknartækjum o.fl.) til Kúbu. Ochoa viðurkenndi og, að hafa selt vistir Kúbuhers í Angola á svörtum mark- aði fyrir dollara, demanta og fíla- bein. Upp úr því hafði hann 200.000 dali og lagði á bankareikning í Panama. Þeir sem smygluðu eitri frá Kól- umbíu lentu flugvélum sínum á herflugvöllum á Kúbu, og land- helgisgæzla Kúbu verndaði hrað- báta þeirra, er þeir sigldu til Flórída. Fyrrverandi samherji Castrós, Hub- er Matos í Caracas, hefur lýst því yfir, að svo umfangsmikil starfsemi gæti ekki hafa farið framhjá Max- imo Lider, Fidel Castro. Við réttar- höld í Miami í febrúar 1988 í málum eiturlyfjahöfðingja Panama, Nor- iega, var því lýst yfir af manni, sem áður stóð Noriega nærri, að 1984 hafi Fidel Castro miðlað málum mili Noriega og eiturlyfjaframleið- enda í Columbíu (sbr. frétt f Spieg- el nr. 27, 1989). Eitursmygl — ráð við gjaldþroti Athygli vekur það, að Ochoa lýsti því yfir við réttarhöldin, að ríkið hafi neyðst til að draga mjög úr fjárframlögum til herdeilda þeirra, sem honum lutu. Það tók nefnilega alræðisstjórnina ekki nema nokkur ár að leggja atvinnulíf eyjarinnar í rúst. Fyrir valdatöku Castrós var Kúba fátæk, en var þó meðal ríkustu þjóða rómönsku Ameríku. En efnahagslífið þróaðist hratt. Frá' 1945 til 1951 uxu þjóðartekjur á mann að meðaltali um 9% á ári, en árið 1951-1958 um 4,6%. Iðnaðar- framleiðsla óx um 50% árin 1947- 1958. Hagvöxtur Kúbu árin 1960- 1987 var mínus 1,2% á hvern íbúa. Lítið hefur orðið úr iðnvæðingu. Kúba treinir tóruna á sykurfram- leiðslunni einni. Kúba er nú meðal fátækustu landa rómönsku Ameríku og ver stödd en nágrann- arnir, Jamaica, Dóminíska lýðveldið og Mexíkó. Um langt skeið hélt sovétstjórnin Kúbu á floti með framlögum sem námu þrem millj- örðum bandaríkjadollara á ári. Árið 1987 lagði sovétstjórnin Kúbu til 5 milljarða bandaríkjadala. Erlendar skuldir við vestræn ríki námu 1988 6 milljörðum bandaríkjadala. Kúba hefur ekki bolmagn til að borga neitt af þeim skuldum. Þá eru ótald- ar skuldir við kommúnistaríki. Skuldir Kúbu við Sovétríkin ein eru taldar vera 9 milljarðar banda- Arnór Hannibalsson „Þannig er umhorfs í þessu mikilvæga for- ysturíki í þróun sósíal- isma í heiminum — eins og einn kúbisti hefur komist að orði. Ein- ræði, örbirgð, fangels- anir, mannréttinda- leysi, eiturlyfjasmygl — þetta er fagnaðarerind- ið.'Y ríkjadala. En nú er sovétstjórnin sjálf komin í þröt og hefur ekki efni á að ala stjórnir hryðjuverka- manna víða um heim. Þá er það hendinni næst að taka upp sölu á eiturlyfjum til að skrapa saman fé og forða sér frá hruni. Mannréttindi? Fyrstu tíu ár valdaskeiðs Fidels Castros • flúðu Kúbu átta hundruð þúsund manns. Enn er ekkert lát á flóttamannastraumi þaðan. Kúba er nálægt þvíað slá heimsmet í fjölda fanga miðað við íbúatölu. Það þar ekki mikið af sér að gera til að lenda í fangelsi. Andúð á bylting- unni er bönnuð. Þeir sem sýna slíkar tilfinningar rotna í fangelsum. Árið 1972 dó Pedro Boitel í höndum lög- reglunnar eftir 12 ára fangelsisvist. Hann hafði unnið það til saka að hafa sigrað hinn opinbera frambjóð- anda í kosningum í stúdentafélagi árið 1960. Kúba heldur uppi hartnær tvö- hundruð þúsund manna her. Sovét- stjórnin hefur notað þennan her til ýmissa skítverka hér og hvar um heiminn, og eru afrekin í Angóla annáluð. Hugsjónaeldurinn, sem þar brann, endaði í bankareikningi í Panama. Þannig er umhorf s í þessu mikil- væga forysturíki í þróun sósíalisma í heiminum — eins og einn kúbisti hefur komist að orði. Einræði, ör- birgð, fangelsanir, mannréttinda- leysi, eiturlyfjasmygl — þetta er fagnaðarerindið. Hér á íslandi eru uppi menn sem bera blak af alræðis- stjórn Fidels Castros. Hversu hátt er ekki siðgæðið sem býr þar að baki! Höfundur erprófessor við Háskóla íslnnds. Tölvan verður helsta þarfa- tæki mannsins á 21. öldinni Washington, frá ívari Guðmundssyni. TÖLVUR verða algengasta og nauðsynlegasta þarfatæki mannsins á 21. öldinni. Þær nmnu og breyta lífi fólks og gera dagleg störf einfaldari en áður. Menn munu greiða atkvæði í almennum kosning- um heima hjá sér með tölvu. Taka próf í skólum og gefa upp til skatts á sama hátt. Þeir, sem vilja veðja í veðhlaupum, gera það með tölv- unni sinni á meðan þeir horfa á hlaupið í sjónvarpinu. Þegar það er búið geta þeir látið tölvuna segja sér hvernig staðan er á banka- reikningum þeirra, hvort sem er á nóttu eða degi. Tímaritin verða send heim til fólks á tölvuminnisspjöldum, sem áskrifendur geta prentað í litum með tölvuprentaranum. Á meðan þetta fer fram getur tölvumaður setið makindalega í uppáhaldshægindastól sínum. Þetta eru m.a. spádómar „Félags framfaramanna", sem þessa daga gengst fyrir ráðstefnu og sýningu í Sheraton-gistihúsinu hér í Wash- ington, þar sem skyggnst er inn í hverra breytinga og framfara sé að vænta í lífi manna á 21. öld- inni, sem hefst eftir rétt rúmlega einn tug ára. SŒLUDfiGfiR í YfiTflfiSKÓGI um verslunarmannahelgina •k Vatnaskógur verður opinn fyrir alla um verslunarmannahelgina. * Kvöldvökur og morgunstundir. • Okuleikni B.F.O. * Minigolf - Veiðikeppni - Fjallgöngur - Ratleikur. M^/fáík * Krakkaklúbburinn. * Bátaleiga - íþróttir - Útivera - Varðeldur. * Svefnpokapláss • Skyndibitastaður - Sjoppa. SKÓGARBITINN 60 ára. •k Oll áfengisneysla er bönnuð á svæðinu. • Verð kr. 1000,- hvert tjald - Frítt inn á svæðið. • Rútuferðir frá BSÍ föstudág kl. 18.30. Vinnuvikan styttist Framfarir í vélvæðingu munu valda því, að vinnuvikan styttist í 32 klst. og tómstundum manna fjöígar. Það mun draga úr hjónaskilnuð- um og fjölga giftingum, segir „Al- þjóða framfaramannafélagið", sem gengst fyrir ráðstefnunni, sem er sjötta ráðstefna félagsins af þessu tagi og nefnist: „Framtíðarsýn 1990 og þar á eftir." Af dag- skránni sést að hér er til umræðu allt milli himins og jarðar sem hægt er að tengja við 21. öldina. Formaður félagsins, Edward Cornish að nafni, segir að í félag- inu, sem var stofnað fyrir 25 árum, séu skráðir 32 þúsund félagar. Meðal þeirra séu t.d. margir há- skólakennarar, sérmenntaðir menn og opinberir starfsmenn. „Það er ekki svo ýkja langt síðan," segir Cornish, „að framtíð- arhugsuðir voru taldir draumóra- menn, sem tóku svokölluð framtíð- arhugmyndaskrif sem skemmti- efni, eins og t.d. rit Jule Vernes og annarra, sem seinna urðu að veruleika eins og t.d. ferðin til tunglsins. Er einmitt þessa dagana verið að halda upp á 20 ára af- mæli farar manna til tunlgsins, en fyrir 30 árum var það talið til loft- kastala. Nýjungar í vændum „Mannkynið er enn á tilrauna- stiginu," segir Sandra K. Northrop, forseti framfarafélags í Louisiana- ríki. „Margir óttast framtíðina, en menn verða að vinna bug á þeim ótta, sem er ástæðulaus," að dómi frúarinnar. Hún telur, að breytinga sé að vænta í samvinnu milli verka- fólks og atvinnurekenda. Árið 2000 verði aðeins einn af hverjum 50 hækkaður í æðri stöðu í fyrirtæki, sem hann vinnur við, í stað þess að árið 1987 var 1 af hverjum 20 hækkaður. Frú Northrop spáir einnig að: Árið 2000 munu 85 prósent af vinnandi fólki vinna hjá fyrirtækj- um, sem hafa færri en 200 manna starfslið. Reikna má með, að árið 2000 verði 80 prósent af starfandi mönn- um í vinnu við þjónustufyrirtæki, þar sem láglaunuð þjónustuvinna kemur í stað betur launaðra starfa við framleiðslu, flutninga og land- búnað. Þar sem upplýsingaþjónusta er í örum vexti má gera ráð fyrir, að tölvur verði á 70 prósent allra heim- ila í Bandaríkjunum árið 2001 sam- anborið við 18 prósent eins og er og heimavinna eykst að sama skapi. Um 60 prósent af byrjendum í atvinnu árið 2000 verða konur og fyrirskipaður starfslokaaldur verð- ur 70 ár árið 2000. Cornish, forseti framfaramanna- félagsins, benti á, að spár um framtíðina kæmu ekki ávallt fram og að félagsskap hans gæti vitan- lega místekist í spám sínum, enda væri tilgangurinn fyrst og fremst sá, að minna á hvaða breytingar væru líklegar. í því sambandi minnti hann á hve oft spár verða að veruleika en aðrar breytingar láta standa á sér. 1960 bjuggust margir framtíðar- hugsuðir við að ekki liði á löngu þar til loftin yrðu full af rakettufar- artækjum, en hins vegar gerðu menn ekki ráð fyrir að tölvur yrðu jafn algengar og þær eru nú. Nýtt námskeið INNHVERF ÍHUGUN er huglæg þroskaaðferð, sein allir geta lært. Iðkun hennar vinnur gegn streitu og stuðlar að heilbrigði og ánægju í daglegu lilí. Nýtt námskeið hefst með kynningarfyrirlestri í kvðld, fimmtudag, kl. 20.30 á Laugavegi 18a. Aðgangur er ókeypis. Uppl. í síma 16662. Islenska íhugunarfélagið. Maharishi Mahesh Yogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.