Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. AGUST 1989 Keflavík og Njarðvík: Vflja viðræður um sölu- skattsmál rafveitunnar BÆJARYFIRVÖLD í Keflavík og Njarðvík hyggjast óska eftir við- ræðum við fjármálaráðuneytið um söluskattsmál rafveitunnar í bæjarfélögunum tveimur. Eins og -kunnugt er greiddi rafveita þessara sveitarfélaga meinta söluskattsskuld sína vegna siilu á raforku til götulýsinga þegar skattayfirvöld hótuðu að grípa Red Lobster pantar hjá Iceland Seafood Veitingahúsakeðjan Red Lobster hefur pantað ufsa hjá Iceland Seafo- od í Bandarikjunum í kjölfar þess að grænfriðungar hafa hætt herferð sinni gegn íslenskum sjávarafurðum. Magnús Friðgeirsson forstjóri Ice- friðunga. land Seafood sagði við Morgunblaðið að Red Lobster hefði undirbúið ufsapöntun fyrir helgina. Red Lobst- er hefur einnig lagt inn pöntun hjá Coldwater, en fyrirtækið hætti að kaupa íslenskar sjávarafurðir í upp- hafi þessa árs vegna herferðar græn- VEÐUR Magnús Friðgeirsson sagði að Ice- land Seafood hefði tapað nokkrum viðskiptavinum vegna herferðarinn- ar, og hann sagðist því vera vera feginn að grænfriðungar hefðu látið af þessu ólöglega athæfi. til lokunaraðgerða vegna skuld- arinnar. Að sögn Jónasar Aðalsteinssonar lögmanns, sem annast málið fyrir bæjaryfirvöld þar syðra, er ætlunin að byggja viðræður við fjármála- ráðuneytið á fordæmi sóluskatts- mála Rafveitu Hafnarfjarðar, sem voru af svipuðum tóga. Rafveita Hafnarfjarðár fékk nýlega endur- greiddar 10,5 milljónir vegna of- greidds söluskatts, eftir að ríkis- skattanefnd hafði úrekurðað í mál- inu veitunni í vil. Ágreiningur í báðum þessum málum er þannig tilkominn að bæjaryfirvöld ákveða raforkuverð til götulýsinga, og greiða rafveiturnar lögbundinn söluskatt af því. Fjármálaráðuneyt- ið gengur hins vegar út frá öðru óg hærra raforkuverði við sína út- reikninga á söluskattsskuld veit- anna. / DAG kl. 12.00; Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veourspa kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR I DAG, 3. AGUST YFIRLIT í GÆR: Yfir austanverðu íandinu er 990 -mb lægð sem þokast austur. Veður fer lítíð eitt kólnandi. SPÁ: Hæg norðvestan og norðanátt. Smáskúrir á Norðausturlandi en annars þurrt að rnestu. Hiti 8-16 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR UM HELGIWA: Fremur hæg breytileg átt um land allt. Líttlsháttar súld á annesjum norðan og vestanlands á föstudag og laugardag en annars þurrt. Víða sæmilega bjart inn til landsins alla dagana. Hiti á bilinu 8 til 17 stig. Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r f r r r t / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * # * * # Snjókoma * * * •\Q° Hitastig: 10 gráður á Celsius Ý Skúrir V El = Þoka = Þckumóða ', ' Súld OO Mistur -4» Skafrenningur [T Þrumuveður j* *&»f w ii > T% VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 ígær að í$l. tíma hltl veður Akureyri 14 skýjað Reykjavik 8 þokumóða Bergen 10 súld Heisinki 15 skýjað Kaupmannah. 13 rignina Narssarssuaq vantar Nuuk vantar Osló 13 alskýjað Stokkhölmur 16 léttskýjað Þórshöfn 11 rigning Algarve 21 þokumóða Amsterdam 13 skúr Barcelona 23 alskýjað Berlín 12 rigning Chicago 18 heiðskírt Feneyjar 13 léttskýjað Frankfurt 11 skýjað Glasgow 13 skýjað Hamborg 12 skúr Las Palmas vantar London 11 léttskýjað Los Angeles 19 heiðskírt Liixemborg 10 skýjað Madrld 19 heiðskírt Malaga 24 háltskýjað Mallorca 24 alskýjað Montreal 22 alskýjað New Vork 21 heiðskírt Orlando 24 léttskýjað París 11 heiðskírt Róm 17 heiðskírt ' Vfn 13 hálfskýjað Washington 21 mistur Winnipeg vantar Dr. Haraldur Auðunsson. Dr. Guðjón Atli Auðunsson. Tveir bræður verja doktorsritgerðir Bræðurnir Haraldur og Guðjón Atli Auðunssynir vörðu doktors- ritgerðir sínar, Haraldur í júlí síðastliðnum og Guðjón Atli í mars á síðasta ári. Haraldur lagði stund á jarðeðlisfræði í Bandaríkjun- um, en Guðjón Atli stundaði nám í lífeðlisfræði í Svíþjóð. Haraldur Auðunsson varði dokt- orsritgerð sína í jarðeðlisfræði við Oregon State University í Oregon í Bandaríkjunum 6. júlí síðastliðinn. Ritgerðin fjallar um hraunsegul- mælingar á norðurhveli jarðar og ber yfirskriftina „Paleömagnetism magnetic propertis and thermal history of a thick transitional polar- ity lava". Haraldur lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum í Kópavogi og framhaldsnámi við Háskóla íslands og síðar við Oregon State Univers- ity í Corvallis. Haraldur vinnur nú þar að íslensku rannsóknarverk- efni, með styrk úr Vísindasjóði og frá Atlandshafsbandalaginu, í sam- bandi við hægsegulmögnun á Reykjanesi. Haraldur er fæddur 24. septem- ber 1956. Hann er kvæntur Sigur- björgu Guttormsdóttur og eiga þau tvo syni. Guðjón Atli Auðunsson, bróðir Haraldar, varði doktorsritgerð sína í lífefnafræði við háskólann í Lundi 25. marz 1988. Ritgerðin ber á ensku yfirskriftina „Trace Analysis of Amines by GLC with Special Emphasis on Sample Pretreatment, Particulary Supported Liquid Membranes" eða „Sporgreining amína með gasgreini með sérstakri áherslu á meðferð sýnis með sér- staklega studdum vökvahimnum." Guðjón Atli starfar hjá Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins þar sem hann veitir forstöðu snefilefnadeild. Guðjón Atli lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík, en stundaði síðan kennslustörf áður en hann fór tii Lundar og lauk námi frá háskólanum þar, Eiginkona Guðjóns Atla er Jór- unn Sigurjónsdóttir og eiga þaji þrjú börn. Poreldrar Haraldar og Guðjóns Atla eru Auðunn Bergsveinsson rafvirki og Ingibjörg Þorbergs- dóttir, búsett í Kópavogi. Grandi leigir Hjörleif Grandi hf. hefur leigt Sæmundi Árelíussyni útgerðarmanni á Sigl- ufirði togarann Hjörleif RE 211 til fimm mánaða Og á þeim tíma mun togarinn veiða 600 tonn af blönduðum afla. Öllum aflanum verð- ur landað erlendis, eftir því sem Morgunblaðið fregnaði hjá Granda hf. Áætlaðir eru sjö söluferðir til Bretlands og Þýskalands. Hjörleifur RE 211 er 442 brúttó- rúmlestir og var hann smíðaður í Dieppe í Frakklandi árið 1972. Skipið hefur verið mikið yfirfarið og lagfært síðustu tvö til þrjú árin. Jón Rúnar Kristjónsson fjármála- stjóri Granda sagði í samtali við Morgunblaðið, að vel kæmi til. greina að framlengja leiguna ef um semdist. Stóra kókaínmálið: Varðhald framlengft Ætlunin að dæma fyrir septemberlok 35 ARA maður, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi frá 12. maí síðast- liðnum, grunaður um aðild að umfangsmesta kókaínsmygli sem upp hefur komist hérlendis, hefur verið úrskurðaður í áframhald- andi varðhald allt til 30. septem- ber næstkomandi en fyrir þann Geysisgos á laugardag BÚAST má við gosi í Geysi í Haukadal næsta laugardag, en þá verður sett sápa í hver- iim. ítféttatilkynningu frá Geys- isnefnd segir, að ákveðið hafi verið að setja sápu í Geysi kl. 15.00 laugardaginn 5. ágúst. Megi þá gera ráð fyrir gosi nokkru síðar, ef veðurskilyrði verði hagstæð. tíma mun áætlað að Ijúka meðferð málsins fyrir dómi. Maðurinn hef- ur ekki játað aðild að málinu, að sðgn Ásgeirs Friðjónssonar saka- dómara sem kvað upp úrskurðinn. Að.sögn Ásgeirs er maðurinn nú ekki í gæsluvarðhaldi heldur hefur hann réttarstöðu afplánunarfanga og sætir því ekki sömu einangrun og áður. Lögreglan krafðist áfram- haldandi gæsluvarðhalds vegna rannsóknar málsins og ríkissaksókn- ari gerði kröfu um að maðurinn yrði vistaður fram að dómsuppkvaðningu. Við því var orðið. Ákærur hafa ekki verið gefnar út og ekki liggur fyrir hversu margar þær verða í málinu en nokkur fjöldi manná hefur komið við sögu rann- sóknarinnar og fimm manns hafa setið í gæsluvarðhaldi. Nokkrar játn- ingar liggja fyrir að sögn Ásgeirs Friðjónssonar en lögreglan hefur lagt hald á 430 grömm af kókaíni og við yfirheyrslur var leitt í ljós að um var að ræða hluta af meira magnj sem smyglað var til landsins. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.