Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1989 Tékkóslóvakía: Havel tvisvar handtekinn Vínarborg. Reuter. Tékkneska lögreglan hand- tók leikritaskáldið Vaclav Ha- vel í gær í annað sinn á einum sólarhring. Þá var hann á leið til hádegisverðar með vestur- þýska sendiherranum í Prag. Samkvæmt upplýsingum frá vestur-þýska utanríkisráðu- neytinu hefur mótmælum ver- ið komið á framfæri við stjórn- völd í Prag. Heimildarmenn fíeuters-fréttastofunnar meðal andófsmanna í Tékkóslóvakíu segja að einn lögreglumann- anna sem handtók Havel í gær hafi sagt við hann: „Þú verður að koma með okkur til þess að við getum haldið áfram samtalinu frá því í gær." Dana Nemcova sem er í mannréttin- dasamtökunum Charta 77 sagði að Havel hefði í fyrra skiptið verið á leið til fundar þar sem stofna átti á nýja Tékkóslóvakíudeild PEN- klúbbsins, sem eru alþjóðleg samtök rithöfunda. Hável var látinn laus úr fangelsi í maí eftir að hafa afplánað fjóra mánuði af átta sem hann hlaut fyrir andóf gegn stjórnvöldum. Bandaríkin: Glensá ögurstund Dallas. Keuter. Upptökur úr flugstjórnar- klefa bandarískrar flugvélar sem fórst í ágúst í fyrra voru birtar í gær. Þar kemur fram að áhöfn vélarinnar var með glens og grín sín á milli skömmu fyrir flugtak, í stað þess að fara yfir gátlistann svokallaða. Fjórtán manns fór- ust með flugvél Delta Air Li- nes. í upptökunni heyrist einn úr áhöfninni segja að gleymst hafi að fara yfir stefnumót áhafnarinnar fyrir flugtak. . Flugstjóri vélarinnar, flug- maður og vélstjóri voru allir reknir frá Delta-flugfélaginu í síðustu viku. Var þeim gefið að sök að vængjabörð hefðu ekki verið í réttri stöðu við flugtak. Sovétríkin: Tvöfalt sið- gæði í utanrík- ismálum Moskvu. Reuter. Sovésk stjórnvöld voru ný- lega sökuð um tvöfeldni í ut- anríkismálum í grein í vikurit- inu Moskvufréttum. Þrátt fyrir fyrirheit um nýja og siðlega utanríkisstefnu hafi stjórnvöld þagað um ofbeldisverkin á Torgi hins himneska friðar í Peking í júní og ofsóknir írönsku klerkastjórnarinnar á hendur rithöfundinum Salman Rushdie. Greinina skrifa hag- fræðingurinn Alexej ízíjúmov og sagnfræðingurinn Andrej Kortúnov. Þeir vitna í yfírlýs- ingar Edúards Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkj- anna, um að utanríkisstefna, sem ekki helgaðist af mannúð- arsjónarmiðum, væri siðlaus. Höfundar segja að langt sé í land að þessari stefnu sé fram- fylgt. Þeir segja að afstaða sovéska þingsins, þegar það hvatti til afskiptaleysis af inn- anríkismálum Kína, hafi verið skammarleg: „Og hvers vegna var hvergi reifuð önnuð skoð- un opinberlega? Ekki voru all- ir fréttaskýrendur svo einhuga í stuðningnum við kínversk stjórnvöld?" Reuter Grátur bannaður við Grátmúrinn Tvær konur í samtökum ísraelskra kvenna, er nefna sig „Konur við múrinn," sjást hér dregnar á brott frá Grátmúrnum í Jcrúsalem. Starfsmenn einkafyrirtækis er tekur að sér öryggisgæslu á staðnum fjarlægðu konurnar. Brot þeirra mun hafa falist í því að þær fóru með bænir sínar upphátt en ísraelsk lög kveða á um að ekki megi biðja upphátt við grátmúrinn. Leiðtogi námu- manna í Síberíu: Nauðsynlegt að stoftia óháð verkalýðsfélög Moskvu. Reuter. TEIMURAZ Avalíaníj, leiðtogi verkfallsnefndar námumanna í Kúzbass í Síberíu lagði til í gær í viðtali við vikuritið Moskvu- fréttir að stofnuð yrðu óháð verkalýðsfélög í Sovétríkjunum í stað hinna opinberu sem misst hefðu öll tengsl við verkamenn- ina sjálfa. Avalíaníj sagði að vaxandi óá- nægja væri meðal verkamanna með opinberu verkalýðsfélögin og margir ræddu um nauðsyn þess að stofna óháð verkalýðsfélög lík Samstöðu í Póllandi. Sjálfur var hann rekinn úr forystu verkalýðs- félags síns seint á 8. áratugnum fyrir að gagnrýna Leoníd Brez- hnev, þáverandi leiðtoga landsins. í síðustu viku kom fram í um- ræðum í Æðsta ráðinu í Moskvu að þegar hefði verið stofnað óháð verkalýðsfélag í Litháen með um 15.000 félögum. Vísar að slíkum samtökum spryttu upp hvarvetna í Sovétríkjunum, ekki síst eftir að opinberu verkalýðsfélögin sýndu getuleysi sitt og áhugaleysi um kjör verkamanna í nýafstöðnum verkföllum námumanna. Gíslamálið í Líbanon: ísraelar ög Bandaríkja- menn snúa bökum saman Beirút, Jerúsalem, Washington og Róm. Reuter. STJORNIR Israels og Banda- ríkjanna segjast ætla að hafa nána samvinnu um lausn gísla- málsins, sem upp er komið vegna ránsins á hryðjuverkaforingjan- um Abdel Karim Obeid. Banda- ríkjamenn hafa enn ekki skýrt frá því hvernig þeir hyggist bregðast við fregnum um að Bandaríkjamaðurinn William Higgins, undirofursti, hafi verið hengdur af líbönskum hryðju- Ferjuslysið í Zee- brugge 1987: Skipstjóri kærður fyr- ir mamidráp afgáleysi London. Reuter. SKIPSTJÓRI bresku Ermarsunds- ferjunnar Herald of Free Enter- prise, sem hvolfi fyrir utan hafnar- mynnið í Zeebrugge í Belgiu 1987 með þeim afleiðingum að Í93 menn drukknuðu, hefur verið kærður fyrir manndráp af gáleysi. Ásamt skipstjóranum voru þrír til viðbótar úr áhöfn skipsins og þrír fyrrum yfirmenn útgerðarinnar kærðir fyrir manndráp af gáleysi. Ferjan lét úr höfn með skutdyr opn- ar og er talið að sjór hafi streymt inn í bílalestina er ferjan bakkaði frá bryggju með fyrrgreindum afleiðing- um. Málið var dómtekið í fyrradag en réttarhóld hefjast 10. október næst- komandi. Hermt er að þetta sé í fyrsta sinn sem skipafélag er dregið til ábyrgðar með þeim hætti sem hér er gert. verkamönnum í hefhdarskyni fyrir ránið á Obeid. Hizbollah- samtökin tilkynntu í gærdag að hverri hernaðaraðgerð Banda- ríkjanna yrði svarað á grimmi- legaii hátt. John Kelly, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sem sér- hæfir sig í málefnum Miðaustur- landa, sagði í gær að viðræður hans og Moshe Arens, utanríkisráðherra ísraels, hefðu verið mjög gagnleg- ar, en vildi ekki tjá sig nánar um eðli þeirra. Ráðherrarnir ræddu gíslamálið á fundi sínum í Jerúsa- lem, en menn hafa af því miklar áhyggjur að hryðjuverkamennirnir hyggist myrða fleiri gísla. Arens sagði að Kelly hefði ekki látið í ljós neina gagnrým stjórnar sinnar á ránið á Obeid. „Ég tel að. Bandaríkin og ísrael séu sameinuð í baráttunni gegn hryðjuverkum og fylgi sameiginlegri hernaðarlist í þeirri orrustu." George Bush Bandaríkjaforseti kallaði Þjóðaröryggisráðið saman í gær, þriðja daginn í röð, og er talið að bandarísk stjórnvöld hafi krafist þess í leynilegum orðsendingum til ríkisstjórna Sýrlands og írans að Abdel Karim Obeid, sem ísraelsk sérsveit rændi í síðustu viku. Stærri myndin var tekin á fundi í Túnisborg árið 1982, en á inn- felldu myndinni má sjá hann bú- inn sem trúarleiðtoga shíta. þær tryggðu öryggi þeirra 17 vest- rænu gísla, sem eru í haldi í Líban- on. „Þegar við lögðum mat á hugsan- legar afleiðingar handtökunnar gerðu við ráð fyrir öílum möguleik- um, þar á meðal þeim, sem hryðju- verkamennirnir gripu til, og öðrum verri," sagði Yitzhak Rabin, varnar- málaráðherra Israels, í ræðu í Knesset, ísraelska þinginu, en þar hlaut hann nokkra gagnrýni fyrir ránið á Obeid. Rabin sagði að áætl- unin um ránið hefði verið samþykkt á ríkisstjórnarfundi fyrir tveifnur mánuðum í von um að hægt yrði að hafa skipti á Obeid og þremur ísrelskum hermönnum, sem talið er að liðsmenn Hizbollah (Flokks guðs) hafi í haldi í Líbanon. Rabin sagði að áætluninni hefði verið frestað fyrir mánuði, þegar vonir um fangaskipti þóttu aukast, en eftir að þær dvínuðu aftur hefði verið ákveðið að hrinda henni í framkvæmd. Að sögn Rabins hefur lík Higgins enn ekki fundist og ógerlegt að segja fyrir um hvort hann var myrt-' ur á mánudag eða löngu fyrr. Higg- ins var rænt í febrúar á síðasta ári. ítalskir spítalar: Músaskítur í kartöflumús R6m. Reuter. LÖGREGLUSVEITIR, sem gerðu skyndikönnun á ítölskum spítölum í þessari viku, komust að raun um, að þar var ekki allt með felldu: óþrifaleg eldhús, músaskítur í kartöflustöppu, kakkalakkar og langstaðin mat- væli. Talsmaður heilbrigðisráðuneyt- isins sagði, að 190 heilbrigðisfull- trúar yrðu kærðir fyrir brot á heil- brigðis- og hreinlætisreglugerðum. Könnunin yrði einnig látin ná til hótela, veitingahúsa, skyndibita- staða og kráa. Francesco de Lorenzo heilbrigð- isráðherra lagði svo fyrir 22. júlí síðastliðinn, aðeins viku eftir að hann tók við embætti, að skyndi- kónnun skyldi gerð á 530 heilsu- gæslustöðvum í landinu, þar á meðal 224 ríkisspítölum og 136 læknamiðstöðvum. Lögreglan gerði athugasemdir við 776 reglugerðarbrot, auk þess sem hún lét henda heilu bílhlössun- um af kjöti, grænmeti og öðrum matvælum, sem komin voru fram yfir síðasta leyfilegan neysludag. Þegar De Lorenzo tók við emb- ætti, lýsti hann stríði á'hendur „öllum stofnunum, þar sem heilsu fólks er beint eða óbeint stefnt í voða".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.