Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 51
1 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1989 Þú ættir að líta til okkar og athuga hvort þig vantar ekki hús- gögn og skoða íjölbreytt úrval góðra og glæsilegra húsgagna í smekklegu umhverfi. Húsgagnahöllin er hluthafi í tveimur stór- um, erlendum innkaupasamsteypum sem tryggja okkur ekki aðeins bestu vörurnar heldur líka besta verð. IDE MÖBLER A/S stærsta innkaupahringur Danmerkur opnar okkur milliliðalaus viðskipti við 120 framleiðendur á Norður- löndunum og ÞESSIVIÐSKIPTASAMBÖND TRYGGJA OKKUR OG ÞÉR ÞAÐ NÝJASTA OG BESTA í HÚS- GÖGNUM OG UMFRAM ALLT BESTU BERÐIN. REGENT MÖBEL GMBH í Þýskalandi gerir okkur á sama hátt möguleg bein og milliliðalaus viðskipti með ströngu gæðaeftirliti við 400 þekkta framleiðend- ur húsgagna á meginlandi Evrópu. (Yelta Regent Möbel gmbh 1988 var 2.855 milljónir DM eða ríflega 90 milljarðar ísl. króna). Húsgagna4iöllin REYKJAVÍK n^ðöilg ekki fyrst Til Velvakanda. Ég vil taka undir með sundlaug- argesti sem skrifaði í Velvakanda þann 22.07 sl. um ónóga gæslu, , við annars hina ágætu Laugardals- laug, varðandi það að hleypa fólki ofan í laugina án þess að fylgst væri nógu vel með að það baðaði sig fyrst. Eins og sundlaugargestur bendir á er það sérstaklega áber- andi með útlendinga sem sækja laugarnar, af hverju sem það svo stafar. Vegna vinnu minnar er ég MíáLMámámrnmáimaLJiiatdKBÉmtáLisíilKk Hulda Jensdóttir á þakkir skyld- ar fyrir starf sitt í þágu mæðra og barna á sínum starfsferli en mestar þakkir á hún skildar fyrir að taka málstað ófæddra barna en það hefur verið henni baráttu- mál. Ég sendi henni þakkir og velfarnaðaróskir." Einnota umbúðir Einar hringdi: „Hvað ætli hún kosti þjóðfélag- ið þessi gífuriega notkun á ein- nota umbúðum. Á sífellt fleiri vinnustöðum eru einnota plastmál notuð í stað bolla og einnig ein- nota þurrkur. Það ætti að vera hægt að spara mikið með því að takmarka noktun einnota um- búða. Nú eru fjölmennar útihátíðir framundan og af því tilefni vil ég beina því til fólks að ganga vel um í náttúrunni, skilja ekki eftir dósir og annað rusl og sýna sér- staka aðgæzlu við opinn eld.“ gengur svo fram af mér. Eignar- skatturinn hjá móður minni, sem er 77 ára ekkja, hefur hækkað um hvorki meira né minna en 350%. í fyrra borgaði hún 219.501 kr. en nú þarf hún að borga 757.327 kr. bara í eignar- skatt. Þetta borgar hún fyrir hús- eign í Reykjavík og landareign úti á landi, sem gefur lítið af sér. Gamla konan fer upp í hæsta skattþrep (2,95%) við 7 milljóna eign en væri eiginmaður hennar á lífi, þyrfti 14 milljóna eign til. Það sem eftir er árs, þarf hún að borga 185 þús. kr. á mánuði í skatta. Hvernig á hún að fara að þessu? Er þetta hægt? Á sínum tíma hafði verið greiddur fullur tekjuskattur af þessu fé en nú er verið að skattleggja hana aftur. Fjölmiðlar ættu að gera úttekt á því hvernig er farið með þetta gamla fólk.“ Þakkir til Huldu Jensdóttur Anna Kristjánsdóttir hringdi: „Mig langar að vekja máls á þeirri staðreynd, að það var til meira en vísir að Fæðingarheimil- inu við Eiríksgötu áður en Reykjavíkurborg tók við húsinu. Helga Níelsdóttir, ljósmóðir, byggði húsið og byggði þar full- komið fæðingarheimili með tveim- ur fæðingarstofum og skurðstofu. Heimilið tók til starfa árið 1933 og var starfrækt til ársins 1940. Þá varð hún að hætta vegna þess að Sjúkrasamlag Reykjavíkur hætti að borga fyrir fæðingar nema á fæðingardeild Landspítal- ans. Þá neyddist hún til að loka heimilinu. VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Vandi fylgir vegsemd hverri Ágæti Velvakandi. Það er löngu þekkt, já talið hafa átt sér stað frá örófi alda eftir að móðir jörð byggðist hugsandi ver- um, að alls kyns sjúkdómar hafi heijað á misstóran hóp fólks. Menn virðast hins vegar af gömlum sögum hafa verið misjafnlega vel upplýstir um hvernig bregðast skyldi við í sérhveiju tilviki í því skyni að lækna. Sem betur fer eru margir sjúk- dómar löngu fyrir bí vegna meiri skilnings og betri vísindaþekkingar á eðli þeirra og framgangi öllum. En nú í dag hefur að nokkru leyti verið sagt skilið við gamla heilsu- speki, þótt merkja megi ýmsar hræringar meðal hópa, sem virðast vera að vakna til skilnings og vit- undar á gömlu góðu aðferðunum. Það er löngu útbreidd skoðun meðal ýmissa hópa og einnig mín, að gömlu aðferðirnar og meðulin við hinum og þessum krankleik hafi verið laus við allar aukaverkanir. Auk þess var engin hætta á að við- komandi yrði háður lyfinu. Mörg ný lyf hafa góðu heilli gert mönnum lífið léttbærara en hafa oft haft aukakverkanir í för með sér. Þess vegna ættu vísindamenn að horfa aftur til fortíðar og leita að hinu náttúrulega við gerð geð- og taugalyfja framtíðarinnar. Gamalt máltæki segir, að vandi fylgi vegsemd hverri. Mér finnst það eiga vel við í sambandi við það sem að framan hefur verið ritað. Ég vona að réttir aðilar opni augu sín til verka í þessum efnum í fram- tíðinni. Gunnar Sverrisson Þessir hringdu . . Borguðu of lítið Konný Arthúrsdóttir hringdi: „Ég vinn hjá Vorleik ’89 í Ár- múla 16 en sú verzlun selur alls kyns sumarvörur. Seinni part mánudagsins 31.07 komu karl og kona í verzlunina og keyptu gas- grill. Þau áttu að greiða 22.160 kr. en þegar peningarnir höfðu verið taldir kom í ljós að 2000 kr. vantaði. Þá voru þau hins veg- ar farin á brott með grillið. Mig langar því að biðja viðkomandi að hafa samband við okkur í síma 686337.“ Óþrifí sundlaug Sundlaugargestur hringdi: „Það var verið að tala um óþrif í Laugardalslauginni í blaðinu nýlega. Ég vil taka undir það. Ástæðan fyrir óþrifunum er hrein- lega sú, að baðverðirnir (sumar- vinnumennirnir) sitja og spila á spil allan daginn og sinna ekki starfi sínu.“ Óréttlátur ekknaskattur Úlfar hringdi: „Ég get ekki . lengur orða bundizt, því að ekknaskatturinn Hentar vel ef þú vilt gjörnýta plássið ( bað- herberginu. Daufgrænt gler ( álrömmum; hvítur botn. Traustur og þéttur klefi sem auðvelt er að setja upþ. Tvær stærðir: 80x80 eða 70x90 sm. Hæð 2 m. Komdu við hjá okkur ef þú ætlar að breyta baðherberginu. S> VATNSVIRKINN HF. 'AMÁRMÚLA 21 SÍMAH 686455 — 685966 LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 — 673416 mi m sturtuklefi með rennihurðum Karlmannaföt kr. 5.500,- til 9.990,- Terylenebuxur kr. 1.395,- til 2.195,- Gallabuxur kr. 1.195,- og 1.420,- Flauelsbuxur kr. 1 .'220,- og 1.900,- Sumarblússur kr. 2.390,- og 2.770,- Skyrtur, nærföt, sokkar o.fl. ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg 22, sími 18250.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.