Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3: AGUST 1989
19,
komulagi á öðrum eins og núver-
andi fyrirkomulagi veiðistjórnunar,
þ.e. kvótakerfinu.
Flestir eru samt sem áður sam-
mála því að núverandi fyrirkomulag
fiskveiðistjórnunar sé mun betra en
skrapdagakerfið sem áður ríkti. En
kvótakerfið var í upphafi hugsað
sem skammtímalausn því að svo
mikil verðmæti eru hér í húfi. Því
verðum við að halda áfram að þróa
fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar-
innar.
Gagnrýni
Hagfræðingur LÍÚ hefur einna
mest látið á sér bera hvað varðar
gagnrýni á hugmyndir þær sem
komið hafa fram opinberlega hjá
fiskihagfræðingum og öðrum
vísindamönnum um frekari fram-
þróun á fiskveiðistjórninni. Gagn-
rýni hagfræðingsins hefur að mínu
mati verið yfirborðsleg og hag-
fræðilegt vægi hennar lítið. Helstu
fullyrðingar hans eru í þeim dúr að
í pyngju útgerðarinnar væri ekkert
að sækja vegna slæmrar rekstrar-
stöðu, að fiskihagfræðin sé úrelt
og óskynsamleg og að greiðsla fyr-
ir veiðirétt sé auðlindaskattur sem
fyrst og fremst leggðist á lands-
byggðinga.
Stærsta gjöf
Islandssögunnar?
Hagfræðingur LÍÚ virðist þó
hafa leitað í smiðju fiskihagfræð-
inga er hann segir álit sitt á fyrir-
komulagi fiskveiðistjórnunar í Nor-
egi. I tímaritinu Sjávarfréttum 3.
tbl. 1987 segir hann m.a. í grein
er hann kallar Stjórn fiskveiða í
nágrannalöndunum:
„Noregur er gott dæmi um land,
þar sem gætt hefur ýmissa ann-
arra viðhorfa í mótun fiskveiði-
stefnu en kröfunnar um fram-
leiðni og arðsemi." (Bls. 47.)
„Hingað til lands kom nýlega
nefnd frá Noregi til þess að kynna
sér hvernig sölu á kvótum er hátt-
að hér. Það er álit margra hag-
fræðinga, sem kynnt hafa sér
aflakvótakerfi að einmitt óheft
viðskipti með aflakvóta séu líkleg
til að auka stórlega hagkvæmni
í fiskveiðum."
Og svo vísar hagfræðingurinn í
orð dr. Raghars Árnasonar í blaðinu
Vísbending nr. 22.5:1987.
„Þetta álit dr. Ragnars og fleiri
hagfræðinga er- enn eitt dæmið,
sem ekki hefur enn háð, eyrum
norskra stjórnmálamanna, líklega
vegna þess að þeir eru uppteknir
af öðrum sjónarmiðum en þeim
sem snúa að arðsemissjónarmið-
um í sjávarútvegi." (BJs. 53.)
Hér er hagfræðingur LÍÚ því fylgj-
andi frjálsri sölu á kvótum þrátt
fyrir fyrri gagnrýni. Þar með er
hann fylgjandi frjálsri verðmyndun
markaðskerfis á kvótum, þ.e. sölu
á veiðileyfum.
Hann vill þvi að útgerðarfyrir-
tækin fái kvótana ókeypis, frá eig-
endum hans, íslensku þjóðinni, en
að þau hafi rétt til að selja hvort
öðru þessa kvóta.
Núverandi fyrirkomulag fisk-
veiðistjórnunar heimilar sölu fiski-
skipa og að með þeim fylgi fisk-
veiðirétturinn. Þetta fyrirkomulag
leiðir til hagkvæmari útgerðarhátta
í heild því þau útgerðarfyrirtæki
sem vel standaicaupa skip og veiði-
rétturinn fylgir. Hagræðingin felst
síðan í því að leggja skipinu (úrelda
það) og nýta veiðiheimild þess með
öðrum skipum.
í framhaldi af þessu vakna
nokkrar spurningar um framtíðar-
eignarhald og ráðstöfiinarrétt á
fiskinum í hafinu í kringttm
landið:
1. Útgerðarfyrirtæki sem
kaupir fískiskip og því fylg-
ir veiðiréttur, sem því hefur
verið úthlutað án gjaldtöku.
¦ Kaupverðið samsvarar tvö-
földu markaðsverði sam-
bærilegra skipa án veiði-
heimildar. Er útgerðarfyr-
irtækið búið að eignast
þennan veiðirétt er skipinu
fylgdu um aldur og ævi?
2. Hefur útgerðarfyrirtæki rétt
til að selja veiðiréttinn?
3. Ef sannað þykir að útgerðar-
fyrirtæki A hafi hagnast pen-
ingalega á því að láta veiði-
réttinn sjálfan (með skipi) af
hendi til útgerðarfélags B, var
veiðirétturinn þa seldur? Og
hver á söluhagnaðinn?
Það er ljóst að útgerðarfyrirtæki
og þar með eigendur þeirra hafa
ekki bara fengið í hendur ráðstöfun-
arrétt á veiðiheimildum þeim sam
alþingi íslendinga hefur ákveðið.
Heldur eiga þau möguleika á að
selja skip sín á góðu verði ef þeim
fylgir veiðileyfi.
Því má segja að verðmæti fiski-
skipastólsins sé nú umtalsvert
vegna þeirra réttinda sem houm
fylgja og það er mitt mat að þessi
verðmæti sem íslenskum útgerðar-
mönnum eru hér afhent hljóti að
vera stærsta gjöf sem gefin hefur
verið í sögu okkar íslendinga.
Heimildir:
1. E.S. Russci, þýðing Árna Friðriksson-
ar,
Arðrán fískmiðanna,
Prentverk Akraness h/f., 1944.
2. Gylfi Þ. Gislason
fiskihagfræði, fyrri hhiti
Bóksaia stúdenta, 1982.-
3. Skýrsla skipastólsnefndar,
sjávarútvegsráðuneytið.
4. Fiskvinnslan, fagblað fiskiðnaðarins
4. tbl. 1987.
5. Minnisblað til ríkisstjórnarinnar frá
sjávarútvegsráðherra í desembcr 1988
um sértækar aðgerðir vegfna rekstrar-
vanda sjávarútvegsfyrirtækja.
Hvað er merkilegt við
þennan Candy kæliskáp?
(Annaö en veröiö?)
• 380lítra(240lkælirog140lfrystir)» Tvöaöskilin kælikerfi
(2 kæliþjöppur) • Orkusparandi • Hitamælir fyrir frysti
• Hæð 185 sm, breidd 60 sm, dýpt 60 sm.
AFMÆLISTILBOÐ: Áður kr. 61.900, nú kr. 55.710.
Staðgreidd kr. 52.925 — sparnaður 8.975!
«,] J 1 J A Borgaríúni 20, sími 2G788
m w *\ u Jr Kringlunni, sími 689150
Sömu kjör hjá umboösmönnum okkar um land allt
Pú tjaldar ekki til einnar nætxir
í tjaldi frá
Skátabúðinni
Skátabúðin býður ótrúiegt
úrvai af íslenskum og erlend-
um tjöldum. Alit frá eins
manns göngutjöldum til stórra
fjölskyldutjalda. Sérþekking
okkar í sölu og meðférð á
tjöldum sem og öðrum úti-
verubúnaði er þín tryggíng.
Við hjá Skátabúðinni viljum
geta sagt að „þú tjaldir ekki
til einnar nætur" í tjaldi frá
okkur.
^ '¦ '***»-. ^.
•"Í««É^-
. . -:
X
j^^C'-'rr^* ,t\ \^ j
r^p% ' "-* ,
SKATABUDiN
SNORRABRAUT 60 SÍM112045