Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3: AGUST 1989 19, komulagi á öðrum eins og núver- andi fyrirkomulagi veiðistjórnunar, þ.e. kvótakerfinu. Flestir eru samt sem áður sam- mála því að núverandi fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar sé mun betra en skrapdagakerfið sem áður ríkti. En kvótakerfið var í upphafi hugsað sem skammtímalausn því að svo mikil verðmæti eru hér í húfi. Því verðum við að halda áfram að þróa fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar- innar. Gagnrýni Hagfræðingur LÍÚ hefur einna mest látið á sér bera hvað varðar gagnrýni á hugmyndir þær sem komið hafa fram opinberlega hjá fiskihagfræðingum og öðrum vísindamönnum um frekari fram- þróun á fiskveiðistjórninni. Gagn- rýni hagfræðingsins hefur að mínu mati verið yfirborðsleg og hag- fræðilegt vægi hennar lítið. Helstu fullyrðingar hans eru í þeim dúr að í pyngju útgerðarinnar væri ekkert að sækja vegna slæmrar rekstrar- stöðu, að fiskihagfræðin sé úrelt og óskynsamleg og að greiðsla fyr- ir veiðirétt sé auðlindaskattur sem fyrst og fremst leggðist á lands- byggðinga. Stærsta gjöf Islandssögunnar? Hagfræðingur LÍÚ virðist þó hafa leitað í smiðju fiskihagfræð- inga er hann segir álit sitt á fyrir- komulagi fiskveiðistjórnunar í Nor- egi. I tímaritinu Sjávarfréttum 3. tbl. 1987 segir hann m.a. í grein er hann kallar Stjórn fiskveiða í nágrannalöndunum: „Noregur er gott dæmi um land, þar sem gætt hefur ýmissa ann- arra viðhorfa í mótun fiskveiði- stefnu en kröfunnar um fram- leiðni og arðsemi." (Bls. 47.) „Hingað til lands kom nýlega nefnd frá Noregi til þess að kynna sér hvernig sölu á kvótum er hátt- að hér. Það er álit margra hag- fræðinga, sem kynnt hafa sér aflakvótakerfi að einmitt óheft viðskipti með aflakvóta séu líkleg til að auka stórlega hagkvæmni í fiskveiðum." Og svo vísar hagfræðingurinn í orð dr. Raghars Árnasonar í blaðinu Vísbending nr. 22.5:1987. „Þetta álit dr. Ragnars og fleiri hagfræðinga er- enn eitt dæmið, sem ekki hefur enn háð, eyrum norskra stjórnmálamanna, líklega vegna þess að þeir eru uppteknir af öðrum sjónarmiðum en þeim sem snúa að arðsemissjónarmið- um í sjávarútvegi." (BJs. 53.) Hér er hagfræðingur LÍÚ því fylgj- andi frjálsri sölu á kvótum þrátt fyrir fyrri gagnrýni. Þar með er hann fylgjandi frjálsri verðmyndun markaðskerfis á kvótum, þ.e. sölu á veiðileyfum. Hann vill þvi að útgerðarfyrir- tækin fái kvótana ókeypis, frá eig- endum hans, íslensku þjóðinni, en að þau hafi rétt til að selja hvort öðru þessa kvóta. Núverandi fyrirkomulag fisk- veiðistjórnunar heimilar sölu fiski- skipa og að með þeim fylgi fisk- veiðirétturinn. Þetta fyrirkomulag leiðir til hagkvæmari útgerðarhátta í heild því þau útgerðarfyrirtæki sem vel standaicaupa skip og veiði- rétturinn fylgir. Hagræðingin felst síðan í því að leggja skipinu (úrelda það) og nýta veiðiheimild þess með öðrum skipum. í framhaldi af þessu vakna nokkrar spurningar um framtíðar- eignarhald og ráðstöfiinarrétt á fiskinum í hafinu í kringttm landið: 1. Útgerðarfyrirtæki sem kaupir fískiskip og því fylg- ir veiðiréttur, sem því hefur verið úthlutað án gjaldtöku. ¦ Kaupverðið samsvarar tvö- földu markaðsverði sam- bærilegra skipa án veiði- heimildar. Er útgerðarfyr- irtækið búið að eignast þennan veiðirétt er skipinu fylgdu um aldur og ævi? 2. Hefur útgerðarfyrirtæki rétt til að selja veiðiréttinn? 3. Ef sannað þykir að útgerðar- fyrirtæki A hafi hagnast pen- ingalega á því að láta veiði- réttinn sjálfan (með skipi) af hendi til útgerðarfélags B, var veiðirétturinn þa seldur? Og hver á söluhagnaðinn? Það er ljóst að útgerðarfyrirtæki og þar með eigendur þeirra hafa ekki bara fengið í hendur ráðstöfun- arrétt á veiðiheimildum þeim sam alþingi íslendinga hefur ákveðið. Heldur eiga þau möguleika á að selja skip sín á góðu verði ef þeim fylgir veiðileyfi. Því má segja að verðmæti fiski- skipastólsins sé nú umtalsvert vegna þeirra réttinda sem houm fylgja og það er mitt mat að þessi verðmæti sem íslenskum útgerðar- mönnum eru hér afhent hljóti að vera stærsta gjöf sem gefin hefur verið í sögu okkar íslendinga. Heimildir: 1. E.S. Russci, þýðing Árna Friðriksson- ar, Arðrán fískmiðanna, Prentverk Akraness h/f., 1944. 2. Gylfi Þ. Gislason fiskihagfræði, fyrri hhiti Bóksaia stúdenta, 1982.- 3. Skýrsla skipastólsnefndar, sjávarútvegsráðuneytið. 4. Fiskvinnslan, fagblað fiskiðnaðarins 4. tbl. 1987. 5. Minnisblað til ríkisstjórnarinnar frá sjávarútvegsráðherra í desembcr 1988 um sértækar aðgerðir vegfna rekstrar- vanda sjávarútvegsfyrirtækja. Hvað er merkilegt við þennan Candy kæliskáp? (Annaö en veröiö?) • 380lítra(240lkælirog140lfrystir)» Tvöaöskilin kælikerfi (2 kæliþjöppur) • Orkusparandi • Hitamælir fyrir frysti • Hæð 185 sm, breidd 60 sm, dýpt 60 sm. AFMÆLISTILBOÐ: Áður kr. 61.900, nú kr. 55.710. Staðgreidd kr. 52.925 — sparnaður 8.975! «,] J 1 J A Borgaríúni 20, sími 2G788 m w *\ u Jr Kringlunni, sími 689150 Sömu kjör hjá umboösmönnum okkar um land allt Pú tjaldar ekki til einnar nætxir í tjaldi frá Skátabúðinni Skátabúðin býður ótrúiegt úrvai af íslenskum og erlend- um tjöldum. Alit frá eins manns göngutjöldum til stórra fjölskyldutjalda. Sérþekking okkar í sölu og meðférð á tjöldum sem og öðrum úti- verubúnaði er þín tryggíng. Við hjá Skátabúðinni viljum geta sagt að „þú tjaldir ekki til einnar nætur" í tjaldi frá okkur. ^ '¦ '***»-. ^. •"Í««É^- . . -: X j^^C'-'rr^* ,t\ \^ j r^p% ' "-* , SKATABUDiN SNORRABRAUT 60 SÍM112045
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.