Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3: AGUST1989" Humar eða f rægð SYKURMOLARNIR luku fyrir skemmstu langi syrpu tónleika, en sveitin férðaðist um Sovétríkin og Vestur-Evrópu áður en haldið var í fjörutíu daga ferð um Bandaríkin í för með bresku sveitunum New Order og Pil. í þeirri ferð var New Order aðalsveitin, en Molamir og PIL sem upphitunarsveitir. Sykurmolarnir voru þó skörinni hærra settir en PIL, enda selt mun fleiri plötur í Bandaríkjunum. Lokatón- leikarnir í ferðinni voru í Meadowlands-íþróttahöllinni í New Jersey 19. júlí sl. og seldist upp á þá tónleika á undraskömmum tíma þeg- ar og byrjað var að selja inn á þá. Það voru margir islendingar too Good, Kaldur sviti, Heilagur staddir í New York 19. júlí og var ásóknin í boðsmiða slík að Mol- arnir keyptu miða til viðbótar við þá boðsmiða sem sveitin átti rétt á fyrir um 50.000 krónur. Á með- al þeirra sem sérstök ástæða þótti til að bjóða voru meðlimir Smekkleysusveitanna þriggja sem staddar voru í New York til tónleikahalds um þessar mundir. Innihald Molamir voru fyrsta hljómsveit á svið og voru áheyrendur enn að tínast inn í salinn þegar þau hófu leik sinn. Fyrsta lagið var Dísill, svo Mótorslys og síðan lag af væntanlegri plötu, Plast, en textinn í því lagi er bráðskemmti- leg upptalning á nokkrum helstu gerfiefnum aldarinna. Sjötta lag tónleikanna var einnig nýtt, fyrir- taks lag sem heitir Býfluga. Þegar á eftir því lagi kom eitt besta lag- ið af plötunni væntanlegu, Regína, sem gefið verður út á smáskífu innan í mánaðarlok. Ekki veit ég hvað sveitin hefur flutt Ammæli oft á tónleikum, en það vekur ætíð mesta hrifningu meðal tónleikagesta og gæsahúðin var á sínum stað þegar það var flutt á hæla Regínu. Enn kom nýtt lag, sem fjallar um dauðann, en eftir- minnilegur er flutningur þess lags í Tunglinu skömmu áður en Mol- arnir fóru utan. Óðurinn til mömmu var næstur og síðan gamalt lag sem verður á plötunni nýju, Af hverju ekki að skjót'ann? Lokalögin voru svo þrjú af Life's skratti og Blúæd popp. Yfirleitt virðist meira í nýju lög- in spunnið en lögin af Life's too Good og líklega verður það til þess að platan væntanlega verður seinteknari. Mín hyggja er þó sú að Regína verði til að liðka fyrir og það lag, býflugulagið og Am- mæli voru hápukturinn á þesum tónleikum, en Af hverju ekki að skjót'ann, sem var eitt besta tón- leikalag sveitarinnar á öndverðu ári 1987, er í heldur þungri útsetn- ingu. Það var kannski helst til marks um það að Molarnir voru í upphit- unarhlutverki að sveitin flutti öll lög á ensku og Einar lagði ekki eins hart að sér við að hvekkja óstöðuga áheyrendur og oft áður. Sveitarmeðlimir virtust afslapp- aðir og greinilegt að ferðin hefur gengið að óskum. Hljómburður var mjög góður og einkar gott jafnvægi á milli Einars og Bjarkar, en sá er þetta ritar var smá tíma að átta sig á stærð staðarins. Umgjörð Meadowlands íþróttahöllin er rúmgóð og hermdi starfsmaöur að þar rúmuðust um 27.000 manns þegar best léti, en á þess- um tónleikum var ekki selt í öll sæti, því sviðið skyggði á allmörg sæti. Áætlaði hann að seldir hefðu verið um 22.000 miðar, sem gefur víst aðgangseyri upp á um 25 milljónir króna. Ekki rennur nema lítill hluti þessa fjár til Mol- anna, sem voru reyndar í upphit- unarhlutverki þetta kvöld, en New Order fékk þróðurpartinn, þá Molarnir og PIL rak lestina. Stór hluti tekna hljómsveita af tónleikahaldi er sala á bolum merktum hljómsveitinni og viðlíka minjagripum og er jafnan mikil ásókn í slíkt. Söluhæstur í þess- ari ferð var bolur Sykurmolanna og seldust bolir fyrir hálfa aðra milljón að meðaltali á hverjum hinna þrjátíu tónleika sem sveitin SIÐAN lék á í þessari Bandaríkjaferð. Til viðbótar má svo geta þess að ferðin varð til þess að 30.000 ein- tök seldust af Life's too Good. Af þessum tónleikum og um- stanginu í kringum þá má marka að Sykurmolamir eru búnir koma sér vel fyrir á bandarískum tónlist- armarkaði, þó næsta plata, sem kemur út 2. október nk., oigi eftir á ráða miklu um hvaða framtíð verður á því. Eins og áður sagði kemur næsta plata, sem ber heit- ið Here Today, Tomorrow and Next Week, út í byrjun október, en fyrsta smáskífan, Regína, kem- ur út 25. ágúst. Einnig verður gefið út tónleikamyndband í mán- uðinum og fyrir jólin kemur út kassi með þeim tólftommum sem hljómsveitin hefur gefið út auk einnar tónleikaplötu. Söfnurum má svo þenda á að fyrir skemmstu kom út í Þýskalandi tónleikaplata, sk. „bootleg", eða ólöglég útgáfa. Olíklegt verður að telja að Syk- urmolarnir eigi eftir áð leika sem aðalsveit á stöðum eins og Me- adowlands Arena á næstunni, en það er vart langt undan. Það er þó sem fyrr undir sveitinni sjálfri komið og texinn um Regínu sýnir vel tvíbenta afstöðu til frægðar- innar: Ég veit ekki hvað á ég ætti svosem að gera, af hverju ekki bara fara beint til Eyja, eða fara bara að reyna að gera eitthvað annað. Af hverju ekki bara vera hérna bara, eða bara fá sér humar eða frægð? Ég vil ekki neinn, humar eða frægð! Texti: Árni Matthíasson Myndir: Björg Sveinsdóttir Vogar: mmmxmmmijai} Nýja FUJICOLOR SUPERHR erfrábærfilma sem þúgetur treyst, bæðinúna ogfframtfðinni. Myndlistar- og skrautskriftarsýning Wsuf^ wSmmsföm. SKIPHOLTI31 Vogrum. „VIÐ erum mjög ánægðar með aðsóknina að sýningunni," sögðu Aldís Hugbjört Matthíasdóttir og Unnur Karlsdóttir . í samtali við Morgunblaðið um fyrstu myndlist- arsýningu þeirra sem var haldin í þjónustumiðstöðinni í Vogum um helgina. Aldís sýndi 24 myndir sem flestar eru unnar með vatnslitum, en nokkr- ar með pastellitum. Unnur sýndi 27 myndir sem eru unnar með vatnslit- um og tússi. Sýningin var sölusýning og seldist um helmingur myndanna en flestar eru málaðar á þessu ári. Meðal gesta á sýníngunni var lista- maðurinn Baltasar sem hvatti lista- konurnar til að halda áfram á lista- brautinni. Unnur Karlsdóttir lauk námi frá .-textíldeild. Myndlista- og handíða- Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Listamennirnir Aldís Hugbjört Matthíasdóttir og Unnur Karlsdóttir ásamt Auði Matthíasdóttur skrautskrifara. skóla íslands 19'88. Áhugi Aldísar fyrir myndlist vaknaði er hún var á Spáni þar sem hún bjó í átta ár. Samhliða__myndlistarsýningunni sýndi Auður Matthíasdóttir skraut- skrifari sýnishorn af ýmsum gerðum skrautskriftar. - EG. Iiiiin9ri v,u
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.