Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST, 1989 Vamir gegn vin- um og óvinum eftirHannes Jónsson Það hefur ekki farið fram hjá les- endum þessa biaðs, að 17. maí sl. urðu yfirmannaskipti á Keflavíkur- flugvelli. Þá lét Eric A. McVadon, flotaforingi, af yfirstjóm vamarhers Bandaríkjanna á íslandi, en við tók Thomas F. Hall, flotaforingi. Við yfirmannaskiptin flutti Eric A. McVadon ræðu. Vakti hún svo mikla furðu, að Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, kallaði sendiherra Bandaríkjanna á sinn fund 19. maí og kom á framfæri við hann mótmæl- um ríkisstjómarinnar um brot aðmír- álsins á varnarsamningnum. Hann hefði farið út fyrir sín mörk vegna afskipta af íslenskum innanríksmál- um, en ákvæði er í fylgiskjali varnar- samningsins um að vamarliðsmenn megi undir engum kringumstæðum hafa afskipti af íslenskum stjórn- málum. Hafði aðmírállinn í ræðu sinni gefið leiðbeiningar um, hvernig aðrar ríkisstjórnir, hægra megin við miðju, ættu að fjalla um samskipti íslendinga og varnariiðsins. Einnig vandaði hann um við íslendinga, sem styðja varnarliðið. í framhaldi af mótmælum utanrík- isráðherra afhenti sendiherrann hon- um bréf frá aðmírálnum. Þar harmar hann, að ummæli sín hafi gefið til- efni til að ætla, að hann hafi viljað hlutast til um íslensk stjórnmál. Slíkt hafi ekki verið ætlunin. Þegar skoðað er orðalag ræðu aðmírálsins vakna efasemdir um trú- verðugleika fullyrðingar hans, um að honum hafi ekki verið íhlutun um íslensk stjórnmál í huga. Önnur ræða McVadons aðmíráls á Hótel Sögu á fundi Samtaka um vestræna sam- vinnu og Varðbergs laugardaginn 18. mars eykur enn þessar efasemd- ir. Þá ræddi hann um hlutverk varn- arstöðvarinnar í Keflavík og hernað- armátt Atlantshafsbandalagsins í samanburði við hervæðingu Sov- étríkjanna. Sagði hann þá m.a., að varnarliðið hefði áhuga á, að þeir sem ákveða stefnu Sovétríkjanna í her- málum hefðu engar ranghugmyndir um markmið og getu varnarliðsins í Keflavík. Meginmarkmið þess væri að fæla hugsanlegan andstæðing frá hættulegum áformum er-snertu ör- yggi Norður-Atlantshafsins og ís- lands. Það sem situr þó fastast í mér eftir fundinn með aðmírálnum þenn- an laugardag í mars var svar hans við spurningu utan úr sal, þegar hann sagði: „We know and the Sovi- ets know that we are here in Iceland to stay“, þ-e. „við vitum og Sovét- menn vita, að við erum hér á Islandi til frambúðarveru“. í báðum framangreindum ræðum ræddi aðmírállinn nokkuð um að- stöðu varnarliðsmanna hér á íslandi og taldi ekki nógu vel að þeim búið. í Varðbergs-ræðu sinni talaði hann um nauðsyn þess, að byggja fleiri íbúðir fyrir varnarliðsmenn á vellin- um, þar sem, gagnstætt því sem annars staðar væri venja, Banda- ríkjamenn fengju ekki að búa í byggðarlögum utan vamarsvæðisins. Einnig kvartaði hann undan útivist- arbanni og ströngum tollareglum. Allar þessar reglur vildu varnarliðs- menn að yrðu ýmist afnumdar eða mildaðar. í kveðjuræðunni talaði hann um mikilvægi þess, að skapa skilyrði til þess að vamarliðið á vell- inum gæti verið „hamingjusamir tímabundnir íslenskir borgarar“ og spurði: „Eru íslendingar ánægðir með það stig stuðnings, gestrisni og samvinnu sem þróast hefur í næstum 5 áratuga félagsskap í bandalagi og sem íbúar sömu eyju?“ Aðmírállinn telur að við eigum að búa betur að varnarliðinu, leyfa því fijálsari ferðir um landið, leyfa því að búa í íslenskum byggðarlögum utan vallar, rýmka tollareglur, vera betri gestgjafar. Hann hefur senni- lega ekki lesið ljóð bandaríska stór- skáldsins Roberts Frost, sem sagði: „Góðar girðingar skapa góða granna.“ En sjónarmið aðmírálsins gefa tilefni til að skoða nokkur grundvallaratriði okkar varnar- og öryggismála. Tvö sjónarmið Allt frá stríðslokum hafa tvö meg- insjónarmið tekist á varðandi vamar- mál okkar. Á eina hlið er sjónarmið Banda- ríkjanna og hluta Islendinga um að hér eigi að vera erlendur varnarher til frambúðar. Þetta sjónarmið end- urspeglast í ræðum aðmírálsins; í herstöðvarbeiðni Bandaríkjanna til 99 ára 1945; í beiðni um varnarstöðv- ar 1951 og vem þeirra hér á landi enn þann dag í dag. Á hinn bóginn er sjónarmið megin- þorra íslendinga framan af, að hér eigi ekki að vera erlendur her á frið- artímum, að aðskilja skuli sem best herlíf og þjóðlíf, ef aðstæður krefjast erlendrar hersetu, og að við tökum flest nema alþýðubandalagsmenn afdráttarlausa afstöðu með vestrænu lýðræðisríkjunum í öryggismálum. Málið er þó margslungið. Sést það best, ef við skoðum á rökrænan hátt þróun varnar- og öryggisstefnu okk- ar. Þróun íslenskrar öryggisstefnu Fyrsta öryggisstefna, sem íslend- ingar mótuðu fyrir fullvalda íslenskt konungsríki 1918, var einhliða hlut- leysisyfirlýsing. Á meðan friður hélst reyndi ekki á hversu haldgóð hún væri sem öryggisstefna. Strax og stríðið braust út í byijun september 1939 kom hins vegar í ljós, að hvor- ugur stríðsaðili virti hlutleysisstefn- una. Annar aðilinn skaut niður skip Ólafur Thors mótaði steftiuna um herstöðvakjarna borgaralegra flugrekstrarsveita án erlendrar hersetu og samdi um brottför Bandarílyahers og niðurfellingu varnarsamningsins frá 1941 með Keflavíkursamningnum 1946. Er þetta vafalítið eitt mesta þrek- virki, sem íslendingar hafa unnið í milliríkjasamningum þegar tek- ið er tillit til allra aðstæðna. okkar og drap marga varnarlausa íslenska sjómenn, hinn stríðsaðilinn gerði innrás i landið og hertók það 10. maí 1940. Hlutleysisstefnan veitti enga vörn þegar til kaatanna kom, var í raun ónýt öryggisstefna. Næsta stig í þróun öryggisstefnu okkar var þríhliða varnarsamningur íslands, Bandaríkjanna og Bretlands 1. og 8. júlí 1941. Með honum losuð- um við okkur undan bresku hemámi og tryggðum okkur hervarnir Banda- ríkjanna til stríðsloka. Við vörpuðum hlutleysisstefnunni fyrir borð sem öryggisstefnu, tókum upp virka sam- vinnu við bandamenn í stríðsátökum þeirra við Möndulveldin, án þess þó að stofna her eða taka þátt í hernað- arátökum. Samhliða fluttumst við af bresku á bandarískt varnar- og valdssvæði. Þriðja stig öryggisstefnu okkar hófst með Keflavíkursamningnum 1946. Þar með var talið nægjanlegt að hér væri vamarstöð með borgara- legum flugvallarrekstri, en án er- lendrar hersetu. Var þetta samþykkt af Bandaríkjamönnum og talið full- nægjandi fyrir báða aðila vegna ein- arðrar forystu Ólafs Thors, þáver- andi forsætis- og utanríkisráðherra. Fjórða þróunarstig öryggisstefnu okkar er aðildin að NATO 1949. Þá áréttuðum við samstöðu okkar með vestrænu lýðræðisríkjunum, en bandalagið féllst á aðild íslands með þeim skilyrðum, að ísland hafi ekki her, ætli ekki að stofna her, að hér verði ekki erlendur her á friðartím- um, en skilningur var um, að banda- menn myndu óska hér sömu aðstöðu og í síðari heimsstyijöldinni, ef til ófriðar kæmi. Staðfesti Dean Ac- heson, utanríkisráðherra, samþykki bandalagsins á þessum skilyrðum. Stefna Olafs Thors um rekstur varn- arstöðvar með borgaralegum flug- vallarrekstri en án erlendrar hersetu, nú að viðbættri NATO-aðild, var áfram öryggisstefna okkar. Undir öruggri forystu Ólafs Thors, Eysteins Jónssonar og Emils Jónssonar lýstu þingflokkar þeirra yfir því við inn- gönguna í NATO 1949, að aðildin fæli í sér, að hér yrði ekki erlendur her á friðartímum. Herlaust land sem sjálfstæðismál Við þróun öryggisstefnu okkar komu skýrar í ljós sjónartnið þeirra, sem vildu herlaust land og sjónarmið Bandaríkjamanna, sem vildu fá her- stöðvarsamning til langs tíma. Samkvæmt þríhliða varnarsamn- ingnum frá 1. og 8. júlí 1941 skyldi allt erlent herlið hverfa frá íslandi í stríðslok. Brátt kom þó í ljós, að áhugi Bandaríkjanna var fremur rýr Hermann Jónasson er hug- myndafræðingurinn að baki stjórnarstefiiu vinstri stjórnanna 1956 og 1971 um herlaust land, þar sem íslendingar sjái um gæslu og viðhald varnarmann- virkjanna. Hvorug ríkissljórnin gat framkvæmt þessa stefiiu. í 11 ára stjómartíð Steingríms Hermannssonar og 10 ára flokks- formennsku virðist stefhan reyndar hafa fymst og engir til- burðir hafðir uppi til að fram- kvæma hana. á að fara með herafla sinn frá ís- landi og 1. október 1945 óskaði Bandaríkjastjórn eftir viðræðum við 'slensku ríkisstjórnina um gerð íamnings milli ríkjanna um langtí- naleigu (99 ár) á landi undir varnar- stöðvar í Hvalfirði, Skeijafirði (Foss- /ogi) og Keflavík. Rikisstjórnin naut þá öruggrar forystu ðlafs Thors sem afgreiddi málið af þeirri festur og árvekni sem honum var lagið. Tryggði hann sér ekki aðeins stuðning allrar ríkis- stjórnarinnar áður en hann svaraði þessari málaleitan, heldur allra þing-' flokkanna fjögurra. Bað hann þá að tilnefna þijá menn í nefnd til skrafs og ráðagerða um málið. Algjör sam- staða ríkti í 12 manna nefndinni og ríkisstjórninni. Tilmælum var sam- kvæmt því hafnað með orðsendingu Ólafs Thors 6. nóvember 1945. En bandaríska varnarlið hélt áfram að dvelja á íslandi og sýndi engin merki þess að það væri að Dr. Hannes Jónsson „Því má ekki gleyma, að alþjóðasamskipti ríkja og öryggismál eru háð stöðugum breyting- um. Það liggur því í hlutarins eðli, að ör- yggisstefha rlkja, þ. á m. Islands, þarf að vera í stöðugri þróun og endurskoðun með tilliti til breyttra að- stæðna." flytja heim veturinn 1945—46, þótt ófriðnum væri lokið. Ástæðan fyrir þaulsetu Banda- ríkjamanna í landinu virðist fyrst og fremst hafa verið sú, að bandaríska yfirherráðið hafði árið 1943 samið áætlun um framtíðarherstöðvar Bandaríkjanna erlendis. Þar var m.a. gert ráð fyrir, að ísland væri á ytra varnarsvæði vesturálfu og að Banda- ríkin ættu að hafa hér herstöðvar í félagi við aðra bandamenn. Hefur prófessor Þór Whitehead m.a. rakið þessi mál í ágætri grein sinni um lýðveldi og herstöðvar í Skírni 1976, þar sem segir m.a. „í árslok 1943 höfðu Roosevelt, yfirherráðið og valdamiklir þingmenn ákveðið, að Bandaríkin þyrftu að hafa herstöðvar á íslandi eftir stríð" og það var enn- fremur ljóst, að „í bandaríska utan- ríkisráðuneytinu var talið æskilegast, að Bandaríkin tælqu að sér vamir íslands að eilífu“. Tregða Bandaríkjamanna við að fara úr landi að stríði loknu skapaði töluverða ólgu og miklar umræður hér á landi. Tveir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins, Gunnar Thoroddsen og Sigurður Bjarnason, héldu t.d. ræður l.'desember 1945 og kröfðust m.a. brottfarar hersins. Sagði Gunn- ar Thoroddsen þá m.a. „að herstöðv- ar erlends ríkis í landi annarrar þjóð- ar höggvi stórt skarð í umráðarétt hennar yfír landi sínu“. Málfærslu sína gegn hernum rak hann sem sjálfstæðismál og sagði: „Frelsi voru viljum vér ekki farga. Landsréttind- um viljum vér ekki afsala." Talaði Sigurður Bjarnason nokkuð í sama dúr. Lagatúlkun Bandaríkjamanna á herverndarsamningnum frá 1941 var sú, að orðalagið „strax að ófriðnum loknum" þýddi í raun „eftir að friðar- samningar hefðu verið gerðir“. Gæfi samningurinn þeim því fullan rétt til að framlengja hersetuna í landinu um óákveðinn tíma meðan allsheijar- friðarsamningar hefðu ekki verið gerðir við Þýskaland. Bretar ónýttu þessa lagatúlkun Bandaríkjamanna með því að pakka saman og fara frá Reykjavíkurflug- velli 1946. Sýndu þeir þannig í verki, að í þeirra augum þýddu orðin „strax að ófriðnum loknum" nákvæmlega það sem þau sögðu okkur og ekkert annað. Bandaríkjamenn töldu sig hins vegar eiga fullan rétt á að fram- lengja hersetuna þar til friðarsamn- ingar hefðu verið undirritaðir við Þýskaland. í krafti þessa „réttar" töldu þeir sig geta sett íslendingum þau skilyrði fyrir að fella úr gildi herverndarsamninginn frá 1941, að íslendingar gerðu við þá annan samning um herstöð í landinu. Leiddu viðræðurnar til samkomulags um Keflavíkursamninginn. Sam- kvæmt honum var varnarsamningur- inn frá 1941 lýstur ógildur; Banda- ríkin samþykktu að fara með allan sinn herafla frá íslandi innan 6 mán- aða; þeir skuldbundu sig til að af- henda Islendingum Keflavíkurflug- völl til fullrar eignar og notkunar. Gegn þessu var Bandaríkjunum veitt leyfi til þess að nota áfram Keflavíkurflugvöll um tíma til þess að geta fullnægt varnarskyldum þeim, sem þeir höfðu í sambandi við herstjórnina í Þýskalandi. Samningurinn var samþykktur á Alþingi 5. október 1946 með 32 at- kvæðum gegn 19. Tók Ólafur Thors 25. október 1946 formlega við eign- ar- og umráðarétti Keflavíkurflug- vailar af Bandaríkjamönnum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Á grundvelli heimildar í Keflavíkursamningnum um takmörkuð afnot af honum vegna hersetunnar í Þýskalandi samdi Bandaríkjastjórn við flugfélagið American Óverseas Airways um starfrækslu vallarins fyrst um sinn. Hér var þá komin til framkvæmda öryggisstefna um varnarstöðvar með borgaralegum flugvallar- rekstri, en án hersetu. Gerð Keflavíkursamningsins frá 1946 undirstrikar mikilvægi þess fyrir Islendinga, að standa fast á fullveldi sínu og sjálfstæði í sam- skiptum við önnur ríki og iíða eng- um, hvorki bandamönnum né öðrum, að lítilsvirða fullveldi og sjálfstæði ríkisins með því að gera hernaðará- ætlanir um ísland að eigin geðþótta og ætlast svo til þess, að við sam- þykkjum þær sjálfkrafa. Eigum við Islendingar Ólafi Thors meira að þakka í þessu sambandi en almennt er vitað og viðurkennt. Er Keflavík- ursamingurinn vafalítið eitt mesta þrekvirki, sem ísland hefur afrekað í milliríkjasamningum, þegar tillit er tekið til allra aðstæðna. Samning'ar um varnarlið álslandi 1951 Ný hlið kom upp á öryggismálum okkar á árinu 1951. Þá óskuðu Bandaríkjamenn eindregið eftir að fá að senda varnarlið til íslands vegna Kóreustyijaldarinnar. Is- lenska ríkisstjórnin samþykkti að gera varnarsamning við Bandaríkin eftir að höfuðstöðvar Atlantshafs- bandalagsins höfðu látið í té upplýs- ingar um, að það gæti verið hættu- legt að hafa svo hernaðarlega mikil- vægan stað sem Keflavík óvarinn á þessum viðsjárverðu tímum. Ljóst er af leyniskjölum um ut- anríkismál frá 1951, sem birt voru í Washington 1985, að í raun og veru höfðu sjónarmið Bandaríkja- manna ekkert breyst að því er varð- ar ásókn þeirra í að hafa varanlegar herstöðvar á íslandi. Þeir mótuðu markmið sín til samningaviðræðn- anna við íslendinga á fundi í Was- hington 20. janúar 1951 og töldu þá, að lágmarksfjöldi varnarliðs- manna á Islandi á friðartímum væri 2.700-3.900 manns og gerðu ráð fyrir, að liðið yrði aðallega í Keflavík. Jafnframt töluðu þeir um, að fyrir- varalítið þyrfti að vera hægt að auka liðið upp í 7800, ef ófriðlega horfði. Annað markmið, sem Bandaríkja- menn settu sér fyrir viðræðurnar, var að fara fram á sama gildistímá vamarsamningsins og gilti um aðild- ina að NATO, þ.e. langtímasamning sem gilti til 20 ára og framlengdist af sjálfu sér ef ekki væri sagt upp. Þeir voru því búnir að varpa fyrir borð yfirlýsingu fá Dean Ácheson, utanríkisráðherra, fyrir inngönguna í NATO um, að eitt bandalagsríki mundi ekki óska eftir að hafa her í öðru bandalagsríki á friðartímum og að viðurkennd væri sú sérstaða ís- lands um að hafa ekki eigin her og leyfa ekki erlendan her í landinu á friðartímum. Nú var umbúðalaust stefnt að samningum um varanlega hersetu á íslandi eða a.m.k. langtímasamningi, sem hafði reynd- ar verið á óskalista yfirherráðsins í Washington síðan 1943. Minnir þessi viðhorfsbreyting nokkuð á sjónarmið rómverska hers- höfðingjans, sem sagði: „Guð hjálpi mér að veijast vinum mínum, en sjálfur get ég varið mig fyrir óvinum mínurn." Við áttum enga óvini, sem ógnuðu okkur og sjálfstæði okkar, en gat nokkur nema við sjálf varið okkur gegn ásælni vina okkar? Engri þjóð verður bjargað úr aðsteðjandi hættu nema hún bjargi sér sjálf. Mikið samningsþóf varð um gild- istíma vamarsamningsins. Lawson sendiherra hefur það m.a. eftir Bjarna Benediktssyni, þáverandi ut- anríkisráðherra, í skýrslu til Wash- ington 3. mars, að hann hefði sagt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.