Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ IÞRÓ TTiR FIMMTUDAGUH 3. ÁGÚST 1989 53 FOLK ¦ PÁUL Allen mun líklega skrifa undir samning við Millwall á morgun. AHen, sem leikið hefur með Tottenham, kostar Millwall drjúgan skilding eða 600.000 pund sem er met hjá' félaginu. Millwall lendir þó líklega í vandræðum með að borga Allen sömu laun og hann hefur hjá Tottenham eða um 70.000 pund á ári. ¦ DANNY Wallace, einn af þremur bræðrum í liði Southampt- on, hefur óskað eftir að vera seldur frá félaginu. Þetta er þriðja ósk Wallace á rúmum mánuði. Man- chester United, Chelsea og West Ham hafa áhuga á honum, auk tveggja ítalskra liða. ¦ PETER Reid, sem lék lengi með Everton, hefur verið gerður að fyrirliða hjá QPR. Hann tekur við fyrirliðastöðunni af David Sea- man sem hefur farið fram á að vera seldur frá félaginu. ¦ ARTHUR Albiston, sem lék með Manchester United í 15 ár, hefur fengið frjálsa sölu frá WBA.Hann fer heim til Skotlands þar sem hann mun leika með Dundee. ¦ TONY Galvin, sem lék lengi með Tottenham, hefur einnig feng- ið frjálsa sölu, frá Sheffield Wed- nesday. Hann fer til fyrrum félaga síns hjá Tottenham, Ossie Ardil- es, hjá Swindon. SUND / EVROPUMEISTARAMOTIÐ Fimiri til Bonn Magnús Ólafsson fimmti sundmaður- inn sem tryggði sér farseðilinn á EM Fimm íslenskir sundmenn náðu settu lágmarki fyrir Evrópu- meistaramótið, sem fer fram í Bonn í Vestur-Þýskalandi og hefst um miðjan mánuðmn. Magnús Ólafsson var fimmti sundmaðurinn til að ná lágmark- inu; gerði það á sænska meistara- mótinu um helgina í 200 m skrið- sundí, er hann synti á 1.53,25, en lágmarkið er 1,54,6. Millitími Magnúsar eftir 50 m var 24,51 og eftir 100 m 53,32. Ragnheiður Runólfsdóttir (100 m og 200 m bringusundi), Ragnar Guðmundsson (400 skriðsundi), Arnþór Ragnarsson (100 m bringusundi) og Helga Sigurðar- dóttir (100 m skriðsundi) höfðu áður náð lágmarkinu og fara þau~ ásamt Magnúsi til Bonn 11. ágúst. Ragnheiður Runólfsdóttir keppir í tveimur' greinum í Bonn. GOLF /SJONVARP Sýnt beint f rá Ryders-bikarnum Stöð 2 hefur ákveðið að sýna beint frá Ryders-bikarnum í golfi í september. Ryders-bikarinn er stórviðburður og þar mætast bestu kylfingar frá Bandaríkjunum og Evrópu, tólf í hvoru liði. Stöð 2 mun sýna frá síðasta deginum sem er holukeppni þar sem flestir frægustu kylfingar heims mæta til leiks. FRJÁLSARIÞROTTIR Lærlingur írisar setti telpnamet í spjótkasti Sigurður Jónsson skrifar frá Selfossi dóttir UMSB með árangri TVÖ íslandsmet voru sett á meistaramóti yngri aldurs- flokka, 14 ára og yngri, ffrjáls- um íþróttum sem fram fór á Selfossi 22. og 23. júlí. Kepp- endur á mótinu voru alls rúm- lega 400 og skráningar um 700. Mótið f ór í alla staði mjög vel fram og allar tímaáætlanir stóðust. Keppni var mjög hörð í sumum greinum og athyglisverður-ár- angur náðist. Greinilegt er að upp- gangur er í frjálsum íþróttum víða á landinu og vel að staðið hjá mörgum félögum og héraðss- amböndum. Halldóra Jónas- vakti mikla athygli sínum í spjótkasti stelpna. Hún kastaði 35,78 metra og setti íslandsmet, var 12,75 metr- um á- undan næsta keppanda en Halldóra er nýbyrjuð að leggja stund á frjálsar íþróttir og er mjög efnileg. Þjálfari hennar er Iris Grön- feldt, íslandsmeistari í spjótkasti. Sveit HSK setti íslandsmet í 4x100 metra boðhlaupi pilta, hljóp á 50,2 sek. Katla Sóley Skarphéðinsdóttir og Skarphéðinn Ingason, bæði úr HSÞ, vöktu athygli á mótinu. Katla sigr- aði í langstökkí stelpna með 5,13 m sem er 5 sentimetrum lengra en gildandi íslandsmet en meðvindur var of mikill. Hún sigraði einnig í 60 metra hlaupi á 8,7 sek, varð önnur í spjótkasti og keppti einnig í hástökki og boðhlaupi. Skarphéð- inn sigraði í hástökki, stökk 1,55, en hann á íslandsmetið, 1,58. Hann reyndi við 1,60 en felldi naumlega. Þá sigraði hann í langstökki, stökk 5,16 sem er þremur sentimetrum AGAMÁL Tveir fengu tveggja leikja bann TVEIR leikmenn voru dæmdir í tveggja leikja bann vegna brottvísunar á síðasta f undi aganefndar KSÍ. Alls voru 92 mál tekin fyrir á f undinum og eru það heldur færri mál en undanfarnar vikur. Annar leikmaðurinn, sem fær að hvíla í tvo leiki er í 2. flokki Vals, en hinn er Viktor Viktorsson, sem leikur með 3. deildar liði Aftur- eldingar. Að auki var leikmaður KR í 2. flokki dæmdur í leiks bann vegna brottvísunar sem og Ólafur Þorbergsson í 1. deildar liði Þórs. Þrír leikmenn voru dæmdir í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda; Hörður Theódórsson í 2. deildar liði ÍR, Björn Vilhelmsson í 2. deildar liði Víðis og Stefán Hall- dórsson í 3. deildar liði Hveragerðis. UfðnK FOLK I JÓN Örn Guðmundsson hef- .ur æft með úrvalsdeildarliði Þórs í körfuknattleik að undanförnu og er talið að hann gangi til liðs yið félagið, en hann lék áður með ÍR. ¦ ARNA Þórey Sveinbjörns- dóttir, Ægi, og Ævar Örn Jóns- son, UMFN, tóku þátt í EM ungl- inga í sundi, sem fram fór í Leeds í Englandi um helgina. Arna synti 100 m flugsund á 1.07,38 (23. sæti), 200 m flugsund á 2.28,55 (26. sæti) og 200 m fjórsund á 2.35,49 (26. sæti). Ævar hafnaði í 25. sæti í 100 m baksundi (1.05,02) og 26. sæti í 200 m bak- sundi (2.17,98). H HAUKUR Gunnarsson varð í 2. sæti í 200 m hlaupi á leikum spastiskra íþróttamanna, sem fram fara í Nottingham í Englandi þessa dagana. Haukur hljóp á 27,6. Kóreumaðurinn Kang sigraði á 27,3, en Babje frá Frakklandi hafnaði í 3. sæti á 29,3. ¦ ENSKA knattspyrnusam- bandið sektaði í gær skoska lands- liðsmanninn David Speedie um - 1.250 dollara. Sektin kemur til vegna ósæmilegarar framkomu Speedie í vináttuleik Coventry gegn hans gamla liði Chelsea. Leik- urinn var í maí síðastliðnum og þar •notaði Speedie tækifærið og sýndi leikmönnum og áhorfendum óæðri endann óhulinn. Knattspyrnusam- bandið ákvað að sekta kappann eftir að myndir af atburðinum höfðu birst í dagblöðum víða um landið. ¦ BÚLGARSKA tugþrautar- konan, Tania Tarkalanova, hefur > fengið 18 mánaða keppnisbann fyr- ir að neyta ólöglegra lyfja á búlg- arska- meistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fram fór í síðasta mánuði. Tarkalanova hefur viður- kennt að hafa neytt lyfjanna en segir að hún hafí gert það án vit- undar þjálfara síns og læknis. Yfír- völd þar í landi hafa ákveðið að taka mjög strangt á þessum málum í kjölfar þess að tveir lyftingarmenh frá Búlgaríu, gullverðlaunahafar frá Seoul, urðu uppvísir að ólög- legri lyfjatöku og þurftu að skila verðlaunum sínum. ¦ ALEXANDER Borodjúk hefur gert þriggja ára samning við knattspyrnufélagið Schalke,. sem 1 er í 2. deild í Vestur-Þýskalandi. Borodjúk, sem er 26 ára og fyrrum framherji Dynamo Moskva og með 19 landsleiki að baki, er fyrsti Sov- étmaðurinn til að leika í vestur- þýsku knattspyrnunni. Lauqardaqur kl.13:25 31. LEIKVIKA- SM&11989 I 1 IX12 Leikur 1 Gladbach B. Múnchen Leikur 2 Karlsruher - B. Uerdingen Leikur 3 Homburg Kaiserslautern Leikur 4 Nurnberg Leverkusen Leikur 5 W. Bremen Dússeldorf Leikur 6 Mannheim Bochum Leikur 7 Bröndby Brönshöj Danm. Lelkur 8 Silkeborg Næstved Danm. Leikur 9 Herfölge A.G.F Danm. Leikur 10 Moss - Brann "RorT Leikur 11 Molde Lilleström TJöTT Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Halldóra Jónasdóttir með þjálfara sínum írisi Grönfeldt. lengra en íslandsmetið sem hann á sjálfur en meðvindur var of mikill. Skarphéðinn varð annar í 60 metra hlaupi, fjórði í spjótkasti og keppti auk þess í kúlu og boðhlaupi. í allri keppninni var greinilegt að unglingarnir hafa fengið góða tilsögn í tæknigreinum og að þjálf- un þeirra virðist standa traustum fótum. Leikur 12 Kongsvinger - Tromsð Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464 LUKKULÍNAN S. 991002 Ath. Tvofaldur pottur!! ÍSÍÍÍSíiSfS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.