Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 26
2ft MORGUNBLAÐIÐ rFIMMTUDAGUR 3. AGÚST 1989 TOKUM UPP DÓSIR að sjálfsögðu! íí GRAPE FRUIT iíiíiiriiiuilí ——------------——_. Framlehi örséiYatti*** ásantt náHúiuiegwn í^iax't InníuM Kssýíi** Bcst íynr. Sji lUsd-Jcitó iiiiiini YDDA F5.42/SIA Umferðaróáran í Svíþjóð: Ökuleyfisaldurinn hækkaður í 20 ár? Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara FJÖLDI umferðarslysa í Svíþjóð í sumar hefur valdið því, að almenn- ingsálitið þar í landi krefst þess nú, að ökuleyfisaldur verði hækk- aður í 20 ár. Þrátt fyrir auknar hraðatakmarkanir heldur umferð- Njósnir Felix Blochs; KGB-maður notaði finnskt vegabréf Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞAÐ hefur vakið töluverðá at- hygli í Finnlandi að sovéskur út- sendari KGB í Vínarborg, sem átti um árabil samskipti við banda- riska njósnarann Felix Bloch, not- aði finnskt vegabréf. Finnska ör- yggislögreglan kannar nú hvernig á þessu getur staðið. Austurríska lögreglan hefur full- yrt að KGB-maðurinn, sem sá um tengslin við Bloch, hafi notað finnskt vegabréf um áraraðir og þóst vera finnskur kaupsýslumaður. Finnska lögreglan hefur staðfest að um sé að ræða fullgilt vegabréf en ekki fölsun. Því hefur verið haldið fram að KGB-maðurinn hafi fengið vega- bréf sitt í finnska sendiráðinu í Vínarborg en yfírvöld hafa ekki stað- fest það. Morgunblaðsins. aróáranin áfram og dauðaslysum fjölgar stöðugt. Svíar geta nú fengið ökuskírteini þegar þeir verða 18 ára gamlir og mega hefja ökunámið sex mánuðum fyrr.. Útlendingar, sem koma til Sviþjóðar, þurfa aðeins að framvísa ökuskírteini heimalands síns til að fá sænskt skírteini. Ekkert eftirlit er haft með því, hvers konar fræðsla stendur að baki ökuprófi viðkomandi né heldur hvernig ökukunnáttu hans er háttað. Oft hefur komið í ljós, að ökuskírteinin hafa hreinlega verið fölsuð. Sérfræðingar í umferðaröryggis- málum eru dolfallnir yfir fjölgun umferðarslysanna. Tilraun til að lækka leyfilegan hámarkshraða á nokkrum vegarköflum á sumrin úr 110 í 90 km/klst. hefur algerlega mistekist. Fjöldi dauðaslysa á þess- um köflum hefur tvöfaldast. Hugsanleg skýring á þessu er tal- in sú, að menn aki ójafnar og séu_ djarfari á 90 en 110 km hraða. Yfir- völd umferðarmála ákveða einhvern næstu daga, hvort haldið verður áfram með fyrrnefnda 90 km tilraun eða snúið til fyrra horfs. Óháðir sérfræðingar í umferðar- öryggismálum halda fram, að um- ferðargæslan þurfi að verða mun virkari en nú er og ekki beinast ein- vörðungu að eftirliti með umferðar- hraða. LÖgreglan krefst aukinna fjárveitinga til mannaráðninga og tækjakaupa. Reuter Flúið undan fellibyl Fellibylurinn Chantal gekk yfir Texas-ríiri í Bandaríkjunum í gær og var veðurhæðin allt að 135 km á klukkustund. Margir urðu að yfirgefa heimili sín um hríð til að stofna ekki lífi sínu í hættu. Gífurleg rigning fylgdi bylnum og á myndinni sjást hjón fiýja heimili sitt í vatnselgnum; maðurinn ber soninn á bakinu en konan heldur á tveim hvolpum. Rafmagnslínur fóru yíða í sundur og byggingar urðu fyrir skemmdum áður en veðr- inu tók að slota. Sovétríkin; Róttækir umbótasinnar á þingi stofha hreyfingu Moskvu. Daily Telegraph. BORÍS Jeltsín og dr. Andrej Sakharov voru kjörnir leiðtogar nýrrar stiórnmálahreyfingar í Sovétríkjunum á sunnudag, en stefnuskrá hreyfingarinnar er svo róttæk, að verði hún einhvern tíma gerð að veruleika kynnu Sovétríkin að vera á braut jafnaðar- stefnu fremur en kommúnisma. Sjálfir eru forystumenn hreyfing- arinnar svo bjartsýnir, að þeir telja sig hafa brotist úr viðjum 70 ára óslitinnar einræðisstjórnar Kremlverja. Stofnfundinum lauk á sunnu- dag með viðræðum fjölmarga hópa, sem barist hafa fyrir hröð- um umbótum á sovéska stjórn- kerfinu, og varð úr að þeir samein- uðust í ein „regnhlífarsamtök", sem ætla að láta til sín taka á fjölmörgum sviðum. Kröfurnar — sem fela meðal annars í sér algjört upplýsinga- og ferðafrelsi, nýja stjórnarskrá með sérákvæðum um sjálfstæða þingflokka og beinar kosningar— eru mun víðtækari, en umbætur þær, sem Míkhaíl Gorbatsjov Sov- étforáeti hefur beitt sér fyrir. Gorbatsjov hefur fram að þessu talist vera í fylkingarbrjósti um- bótasinna, en nú virðist þessi hóp- ur róttækra stjórnmálamanna, menntamanna og fulltrúa verka- manna hafa farið fram úr honum. Meira en 300 þingmenn á hinu nýja fulltrúaþingi Sovétríkjanna hafa þegar skráð sig í hreyfing- una. Fundahöldin stóðu í tvo daga og fóru þau yfirleitt vel fram. í lok þeirra var kosin fimm manna stjórn. Jeltsín neitað um leiðtogasætið Borís Jeltsín , sem Gorbatsjov rak úr floklísleiðtogaembætti Moskvu fyrir tveimur árum og vék síðan úr stjórnmálaráðinu, fékk flest atkvæði og var tilnefndur til þess að gegna formannsembætti hreyfingarinnar fyrsta árið. Eftir að einn fulltrúanna hafði gert at- hugasemd við þetta, var hins veg- ar ákveðið að enginn einn skyldi vera leiðtogi hreyfingarinnar, en Jeltsín hefur oft verið gagnrýndur fyrir að fara offari í málflutningi sínum. í stjórninni með Jeltsín sitja sagnfræðingurinn Júríj Afan- asjev, hagfræðingurinn Gavríl Popov og Viktor Palm, sem er eistneskur fræðimaður. Dr. Sak- harov, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1975, var í útlegð í Gorkíj um nokkurra ára skeið og nefndur hefur verið „samviska þjóðarinnar", varð fimmti maður inn í stjórnina og er það talið til marks um hina víðtæku virðingu, sem hann nýtur. Hver ræðumaðurinn á fætur öðrum hvatti Gorbatsjov til þess að líta ekki á hreyfinguna sem ógnun við kommúnistaflokkinn, heldur sem öflugan málsvara frjálslyndis innan fulltrúaþingsins og Æðsta ráðsins (valdamesta þings Sovétríkjanna), sem gæti hleypt nýju blóði í umbótaáætlun- ina. Gorbatsjov verður að velja á milli perestrojku og nomenklatúru Júríj Afanasjev hrósaði Gorb- atsjov í hástert fyrir að hafa hrundið perestrojku af stokkun- um. „En sá tími er liðinn að Gorb- atsjov geti bæði verið helsti leið- togi perestrojku og aðalforingi Andrej Sakharov. Nomenklatúrunnar fforréttinda- stéttarinnar]," bætti Afansjev við. „Hann verður að velja á milli." Bjartsýni róttæklinganna fékk mikinn meðbyr eftir velheppnað verkfall námamanna víðs vegar um Sovétríkjunum fyrr í mánuðin- um. Verkfallsaðgerðirnar krié- settu kommúnistaflokkinn og stjórnvöld og veittu róttæklingum röksemdir fyrir því að umbótaá- ætlunin væri ekki andstæð hags- munum verkalýðsins. Fram að verkföllunum höfðu róttæklingar óttast að verkalýður- inn væri svo langþreyttur á getu- leysi stjórnvalda, að hann gæti ekkrmyndað órofa heild, sem barist gæti fyrir hagsmunum Borís Jeltsín. verkamanna. Popov sagði aftur- haldsmenn hafa beðið lægri hlut fyrir umbótasinnum. „Aður fyrr þurfti að velja milli lausnar perestrojku og lausnar kerfisins. Nú — þökk sé námu- mönnum — er kerfislausnin ekki lengur fyrir hendi." Hann benti einnig á að valið stæði milli tveggja gerða byltingarsinnaðs lýðræðis. Annars vegar væri skipuleg bylting, en hins vegar sjálfsprottin og hugsanlega blóð- ug bylting. Fulltrúarnir voru hins vegar minntir á að verkfall námamanna væri ekki gleðiefni eitt, en heyrst hafa sögusagnir um verkfall járn- brautastarfsmanna, sem kynni að verða tylliástæða afturhalds- manna fyrir því að ráðast gegn umbótaöflum. Róttæklingarnir gera sér fyllilega grein fyrir því að hréyfing þéirra ógnar hags- munum ' margra áhrifamanna í flokknum, stjórninni og hernum. Fari járnbrautastarfsmenn í verkfall er talið að samgöngur landsins muni lamast og kynni það að hafa jafnvel enn meiri áhrif heldur en verkfall náma-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.