Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1989 39 Hagfræðingurinn og loðdýrabændur eftirRagnar Böðvarsson Morgunblaðið birtir hinn 23. júlí sl. grein eftir Ólaf ísleifsson sem hann nefnir Misrétti og hags- munapot í nafni jafnréttis og félags- hyggju. í fyrri hluta greinarinnar fjallar höfundur um heildarstefnu núverandi ríkisstjórnar í efnahags- málum og deilir ákveðið á hana, en í síðari hlutanum snýr hann sér að sérstökum málum og ræðir þá um aðstoð við loðdýrabændur. Mig varðar að sjálfsögðu ekkert um skoðanir Ó.í. á ríkisstjórninni og stefnu hennar, en ég uni því illa að við loðdýrabændur séum gerðir að pólítísku bitbeini og mæli með því að hagfræðingurinn finni sér mergjaðri bein til að naga. Ó.í. er að vísu ekki fyrsti áhugamaðurinn um stjórnmál sem telur sér henta að fjölyrða um einstakar stéttir, sérstöður þeirra og forréttindi, jafn- vel þótt ímynduð séu, og ýta þann- ig undir öfund og lítilsvirðingu, og stundum beina andúð annarra stétta, sem oft hafa engin tök á að átta sig á raunverulegri stöðu mala. Pólítísk gh'mutök af þessu tagi voru notuð miklu meir fyrrum, meðan stéttabaráttan var mun harðari en nú. Einna helst voru þau „Sú fyrirgreiðsla sem við höfum fengið, hefur að sáralitlu leyti falist í beinum styrkjum og allar aðgerðir hafa átt það sameiginlegt að hafa komist svo seint í framkvæmd að vaxta- hítin hefur gleypt þær í heilu lagi." notuð af þeim, sem einblíndu á hag eigin stéttar, en létu sig engu varða annarra hagsmuni. „Sjáið þið þessa hérna, og þessa þarna. Þeir njóta nú heldur betur velvildar ríkisins og lifa í vellystingum. Við skulum klekkja á þeim." Einhvern veginn í þessum dúr var málflutningur þeirra sem töldu harða stéttabar- áttu bestu leiðina til þess að bæta þjóðfélagið. Því fór þó fjarri að all- ir stéttaforingjar og stjórnmála- menn aðhylltust þessar aðferðir. Margir álitu sanngjarnan málflutn- ing og samningslipurð hæfa betur í samskiptum stétta og hópa og stærsti stjórnmálaflokkur landsins tók sér kjörorðið „Stétt með stétt". Það kjörorð hefur mér jafnan þótt hið ágætasta og tel hyggilegt að Nefiid kannar fjárhags- stöðu sveitarfélaga Félagsmálaráðherra hefur nú skipað nefnd til að kanna fjárhags- stöðu verst stöddu sveitarfélaganna og gera tillögur til úrbóta. Nefnd- inni er jafnframt falið að kanna orsakir versnandi fjárhagsstöðu sveitarfélaganna almennt og gera tillögur um ráðstafanir til lengri tíma. Undanfarin ár hefur fjárhagur margra sveitarfélaga farið mjög versnandi. Til þess liggja ýmsar orsakir, m.a. miklir rekstrarerfið- leikar atvinnufyrirtækja og stór- aukin þjónusta sveitarfélaganna án þess að tilsvarandi tekjuauki komi á móti, segir í fréttatilkynningu félagsmálaráðuneytisins. í nefndinni eru Páll Guðjónsson bæjarstjóri og Þórður Skúlason Norræna húsið; Fyrirlestur um íslenskar kviKmyndir INGÓLFUR Margeirsson rit- stjóri heldur fyrirlestur um ís- lenskar kvikmyndir í Norræna hi'isimi fimmttidaginn 3. ágúst klukkan 20. Fyrirlesturinn er lið- ur í sumardagskrá hússins og verður fluttur á norsku. Á undan fyrirlestrinum mun Kammermúsikkórinn frá Hallandi S Svíþjóð flytja nokkur lög. í fréttatil- kynningu segir að kórinn flytji tón- leika í Norræna húsinu laugardag- inn 5. ágúst klukkan 15. A efnis- skránni verða lög eftir Shearing, Ramel Tegnér og fleiri. í kórnum eru 17 söngvarar og 4 hljóðfæra- leikarar. Borgþór S. Kjærnested heldur fyrirlestur um íslenskt samfélag í Norræna húsinu laugardaginn 5. ágúst. Klukkan 17 fer fyrirlesturinn fram á sænsku og klukkan 18 sama dag verður hann haldinn á finnsku. Borgþór mun svara fyrirspurnum að fyrirlestri loknum. Aðgangur að sumardagskrá Norræna hússins er ókeypis og öll- um heimill. sveitarstjóri tilnefndir af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Sveinbjörn Óskarsson deildarstjóri tilefndur af fjármálaráðherra, Kristófer Olivers- son skipulagsfræðingur tilnefndur af Byggðastofnun og Húnbogi Þor- steinsson skrifstofustjóri sem skip- aður er formaður nefndarinnar. Félagsmálaráðherra hefur einnig falið starfsmönnum ráðuneytisins að gera úttekt á ýmsum þáttum sveitarsfcjórnarmála á hinum Norð- urlöndunum og taka saman gréin- argerð þar um þar sem m.a. kemur fram hver reynslan er þar af fylkja- fyrirkomulaginu, en þessari athug- un er ætlað að leiða í ljós hvort ætla megi að það henti aðstæðum hér á landi. I framhaldi af þessari vinnu og niðurstöðum nefndar þeirrar sem vinnur að athugun á fjárhagsstöðu sveitarfélaganna mun félagsmála- ráðherra beita sér fyrir mótun til- lagna um eflingu sveitarstjórnar- stigsins í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og Byggða- stofnun. hafa það í huga í rökræðum um skiptingu þjóðtekna. Ó.í. hefur hinsvegar valið þá aðferð gömlu kreppukommúnistanna að reyna að etja stéttum saman og því verður ekki hjá því komist að gera nokkrar athugasemdir við skrif hans. „Dæmi um starfsstétt sem ráða- menn virðast hafa sérstaka vel- þóknun á eru loðdýrabændur," seg- ir Ó.í. Velþóknunin tíefur til þessa helst komið fram í slíkum kynstrum af nefndum, fundum, áætlunum og skýrslum að engri tölu verður á komið. Hafa loðdýrabændur greini- lega lagt sitt af mörkum og ríflega það til þess að tryggja góða nýtingu á tölvum og mannafla í ýmsum opinberum stofnunum. Sú fyrir- greiðsla sem við höfum fengið, hef- ur að sáralitlu leyti falist í beinum styrkjum og allar aðgerðir hafa átt það sameiginlegt að hafa komist svo seint í framkvæmd að vaxtahít- in hefur gleypt þær í heilu lagi. Tillögur þær sem landbúnaðarráð- herra hefur lagt fram til lausnar á yanda loðdýrabænda hafa ekki allar hlotið samþykki ríkisstjórnarinnar og alls ekki er séð hvenær eða hvernig þær verka. Þá segir Ó.Í.: „En steininn tekur úr þegar tekið er að ræða um niðurfellingu skulda þessara aðila gagnvart opinberum sjóðum eins og t.d. Stofnlánadeild landbúnaðarins." Ég man ekki bet- ur en ég hafi heyrt eða lesið all- margar fréttir um að fyrirtækjum hafi verið bjargað frá gjaldþrotum m.a. með niðurfellingu skulda og . fæ alls ékki skilið að ekki megi nota þessa leið fyrir loðdýrabændur alveg eins og aðra. Auk þess er rétt að hugga Ó.I. með því að þessi hugmynd um, niðurfellingu skulda eða breytinga í víkjandi lán er áreið- anlega ekki komin fram vegna góð- mennsku ráðamanna einnar saman, heldur er þetta og talin skársta leið- in til þess að koma í veg fyrir enn meira tap sjóðanna. Hneykslan Ó.I. á hugmyndinni í næstu setningu á undan segir hann að eðlilegt sé, „að leitað sé að færum leiðum til þess að liðka fvrir ereininni meðan versti skellurinn gengur yfir". Enn segir 0.1:: „Hefur einhver talið verslunareigendurna og smærri atvinnurekendur sem orðið hafa gjaldþrotá" og síðar „Veit ein- hver . hversu margar fjölskyldur hafa orðið gjaldþrota og misst heim- ili sín". Lítum aðeins á þessar spurning- ar. Það er fullvissa mín að gjald- þrot séu afleit aðferð til þess að hreinsa til í þeim brjalaða fjármála- heimi sem við Islendingar lifum í, m.a. fyrir tilstilli, ríkisstjórnar sem þáði efnahagsráðgjöf Ólafs ísleifs- sonar. Veldur þar mestu að gjald- þrotum fylgja mjög oft margskonar persónulegar hörmungar sem sæmilega þenkjandi menn mega ekki horfa framhjá. Fyrst og fremst á það við um gjaldþrot einstakl- inga, og ég viðurkenni ekki að sú leiða staðreynd að alltof margar fjölskyldur hafa þegar misst heimili sín, geti verið rök fyrir því að alls ekki megi reyna að koma í veg fyrir að enn fleiri lendi í sama fen- inu. Reyndar veit ég ekki betur en að það sé almennt viðurkennt, einn- ig af stjórnmálamönnum í öllum flokkkum að gjaldþrot einstaklinga séu slæm fyrirbæri sem beri að forðast eftir mætti; Það er ekki ýkja langt síðan að ráðamenn þjóð- arinnar beittu sér fyrir sérstakri aðstoð við íbúðakaupendur, sem lent höfðu í greiðsluvandræðum. í mörgum tilvikum þurfti þetta fólk ný lán og skuldbreytingar af ýmsum stærðum, og þessa dagana er ríkis- sjóður að greiða út 697 milljónir í húsnæðisbætur. Ég minnist þess ekki að nokkur maður hafi talið þessa aðstoð óeðlilega, enda stöfuðu erfiðleikar fólksins aðallega af þeirri ákvörðun valdamanna að hækka skuldir þess miklu meir en launin. Vandi okkar loðdýrabænda er að talsverðu leyti af svipuðum toga spunninn. Valdamenn þjóðar- innar hafa stýrt gengi og lánakjör- um þannig að þó að skinnaverð á erlendum mörkuðum hefði haldist óbreytt frá því að uppbygging hófst að ráði í þessari búgrein, þá hefði afkoma bændanna samt sem áður hlotið að versna um a.m.k. þriðj- ung. Að leggja alla ábyrgðina af þessari ákvörðun ráðandi stjórn- málamanna á herðar 2-300 fjöl- skyldna er hvorttveggja í senn: ranglátt og heimskulegt. Ranglátt vegna þess að fjölskyldurnar hafa engu getað ráðið um þessa fram- vindu; Heimskulegt vegna þess að það kæmi um langa framtíð í veg fyrir að íslendingar nýti sér þá möguleika sem þrátt fyrir öll áföllin finnast í loðdýrarækt. Höfundur er loðdýrabóndi að Kvistum í Ölfushreppi. * \>v \»* *V* BILASALAN Hyrjarhöfða 4. Vantar allar gerðir bíla á skrá. 500 m2 innisalur, upphitað útiplan. Brosið breikkar í betri bíl! Hrafn Sturltison, sölumaður Magnús Magnússon, sölumaður Sími 673000 VERSLUNARMANNAHELGIN á Hótel Örk Stórglæsilegur helgarpakki í bodi. Leitiö nánari upplýsinga í síma 98-34700. Kaffflilaóborö sunnudag og mánudag. Vcrio vclkomin HOTEL OCK Breidumörk 1 c, HvcragcrOi. s. 98-34700. Mikið úrval gastækja [ Olísbúðinni færðu gastæki í ferðalagið, tjaldvagninn, hjólhýsið, húsbílinn, bátinn og sumarbústaðinn. Mikið úrval af gasofnum, gaseldavélum gaslömpum, jafnvel gasísskápum. Einnig tengihiuti fyrir gaslagnir. Hafðu samband og fáðu allar upplýsingar hjá fagmönnunum á staðnum. II búðin Vagnhöfða 13, Sími 91-672324
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.