Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 37
í
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. AGÚST 1989
37
Kartöflugratin fer vel hversdagsmatnum.
Góðar kartöflur
Heimilishorn
Bergljót Ingólfsdóttir
Góðar kartöflur hafa verið fáan-
legar um tíma eftir undanfarandi
hallæri og skort. Innfluttu kartöfl-
urnar eru ánnarrar gerðar en þœr
sem við erum vön að hafa á borð-
um, þær eru talsvert mjölmeiri.
Það eru ár og dagar síðan að
svo góðar,bökunarkartöflur hafa
verið fáanlegar og eru án efa
mikið keyptar. En þessar mjölm-
iklu kartöflur eru hreint afbragð
í allskonar kartöflurétti, svo sem
eins og gratin o.fl. Kartöflubakst-
ur fer vei með mörgum matarteg-
undum sem daglega eru á borðum
og þarf ekki að bíða eftir sunnu-
daga eða hátíðamat til að bera
slíkt á borð fyrir fjölskylduna.
Hér fylgja með uppskriftir úr
sitt hvorri áttinni en eiga það
sameiginlegt að hráar kartöflurn-
ar eru bakaðar í ofni en með mis-
munandi meðlæti. Bakaðir kart-
öfluréttir geta verið einir sér og
ekki aðeins meðlæti með öðru.
Grænmetissalat með er þá nauð-
synlegt.
Franskt kartöflugratín
1,2 kg kartöflur
50 g rifínn ostur
3-4 dl kaffirjómi eða rjómabland
1 hvítlauksrif (má sleppa)
salt og pipar.
Kartöflurnar afhýddar hráar,
skornar í þunnar sneiðar sem sett-
ar eru í smurt ofnfast fat í lögum,
og salti og pipar stráð yfir hvert
þeirra. Hvítlauksrifið er kreist út
í rjómann og honum síðan hellt
yfir kartöflurnar. Að síðustu er
rifnum osti stráð yfir og bakað í
200oC heitum ofni í allt að 1 klst.
Ætlað fyrir 4-5.
Þýskt kartöflugratín
1,5 kg kartöflur
smjör eða smjörlíki
2 bollar brytjaður laukur
2 tsk. salt
smávegis pipar
4 egg, þeytt
sýrður rjómi
Kartöflurnar eru afhýddar hrá-
ar og rifnar á grófu járni, magn
ætti að verða um það bil 6 bollar.
2 msk. smjör sétt á pönnu,
lauksneiðunum brugðið í og látnar
mýkjast. Þá eru kartöflurnar sett-
ar út á, salti og pipar stráð yfir
og að lokum er þeyttum eggjunum ¦
blandað saman við. Dál. brætt
smjör sett í botninn á ofnfastri
skál og kartöflublandan sett jafnt
yfir. Bakað (án loks) í ca. 1 klst.
og hægt að fá góða skorpu með
því að setja þetta efst'í ofninum
síðustu mín.
Borið fram heitt, sýrður rjómi
á hvern skammt. Ætlað fyrir 6-8.
Kartöflubakstur með
beikoni
' 200 g beikon
1 kg kartöflur
1 laukur
salt og pipar
2 dl rjómi
Beikonið skorið smátt, steikt á
pönnu og síðan sett í botninn á
ofnföstu fati. Kartöflurnar af-
hýddar hráar, skornar í þunnar
sneiðar, raðað í lög ásamt þunnum
lauksneiðum, salti og pipar stráð
yfir hvert lag. Rjómanum hellt
yfir allt saman og rétturinn bak-
aður í miðjum ofní við 180°C í
cá% 1 klst.
í þessari uppskrift er hægt að
hafa sveppi í staðinn fyrir beikon,
og er þá brugðið í smjör á pönnu
áður.
Morgunblaðið/Arnór
Þórður Björnsson (í niidju) er efstur í stigakeppni sumarspilamenns-
kunnar. Með honum á myndinni eru Lárus Hermannsson og Óskar
Karlsson, en þeir eru í þriðja til fjórða sæti.
Brids
Arnór Ragnarsson
Sumarbrids
Frekar rólegt var í Sumarbrids
sl. þriðjudag. 44 pör mættu til leiks
og náðist ekki þátttaka í fjórða riðil-
inn. Úrslit urðu (efstu pör):
A-riðill
Alda Hansen —
Nanna Ágústdóttir 242
Karen Vilhjálmsdóttir —
Þorvaldur Óskarsson 231
Vilhjálmur Sigurðsson —
Þráinn Sigurðsson 226
Ingunn Bernburg —
Gunnþórunn Erlingsdóttir 223
Guðjón Jónsson —
Guðlaugur Sveinsson 221
Gunnar Bragi Kjartansson —
Sveinn Sigurgeirsson 217
B-riðill
Gunnar Pétursson —
Sigurður Gíslason 194
Anton R. Gunnarsson —
Friðjón Þórhallsson 184
Dröfn Guðmundsdóttir —
Ásgeir P.Ásbjörnsson 183
Magnús Sigurjónsson —
Sigurður Helgason 181
Þórður Björnsson —
Þröstur Ingimarsson 175
Lárus Hermannsson —
ÓskarKarlsson 174
C-riðill
Hrólfur Hjaltason —
Sverrir Ármannsson 203
Matthías Þorvaldsson —
Ragnar Hennannsson 184
Gylfi Baldursson —
Sigurður B. Þorsteinsson 182
Guðmundur Páll Arnarsson —
Páll Vaídimarsson 165
Björgvin Viglundsson —
Þorfinnur Karlsson 165
Bragi Björnsson —
Þorsteinn Erlingsson 164
Tafl- og brids-
klúbburinn (TBK)
Aðalfundur TBK verður haldinn
miðvikudaginn 9. ágúst nk. kl. 20
í húsi Meistarasambands bygging-
armanna Skipholti 70.
Verijuleg aðalfundastörf.
Stjórnin
V
Kartöflubakstur með beikoni.
. Meimenþúgeturímyndaðþér!
augiysmgar
VÍENNSLA
Vélritunarkennsla
Ný námskeið eru að hefjast.
Vélritunarskólinn,
__________________s. 28040.
Wélagsúf
Hjálpræðisherinn
Almenn samkoma i kvöld kl.
20.30. Allir velkomnir.
Dagskrá Samhjálpar
um verslunarmannahelgina
fyrir þá, sem ekki fara íferðalag.
Fimmtudagur 3. ágúst: Aimenn
samkoma I Þríbúðum kl. 20.30.
Fjölbreytt dagskrá meö miklum
söng. Samhjálparvinir vitna um
reynslu sina af trú og kór þeirra
syngur.
Laugardagur 5. ágúst: Opið hús
í Príbúðum kl. 14.00-17.00.
Heitt kaffi á könnunni. Norma
Samúelsdóttir les úr bók sinni.
Einsöng syngur Gunnbjörg Óla-
dóttir. Kl. 15.30 tökum við lagið
og syngjum saman kóra. Lítið
inn og takið með ykkur gesti.
Allir velkomnir.
Sunnudagur 4. ágúst: Almenn
samkoma i Þríbúðum kl. 16.00.
Fjölbreyttur almennur söngur.
Barnagæsla. Gunnbjörg Óla-
dóttir syngur einsöng. Ræðu-
maður verður Óli Ágústsson.
Allir eru velkomnir í Þribúðir,
Hverfisgötu 42.
Samjálp.
mcó lilut
if^glj YWAM - ísland
Munið Seltjarnarneskirkju kl.
20.30 í kvöld og nœstu kvöld.
Allir velkomnir.
Skipholti 50b 2. hæð
Samkoma i kvöld kl. 20.30.
Allir velkomnir.
l&Í Útivist
Ferðir um verslunar-
mannahelgina 4.-7. ágúst:
1. Þórsmörk. Heim á sunnu-
degi eða ménudegi. Gist i Úti-
vistarskálunum Básum. Göngu-
ferðir.
2. Langisjór - Sveinstindur -
Lakagfgar' - Fjaliabaksleið
syðri. Gist í svefnpokaplássi í
hinu vinalega félagsheimili
Skaftártungumanna, Tunguseli.
Dagsferðir þaðan. Fararstj. Ingi-
björg S. Ásgeirsdóttir.
3. Núpsstaðarskógar. Tjöld.
Kynnist þessu margrómaða
svæði. Gönguferðir m.a. að
Tvilitahyl. Fararstj. Hákon J. Há-
konarson.
4. Hólaskógur - Landmanna-
laugar - Gljúfurleit. Ný ferö.
Gist i húsum. M.a. skoðaðir til-
komumiklir fossar í Þjórsá: Gljúf-
urleitarfoss og Dynkur. Enn-
fremur dagsferðir i Þórsmórk á
sunnudag og mánudag.
Munið fjölskylduholgina í Þórs-
mörk 11.-13. ágúst.
Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni
1, simar 14606 og 23732.
Ath: Nauðsynlegt er að panta
tjaldgistingu í Básum fyrir versl-
unarmannahelgina.
Sjáumst!
Útivist, ferðafélag.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 og 19533.
Ferðir Ferðafélagsins um
verslunarmannahelgina
4.-7. ágúst.
1. Kirkjubæjarklaustur
Lakagigar - Fjaðrárgljúfur.
Gist i svefnpokaplássi á Kirkju-
bæjarklaustri. Dagsferðir frá
Klaustri að Lakagígum og Fjaðr-
árgljúfri.
2. Þörsmörk - Fimmvörðu-
háls. Gist i Skagfjörðsskála i
Langadal. Dagsferð yfir Fimm-
vörðuháls (um 8 klst.) að Skóg-
um, þar sem rúta bíður og flytur
hópinn til Þórsmerkur. Göngu-
ferðir um Mörkina eins og timi
gefst til.
3. Landmannalaugar - Há-
barmur - Eldgjá.
Gist í sæluhúsi Ferðafélagsins i
Laugum. Gengið á Hábarm og
ekið i Eldgjá ef færð leyfir.
4. Sprengisandur - Skaga-
fjarðardalir (inndalir).
Gist i sæluhúsi Ferðafélagsins í
Nýjadal (1 nótt) og Steinsstaða-
skóla (2 nætur). Pantið timan-
lega i ferðirnar. Farmiðasala á
skrifstofu félagsins, Öldugötu 3.
Ferðafélag Islands.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR 1179Bog 19533
Dags- og kvöldferðir
Ferðafélagsins:
Sunnudagur 6. ágúst kl. 13.00:
Sandfell/Hagavík.
Ekið i Ölfusvatnsvik, gengið upp
með Ölfusvatnsá að Löngugróf
og þaðan á Sandfell (404 m).
Komið niður i Hagavik.
Verð kr. 1000,-.
Mánudagur 7. ágúst kl. 13.00:
Reykjadalir - Klambragii -
Hveragerði.
Gengið , af Kambabrún að
Klambragili og þaðan um
Reykjadali i átt að Hveragerði.
Verð kr. 1000,-.
Kl. 8.00 - Þórsmörk/dagsferð.
Dvalið rúmlega 3 klst. í Þórs-
mörk. Farnar gönguferðir. Verð
kr. 2000,-.
Miðvikudagur 9. ágúst: Kl. 8.00
- Þórsmörk/dagsferð.
Sumarleyfistilboð fyrir dvalar-
gesti gildii út ágúst.
Kl. 20.00 - Bláfjalláhellar.
Verð kr. 600,-.
Brottför frá Umferðarmiðstöð-
inni, austanmegin.
Farmiðar við bil. Fritt fyrir börn
i fylgd fullorðinna.
Ferðafélag íslands.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 0819533.
Sumarleyfisferðir
Ferðafélagsins:
9.-13. égúst: Eldgjá - Strúts-
laug - Alftavatn.
Gönguferð með viðleguútbúnað.
Ekið i Eldgjá og gengið þaðan
um Álftavatnskrók, Strútslaug
að Álftavatni. Fararstjóri: Páll
Ólafsson.
9.-13. ágúst: Landmannalaug-
ar - Þórsmörk.
Gengið á fjórum dógum frá
Landmannalaugum til Þórs-
merkur. Gist í sæluhúsum Fi.
Fararstjóri: Árni Geir.
11.-17. ágúst: Kirkjubæjar-
kiaustur - Fljótsdalshérað -
Borgarfjörður eystri - Vopna-
fjörður - Laugar í Reykjadal -
Sprengisandur.
Gist i svefnpokaplási. Dagsferðir
frá áningarstöðum. Fararstjóri:
Baldur Sveinsson.
11.-16. ágúst: Landmanna-
laugar - Þórsmörk. Fararstjóri:
Árni Sigurðsson.
16.-20. ágúst: Þórsmörk -
Landmannalaugar.
Gönguferðin hefst i Þórsmörk á
miðvikudegi og lýkur í Land-
mannalaugum ó laugardegi. Far-
arstjóri: Leifur Þarsteinsson.
17.-20. ágúst: Núpsstaðar-
skógur.
Gist i tjoldum. Gönguferðir um
stórbrotið landslag.
Fararstjóri: Hilmar Þór Sigurðs-
son.
1S.-23. ágúst: Landmanna-
laugar - Þórsmörk. Gist í sælu-
húsum FÍ. Bakpokaferð. Farar
stjóri: Þráinn Þórisson.
23.-27. ágúst: Landmanna-
laugar - Þórsmörk.
Bakpokaferð - gist í sæluhúsum
Fi á leiðinni.
Fararstjóri: Dagbjört Óskai-s-
dóttir.
25.-30. ágúst: Landmanna-
laugar - Þórsmörk.
Bakpokaferð - gist i sæluhúsum
Ff:
Fárarstjóri: Jóhannes I. Jónsson,
Upplýsingar og farmiðasala á
sknfstofu Ferðafélagsins, Öldu-
götu 3.
Ferðafélag íslands.