Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. AGUST 1989
23
100 milljónir í tekjutryggingarauka til bótaþega:
Tæpar 9.000 krónur
koma á fullar bætur
Ríkisstjórnin hefur ákveðið
að verja 100 milljónum króna í
sérstakan tekjutryggingarauka
til elli- og örorkulífeyrisþega.
Verður hann greiddur í tvennu
lagi, í september og desember
og fá þeir sem hafa fullar bætur
tæpar 9 þúsund krónur í allt.
Uppbætur á laun, eins og
orlofsuppbót og desemberuppbót,
sem samið var um í síðustu kjara-
samningum, verða ekki greiddar
á bætur almannatrygginga. En að
sögn heilbrigðisráðuneytisins er
með greiðslu tekjutryggingarauk-
ans komið til móts við bótaþega
með hliðstæðum hætti og þá sem
eru starfandi úti á vinnumarkaðn-
um.
Tekjutryggingaraukinn sam-
svarar 30% hækkun á tekjutrygg-
ingu, heimilisuppbót og sérstakri
heimilisuppbót. Grunnlífeyririnn
er þar undanskilinn.
Guðmundur Bjarnason heil-
brigðisráðherra sagði við Morgun-
blaðið, að meginrökin fyrir því að
reiknuð er prósentutala á tekju-
tengda flokka almannatrygginga,
væru þau, að upphæðir í þeim
flokkum lækkuðu eftir því sem
bótaþegar hefðu meiri tekjur ann-
ars staðar. Og þeir bótaþegar, sem
Þú svalar lestrarþörf dagsins
væru á vinnumarkaði, hefðu þegar
fengið hluta launauppbótanna þar.
Greiðslur til þeirra sem njóta
fullrar tekjutryggingar, heimilis-
uppbótar sérstakrar heimilisupp-
bótar eru nú samtals 39.776 krón-
ur á mánuði. Af því reiknast tekju-
tryggingaraukinn af 29.565 krón-
um og er 8.870 krónur hjá þeim
sem fá fullar tíætur. Lágmarks-
laun eru nú 35.453 krónur á mán-
uði.
Fyrstu 5 mánuðir ársins:
Vöruskiptaj ömuður
við útlönd hagstæður
FYRSTU 5 mánuði þessa árs var vöruskiptajöfhuður við útlönd hag-
stæður um röskar 2.700 milljónir króna. A sama tíma var verðmæti
vöruútflutnings 11% meira en í fyrra ef miðað er við fast gengi.
Frá áramótum til maíloka voru
fluttar út vörur fyrir röska 30 millj-
arða króna, en á sama tíma nam
innflutningur rúmlega 27,6 millj-
örðum króna. Vöruskiptajöfnuður-
inn var því hagstæður iim rúmlega
2.700 milljónir króna. Á sama tíma
í fyrra var hann óhagstæður um
nær 700 milljónir króna. Þetta kem-
ur fram í fréttatilkynningu frá
Hagstofunni.
Fyrstu 5 mánuði þessa árs var
verðmæti vöruútflutnings 11%
meira en á sama tíma í fyrra. Sjáv-
arafurðir voru um 71% alls útflutn-
ings, sem er 5% minna en fyrir
ári. Útflutningur áls og kísiljárns
hefur stóraukist sé miðað við sömu
mánuði í fyrra. 35% meira var flutt
út af áli og 78% meira af kísiljárni.
I maímánuði síðastliðnum var
vöruskiptajöfnuður óhagstæður um
1.500 milljónir króna. Það stafar
af þotukaupum Flugleiða hf. sem
námu um 2.800 milljónum króna.
Að þeim frátöldum hefði vöru-
skiptajöfnuður verið hagstæður um
1.300 milljónir króna í maí.
Torg í Mjóddina
Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að veita 4 milljónir króna
í aukafjárveitingu til að gera torg sunnan við nýju skiptistöðina,
sem SVR hefur reist í Mjóddinni í Breiðholti. Að sögn Vilhjálms
Þ. Vilhjálmssonar formanns skipulagsnemdar, er áætlaður kostnað-
ur 6,7 milljónir vegna torgsins og tenginga við nálægar göngugötur
en 2,7 milljónir króna koma í hlut Pósts- og síma, sem verður með
pósthús í skiptistöðinni. Hönnuðir torgsins og skiptistöðvarinnar
eru arkitektarnir Hilmar Þór Björnsson og Finnur Björgvinsson.
Einar Kristján Einarsson, gítar-
leikari.
Gítartónleik-
aráKjar-
valsstöðum
EINAR Kristján Einarsson
gítarleikari, mun halda tón-
leika á Kjarvalsstöðum í dag,
fininitudaginn 3. ágúst, kl. 18.
Á efhisskrá eru verk eftir
Yocoh, Ponce, Henze, Villa-
Lobos og de Falla.
Tónleikarnir eru aðrir í röð
þriggja, sem Menningarmálanefnd
Reykjavíkurborgar hefur boðað til
í samvinnu við tónlistarmenn. Ein-
ar Kristján er fæddur á Akureyri
og stundaði þar nám í píanóleik,
ásamt sjálfsnámi í gítarleik. Hann
hóf gítarnám við Tónskóla Sigur-
sveins D. Kristinssonar árið 1977
og lauk þaðan burtfararprófi árið
1982. Aðalkennarar hans voru
Gunnar H. Jónsson og Joseph
Fung. Einar stundaði framhalds-
nám í Manchester í Englandi árið
1982-1988 og voru kennarar hans
þar Gordon Crosskey, George
Hadjinkos og David Russel. Auk
þess sótti hann meðal annars nám-
skeið hjá Alirio Diaz og José Luis
Gonzáles.
Einar lauk einleikara- og kenn-
araprófi frá Guildhall School of >
Music árið 1987 og starfar nú sem
gítar'kennari við Tónskóla Sigur-
sveins D. Kristinssonar og Tónlist-
arskóla Kópavogs. Hann hefur
haldið tónleika á Islandi, Englandi
og á Spáni.
(Úr fréttatilkynningu)
HELLUR
SEM HALDA VELLI
¦q
,fljá ÓS fást sterkar og fallegar
hellur til að gera hvers kyns stéttir og
bflastsedi. Ég mæli með hellunum frá
ÓS og byggi þau meðmæli á
reynslunni. Þær eru framleiddar úr
völdu hráefni og góðir kantar gera það
að verkum að allar línur verða reglulegar.
HeUunum er pakkað í plast og þeim
ekið heim í hlað. í fáum orðum sagt:
Gæðavara og góð þjónusta."
Markús Guðjónsson,
skrúðgarðyrkjumeistari,
eigandi Garðavals.