Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST .1989 23 „Hjá ÓS fást sterkar og fallegar hellur til að gera hvers kyns stéttir og bflastæði. Ég mæli með hellunum frá ÓS og byggi þau meðmæli á reynslunni. Þær eru framleiddar úr öldu hráefni og góðir kantar gera það verkum að allar línur verða reglulegar. Hellunum er pakkað í plast og þeim ekið heim í hlað. í fáum orðum sagt: Gæðavara og góð þjónusta.“ Markús Guðjónsson, skrúðgarðyrkjumeistari, eigandi Garðavals. Suðurhrauni Símar 65 1 Garðabæ 210 14 40 65 14 44 og 100 milljónir í tekjutryggingarauka til bótaþega: Tæpar 9.000 krónur koma á fiillar bætur Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veija 100 milljónum króna í sérstakan tekjutryggingarauka til elli- og örorkulífeyrisþega. Verður hann greiddur í tvennu lagi, í september og desember og fá þeir sem hafa fiillar bætur tæpar 9 þúsund krónur í allt. Uppbætur á laun, eins og orlofsuppbót og desemberuppbót, sem samið var um í síðustu kjara- samningum, verða ekki greiddar á bætur almannatrygginga. En að sögn heilbrigðisráðuneytisins er með greiðslu tekjuti-yggingarauk- ans komið til móts við bótaþega með hhðstæðum hætti og þá sem eru starfandi úti á vinnumarkaðn- um. Tekjutryggingaraukinn sam- svarar 30% hækkun á tekjutrygg- ingu, heimilisuppbót og sérstakri heimilisuppbót. Grunnlífeyririnn er þar undanskilinn. Guðmundur Bjarnason heil- brigðisráðherra sagði við Morgun- blaðið, að meginrökin fyrir því að reiknuð er prósentutala á tekju- tengda flokka almannatrygginga, væru þau, að upphæðir í þeim flokkum lækkuðu eftir því sem bótaþegar hefðu meiri tekjur ann- ars staðar. Og þeir bótaþegar, sem væru á vinnumarkaði, hefðu þegar fengið hluta launauppbótanna þar. Greiðslur til þeirra sem njóta fullrar tekjutryggingar, heimilis- uppbótar sérstakrar heimilisupp- bótar erú nú samtals 39.776 krón- ur á mánuði. Af því reiknast tekju- tryggingaraukinn af 29.565 krón- um og er 8.870 krónur hjá þeim sem fá fullar tíætur. Lágmarks- laun eru nú 35.453 krónur á mán- uði. Fyrstu 5 mánuðir ársins: Vöruskiptaj öfnuður við útlönd hagstæður FYRSTU 5 mánuði þessa árs var vöruskiptajöfhuður við utlönd hag- stæður um röskar 2.700 milljónir króna. Á sama tíma var verðmæti vöruútflutnings 11% meira en í fyrra ef miðað er við fast gengi. Frá áramótum til maíloka voru fluttar út vörur fyrir röska 30 millj- arða króna, en á sama tíma nam innflutningur rúmlega 27,6 millj- örðum króna. Vöruskiptajöfnuður- inn var því hagstæður _um rúmlega 2.700 milljónir króna. Á sama tíma í fyrra var hann óhagstæður um nær 700 milljónir króna. Þetta kem- ur fram í fréttatilkynningu frá Hagstofunni. Fyrstu 5 mánuði þessa árs var verðmæti vöruútflutnings 11% meira en á sama tíma í fyrra. Sjáv- arafurðir voru um 71% alls útflutn- ings, sem er 5% minna en fyrir ári. Útflutningur áls og kísiljárns hefur stóraukist sé miðað við sömu mánuði í fyrra. 35% meira var flutt út af áli og 78% meira af kísiljárni. í maímánuði síðastliðnum var vöruskiptajöfnuður óhagstæður um 1.500 milljónir króna. Það stafar af þotukaupum Flugleiða hf. sem námu um 2.800 milljónum króna. Að þeim frátöldum hefði vöni- skiptajöfnuður verið hagstæður um 1.300 milljónir króna í maí. Þú svalþr lestrarþörf dagsins _ ájsíöum Moggansþ Torg í Mjóddina Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að veita 4 milljónir króna í aukafjárveitingu til að gera torg sunnan við nýju skiptistöðina, sem SVR hefiir reist í Mjóddinni í Breiðholti. Að sögn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar formanns skipulagsnefhdar, er áætlaður kostnað- ur 6,7 milljónir vegna torgsins og tenginga við nálægar göngugötur en 2,7 milljónir króna koma í hlut Pósts- og síma, sem verður með pósthús í skiptistöðinni. Hönnuðir torgsins og skiptistöðvarinnar eru arkitektarnir Hilmar Þór Björnsson og Finnur Björgvinsson. Einar Krislján Einarsson, gítar- leikari. Gítartónleik- aráKjar- valsstöðum EINAR Kristján Einarsson gítarleikari, mun halda tón- leika á Kjarvalsstöðum í dag, fimmtudaginn 3. ágúst, kl. 18. Á efnisskrá eru verk eftir Yocoh, Ponce, Henze, Villa- Lobos og de Falla. Tónleikarnir eru aðrir í röð þriggja, sem Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar hefur boðað til í samvinnu við tónlistarmenn. Ein- ar Kristján er fæddur á Akureyri og stundaði þar nám í píanóleik, ásamt sjálfsnámi í gítarleik. Hann hóf gítarnám við Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar árið 1977 og lauk þaðan burtfararprófi árið 1982. Aðalkennarar hans voru Gunnar H. Jónsson og Joseph Fung. Einar stundaði framhalds- nám í Manchester í Englandi árið 1982-1988 og voru kennarar hans þar Gordon Crosskey, George Hadjinkos og David Russel. Auk þess sótti hann meðal annars nám- skeið hjá Alirio Diaz og José Luis Gonzáles. Einar lauk einleikara- og kenn- araprófi frá Guildhall School of Music árið 1987 og starfar nú sem gítarkennari við Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar og Tónlist- arskóla Kópavogs. Hann hefur haldið tónleika á Islandi, Englandi og á Spáni. (Úr fréttatilkynningu) VISp'BSQ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.