Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 56
SAGA CLASS Fyrir þá sem eru aðeins á undan FLUGLEIÐIR wgtftiMjifrifr MERKI UM GÓÐAN ÚTBÚNAÐ isimm VEIÐIHJÓL OG STANGIR FIMMTUDAGUR 3. AGUST 1989 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Tap á rekstri SIS 190milljónirá fyrri árshelmingi 250 milljónum kr. minna tap en í fyrra TAP á rekstri Sambands íslenzkra samvinnufélaga var um 190 millj- ónir á fyrri helmingi þessa árs. A Fjöldi norskra loðnubáta norð- ^iraflandinu FJÖLDI norskra loðnubáta er nú að veiðum norðaustur af Kol- beinsey. Síðdegis í gær voru nær 30 norskir loðnubátar og þrír fær- eyskir að veiðum út af Kolbeinsey. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hefur veiðin verið allgóð. Heildarveiði norsku bátanna hefur verið 6-7000 tonn á sólarhring og hæstu bátarnir hafa fengið 6-800 tonn. ir Fyrstu íslensku loðnubátarnir halda til veiða strax eftir verslunar- mannahelgina. öllu síðasta ári var tapið 1156 milljónir. Að sögn Guðjóns B. 01- afssonar, forstjóra Sambandsins, hefur reksturinn sýnt um 250 milljóna króna bót miðað við sama tíma í fyrra.Sex mánaða uppgjör á rekstri SÍS var lagt fram á stjórnarfundi Sambandsins, sem stóð í allan gærdag. Guðjón sagði að fjármunamyndun SÍS hefði verið neikvæð um 100 milljónir á tímabilinu og gengistap um 500 milljónir. Sú deild, sem sýndi bezta afkomu, væri sjávarafurða- deildin, sem stæði betur en áætlanir hefðu gert ráð fyrir. Verzlunardeildin •kom verst út með um 100 milljóna halla og 30 milljóna halli var á skipa- rekstri. Ólafur Sverrisson, stjórnarfor- maður Sambandsins, sagði að tvísýnt væri um horfur í rekstri þess á seinni hluta ársins. Gengi hefði sigið eftir að hálfsársuppgjorið hefði legið fyr- ir, sem kæmi sér illa fyrir SÍS vegna töluverðra skulda í erlendri mynt. Fraktflug Flugleiða stóraukið í haust Ferskfiskur uppistaðan í útflutningnum FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að hefja beint vöruflutningaflug til Evrópu og Bandaríkjanna í haust með Boeing 727-100-flugvél fé- ,Iagsins sem hingað til hefur verið '¦^Sotuð til farþega- og vöruflutn- inga á Evrópuleiðum. Með þessu eykst fraktflutningageta í áætlun- arflugi félagsins verulega, að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafull- trúa Flugleiða. Boeing 727-100-vélin getur flutt um þrettán til fimmtán lestir í ferð og mun fara vikulega tvær ferðir til Bandaríkjanna og þrjár ferðir til Evrópu. í fyrra flutti félagið um 1.700 lestir milli Islands og Banda- ríkjanna, en getur nú flutt 2.500 til, 2.800 Jestir. A Evrópuleiðum getur' félagið nú flutt 4.200 lestir árlega. I fyrra námu heildarfraktflutningar Flugleiða á Evrópuleiðum um 1.350 lestum, en í ár stefnir í mikla aukn- -,^ngu og gera má ráð fyrir að í árslok hafi félagið flutt um 2.000 lestir á þessum leiðum. Milli íslands og Bret- lands hafa Flugleiðir þegar flutt meira en á öllu árinu í fyrra. Gert er ráð fyrir að meginuppi- staðan í útflutningi verði ferskur fiskur, en grænmeti og aðrar vöru- tegundir í innflutningi. Fiskútflytj- endur teija markaðshorfur góðar. Boeing-vélin er sú eina sem eftir er óseld af eldri millilandavélum Flugleiða og hefur verið ákveðið að hún anni fraktfluginu að mestu á þessum leiðum. Viðkomustaður vél- arinnar í Bandaríkjunum verður New. York, en í Evrópu verður flogið til Kaupmannahafnar, London og vænt- anlega Lúxemborgar. Morííunblaðið/KGA Ætla mætti að þetta væru Sunnlendingar að gá til veðurs en svo er ekki heldur eru þetta Norðlend- ingar, sem baðaðir hafa verið í sól og sumaryl undanfarnar vikur. Verslunarmannahelgin: Straumurinn í Húna- ver og á Þjóðhátíð Spáð björtu veðri um mest allt landið ROKKHÁTÍÐIN í Húnaveri virðist hafa mest aðdráttarafl fyrir ungmenni um þessa verslunarmannahelgi, ef marka má ummæli viðmælenda Morgunblaðsins. Þar ræður miklu verð á aðgöngu- miðum, sem er talsvert lægra en á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Veðurspáin gæti þó haft áhrif á hvor staðurinn verður fjölsótt- ari, þar sem margir bíða fram á síðustu stundu með að taka endanlega ákvörðun, og þegar er Jjóst að mikill fólksstraumur mun liggja til Vestmannaeyja. Þórsmörk laðar einnig til sín fjölda ungmenna að þessu sinni, en þegar Morgunblaðið ræddi við starfsmenn Umferðarmiðstöðvar- innar í gær kom í ljós að flestar bókanir höfðu verið gerðar í ferð- ir þangað. Ekkert mótshald er í Þórsmörk um verslunarmanna- helgina. Nær fullbókað er í ferðir Flug- leiða til Vestmannaeyja í dag, en þó mátti heyra á starfsmönnum þar og hjá öðrum flugfélögum að minna væri um bókanir með flugi í ár en í fyrra. Þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum og Rokkhátíðin í Húnaveri eru stærstu skipulögðu útihátíðirnar um.verslunarmanna- helgina ásamt Bindindismótinu í Galtalæk. Búist er við að tveir fyrrnefndu staðirnir verði mest sóttir a'f ungu fólki um næstu helgi en fjolskyldufólk sæki Galta- læk. Straumur unglinga úr Reykjavík liggur aðallega í Húna- ver, en einnig í Þórsmörk þótt ekki sé þar skipulögð hátíð. Norð- lensk ungmenni virðast mörg hver ætla í Húnaver, en frá Suðurlandi liggur straumurinn bæði þangað og til Eyja. Veðurstofan spáir því að bjart veður verði um mest allt landið um verslunarmannahelgina. Hiti verður á bilinu 8-17 stig. Spáð er hægri breytilegri átt um allt land á föstudag og laugardag en lítils háttar súld á annesjum á Norður- og Vesturlándi. Hlýjast verður á Suð-Austurlandi. Sjá frétt um ferðir um helg- ina á bls. 22. Hafísinn á undanhaldi STAKIR hafisjakar eru enn á Húnaflóa og á siglingaleið norðvestur með landinu en ísinn fer minnkandi. Siglinga- Ieiðin um Húnaflóa er þó vara- söm. Landhelgisgæslan fór í ískönnunarfiug á þriðjudag og kannaði ísinn frá Dornbanka í vestri að 50 sjómíJum norður af Kolbeinsey. Þá var ísjaðarinn næstur landi við Barða og Straum við Húnaflóa. Voru gisn- ar ísdreifar við Vestfirði og Húnaflóa en þéttari norðaustur af Kolbeinsey. Laxveiðin í sumar er mun lakarí en spáð hafði verið LAXVEIÐIN hér á íandi hefur verið í lakara lagi það sem af er sumrí, að minnsta kosti miðað við síðasta sumar, en þá var met- veiði. Veiðin hefur verið nnin minni en spáð hafði verið. Kalt vor, vatnavextir og síðbúin sumarkoma hafa sett mark sitt á veiðina og ef til vill veiðina næstu sumur, því fiskifræðingar hjá Veiðimálastofn- un telja það hugsanlegt að seiði kunni að hafa farið illa í kuldunum. Sums staðar hefur veiðin reyndar verið skammlaus, eins og víða á Suðvestur- og Vesturlandi, og ann- ars staðar hefur hún verið að glæðast, eins og á Vopnafjarðar- svæðinu. Rík er sú skoðun bæði veiðimanna og fiskifræðinga, að laxinn eigi eftir að skila sér enn í nokkrum mæli, því vegna árferðis- ins hafi verið eðlilegt að laxinn gengi mun seinna í árnar. Sem dæmi um minni afla nú en í fyrra má nefna Norðurá í Borgar- firði, þar sem komnir eru um það bil 800 laxar á land. Friðrik D. Stefánsson framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segir að allt síðasta sumar hafi áin gefið 1.358 laxa og á sama tíma í fyrra hafi verið komnir 1.034 fiskar á land, veiðin nú sé því 77 til 78% af því sem þá var. Sums staðar er sveiflan niður á við mun meiri og mest í ánum í Húnavatnssýslunum, Miðfjarðará, Vatnsdalsá, Víðidalsá og síðast en ekki síst Laxá á Ásum. I þeim öllum er veiðin nú að minnsta kosti helmingi minni en í fyrra. Stangveiðin í Borgarfjarðaránum hefur verið skammlaus, Norðurá hefur gefið um 800 fiska eins og áður var sagt, Þverá/Kjarrá nærri 1.000 fiska, Grímsá um 700, en Langá er lökust Borgarfjarðaránna með aðeins um 450 fiska. Vatns- dalsá er með um þrjú hundmð fiska, Víðidalsá með um 400 fiska, Mið- fjarðará milli 550 og 600 fiska og Laxá á Asum nærri 500 fiska. I Árnessýslu hafa verið Iíflegar göng- ur að undanförnu, vel hefur veiðst í Ölfusá og Sogi og veiði hefur glæðst á Iðu og í Stóru Laxá. Hæst er þó Laxá í Kjós með rúma 1.400 laxa og Elliðaárnar, með um 750 fiska, hafa einnigskilað viðun- andi veiði sem og Laxá í Leirár- sveít með rúma 700 laxa. Heimildir Morgunblaðsins benda til þess að heimtur hafbeitarstöðva séu með svipuðu sniði, sem sagt heldur rýrar, en menn bindi vonir við næstu vikur. Netaveiðin í Hvítá í Borgarfirði hefur verið mjög dauf lengst af og Óðinn Sigþórsson neta- bóndi í Einarsnesi sagði í samtali við Morgunblaðið að hann héldi helst að netamenn hefðu misst af megingöngunum meðari helgar- bönn stóðu yfir, en helstu straumar hefðu einmitt verið um helgar. Fyr- ir nokkru voru komnir um 4.000 netalaxar á land, en um svipað leyti í fyrra voru um 14.000 laxar komn- ir úr ánni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.