Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. AGUST 1989 + Heyskapur í Eyjafírði mislangt á veg kominn Útlit fyrir góðan endurvöxt túna og ágætan seinni slátt HEYSKAPUR er mjög mislangt á veg kominn í Eyjafirði, því þegar sumir bændur eru búnir með fyrri slátt og farnir að huga að gras- sprettu fyrir þann seinni, eru aðr- ir rétt nýbyrjaðir heyskapinn og jafnframt uggandi um að heyfeng- ur verði ekki nógu mikill í sum- ar. Best hefur heyskapur gengið frammi í firði; fyrir innan Akur- eyri, en þar eru bændur víða bún- ir, en út með firði, og þá sérstak- Iega vestan til, var víða kal í tún- um í vor og sprettaléleg í þurrk- unum í júní og júlí. Á þeim slóðum voru bændur víða farnir að kvíða hag sínum, en aðeins hefur brúnin lyfst á þeim upp síðkastið, þrátt fyrir að þeir telji heyfeng verða töluvert minni en í meðalári. Ólafur Vagnsson, ráðunautur hjá Búrnaðarsambandi Eyfirðinga, sagði í samtali við Morgunblaðið, að allar hugsanlegar útgáfur væru á því hversu vel heyskapur gengi; all- margir væru búnir með fyrri slátt á meðan bændur á Árskógssandi, í Svarfaðardal og Ólafsfirði væru rétt að byrja sinn heyskap. „Uppskera var samt í minna lagi hjá bændum hér frammi í firði, sem búnir eru með fyrri slátt, en hins vegar tel ég góðar vonir standa til þess að endurvöxtur túna verði all- góður og seinni sláttur því all mikill að vöxtum," sagði Ólafur Vagnsson, ráðunautur. „Ut með firði voraði hins vegar seint — vorið var tveimur til þremur vikum seinna á ferðinni en venjulega — og bændur þar eru því í þann mund að byrja heyskap. Einn sótti um stöðu yfirlæknis EINN umsækjandi var um stöðu rannsóknaryíírlæknis við Fjórð- ungsjúkrahúsið á Akureyri, eri umsóknarfrestur rann út í síðasta mánuði. Umsækjandinn Vigfús Þorsteins- son er sérfræðingur í blóðmeina- fræði. Hann hefur að undanförnu verið starfandi í Svíþjóð, en áður vann hann á Landspítalanum í Reykjavík. Z 5S'•'. Morgunblaðið/Rúnar Þór Um 45% af túnum Skírnis Jónssonar, bónda í Skarði, voru kalin eft- ir veturinn, og bjóst hann við mun minni heyfeng en í meðalári. Hjá mörgum þeirra urðu einhverjar kalskemmdir, og svo var spretta lítil, en nú eru þeir allflestir byrjað- ir, eftir því sem ég best veit," sagði Ólafur. Töluverðar kalskemmdir út með firði Miklar kalskemmdir urðu í Skarði hjá Skírni Jónssyni, bónda, en þar var talið að allt að 45% túnanna hefðu orðið fyrir skemmdum. Skírnir sagði að heyfengur myndi samt ekki skerðast að sama skapi, en hann yrði þó mun minni en í meðalári. „Ætli það endi ekki með því að maður þurfi að skera eitthvað niður í haust," sagði Skírnir, en kvaðst samt vonbetri nú en fyrr í sumar, þegar útlitið var dekkra vegna lítillar sprettu. Sveinn Jónsson, bóndi á Ytra- Kálfskinni, sagði að útlitið hefði verið sérlega dökkt þar til í síðustu viku, en frá því í maí og fram í lok júlímánaðar hefði úrkoma verið sama sem engin. „Með rigningunni að undanförnu hefur ástandið heldur breyst til batn- aðar; sérstaklega með rigningunni um síðustu helgi, en þá tók spretta vel við sér," sagði Sveinn. Hann sagði tún þó víða töluvert skemmd af völdum kals, og sagði að víða út með Eyjafirði væri að finna tún, þar sem um þriðjungurinn væri skemmd- ur. „Það er alveg ljóst að heyfengur fer alveg eftir því hvernig ágústmán- uður verður; menn verða bara að vera bjartsýnir og láta ekki svartsýn- ina ná tökum á sér," sagði Sveinn að lokum. Garðar--- Steinsson, bóndi í Engihlíð, sagði að bændur hefðu verið orðnir frekar svartsýnir vegna Ostjórnlegur fögnuður Morgunblaðið/Rúnar Þór ÞESSIR ungu piltar gátu alls ekki hamið gleði sína, þegar þeir á þriðjudagskvöldið fengu sönnun fyrir því, að Iiðið þeirra, Þór, væri alls ekki lélegra en KA. Höfðu þeir með öndina í hálsinum fylgst með þyí þegar Júlíus Tryggvason tók mikilvæga Vítaspyrnu á síðustu mínútum leiksins, og þegar þeir sáu að hann hafði skorað og jafnað leikinn, stigu þeir trylltan dans, því heiðrinum var bjargað. Björn Þórðarson, bóndi á Öngulstöðum II, var í óðaönn við að ljúka sínum heyskap í vikunni, eins og margir bændur frammi í Eyjafirði. lítillar sprettu, og vætutíðin að und- anförnu breytti engu um það, að heyfengur yrði töluvert minni en í meðalári. „Ég byrjaði slátt fyrir rúmri viku, en bændur hér út með firði eru tölu- vert seinna á ferðinni með heyskap- inn en venjulega," sagði Garðar. „Brúnin hefur samt heldur verið að lyftast á okkur að undanförnu, en sennilega verður uppskera ekki meiri en svo að fækka verður bústofni eitthvað," sagði Garðar. Notkun rúllubagga færist í vöxt Bjarni Aðalsteinsson, bóndi á Grund, sagði að þurrkarnir hefðu verið orðnir svo miklir, að norðlensk- ir bændur hefðu verið farnir að dansa regndans. „Það hefur sennilega borið árang- ur, því regnið kom alveg á réttum tíma," sagði Bjarni, en þrætti ekki fyrir að það hefði reyndar mátt byrja svolítið fyrr að rigna. Bjarni hirðir allt hey í rúllubagga, og sagði hann að sú tækni færi mikið í vöxt, og margir notuðu rúllu- bagga að einhverju leyti. „Það er hins vegar töluverður kostnaður við þessa bagga, en kost- irnir við þá eru líka margir. Það tekur til dæmis skemmri tíma að hirða hey af túnum, því ekki þarf að flýta sér með þá heim í hlöðu, og kemur það sér aldeilis vel í rysj- óttu veðurfari, eins og við búum við," sagði Bjarni. Sagði hann að vel væri athugandi að stéttarsambands- þing eða búnaðarfélagsþing kannaði hvort ekki væri hægt að fella niður söluskattinn á rúlluböggunum, því í raun væru þeir ekki annað en geymslupokar utan um fóður. Kvaðst hann ekki vita betur en umbúðir utan um fóður, sem sekkjað væri í verksmiðjum, væru undan- þegnar söluskatti, og taldi að sama ætti að gilda um rúllubaggafilmuna. Veðrið um helgina: Sæmilega bjart ogþurrtveður VEÐURSTOFAN spáir björtu veðri inn til landsins um verslun- armannahelgina, og ætti það að þýða sæmilega þurrt veður á þeim stöðum í nágrenni Akur- eyrar, þar sem von er til að fólk safnist saman. Svo stuðst sé við hið formlega orðalag Veðurstofu íslands, hljóðar spáin fyrir Norðurland á eftirfar- andi hátt: Fremur hæg breytileg átt. Lítils- háttar súld verður á annnesjum, en annars þurrt. Víða sæmilega bjart inn til landsins föstudag, láugardag og sunnudag. Spáin náði ekki til mánudagsins, en þá mátti eins búast við að þykkna færi upp. Flugvikan: Tækifæri gefst til að fljúga með svifflugu ÞESSA vikuna hefur staðið yfir Flugvika Svifflugfélags Akureyrar inni á Melgerðismelum. Hefur Flugvikan verið haldin mörg undanfar- in ár, og gefst fólki kostur á bregða sér í flugferðir. Lítil tveggja sæta kennslusvif- sæta fluga félagsins er á Melgerðismel- um, og eru kunnáttusamir svifflug- menn á staðnum frá klukkan 12 á hádegi og fram á kvöld, og bjóða þeir fólk hjartanlega velkomið til 'að'kynna'sér starfsemi Svifflugfé- lagsins. Þá eru þeir einnig reiðubún- ir að skjótast með gesti upp í háloft- in. Flugvikunni lýkur næstkomandi sunnudag. (Fréttatilkynning).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.